Morgunblaðið - 04.12.2010, Qupperneq 30
Það birtist aðsend
grein í Fréttablaðinu í
síðustu viku eftir Árna
nokkurn Alfreðsson,
sem að hans sögn er
uppgjör á sögu fyr-
irtækis, sem ég vinn fyr-
ir og heitir Íslensk
erfðagreining. Grein
Árna er um margt
merkileg en það sem
stendur upp úr í mínum
huga er að honum hefur tekist að
draga saman á einn stað flestar þeirra
ranghugmynda um Íslenska erfða-
greiningu sem hafa skotið rótum sín-
um í hugum og hjörtum íslensks fjöl-
miðlafólks. Ég er á þeirri skoðun að
það sé yfirleitt best að láta það sem
vind um eyru þjóta þegar svona rang-
hugmyndir eru tjáðar vegna þess að
þau systkini, sannleikurinn og rétt-
lætið, hafa tilhneigingu til þess að
brjótast upp á yfirborðið af eigin
rammleik. Það er hins vegar þrennt
sem gerir það að verkum að ég sá mig
knúinn til þess að skrifa svar í þetta
skiptið. Í fyrsta lagi eru rang-
hugmyndirnar sem Árni tíundaði
orðnar býsna langlífar. Í annan stað
sýnist mér eins að þær hamfarir sem
dunið hafa yfir Ísland á síðustu miss-
erum hafi dregið máttinn úr bæði
sannleikanum og réttlætinu, þannig
að þau þurfi á svolítilli hjálp að halda
til þess að ná til birtu. Í þriðja lagi hafa
nokkrir starfsmanna Íslenskrar erfða-
greiningar leitað til mín í öngum sín-
um út af því að þeim finnst grein Árna
vera illa meiðandi bæði fyrir fyr-
irtækið og þá sjálfa.
Skáletraði textinn vísar til staðhæf-
inga og aðdróttana í grein Árna og
fylgja þeim leiðréttingar mínar.
Íslensk erfðagreining var eitt af út-
rásarfyrirtækjunum.
Ef við styðjumst við þá skilgrein-
ingu á útrásarfyrirtæki að það sé fyr-
irtæki sem flytur annaðhvort starf-
semi eða fjárfestingar til útlanda þá
var Íslensk erfðagreining andstæða
útrásarfyrirækis. Á tíu
ára tímabili var nettó
innflutningur Íslenskrar
erfðagreiningar á fé
rúmlega 75 milljarða
króna virði í erlendri
mynt. Þetta fé hefur
fjármagnað milli fimm
og sex þúsund mannár í
vinnu fyrir vel menntað
ungt fólk á Íslandi.
Það var mulið undir
Íslenska erfðagreiningu
af stjórnvöldum (sér-
staklega af ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar).
Íslensk erfðagreining hefur ekki
riðið feitum hesti frá samskiptum sín-
um við stjórnvöld.
Alþingi samþykkti á sínum tíma lög
sem heimiluðu að settur yrði saman
miðlægur gagnagrunnur á heilbrigð-
issviði. Það vill svo til að setning lag-
anna var í samræmi við vilja meiri
hluta þjóðarinnar og bendir fjöldi
kannana til þess að meira en 90%
hennar hafi stutt málið. Alþingi rugl-
aðist hins vegar í ríminu og í sínu end-
anlega formi voru lögin þannig úr
garði gerð að það var ekki vinnandi
vegur að setja saman gagnagrunninn.
Íslensk erfðagreining var hins vegar
búin að eyða í kringum þremur millj-
örðum króna í undirbúning að verk-
efninu. Gagnagrunnsgreiði rík-
isstjórnar og síðan Alþingis var
bjarnargreiði sem reyndist fyrirtæk-
inu dýr.
Alþingi samþykkti á sínum tíma lög
sem veittu ríkisstjórn heimild til þess
að ábyrgjast skuldabréf gefin út af Ís-
lenskri erfðagreiningu að upphæð 20
milljarða króna. Þetta var ekki gert að
frumkvæði Íslenskrar erfðagrein-
ingar og enn síður að frumkvæði Geirs
Haarde eins og Árni gefur í skyn í
grein sinni. Það er líklega rétt hjá hon-
um að lagasetningin bendi til þess að
þingheimur hafi verið allur af vilja
gerður. Og fyrir það er ég þakklátur.
Það var ríkisstjórn hins vegar ekki og
hún nýtti aldrei heimildina. Íslensk
erfðagreining varð þrátt fyrir það að
tilkynna lagasetninguna inn á markað
og markaðurinn bjóst við því að heim-
ildin yrði nýtt og fyrirtækið lenti í
hreinustu vandræðum með að útskýra
hvers vegna svo varð ekki. Það er því
alveg ljóst að ríkisábyrgð sem ekki var
veitt lagði ekkert af mörkum til þess
að koma í veg fyrir vandamál Ís-
lenskrar erfðagreiningar en varð eitt
af verri vandamálum hennar.
