Morgunblaðið - 04.12.2010, Page 37
er nær að halda að allt hafi þetta líka
verið einkennandi þættir í fari sr. Sig-
urðar.
Að leiðarlokum þakka ég og fjöl-
skylda mín löng kynni og trausta vin-
áttu. Guð blessi minningu sr. Sigurð-
ar og styrki Arndísi, konu hans, og
ástvini alla. Sr. Sigurðar verður sárt
saknað en „enn mun áhrifa hans gæta
lengi meðal allra þeirra sem unna
kirkjunni og vilja veg hennar mikinn í
því að boða frið og réttlæti á jörðu“.
Gunnlaugur A. Jónsson.
Elskulegur og náinn vinur okkar,
Sigurður, er nú fallinn frá. Baktjald
lífsins er myrkvað um stund og við
eigum erfitt með að koma auga á feg-
urðina í sólskininu, sem sálmaskáldið
Grundtvig lýsti svo fagurlega í hvíta-
sunnusálmi sínum. Öll verðum við að
sannreyna að „dagar mannsins eru
sem grasið, hann blómgast sem blóm-
ið á mörkinni; þegar vindur blæs á
hann, er hann horfinn. En miskunn
Drottins við þá er óttast hann varir
frá eilífð til eilífðar.“
Við hjónin kynntumst Sigurði og
Arndísi í september 1998 og fljótlega
þróuðust þau kynni í einlæga vináttu.
Í minningunni varðveitum við fjöl-
margar samverustundir við borð-
stofuborðið í Skálholti, með kirkjuna
og Vörðufell líkt og fagurt málverk í
bakgrunninum, þar sem við röbbuð-
um fram og til baka um lífið og til-
veruna. Heimilið í Skálholti með sína
opnu gátt og einstæðu gestrisni mun
ætíð standa okkur ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum sem annað heimili
okkar á Íslandi.
Við verðum Sigurði ævinlega þakk-
lát fyrir að gefa sér tíma til að svara
öllum spurningum okkar um Ísland
og menningu lands og þjóðar. Án yf-
irgripsmikillar þekkingar hans hefði
okkur reynst ógerlegt að öðlast þá
innsýn sem við höfum fengið í lífið og
menninguna á Íslandi, allt frá land-
námstíð til dagsins í dag.
Vináttan við Sigurð var okkur dýr-
mæt gjöf, sem auðgað hefur líf okkar
á svo marga vegu. Í okkar augum var
Sigurður nátengdur Íslandi og við
gerum okkur grein fyrir að heim-
sóknir okkar til landsins verða aldrei
samar aftur, nú þegar hans nýtur
ekki lengur við.
Kirkjuhátíðin í Skálholti árið 2006
er okkur ofarlega í huga og við leiðum
oft hugann að henni, með gleði og
auðmýkt. Á stuttum ferðum sínum til
Danmerkur gáfu Arndís og Sigurður
sér ætíð tíma til að heimsækja okkur
á heimili okkar þar og minnumst við
þeirra heimsókna með þakklæti.
Við sem þekktum Sigurð vitum að
hann bjó yfir miklum náungakærleik,
styrk, eldmóð, einlægni og virðingu
fyrir öllu fólki. Í samneyti við aðra
minnti Sigurður ekki einungis á
Kristrósina, sem ber fannhvítan lit
um jólaleytið, heldur tókst honum
ætíð að að ljá öllu mannlegu samneyti
álíka mikla litadýrð og Kristrósin fel-
ur í sér á ólíkum tímum ársins. Líkt
og Kristrósin varð allt samneyti við
Sigurð fagurt. Kristrósin þrífst best
ásamt öðrum blómum sinnar tegund-
ar og sömu sögu er að segja af Sig-
urði. Gleðin og hlýleikinn voru aldrei
langt undan þegar hann talaði um
börn sín og barnabörnin þrjú. Sigurð-
ur kveikti ljós í okkur og þetta ljós,
birta Sigurðar, mun aldrei slokkna.
