Morgunblaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 33
BRUCE WILLIS,
MORGAN
FREEMAN,
JOHN MALKOVICH OG
HELEN MIRREN ERU
STÓRKOSTLEG Í ÞES-
SARI ÓTRÚLEGA SKEMMTI-
LEGU GRÍN HASARMYND
- HOLLYWOOD REPORTER
- MOVIELINE
- NEW YORK POST
SÝND Í ÁLFABAKKA
14.000
gestir
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI
ROBERT
DOWNEY JR.
OG ZACH
GALIFIANAKIS
EIGA EFTIR AÐ
FÁ ÞIG TIL AÐ
GRENJA ÚR
HLÁTRI
FRÁ TODD PHILIPS,
LEIKSTJÓRA THE HANGOVER
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI
„HELDUR
ATHYGLI
MANNS FRÁ
UPPHAFI TIL
ENDA”
- MORGUNBLAÐIÐ
„HELVÍTI
HRESSANDI“
- ERPUR
EYVINDARSSON
- ANDRI CAPONE -- RÁS 2
- PRESSAN
- FRÉTTABLAÐIÐ
SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í KRINGLUNNI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA
700 kr.
700 kr.
700 kr.
MIÐASALA Á SAMBIO.IS
Í BEINNI ÚTSENDINGU FRÁ
NATIONAL THEATER 9. DES KL. 19.00
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
MIÐASALA Á
WWW.SAMBIO.IS
TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í TÍMAHARRY POTTER and the Deathly Hallows kl. 5:30 - 8:30 - 10:10 10
GNARR kl. 8 L
DUE DATE kl. 8 - 10:20 10
ÆVINTÝRI SAMMA ísl. tal kl. 63D L
THE SWITCH kl. 5:50 10
/ KRINGLUNNI
HARRY POTTER kl. 6 - 9 10
DUE DATE kl. 6 - 8 10
RED kl. 10:10 12
/ AKUREYRI
SNILLDAR GAMANMYND
ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - KR. 700
700 kr.
Tilboðil
700 kr.
Tilboðil
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2010
Dreifingarrétturinn að erótísku
kvikmyndinni The Party at Kitty
and Stud’s frá árinu 1970 hefur ver-
ið seldur á uppboðsvefnum eBay
fyrir 412.000 dollara. Myndin er sú
fyrsta sem Hollywood-stjarnan Syl-
vester Stallone lék í og fór hann þar
með aðalhlutverk, hlutverk Stud.
Stud þessi býður vinum sínum í
kynlífsteiti í myndinni.
Sly Lék í erótískri mynd árið 1970.
Ljósblá með
Stallone seld
Bandaríski leikarinn Stephen Dorff
ætlar sér að skrifa handrit að
„mjög fyndinni gamanmynd“ og
ætlar sjálfur að leika í henni með
vini sínum Jack Nicholson. Dorff og
Nicholson hafa áður leikið saman í
kvikmynd, Blood And Wine frá
árinu 1996 og varð þeim vel til vina
við tökur á þeirri kvikmynd. Kvik-
mynd Dorff verður framleidd af
fyrirtæki gamanleikarans Adams
Sandler, Happy Madison. Sögusvið
kvikmyndarinnar verður Suður-
Frakkland. Dorff segist vilja skrifa
fleiri handrit í framtíðinni og fram-
leiða kvikmyndir, auk þess að leika
í þeim.
Gaman Dorff
er með hand-
rit í huga.
Dorff skrifar
fyrir Nicholson
Það kem-ur ekkioft fyrirað mað-
ur gefi frá sér ör-
væntingaróp við
lok bókarlesturs
en það átti við
um þessa merki-
legu bók Willi-
ams Boyd,
Þrumulostinn, eða Ordinary
Thunderstorm eins og hún heitir á
frummálinu. Af texta aftan á bók-
arkápu mætti halda að hér væri
hefðbundinn krimmi á ferð en svo
er ekki, þó að sagan eigi margt
sameiginlegt með krimmum, Boyd
leikur sér að krimmaforminu,
mætti segja. Í bókinni segir af
loftslagsfræðingnum Adam Kind-
red sem staddur er í Lundúnaborg,
nýkominn úr atvinnuviðtali. Kind-
red sest einn að snæðingi á veit-
ingastað í Chelsea og hittir þar
ónæmisfræðinginn William Wang.
Eftir stutt spjall heldur Wang á
brott en gleymir möppu á veit-
ingastaðnum. Í möppunni finnur
Kindred heimilisfang Wang og
ákveður að fara þangað með möpp-
una. Þegar á staðinn er komið ligg-
ur Wang í blóði sínu, handfangið á
hnífi stendur út úr síðu hans og
Wang biður Kindred að draga hníf-
inn úr sárinu sem hann og gerir.
