Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 4
Sammála um aðgerðir en mikil vinna framundan við útfærsluna  60 þúsund heimili eru sögð geta notið góðs af aðgerðunum sem samkomulag náðist um í gær Morgunblaðið/Kristinn Undirrita áformin Ráðherrar og fulltrúar lífeyrissjóða og fjármálastofnana skrifuðu undir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Guðmundur Sv. Hermannsson Ómar Friðriksson Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra seg- ir að um 60 þúsund heimili muni með beinum hætti njóta góðs af aðgerðum sem sam- komulag sé um vegna skulda- og greiðslu- vanda heimilanna. Viljayfirlýsing var undir- rituð í Þjóðmenningarhúsinu í gær en ganga á formlega frá því um miðjan desember. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna sögðu við sama tækifæri að aðgerðirnar, eins og nú er gert ráð fyrir að þær verði, kalli ekki á skerð- ingu lífeyrisréttinda sjóðfélaga. Taldar kosta um 100 milljarða Áætlað er að aðgerðirnar kosti um 100 millj- arða króna, þar af bera bankar og fjármála- stofnanir um 2/3 og lífeyrissjóðir og Íbúða- lánasjóður um þriðjung. Alls standa 14 aðilar að samkomulaginu. Í tilkynningum frá fjármálastofnunum í gær kom fram að þær muni nú hið allra fyrsta út- færa þessar leiðir og hvetja viðskiptavini sína til að leita til síns lánveitanda um úrlausn sinna mála. Bankarnir og önnur fjármálafyrirtæki hafa um nokkurt skeið boðið upp á marg- víslegar aðgerðir til að taka á skuldavanda heimilanna, sem hefur m.a. leitt til þess að 22 milljarðar króna hafa verið afskrifaðir af fasteignaveðlánum heimilanna. Ein þeirra aðgerða sem grípa á til er sérstök niðurgreiðsla vaxta af fasteignalánum í gegn- um vaxtabótakerfið, sem á að gilda í tvö ár. Um er að ræða almenna niðurgreiðslu, óháða tekjum en hún fellur niður þegar hrein eign skuldara er umfram tiltekin há mörk. Jóhanna sagði að reikna mætti með að greiðslubyrði heimila muni lækka vegna þessa um allt að 200-300 þúsund krónur á ári. Enn er þó eftir að útfæra þessa aðgerð. Kostnaðurinn við þetta nýja úrræði verður allt að 6 milljarðar króna á ári hvort árið 2011 og 2012. Fram kom á fréttamannafundi í gær að samtals næmu vaxtagreiðslur af íbúða- lánum um 60 milljörðum króna á ári og því væri um að ræða 10% af þeirri fjárhæð. Jóhanna sagði stefnt að því, að þessi niður- greiðsla kæmi til útborgunar ársfjórðungs- lega. Fram kom að ríkisstjórnin ætlar að leita leiða til að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjármagni þessi útgjöld. Kostnaður banka og sparisjóða vegna þeirra aðgerða, sem samið var um í gær og vegna frumvarps um gengistryggð lán, sem nú er til meðferðar hjá Alþingi, er um 90 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli Guðjóns Rúnars- sonar, framkvæmdastjóra Samtaka fjármála- fyrirtækja, þegar skrifað var undir sam- komulagið. Guðjón sagði að vissulega væri þetta mikill kostnaður fyrir fjármálakerfið en samkomu- lagið tryggði jafnframt, að komnar væru fram allar þær lausnir sem almenningi standa til boða. Mikilvægt væri nú að landsmenn verði duglegir að leita til banka og sparisjóða vegna sinna mála. Nær til kortafyrirtækja og eignaleiga Samkomulagið nær einnig til annarra lán- veitenda en banka og sparisjóða, þar á meðal kortafyrirtækja og eignaleiga. Einnig næði það til ábyrgðarmanna í tengslum við sérstaka skuldaaðlögun. Guðjón Rúnarsson greindi frá því að fjár- málafyrirtækin hefðu verið í viðræðum við stjórnvöld um útfærslu á lausn á skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þær við- ræður væru á lokaspretti, en slíkt sam- komulag hefði áhrif á tugþúsundir heimila. Allir þeir sem að þessu samkomulagi standa ætla að setja á laggirnar svonefndan „Vett- vang kröfuhafa“. Þar á að vinna að því að flýta fyrir skuldauppgjöri og einfalda úrlausn flók- inna mála. Verða fulltrúar fjármálafyrirtækja, lífeyris- sjóða og Íbúðalánasjóðs aðilar að þessum vett- vangi en í samkomulagstextanum er tekið fram að taka eigi til skoðunar hvernig skuli farið með sjálfskuldarábyrgðir við sértæka skuldaaðlögun. Í tengslum