Morgunblaðið - 04.12.2010, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
FRÉTTASKÝRING
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ekki kemur annað til greina en að
langveik börn njóti áfram heima-
þjónustu. Þetta segir Guðbjartur
Hannesson, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra. Sjúkratrygg-
ingar Íslands, SÍ, leggja til að
samningi við Heilsueflingarmiðstöð-
ina, sem veitir heimaþjónustu fyrir
langveik börn, verði sagt upp um
áramótin í sparnaðarskyni. Þjón-
ustan verði þess í stað veitt af
Landspítala og Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðisins.
„Við munum í öllum okkar að-
gerðum gæta hagsmuna barnanna.
Heilbrigðisráðuneytið ákveður
hvernig staðið er að heilbrigð-
isþjónustu í landinu, en ekki
Sjúkratryggingar Íslands,“ segir
Guðbjartur.
Óheppileg fjölmiðlaumfjöllun
Guðbjartur segir að óheppilegt sé
að málið hafi fengið svo mikla um-
fjöllun í fjölmiðlum áður en það
hefur fengið afgreiðslu ráðuneyt-
isins, en segist hafa fullan skilning
á líðan foreldra langveikra barna
og að þetta skapi óvissu hjá þeim.
Heimaþjónusta við langveik börn
er ekki lögbundin, því hægt er að
sinna þeim á sjúkrastofnunum.
Guðbjartur segir það engu máli
skipta í þessu samhengi. „Mark-
miðið er að veita þjónustu heima og
leyfa fólki að búa í sínu eðlilega
umhverfi.“ Hann segir að hafa beri
í huga að heimahjúkrun sé miklu
ódýrari kostur en sjúkrahúsvist.
„Ég sé enga hagræðingu í þessum
tillögum.“
Bára Sigurjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Heilsuefling-
armiðstöðvarinnar, segir að þessi
afstaða ráðherra sé afar ánægju-
leg. „Það kemur skýrt fram í
bréfinu frá Sjúkratrygg-
ingum að það eigi að
segja upp samningnum.
Ráðherra þarf að gefa
skýr skilaboð um að
þessi aðgerð verði
stoppuð. Mér finnst
ábyrgðarlaust gagnvart
foreldrum barnanna að tilkynna
þessa uppsögn á samningnum, án
þess að hafa gengið almennilega frá
þessu. Foreldrar eru í miklu upp-
námi vegna þessa.“
Endurnýjun rétt fyrir uppsögn
Bára fékk að vita af hugsanlegri
uppsögn samningsins í bréfi frá SÍ,
dagsettu 30. nóvember. Fimm dög-
um fyrr var samningurinn hins veg-
ar endurnýjaður að frumkvæði SÍ.
„Ekkert í þeim samskiptum gaf til
kynna að honum yrði sagt upp
nokkrum dögum síðar,“ segir Bára.
Steingrímur Ari Arason, forstjóri
Sjúkratrygginga Íslands, segir að
með tillögunni sé verið að leggja
fram útfærslu til þess að sparnað-
aráform fjárlagafrumvarpsins geti
gengið eftir og að ekki hafi verið
farið of geyst af stað. „Ráðuneytið
ákveður að spara eigi um 27% í
heimaþjónustu. Við tökum að okkur
að útfæra þennan sparnað þannig
að hann hafi sem minnsta röskun í
för með sér fyrir skjólstæðingana,“
segir Steingrímur Ari.
Jón Hilmar Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri kvenna- og barna-
sviðs Landspítalans, segir að þar sé
ekki veitt heimahjúkrun. Hann seg-
ir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki
rætt við spítalann vegna aukinna
verkefna vegna hugsanlegrar upp-
sagnar samningsins. Undir þetta
tók Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
í samtali við Morgunblaðið í fyrra-
dag.
Sér ekki sparnað í tillögum SÍ
Samningi um heimahjúkrun sagt upp 5 dögum eftir endurnýjun Heilbrigðisráðherra: „Heilbrigð-
isráðuneytið ákveður hvernig staðið er að heilbrigðisþjónustu í landinu, ekki Sjúkratryggingar Íslands“
Mynd: Heilsueflingarmiðstöðin
Börn Foreldrar langveikra barna eru afar uggandi um framtíð heimaþjónustu. Ekkert liggur fyrir í þessum efnum.