Kæra Arndís, missir þinn er mikill:
Kærleikurinn er ekki síður víðfeðmur
en sorgin og þú átt aftur eftir að koma
auga á bláma himinsins. Í sorginni
verðum við öll að reyna að koma auga
á perlurnar í festi þeirra djúpstæðu
minninga sem við eigum um Sigurð
og vináttu okkar við hann. Þessar
minningar munu gefa okkur styrk til
að halda áfram göngu okkar hér.
Fyrr en varir munu stjörnurnar
tindra að nýju á himinhvolfinu.
Blessuð sé minning Sigurðar.
Hans Henrik Larsen
og Birgitte Steen.
Á fallegum vetrarmorgni áður en
blessuð sólin roðaði fjöll okkar Árnes-
inga barst sorgarfréttin með fjallanna
hring, Sigurður Sigurðarson vígslu-
biskup var dáinn, horfinn, harma-
fregn beið okkar allra. Með lífi sínu og
starfi og sem sóknarprestur og
kirkjuleiðtogi ávann hann sér traust
og virðingu. Í aldarfjórðung sinnti
hann starfi sóknarprests í Selfoss-
kirkju og þremur litlum kirkjum í
Flóanum með miklum ágætum.
Sigurður var mikill trúmaður, fast-
ur í siðum og formi hinnar kirkjulegu
athafnar, hann var einnig fræðimaður
og góður kennari. Hann var glæsileg-
ur fyrir altari, góður kennimaður og
prédikari, röddin ekki há en hljóm-
fögur og mild bæði í tali og tónum. Í
kirkju og helgiathöfnum Sigurðar
fannst manni að ekkert vantaði upp á
eða hefði verið of eða van sagt. Fólk
batt þess vegna mikla tryggð við Sig-
urð og fannst hann presturinn sinn,
þannig er minni stóru fjölskyldu varið
bæði Brúnastaða- og Stóru-Reykja-
fólki.
Á kveðjustund þakka ég honum
margar stærstu stundir í minni fjöl-
skyldu og eru þær geymdar sem perl-
ur í sjóði minninganna. Um ræðu-
mennskuna sagði hann þetta við mig.
„Ræðan verður að koma frá hjartanu,
annaðhvort bundin hrifningunni á
efninu eða að ræðumanni hitni í hamsi
og hlaupi kapp í kinn.“ Við Sigurður
áttum gott skap saman og fannst mér
alltaf gaman að sitja með honum og
rökræða um daginn og veginn eða líf-
ið og tilveruna. Við vorum ekki póli-
tískir samherjar en skoðanir okkar
lágu nærri. Oft fannst mér ávinningur
að heyra viðhorf Sigurðar, ekki síst til
erfiðra og umdeildra mála. Hann átti
gott með að mynda sér skoðanir, bæði
á mönnum og málefnum, og rökstuðn-
ingur hans var sannfærandi, tilfinn-
ingin næm hvernig rétt væri að
bregðast við eða leysa erfið mál. Á
gleðistundum bjó Sigurður yfir góðri
frásagnarlist og hafði ríka kímnigáfu.
Við á Selfossi og í Flóanum sökn-
uðum sóknarprests okkar þegar hann
var kjörinn vígslubiskup og þau Arn-
dís fluttu alfarin frá Selfossi í Skál-
holt. Þjóðkirkjan kallaði hann til æðri
starfa og þar gat hann sér góðan orðs-
tír. Það er gaman að koma í Skálholt
og þau hjón sómdu sér vel á þessum
höfuðstað íslenskrar kirkju og
kristni. Faðir hans, Sigurður Pálsson
vígslubiskup, var einn ötulasti bar-
áttumaður endurreisnar Skálholts-
staðar, það var því rök rétt að son-
urinn tæki við kyndlinum.
Sigurður er af hinum fornu Hauk-
dælum kominn, um þá var sagt að
„þeir væru friðsamir, stjórnliprir og
rótgrónir í innlendri höfðingjamenn-
ingu“. Gissur biskup Ísleifsson var
stjarna ættarinnar, úr honum mátti
gera víkingahöfðingja, konung eða
biskup. Hygg ég að hæfileikar Sig-
urðar hafi verið með þessum hætti en
vel hentaði það skaphöfn hans, eins
og Gissuri, að verða biskup í Skál-
holti. Samferðamennirnir sakna hins
göfuga manns sem bæði markaði spor
í samtíðinni og minnti okkur á lög-
málin og bjargið sem lífið byggist á.