við undirritunina í gær lýsti rík- isstjórnin því yfir að hún muni hraða aðgerð- um til að draga úr vægi verðtryggingar. „Í ljósi þess að þátttaka lífeyrissjóða í aðgerðum þessum leggst með misjöfnum hætti á sjóðina og staða þeirra gagnvart lífeyriskjörum er ólík mun ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr misvægi af þeim sökum […],“ segir um þetta. Yfirlýsing var einnig gefin út um að stemma stigu við víxlverkun bóta almannatrygginga og lífeyrissjóða. Þetta mun gilda næstu þrú árin en á þeim tíma verði fundin framtíðarlausn. Auk þessa mun frítekjumark ellilífeyrisþega vegna lífeyrissjóðstekna hækka í áföngum á árunum 2013-2015 til samræmis við frí- tekjumark öryrkja. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 Fólki í greiðsluvanda með yfirveðsettar eignir verð- ur boðið að fá eftirstöðvar skulda færðar niður að 110% af verðmæti eignar. Miða á við fasteignamat eða markaðsverð hvort heldur er hærra. Þetta er þó bundið ýmsum skilyrðum. Greiðslubyrði vegna íbúðalánsins þarf að vera yfir 20% af tekjum fyrir skatta á yfirstandandi ári. Lækkun skulda má ekki vera meiri en 4 millj- ónir hjá einstaklingi og 7 millj. hjá hjónum/ sambýlisfólki og einstæðum foreldrum. Yfirveðsett heimili Lántakendum í miklum greiðsluvanda verður boðið að færa lán sín niður í allt að 70% af verðmæti íbúðar til sam- ræmis við greiðslugetu. Allt að 30% af virði eignar er þá sett á vaxta- og afborg- unarlaust biðlán í þrjú ár, sem verði óverð- tryggt og án vaxta. Skuldir sem eru um- fram 100% felldar niður. Þetta er frekari útfærsla á þeim úrræðum sem skuldugum heimilum hefur staðið til boða eftir gerð samkomulags frá 30. október 2009. Sértæk skuldaaðlögun Opnað er fyrir möguleika á meiri niðurfærslu skulda þegar um sérstaka erfið- leika er að ræða og eftir ít- arlega könnun á eigna- stöðu og greiðslugetu viðkomandi. Er þá miðað við að skuldir séu í höfuðdráttum óinnheimt- anlegar. Sett er 15 milljóna kr. hámark á þessa skuldalækkun hjá einstaklingi og 30 milljónir hjá hjónum, sambýlisfólki og einstæðum for- eldrum. Verður þá tekið tillit til fyrri niðurfell- inga skulda ef um það er að ræða. Þessi nið- urfelling stendur til boða til 1. júlí 2011. Geta sótt um meiri lækkun Ríkisstjórnin lofar að stuðla að því að fólk með lágar tekjur og miðlungs- tekjur og miklar skuldir njóti hlutfallslega meiri vaxtabóta hér eftir en hingað til. Verja á rúm- lega tveimur milljörðum kr. til að viðhalda sér- stakri hækkun vaxtabóta sem hefur verið við lýði á árunum 2009 og 2010. Jafnframt verður gerð breyting á almennum vaxtabótum þannig að þær komi í auknum mæli til móts við heimili með þunga skuldabyrði og lágar eða miðlungs- tekjur. Þetta er ekki útfært nánar. Auknar vaxtabætur Samkomulag er um að líf- eyrissjóðir leitist við að greiða leið til félagslegra úrræða í húsnæðismálum með kaupum á sérstökum flokki íbúðabréfa sem Íbúðalánasjóður mun bjóða út á lægstu mögulegum vöxtum. Fjár- hæð útboðsins ræðst af stefnumörkun nefnd- ar félags- og tryggingamálaráðherra. And- virðið á að nota til að endurfjármagna útistandandi félagsleg leiguíbúðalán, fjár- magna ný lán og búseturéttarkerfi. Framlög til húsaleigubóta verða ekki lækkuð. Félagslegar lausnir Sú aðgerð sem ekki hefur komið fram opinberlega áður er að ríkisstjórnin ætlar í samstarfi við fjármálafyrirtæki og líf- eyrissjóði að leita leiða til að þessir aðilar fjármagni tímabundnar vaxtaniðurgreiðslur. Hún á að fara fram í gegnum vaxtabótakerfið, verða al- menn og óháð tekjum en falla niður þegar eign skuldara er umfram tiltekin mörk. Kostnaður- inn verði 6 milljarðar á ári 2001 og 2012 og segir forsætisráðherra að vaxtakostnaður eigi að lækka um 10%. Niðurgreiðsla vaxta ? lífeyrissjóðir kaupa íbúða- bréf á útboði 12 milljarða nið- urgreiðsla vaxta 2011/2012 15 milljóna lækkun einstaklinga í sértilfellum 2 milljarðar viðhalda sérstakri hækkun vaxtabóta 110% Lækka skuld í 110% af verð- mæti eignar 3 ár er biðtími láns sem skuldari ræður ekki við Boðaðar aðgerðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.