Gagnagrunnslögin og ríkisabyrgð-
arlögin eru einu dæmin um að stjórn-
völd hafi reynt að rétta Íslenskri
erfðagreiningu hjálparhönd og í bæði
skiptin mistókst þeim og fyrirtækið
varð að borga fyrir það dýrum dóm-
um. Þetta eru tvö dæmi um það
hvernig stjórnvöld hafa valdið fyr-
irtækinu skaða með klaufaskap. Það
eru síðan mörg dæmi um það hvernig
stjórnvöld hafa viljandi valdið okkur
skaða, til dæmis með því að rukka fyr-
irtækið um hærri gatnagerðargjöld en
þekkst hafa fyrr og síðar og notað
hluta af þeim til þess að fjármagna
borgarfræðisetur við Háskóla Íslands
eða með því að halda eftir virð-
isaukaskattsendurgreiðslum til fyr-
irtækisins í bága við lög.
Kári Stefánsson og Hannes Smára-
son voru hugmyndasmiðir og stofn-
endur Íslenskrar erfðagreiningar.
Þetta er einfaldlega rangt. Hanners
Smárason var hvorki einn af smiðum
þeirra hugmynda sem fóru í að búa til
Íslenska erfðagreiningu né var hann
einn af stofnendum fyrirtækisins. Kári
Stefánsson var eini hugmyndasmið-
urinn en stofnendur með honum voru
Kristleifur Kristjánsson, Jeffrey Gulc-
her og Cynthia Bayley. Hannes
Smárason var hins vegar starfsmaður
Íslenskrar erfðagreiningar um árabil.
Í því starfi sýndi hann af sér bæði
greind og hugmyndauðgi og fram
undir það síðasta fádæma dugnað.
Hannes hætti störfum hjá Íslenskri
erfðagreiningu fyrir um það bil sjö ár-
um. Ég vil leggja á það áherslu að Ís-
lensk erfðagreining á engan heiður
skilið fyrir það gott sem Hannes kann
að hafa gert síðan hann hætti og ber
enga ábyrgð á því sem hann hefur
gert almennt frá þeim tíma. Það er
hins vegar ljóst að í tilraun sinni til
þess að sannfæra lesendur Frétta-
blaðsins um að Íslensk erfðagreining
sé slæmt fyrirtæki stillir Árni fyr-
irtækinu upp við hliðina á þremur
mönnum sem honum finnst halla á í al-
menningsáliti, Davíð Oddssyni í titli
greinarinnar, Hannesi Smárasyni í
tengslum við stofnun fyrirtækisins og
Geir Haarde við ríkisábyrgðina. Þetta
er ekki flókin aðferð en býsna óheið-
arleg. Í stað þess að gera ráð fyrir að
fyrirtækið sé dæmt af eigin verð-
leikum vonast hann til þess að það sé
dæmt af skugga félaganna þriggja.
Þetta bendir líklega til þess að innst í
hjarta sínu sé hann ekki eins viss og
hann vill vera láta um að Íslensk
erfðagreining sé vond því annars
þyrfti hann ekki að bæta glæpum fé-
laganna ofan á illvirki fyrirtækisins
Ráðamenn og ríkisstjórn
eru tíðir gestir.
Þetta er enn ein staðhæfingin sem
stenst ekki. Á tólf ára tímabili bauð Ís-
lensk erfðagreining ráðamönnum, rík-
isstjórn sem og ýmsum öðrum til
heimsóknar um það bil tíu sinnum í til-
efni viðburða í sögu fyrirtækisins.
Ráðamenn og ríkisstjórn létu sér yf-
irleitt fátt um finnast og mættu lítið
sem ekkert. Ég veit ekki hvort hér var
um að ræða stílbrot eða ekki en eitt er
víst þessir aðilar sýndu fyrirtækinu fá-
Tilraun til leiðréttingar á
ranghugmyndum um
Íslenska erfðagreiningu
Eftir Kára
Stefánsson » Árna hefur tekist að
draga saman á einn
stað flestar þeirra rang-
hugmynda um Íslenska
erfðagreiningu sem hafa
skotið rótum sínum í
hugum og hjörtum ís-
lensks fjölmiðlafólks.
Kári Stefánsson
Höfundur er forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar.
læti frekar en hitt og sáust sjaldan eða
aldrei þegar það blés til fagnaðar.
Árni gefur í skyn að það hafi verið eitt-
hvað sérstaklega athugavert við að
Davíð Oddsson, þáverandi forsætis-
ráðherra, hafi verið viðstaddur þegar
Íslensk erfðagreining skrifaði undir
saming sem endanlega skilaði meira
en 75 milljörðum inn í þjóðarbúið.
