Morgunblaðið - 30.11.2010, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218
1. Lést í umferðarslysi
2. Nemendur hafðir fyrir rangri sök
3. Gunnar stígur til hliðar
4. Helga Sigríður í aðgerð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Árlegir serenöðutónleikar Blásara-
kvintetts Reykjavíkur og félaga,
Kvöldlokkur á jólaföstu, verða haldnir
í Fríkirkjunni í kvöld kl. 20. Verður á
þeim flutt Gran Partita, serenaða
Mozarts fyrir 13 spilara K. 361.
Morgunblaðið/Golli
Gran Partita Mozarts
flutt í Fríkirkjunni
Sænsku kvik-
myndirnar I livets
vår, eftir Paul
Gabani frá árinu
1912, og Kärleken
segrar, eftir
Georg af Klercker
frá árinu 1916,
verða sýndar í
kvöld og 4. des-
ember kl. 20, í Bæjarbíói, Hafnarfirði,
á vegum Kvikmyndasafns Íslands.
Frekari upplýsingar um myndirnar
má finna á kvikmyndasafn.is.
Sænskar kvikmyndir
frá 1912 og 1916
Pólýfónía, ný breiðskífa hljómsveit-
arinnar Apparat Organ Quartet, kemur
út 9. desember nk. en síðasta breið-
skífa hljómsveitarinnar kom út fyrir
allnokkru, eða
átta árum. Söng-
urinn á plötunni
er að mestu í
höndum talgervla
og sungið á
nokkrum tungu-
málum, m.a. jap-
önsku, þýsku og
íslensku.
Talgervlasöngur
á plötu Apparats
Á miðvikudag Vestlæg átt, 5-13 m/s og dálítil súld eða rigning á vestanverðu landinu, en
annars skýjað með köflum. Hiti 1 til 6 stig en vægt frost inn til landsins austan til.
Á fimmtudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri en dálítil él norðan til
þegar líður á daginn. Kólnandi veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðlæg átt austan til og skýjað með köflum eða létt-
skýjað. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost inn til landsins fyrir austan.
VEÐUR
Barcelona sýndi allar sínar
bestu hliðar þegar liðið
vann 5:0-sigur á erkifjend-
unum í Real Madrid á Camp
Nou í spænsku 1. deildinni í
knattspyrnu í gærkvöldi.
Fyrsti „El Clásico“ knatt-
spyrnustjórans José Mour-
inho snerist því upp í mar-
tröð. Barcelona komst þar
með upp fyrir Real á topp
deildarinnar en aðeins mun-
ar tveimur stigum á lið-
unum. »1
Fimm stjörnu
sýning Barcelona
„Við spiluðum í ískaldri höll í Minsk
enda var 10 stiga frost í Hvíta-Rúss-
landi, en við höfum sem betur fer
æft í kaldri höll hjá okkur síðustu
vikuna,“ sagði Björgvin Páll Gúst-
avsson, landsliðsmarkvörður í hand-
knattleik, sem var hetja Kadetten í
sigri á Dinamo Minsk í
Meistaradeild Evrópu um
helgina. Þar með á Kad-
etten góða von um að
komast
áfram í 16
liða úr-
slit. »3
Björgvin fann sig vel
í kuldanum í Minsk
Grindvíkingar vippuðu sér upp í 2.
sæti Iceland Express-deildarinnar í
körfuknattleik með sigri á KR, 87:77, í
stórleik gærkvöldsins. ÍR náði í sinn
annan sigur á leiktíðinni með því að
sigra Hamar í Seljaskóla 89:84.
Njarðvíkingar hafa byrjað illa í haust
en þeir hristu af sér slenið og sigruðu
Hauka, 80:67, í leik sem var spenn-
andi lengst af.
Grindavík fór upp í 2.
sætið með sigri á KR
ÍÞRÓTTIR
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hildur Ósk Ragnarsdóttir er eina ís-
lenska konan sem leikur enskt rugby
eða ruðning í deildinni í Danmörku,
en hún fagnaði meistaratitli með Ex-
iles í Kaupmannahöfn ekki alls fyrir
löngu og fékk framfaraverðlaun liðs-
ins að loknu tímabilinu.