Við Margrét sendum Arndísi börnum
þeirra og fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guðni Ágústsson.
Séra Sigurður Sigurðarson, Skál-
holtsbiskup, hefur kvatt, langt fyrir
aldur fram. Alla tíð var hann traustur
ármaður kristni og kirkju í landinu,
og hvar sem hann kom við sögu sýndi
hann hæfileika hins trausta leiðtoga.
Sigurður var nemandi við Guð-
fræðideild Háskólans þegar ég hóf
þar nám. Kynni okkar þá voru lítil,
enda litu byrjendur í guðfræðinámi í
þann tíð hina lengra komnu með mik-
illi virðingu og yrtu jafnvel síður á þá
að fyrra bragði en prófessorana.
Miklu síðar sátum við saman um hríð
í Helgisiðanefnd Þjóðkirkjunnar.
Séra Sigurður bjó að þeim trausta
grunni í lítúrgískum efnum sem lagt
hafði séra Sigurður Pálsson, faðir
hans, og var ávallt hollráður í þeim
efnum. Eiginlegt samstarf okkar
hófst hinsvegar ekki fyrr en Sigurður
fluttist í Skálholt sem vígslubiskup
stiftisins, en meðal starfsskyldna
vígslubiskups var að veita skólaráði
Skálholtsskóla forstöðu. Þau ár sem
við störfuðum saman á þeim vett-
vangi á mótunarskeiði Skálholtsskóla
undir nýjum lögum um skólann, voru
í senn krefjandi og gefandi. Að leið-
arlokum er efst í huga farsælt og
öruggt samstarf sem byggðist á
trausti og vináttu. Ekkert tryggði það
samstarf betur en annarsvegar lang-
ar samræður og sterkt kaffi í stofunni
í Biskupshúsinu, en hinsvegar hið
fasta bænahald hversdags, og helgi-
haldið á sunnudögum. Við, sem eitt
sinn vorum fjölskyldan í rektorshús-
inu, sendum frú Arndísi og fjölskyld-
unni okkar dýpstu samúðarkveðjur
og söknum vinar í stað.
Kristján Valur Ingólfsson.
Frá 1956 hefur Selfosskirkja lengst
af verið deigla endurnýjunar í helgi-
haldi.
Við hana óx og þroskaðist sonur og
nafni sr. Sigurðar Pálssonar, sem 27
ára tók við prestakalli föður síns 1971.
Þegar sr. Sigurður Sigurðarson
hvarf þaðan sem vígslubiskup til
Skálholts 1994 hafði hann með sér
frumrit fjögurra klassískra messa
sem flestar höfðu slípast þar og hlotið
íslenskan texta í hans tíð.
Sr. Sigurður fullnægði þannig
þeirri skyldu hverrar kynslóðar að
standa á herðum hinnar fyrri, með því
í fyrsta lagi að ljúka svo því verki sem
faðir hans byrjaði með endurnýjun
messutónsins og síðan, hvað formið
snertir, með hlut sínum í messuhand-
bókinni 1981 sem byggði á handbók
sr. Sigurðar Pálssonar frá 1961.
Tíðasöng óx einnig ásmegin á Sel-
fossi, m.a. með tilkomu barnakóra
sem skorti ekki verkefni á þeim vett-
vangi á tímum sr. Sigurðar.
Á hálfri öld náðu breytingar á
helgihaldi Selfosssafnaðar í tíð þeirra
feðga að ryðja sígildri messu braut-
ina. Hin unga Selfosssókn reyndist
þar heppilegur vettvangur. Andróður
og gagnrýni kom svo til öll úr öðrum
sóknum og löngu hljóðnuð. Þannig er
ljóst orðið hvort vænlegra sé til langs
tíma litið að bjóða steina eða brauð í
kirkjulegum athöfnum.