Þetta gerðist á þeim tíma þegar for-
seti Íslands sá ástæðu til þess að
ferðast til Danmerkur til þess að vera
viðstaddur opnun pitsustaðar og til
Kína til þess að vera viðstaddur opnun
frystigeymslu og þegar ákveðið var að
stofna fyrirtæki sem hét UrðurVerð-
andiSkuld til þess að keppa við Ís-
lenska erfðagreiningu mættu allir ráð-
herrar ríkisstjórnar Davíðs
Oddssonar í partí, sem var haldið af
því tilefni. Fæstir þeirra létu nokkurn
tímann sjá sig hjá Íslenskri erfða-
greiningu. Þeirra var að vísu ekki
saknað.
Ólafur Ragnar Grímsson gerðist
fljótlega sérstök klappstýra
Þetta er enn ein söguleg rangfærsl-
an. Það má meira að segja leiða að því
rök að Ólafur Ragnar hafi séð ástæðu
til þess að veitast að fyrirtækinu til að
byrja með, til dæmis í frægri ræðu
sem hann flutti á Hólum. Það er þó
erfitt að átta sig á því hvað væri rangt
við að forsetinn styddi við atvinnu-
starfsemi af þeirri gerð sem Íslensk
erfðagreining hefur staðið fyrir. Það
er einnig skringilegt að halda því fram
að forsetinn hafi boðið forstjóra
NASDQ í kvöldverð að Bessastöðum
til þess að liðka fyrir skráningu fyr-
irtækisins á almennan markað vegna
þess að forstjóri NASDQ hefur aldrei
til Íslands komið. Íslensk erfðagrein-
ing hafði ekkert með það að gera
hvernig bankarnir seldu síðan bréfin
áfram.
Sumarið 1999 kaupa ríkisbankarnir
þrír hlutabréf í Íslenskri erfðagrein-
ingu fyrir 6 milljarða króna til þess að
forða því frá gjaldþroti.
Það er rétt að Íslensk erfðagreining
gaf út hlutabréf og seldi til íslensku
bankanna sumarið 1999. Fyrirtækið
var í ágætismálum á þeim tíma og í
engri hættu á því að lenda í gjaldþroti.
Fyrirtækið var hins vegar undir tölu-
verðum þrýstingi úr íslensku sam-
félagi að gefa út hlutabréf og selja á
Íslandi áður en það færi á markað í
Ameríku.
Örfáum dögum fyrir fyrirséð gjald-
þrot fékk Íslensk erfðagreining 1,5
milljarða lán frá Landsbankanum, að
því er virðist fyrir áeggjan kúlul-
ánadrottningarinnar, Þorgerðar Katr-
ínar Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra.
Íslensk erfðagreining fékk ekki lán
frá Landsbankanum heldur seldi hon-
um skuldabréf gefin út af hinum ýmsu
bandarískum stofnunum. Kaupverðið
var einn þriðji af nafnverði og síðast
þegar ég vissi til báru þau myndarlega
vexti. Ásmundur Stefánsson, þáver-
andi forstjóri Landsbankans, hefur
staðfest það bæði við mig og við fjöl-
miðla að hann hafi ekki verið beittur
neinum þrýstingi til þess að kaupa
bréfin heldur hafi það verið gert á við-
skiptalegum forsendum einum saman.
Afrek á vísindasviði eru stórlega
ýkt ef ekki hrein lygi.
Mér vitanlega er engin virkilega
góð aðferð til þess að bera kennsl á af-
rek á sviði vísinda eða ef um afrek er
að ræða þá til þess að meta það hversu
mikil þau séu. Það eru þó til viðteknar
aðferðir til þess að mæla bæði afköst
og ágæti í vísindarannsóknum. Í
fyrsta lagi telja menn vísindagreinar
og meta það hvort þær hafi verið birt-
ar í góðum eða lélegum tímaritum.
Tímaritin eru metin á grundvelli
áhrifaþáttar (impact factor). Síðan má
meta áhrifaþátt vísindagreinanna á
sama hátt og menn meta áhrifaþátt
vísindatímaritanna. Í þriðja lagi má
horfa til viðurkenninga sem vís-
indamenn hafa fengið fyrir framlag
sitt. Íslensk erfðagreining hefur birt
um það bil 200 vísindagreinar um upp-
götvanir í mannerfðafræði og voru
flestar birtar í tímaritum eins og Nat-
ure, Science, Nature genetics og New
England Journal of Medicine eða
þeim fjórum vísindatímaritum í heim-
inum sem hafa gildastan áhrifaþátt.
