Morgunblaðið - 04.12.2010, Síða 25

Morgunblaðið - 04.12.2010, Síða 25
Aðalræðisskrifstofa Lýðveldisins Póllands Aðalræðismannsskrifstofa Lýðveldisins Póllands í Reykjavík tilkynnir hér með að dómarar Chopins tónlistarkeppninnar: Alina Dubik, Krystyna Cortes, Atli Heimir Sveinsson, Ewa Tosik-Warszawiak, Andrzej Kleina, tóku ákvörðun um að sigurvegararnir í viðkomandi greinum eru: Grein A – einleikur á píanó: I sæti – Egill Sigurðarson (Nýi tónlistarskólinn) II sæti deilist á tvö: Alda Rut Garðarsdóttir (Tónlistarskólinn í Reykjavík) og Mikołaj Frach (Tónlistarskóla Ísafjarðar) Grein B – hljóðfæraleikur með píanóundirleik I sæti - dúett Eva Hauksdóttir (Kammerklúbburinn, Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík ) – fiðla II sæti – dúett Nína Jónsdóttir (Kammerklúbburinn, Tónlistarskólinn í Reykja- vík ) – fiðla og Anton Sigmarsson (Kammerklúbburinn, Tónlistarskóli FÍH ) - píanó Grein C – söngur I sæti - Kristján Ingi Jóhannesson (Söngskóli Sigurðar Demetz) II sæti – Lilja Margrét Riedel (Söngskóli Sigurðar Demetz) Dómarar tóku einnig ákvörðun að veita sérverðlaun Lilju Cardew (Tónlistarskólinn í Reykjavík) fyrir sérstaka tónlistargáfu og glögga túlkun á verkum Frideriks Chopin. Öllum sigurvegurunum óskum við til hamingju! Tónleikar allra sigurvegara verða þann 17. desember 2010 klukkan 19.00 í Salurinn (Kópavogi). Frítt inn. Velkomin! Aðalstyrkjandi keppninnar er : MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 Tugir manna hafa látið lífið af völd- um fimbulfrosts og fannfergis í Mið- Evrópu á síðustu dögum og mikil snjókoma hefur raskað samgöngum víða í Norður-Evrópu. Spáð er áframhaldandi frosti í norðanverðri álfunni um helgina. Samkvæmt opinberum tölum, sem birtar voru í gær, höfðu 45 manns dáið af völdum vetrarveðurs- ins í Mið-Evrópu í vikunni. Flest dauðsfallanna voru í Póllandi þar sem um 30 manns hafa frosið í hel, þar af 22 á síðustu tveimur dögum. Allt að 33 stiga frost hefur verið í borgum Póllands síðustu daga. Langflestir þeirra sem dóu voru heimilislausir, að sögn pólsku lög- reglunnar. Flestir þeirra voru karl- menn á aldrinum 35-60 ára. Algengt er að heimilislaust fólk deyi úr kulda í Póllandi. Til að mynda frusu hátt í 300 Pólverjar í hel á árinu 2009, þar af 119 í jan- úarmánuði. Snjókoma og ísing hefur einnig raskað flug- og lestasamgöngum víða í Evrópu og loka þurfti nokkr- um flugvöllum í Bretlandi. Gatwick- flugvöllur í London var opnaður í gær eftir að hafa verið lokaður í tvo daga. Kalla þurfti út hermenn til að að- stoða við að losa bíla sem festust í snjósköflum á vegum í Danmörku. Miklar rigningar hafa valdið miklum usla á Balkanskaga og þús- undir manna hafa þurft að flýja heimkynni sín í Albaníu, Bosníu, Serbíu og Svartfjallalandi. Um 7.000 manns hafa verið flutt frá flóðasvæðunum í Albaníu. Þúsundir húsa hafa skemmst í flóðunum og þjóðvegir milli höfuðborgarinnar, Tirana, og norðurhluta landsins hafa lokast. Frost og fannfergi veldur víða usla í Evrópu Reuters Fastir Vegfarendur ganga framhjá bílum sem hafa verið fastir í snjó í tvo daga á þjóðvegi í norðanverðu Englandi. Bjarga þurfti um 200 manns úr bílunum eftir mikla snjókomu fyrr í vikunni. Tugir manna hafa dáið úr kulda í Mið-Evrópu Reuters Snjóbreiða Þjóðverji í búningi Darth Vader, persónu í kvikmynd- inni „Stjörnustríð“, bregður á leik í fönn við Brandenborgarhliðið í Berlín. Mike Babick, 69 ára Bandaríkja- maður, hefur lagt mikið á sig til að skreyta hús sitt fyrir jólin og skreytingarnar eru orðnar svo vin- sælar að mörgum nágrönnum hans þykir nóg um og hafa kvart- að til yfirvalda. „Þetta er risastór jólagjöf til allra – frá mér,“ segir Babick sem vinnur sleitulaust í mánuð við að setja upp jólaljós og meira en þús- und styttur og myndir á húsið í einu úthverfa Kansasborgar. Um 30 nágrannar hans hafa þó afþakkað þessa jólagjöf og kvartað undan henni við lögregluna. Þeir segja að jólahúsið sé orðið alltof vinsælt, enda bendir talning lög- reglunnar á bílum á götunni til þess að um 250.000 manns skoði húsið fyrir hver jól. Lögreglan greip til þess ráðs að gera götuna að einstefnugötu og setja upp skilti til merkis um að bannað væri að leggja bílum á götunni. Það dugði þó ekki og mörgum bíl- um er lagt á bílastæðum nágrann- anna. Jólahúsið þykir orðið of vinsælt Umdeilt Jólahús Babicks í Kansas.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.