Hilmar Sævarsson er faðir Viktoríu, sem lést í maí síðast-
liðnum, 5½ árs. Viktoría var með Turner-syndrome, sem
er litningagalli, og naut heimahjúkrunar. „Ég sé ekki
fyrir mér hvernig hefði verið hægt að hugsa um Vikt-
oríu á annan hátt,“ segir Hilmar. „Langveik börn eru
oft í nokkurs konar millibilsástandi, fylgjast þarf vel
með þeim og til dæmis gefa þeim súrefni og annað
sem foreldrarnir geta ekki gert. Heimahjúkrun skipt-
ir því öllu máli. Mikið álag er á fjölskyldum veikra
barna, sem eykst til muna ef þarf að vera með ann-
an fótinn á spítala.“
MIKIÐ ÁLAG Á FJÖLSKYLDUM LANGVEIKRA BARNA
Alþjóðadagur fatlaðra er 3. desem-
ber ár hvert og er haldinn hátíðleg-
ur um allan heim. Í tilefni dagsins
veittu Landssamtökin Þroskahjálp
Múrbrjótinn í 12. sinn og Hvatning-
arverðlaun Öryrkjabandalags Ís-
lands voru veitt í fjórða sinn.
Æfingastöðin við Háaleitisbraut
og dr. Kristín Björnsdóttir fötl-
unarfræðingur fengu Múrbrjótinn
að þessu sinni, en hann er veittur
þeim sem brjóta niður múra.
ÖBÍ heiðraði Hörpu Dís Harð-
ardóttur í flokki einstaklinga,
Reykjadal í flokki fyrirtækja og
stofnana og Margréti Dagmar Er-
icsdóttur í flokki umfjöllunar og
kynninga.
Morgunblaðið/Kristinn
Hvatningarverðlaun ÖBÍ Verðlaunahafar hafa stuðlað að einu samfélagi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Múrbrjótar Guðbjartur Hannesson ráðherra afhenti viðurkenningarnar.
Verðlaunuð á al-
þjóðadegi fatlaðra
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Tenerife
Þú bókar tilboðið á www.heimsferdir.is eða hjá ferðaráðgjöfum
okkar í síma 595 1000.
Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is
Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði á þessu sértilboði. Verð getur hækkað án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða nú áskrif-
endum Morgunblaðisins
síðustu sætin til Tenerife
þann 4. janúar á ótrúlegu
sértilboði auk spennandi 2ja
vikna golfferðar á La Gomera
og Tenerife.
Ekki missa af þessum ferðum!
4. jan. í 14 nætur
frá 78.540 kr.* frá 99.940 kr.með öllu inniföldu
í 14 nætur14 nætur
Ath. verð getur hækkað án fyrirvara!
Alm. verð Áskr. verð frá Þú sparar
Atlantida ***
4 í smáhýsi m/1 svefnherbergi - 4. aðili barn 125.940 78.540 47.400
2 í smáhýsi m/1 svefnherbergi 144.880 96.680 48.200
Vime Callao Garden ***
4 í íbúð m/1 svefnherbergi, allt innifalið - 3. og 4. aðili barn 160.140 99.940 60.200
2 í íbúð m/1 svefnherbergi, “allt innifalið” 177.180 119.880 57.300
Adonis Isla Bonita ****
2 í herbergi, allt innifalið - verð pr. mann 194.480 139.800 54.680
Bouganville ****
2 í herbergi með hálfu fæði - verð pr. mann 200.500 144.900 55.600
Hotel Las Dalias ****
2 í herbergi allt innifalið - verð pr. mann 227.480 169.580 57.900
Innifalið í verði er flug, skattar, gisting, fæði þar sem við á (eftir því sem valið er) og íslensk fararstjórn.
Fjölskyldan sparar allt að 240.800 kr.
2ja vikna golfferð
á eyjunum La
Gomera og
Tenerife*
4.-11. janúar á La Gomera
og 11.-18. janúar á
Tenerife.
Verð aðeins 335.000 kr. á mann
miðað við tvíbýli.
Beint morgunflug
með Icelandair
* Innifalið í golfferð er: Flug, flugvallarskattar, flutningur golfsetta, rútur og bátar á milli eyja, gisting á ****
hótelum með hálfu fæði og öruggri fararstjórn. Ótakmörkuðu golfi í viku á La Gomera og fjórir golfhringum
á Tenerife.
Foreldrar Hilmar Þór Sævarsson
og Guðrún Elvira Guðmundsdóttir,
foreldrar Viktoríu.
Heimahjúkrun skiptir öllu máli