Organistanum þótti lofið gott þeg-
ar sr. Sigurður við biskupsvígslu sína
mærði hlut hans í starfinu á Selfossi
af stóli Skálholtskirkju. Minnst af því
átti sá skilið en hafði samt ekki rænu
á að rétta hlut prestsins/biskupsins
meðan báðir lifðu og má nú „seilast til
þess sem að baki er“. Kann þó með
öðru að hafa ráðið nokkru um það að
Selfosskirkja fór ekki aftur til 19. ald-
ar við prestaskiptin 1971 að nýi prest-
urinn og organisti hans (frá 1972)
voru jafnaldrar og báðir mótaðir af
sömu straumum. Ungir menn höfðu
aðlögunarhæfni og tróðu eina leið að
sama marki. Þannig höfðu þeir „í ein-
ingu andans og bandi friðarins“ nauð-
synlega samvinnu við sálmaval þegar
horfið var frá kórsöngshefð og boðið
upp á safnaðarsöng í messum og
gengu hvor í annars verk eftir þörfum
í sunnudagaskólanum.
Að eigin frumkvæði fékk prestur
tvívegis framgengt við sóknarnefnd
að hækka starfshlutfall organistans
sem þá var hlutastarf.
Eina skyldu vanrækti séra Sigurð-
ur þó – þá – að veita undirmanninum
ákúrur þegar honum varð á í mess-
SJÁ SÍÐU 38
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
✝
Sendum innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
systur,
INGIBJARGAR KRISTJÖNU
GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Naustvík, Árneshreppi,
Álftamýri 2,
Reykjavík.
Soffía Guðrún Ágústsdóttir, Einar Jónsson,
Ósk Sigurrós Ágústsdóttir, Þorsteinn Tryggvason,
Erlendur Steinar Friðriksson, Inga Margrét Birgisdóttir,
Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir,
Einar Smári Einarsson,
Ágúst Reynir Þorsteinsson, Kittý Johansen,
Fanney Rós Þorsteinsdóttir, Árni Hrafn Gunnarsson,
langömmubörn og systkini.
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, faðir,
tengdafaðir og afi,
BJARNI RAGNARSSON,
Bræðratungu 24,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðjudaginn
7. desember kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á
líknarstofnanir.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir,
Steinvör Bjarnadóttir, Ragnar Þorsteinsson,
María Bjarnadóttir, Daði Már Ingvarsson,
Steinar Bjarnason,
Anetta Rós Bjarnadóttir, Christian Svorkmo
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR HAFÞÓR GUÐJÓNSSON
bifreiðarstjóri,
Brúnavegi 5,
verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins
mánudaginn 6. desember kl. 15.00.
Björg Ólafsdóttir, Magnús Magnússon,
Daníel Ólafsson,
Guðjón Hafþór Ólafsson, Þuríður Edda Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð
og styrk við andlát og útför eiginmanns, föður,
tengdaföður, sonar, tengdasonar og afa,
EYJÓLFS KARLSSONAR,
Sjávargrund 8a,
Garðabæ.
Kristjana Júlía Jónsdóttir,
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, Ólafur Sigmundsson,
Karl Jónasson, Guðný Aradóttir,
Jón Gunnar Jóhannsson, Unnur Jóhannsdóttir,
afabörn, systkini og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför,
UNNAR RÖGNU BENEDIKTSDÓTTUR,
áður til heimilis að,
Sigtúni 45,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur.
Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir, Gunnar Birgir Gunnarsson,
Ragnheiður Hulda Karlsdóttir,
Unnur Ragna og Benný Hulda Benediktsdætur,
Valgerður, Ragna, Birgir og Guðmundur Valgeir Gunnarsbörn
og langömmubörn.
✝
Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
SIGRÍÐUR HÓLM SAMÚELSDÓTTIR,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík,
aðfaranótt fimmtudagsins 2. desember. Jarðarförin
verður auglýst síðar.
Sara Hólm, Jón Árni Gunnlaugsson,
Jón Árni Jónsson, Dögg Kristjánsdóttir,
Heiðdís Jónsdóttir, Gunnar Sæþórsson,
Ingibjörg Jónsdóttir, Ingimundur Kristinsson,
Sara Jóhanna Jónsdóttir, Kristján Snorri Ingólfsson,
Júlíana Ingimundardóttir,
Jón Ingvi Ingimundarson,
Emilía Ísis Kristjánsdóttir.