Ef við berum síðan áhrifaþátt grein-
anna sem Íslensk erfðgreining birti
milli 1999 og 2009 saman við áhrifa-
þátt vísindagreina, sem voru birtar af
vísindamönnum við þá þrjá banda-
ríska háskóla, sem hafa gildasta
áhrifaþætti eða Harvard, MIT og
Stanford (sjá myndina) þá er áhrifa-
þáttur greinanna frá Íslenskri erfða-
greiningu tvisvar til þrisvar sinnum
gildari. Þetta ber ekki að skilja sem
svo að afrek vísindamanna Íslenskrar
erfðagreiningar séu tvisvar til þrisvar
sinnum merkilegri en vísindamanna
þessara háskóla. Áhrifaþátturinn er
metinn með því að telja hversu oft aðr-
ir vísindamenn vitna í greinarnar
þannig að hann er mælikvarði á það
hvort aðrir vísindamenn þurfi á þeim
að halda til þess að segja frá sínum
uppgötvunum. Gildleiki áhrifaþáttar
vísindagreina, sem hafa komið frá Ís-
lenskri erfðagreiningu, bendir til þess
að vísindasamfélagið sé hjartanlega
ósammála Árna Alfreðssyni. Við þetta
má bæta að einstaklingurinn sem hef-
ur leitt rannsóknarbatteríið hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu hefur á síðustu
tveimur árum bæði hlotið stærstu vís-
indaverðlaun Norður-Evrópu og
æðstu viðurkenningu samtaka evr-
ópskra erfðafræðinga. Hann var líka
valinn einn af 100 áhrifamestu mönn-
um í heimi af tímaritinu Time árið
2007 vegna framlags hans til erfðavís-
inda og einn af 20 merkilegustu líf-
fræðingum aldarinnar af tímaritinu
Newsweek.
Þessu svipar til íslensku
bankanna.
Mitt svar við þessu er að það sé fátt
líkt með örlögum Íslenskrar erfða-
greiningar og örlögum bankanna.
Eignarhaldsfélag Íslenskrar erfða-
greiningar lenti að vísu í gjaldþrota-
meðferð eins og bankarnir en Íslensk
erfðgreining gerði það ekki og það
voru engar skuldir afskrifaðar af fyr-
irtækinu. Íslensk erfðagreining var
keypt út úr þrotabúinu og endur-
fjármögnuð af tveimur bandarískum
fárfestingasjóðum en bankarnir voru
endurfjármagnaðir af ríkinu og þar af
leiðandi úr vösum landsmanna.
Bandarísku sjóðirnir eru tveir af þeim
sjóðum sem fjármögnuðu fyrirtækið í
byrjun og hafa því ekki glatað trúnni á
þeirri hugmynd sem að baki því býr.
Heildarfjárfesting í endurræstri Ís-
lenskri erfðagreiningu lætur nærri að
sé um 9 milljarðar króna og er því að
öllum líkindum stærsta erlenda fjár-
festingin síðan hrunið varð.
Ekkert af því sem var rakið hér að
ofan breytir þeirri staðreynd að eign-
arhaldsfélag Íslenskrar erfðagrein-
ingar lenti í gjaldþrotameðferð og ber
undirritaður meiri ábyrgð á því en
nokkur annar. Við það töpuðu hlut-
hafar sínu sem er miður og í raun
sárara en tárum taki. Fyrirtækið er
hins vegar komið á lappirnar á nýjan
leik og er kraftmikill vinnustaður sem
hefur dregið til sín töluverða erlenda
fjárfestingu sem er meðal þess sem
Ísland þarfnast til endurreisnar.
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
GÓÐ 80 FM 4RA HERBERGJA
ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ (miðhæð) TIL
VINSTRI. Íbúðin skiptist í flísa-
lagt hol, eldhús með sprautu-
lakkaðri innréttingu, parket-
lagða stofu með stórum suður-
svölum, þrjú dúklögð svefnher-
bergi, baðherbergi með gólf-
og veggflísum og baðkari og
geymslu á jarðhæð.
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 13-14
Efstaland 4, REYKJAVÍK
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013
Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson
hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090
jöreign ehf
Sölumaður tekur vel á móti áhugasömum.
HÚSIÐ ER ALLT VIÐGERT AÐ UTAN. NÝJAR SVALIR. GLER AÐ MESTU
NÝTT. ÍBÚÐIN ER LAUS. VERÐ KR. 21,9 MILLJ.
DALBRAUT Í HORNAFIRÐI
www.inni.is
Til sölu er stórt og reisulegt 2ja hæða
einbýlishús m/innbyggðum bílskúr og
einstaklingsíbúð,
2 sólskálar og
4 svefnherb. á e.h.
samtals 270,9 m².
Endurnýjað eldhús, hurðir og hluti gólfefna.
Uppl. hjá Fasteignasölunni INNI www.inni.is Hilmar Gunnlaugssonhrl. og lögg. fasteignasali