Um 30 lið leika í karladeildinni en
sex lið eru í kvennadeildinni. Exiles
var stofnað 1968 og er eina al-
þjóðlega liðið í deildinni. Hildur Ósk
segir að þrátt fyrir langa sögu og
hefð fyrir kvennakeppninni hafi
fyrst almennilega verið lögð áhersla
á deildina fyrir nokkrum árum. 26
stelpur hafi leikið fyrir Exiles á tíma-
bilinu og ekkert annað lið sé með
eins fjölmennan hóp. „Við höfum
verið duglegar við að taka inn skipti-
nema frá Bandaríkjunum sem hafa
spilað íþróttina í háskóladeildinni
vestra auk þess sem gamlir leik-
menn, sem eru á ferð í Danmörku,
hafa fengið að spreyta sig,“ segir
hún.
Út í nám
Hildur Ósk hefur búið í Kaup-
mannahöfn í níu ár. Hún hóf þar nám
í stjórnun og ferðamálafræði, en
gerði hlé á náminu þegar hún eign-
aðist dæturnar tvær sem hún á með
eiginmanninum Viktori Gunnlaugs-
syni, sem er húsgagnasmiður. Dæt-
urnar eru tveggja og fimm ára og
mamman komin á fullt í námið á ný.
Ekki stóð til að fara aftur að æfa
íþróttir en Hildur Ósk segist hafa
látið undan miklum þrýstingi. „Það
var búið að reyna að tala mig til í
heilt ár áður en ég lét tilleiðast. Ég
hélt að þetta væri allt öðruvísi
íþrótt en ég lá kylliflöt fyrir
henni á fyrstu æfingu.“
Hún bætir við að sam-
veran með öðrum stelp-
um sé skemmtilegust
og ekki skemmi fyrir að fá keppnis-
andann yfir sig aftur.
Mikið álag
Stelpurnar æfa tvisvar til þrisvar í
viku, tvo tíma í senn, fyrir utan sér-
æfingar. „Þetta er meira álag en í
fótboltanum,“ segir Hildur Ósk, sem
byrjaði að æfa fyrir ári. Þá segist hún
ekki hafa vitað hvað hún væri að fara
út í en nú sé hún reynslunni ríkari.
Ruðningurinn er leikinn án allra hlífa
og því er mikið um pústra.
Hildur Ósk var framherji í fótbolta
en í ruðningnum tekur hún við bolt-
anum í sókninni og byrjar leikinn. Er
nokkurs konar leikstjórnandi. „Sókn-
irnar byrja hjá mér og næst á dag-
skrá er að gera betur en í ár og verja
titilinn að ári.“
Gull í fyrstu tilraun í ruðningi
Hildur Ósk
Danmerkurmeist-
ari á fyrsta ári
Morgunblaðið/Eggert
Gull Hildur Ósk Ragnarsdóttir fagnaði meistaratitli með Exiles og fékk framfaraverðlaun liðsins.
Hildur Ósk Ragnarsdóttir er úr
Kópavogi og lék fótbolta með
Breiðabliki þar til hún hætti, þegar
hún var að verða 17 ára. „Þá byrjaði
ég í menntaskóla og fór að einbeita
mér að öðru,“ rifjar hún upp.
Á meðal liðsfélaga hennar voru
til dæmis Ásthildur Helga-
dóttir, Katrín Jónsdóttir,
Margrét Ólafsdóttir og Olga
Færseth, þekktir leikmenn,
sem gerðu garðinn frægan
með Blikum og landsliðinu. „Ég var
í gullaldarliðinu með öllum þessum
stjörnum sem íslenskur kvennafót-
bolti hefur alið af sér,“ segir hún og
bætir við að þrátt fyrir það hafi hún
ekki haft áhuga á að halda áfram.
Ruðningurinn minni samt á gamla
tíma. „Maður er auðvitað oft í mar-
blettum og skrámum en það eru
fræði á bak við hverja hreyfingu og
þetta er mun flóknara en fótbolt-
inn,“ segir hún.
Lék með bestu Blikum
Í FÓTBOLTANUM Í KÓPAVOGI