Þar með eru fingraför hans þar
komin á morðvopnið og Wang læt-
ur lífið. Kindred áttar sig þá á því
að morðinginn er úti á svölum og
tekur til fótanna. Hann áttar sig á
því að hann verði að fara í felur þar
sem lögreglan hljóti að telja hann
morðingjann. Morðingi Wang vill
Kindred feigan og Kindred grípur
til þess ráðs að búa á bökkum
Temsár, í skjóli trjálundar, eins og
útigangsmaður. Hann safnar hári
og skeggi og verður eins og hver
annar umrenningur og gætir þess
að nota ekki greiðslukort eða far-
síma svo hægt sé að hafa uppi á
honum. Þegar líður á söguna kem-
ur í ljós að hann á við ofurefli að
etja, valdamikla menn sem vilja
hann feigan.
Fjöldi persóna kemur við sögu í
þessari bók og eru þær ólíkar
mjög, af ólíkum stéttum og með
mismikið milli eyrnanna. Þannig er
fylgst með moldríkum forstjóra
lyfjafyrirtækis, vændiskonu, morð-
ingjanum kaldrifjaða, kynþokka-
fullri lögreglukonu og Ivo nokkrum
lávarði að ógleymdum Kindred.
Sagan er sögð í fyrstu persónu, út
frá hugarheimi hverrar persónu
fyrir sig. Þetta gerir Boyd listavel
og heldur athygli lesandans bókina
í gegn, það er varla hægt að leggja
hana frá sér. Spennan kraumar
undir niðri en þó er furðulítið um
átök í bókinni, utan persónulegra,
innri átaka hinna ólíku persóna.
Stórborgin gleypir Kindred, hann
verður eitt af hinum óþekktu and-
litum umrenninga sem reika um
göturnar og þeirri spurningu er
varpað fram af höfundi hvort ekki
sé auðvelt að segja skilið við fortíð
sína, verða önnur persóna, má burt
það sem gerði mann að tiltekinni
manneskju í kerfinu sem þjónaði
ákveðnu hlutverki í samfélaginu.
Hvað erum við án kennitölunnar,
krítarkortsins, farsímans, starfsins,
fjölskyldu og vina? Andi Dickens
svífur yfir vötnum bæði hvað varð-
ar sögusviðið og hið skrautlega
persónugallerí. Gallinn við bókina
er þó sá að lesandinn er skilinn eft-
ir í lausu lofti undir lokin, mörgum
spurningum er enn ósvarað. Svörin
við þeim verður lesandinn sjálfur
að finna.
Eins og þruma úr heiðskíru lofti
Skáldsaga
Þrumulostinn bbbbn
Eftir William Boyd. Anna María Hilm-
arsdóttir þýddi. Bjartur gefur út.
395 bls.
BÆKUR
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
Óvænt Rithöfundurinn William Boyd.
Himnarnir opnast, lýsir afþér, myrkrið það hverf-ur úr hjarta mér.“ Svohljóðar fjórða erindi
opnunarlags hljómplötunnar Hátíð-
in heilsar og lýsir það nýjustu afurð
Frostrósa einstaklega vel. Himn-
arnir opnast
svo sannarlega
þegar guð-
dómlegar
raddir sep-
tettsins óma og
fara þær létt
með að þurrka
út allar áhyggjur hlustandans.
Hljómdiskurinn samanstendur af lif-
andi upptöku frá stór-jólatónleikum
Frostrósa í fyrra og fylgir honum
mynddiskur, sem er guðs gjöf fyrir
ólánsamt fólk eins og mig sem ekki
komst á herlegheitin í fyrra. Það er
enginn arfi í þessu blómstrandi vetr-
ar rósabeði: Jólalögin eru vel valin
og þykir mér einstaklega ánægju-
legt að þau skuli öll með vera á okk-
ar ylhýra ástkæra móðurmáli, fjöl-
breytnin er mikil, sérstaklega þar
sem kynjaskiptingin er ákaflega jöfn
hjá rósunum í ár, kórarnir gefa
manni gæsahúð og undirspilið er
undursamlegt. Hulstur diskanna er
mjög sparilegt og er rúsínan í pylsu-
endanum gylltur bæklingur sem hef-
ur að geyma alla söngtextana. Það
ætti enginn að eiga í vandræðum
með að syngja með og komast í jóla-
skap (og það kemur ekki að sök þó
maður nái ekki upp á efstu tónana
sem virðast stundum úr öðrum
heimi). Það er ekki langt síðan ég
fékk Hátíðin heilsar í hendurnar en
samt sem áður hefur platan verið í
spilun hjá mér á leiðinni í vinnuna, í
vinnunni og heima fyrir (hvort sem
það er við ritgerðarskrif, afslöppun
eða tiltekt). Hann á hreinlega við
undir öllum kringumstæðum á jóla-
tímanum, svo ljúfur er hann.
Samkvæmt ítalskri hefð hrópa óp-
erugestir bravo eftir vel heppnaðar
sýningar og það ætla ég svo sann-
arlega að gera aðstandendum plöt-
unnar til heiðurs: Bravo!
Enginn arfi í fallegu rósabeðinu
Geisla- og mynddiskur
Frostrósir – Hátíðin heilsar
bbbbn
Morgunblaðið/Eggert
Jólalegt Frá lokatónleikum Frostrósa í fyrra í Laugardalshöll, jólasnjór fellur yfir söngvara.
HUGRÚN
HALLDÓRSDÓTTIR
TÓNLIST