Morgunblaðið - 04.12.2010, Qupperneq 49
DAGBÓK 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞAÐ ER EKKERT
VANDRÆÐALEGT AÐ
SJÁST MEÐ MÉR!
HAUS-
POKINN
LÝGUR EKKI!
ÉG
GET ÞETTA
EKKI
LEYFÐU
MÉR AÐ
SKOÐA SIPPU-
BANDIÐ
ÉG GERI RÁÐ
FYRIR AÐ
MAMMA ÞÍN
HAFI KEYPT
ÞETTA?
JÁ
HÚN
KEYPTI
ÞAÐ
ALDREI GRUNAÐI
MIG AÐ ÞETTA VÆRI
SVONA FLÓKIÐ
ÞÚ ÆTTIR AÐ TALA VIÐ
SÉRFRÆÐING OG FÁ HANN
TIL AÐ SÉRHANNA FYRIR ÞIG
SIPPUBAND SEM HENTAR ÞÉR
AF HVERJU ÆTLARÐU
AÐ TAKA SVONA MIKIÐ AF
VOPNUM MEÐ ÞÉR Á
FRIÐARVIÐRÆÐUR?
ÞAÐ ER
EINFÖLD ÁSTÆÐA
FYRIR ÞVÍ
MÉR VAR
EKKI BOÐIÐ!
HVERNIG
ER ÞAÐ, MALAR
VÉLKÖTTURINN
ALVEG EINS OG
VENJULEGIR
KETTIR?
AUÐVITAÐ,
MALAÐU FYRIR
HANN VÉLKISI
FYRIR-
GEFÐU,
MAMMA HEFUR
STILLT HANN
Á „SILENT”
Í HVERT SKIPTI SEM ÉG
SEGI MANNINUM MÍNUM AÐ ÉG
HAFI ÁHYGGJUR ÞÁ SEGIR HANN
MÉR AÐ ÞAÐ SÉ AF ÁSTÆÐULAUSU
FRAMVEGIS ÞÁ
ÆTLA ÉG AÐ KOMA
EINS FRAM VIÐ HANN!
VERÐUR HANN ÞÁ
EKKI PIRRAÐUR?
JÚ, EF
ÞAÐ VIRKAR!
ANNAR MORGUNN Í BORGINNI..
ÆTLARÐU
AÐ
LIGGJA Í
RÚMINU
Í DAGI?
MIG
DREYMDI SVO
SKRÍTINN DRAUM
ÉG VAR
EINHLEYPUR OG
BJÓ ENN ÞÁ HJÁ
MAY FRÆNKU
EN NÚNA ERTU
GIFTUR, SVO DRÍFÐU
ÞIG Á FÆTUR
JÁ, ÞAÐ ER RÉTT!
VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA
ÞÁ ER PETER AFTUR
KOMINN Í
NÚTÍMANN OG GIFTUR
MARY JANE
EN BÍÐIÐ BARA ÞANGAÐ
TIL WOLVERINE
MÆTIR Á SVÆÐIÐ!
Lagt í stæði
fatlaðra
Föstudaginn 25. nóv-
ember síðastliðinn,
kl. 15.10 var ég ný-
sest inn í bíl er stóð
á stæði fatlaðra, vel
merktu fötluðum,
fyrir framan Bónus á
Fiskislóð 2. Þá renn-
ur upp að hlið mér á
bláum reit dökkur
Toyota-bíll og mikil
var undrun mín er út
úr bílnum steig par á
besta aldri, vel á sig
komið, kvikt í fasi og
hreyfingum.
Forvitni mín var vakin. Var
virkilega fullfrískt fólk að haga sér
svona? Ég skoðaði bílinn, jú bláa
merki fatlaðra var við framrúðuna
en enginn fatlaður í bílnum en í
afturrúðu bílsins var stórt merki,
Bylgjan.
Nú rak forvitnin mig inn í versl-
unina til að fullvissa
mig um að ég hefði
séð rétt. Ó jú,
skötuhjúin voru í óða-
önn að fylla kerru og
virtustu hin kátustu.
Svo var borgað, vel
troðið í gula poka, tölt
að bílnum og öllu
skutlað inn, kerrunni
skilað í anddyrið,
hoppað upp í bílinn.
Parið sælt og ánægt
með samvisku hreina,
ef þau annars vita
hvað samviska er og
hafa glaðst yfir að
þau gátu sparað
nokkur spor inn og út
úr versluninni með því að níðast á
fötluðu fólki.
Mikil var reisn þessa fólks.
Borgari.
Ást er…
… að leika ykkur
ekki að tilfinningum
hvort annars.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Hinn kunni enski málfræðingurog orðabókarhöfundur dr.
Samuel Johnson minnist tvisvar í
verkum sínum á Ísland. Hann
hreykti sér af því við ævisöguritara
sinn, James Boswell, að hann kynni
heilan kafla í Íslandsbók Níelsar
Horrebows utanbókar. Það var að
vonum. 72. kafli bókarinnar heitir
„Um slöngur á Íslandi“. Hljóðar
hann svo: „Slöngur eru alls ekki til á
Íslandi.“
Ekki hefur Johnson hrifist af lýs-
ingunni á Íslandi, því að hann sagði
árið 1784: „Þótt Dyflinn sé miklu
verri staður en Lundúnir, er hann
ekki eins slæmur og Ísland.“
Hvað sem þessu líður hafa margir
Íslendingar tekið undir það, sem dr.
Johnson sagði við annað tækifæri,
að maðurinn hafi ekkert fundið upp
sem veitti jafnmikla hamingju og
góð krá.
Veitingaþjónn á krá í Kaup-
mannahöfn, sem Íslendingar vöndu
komur sínar á í lok nítjándu aldar,
skipti þeim til hægðarauka í tvo
hópa, Briemere og Bløndalare.
Sagði hann: „Briemerne, de er gode
betalere, men dårlige sangere.
Bløndalerne, de er gode sangere,
men dårlige betalere.“ Briemarnir
greiða vel, en syngja illa. Blöndæl-
irnir syngja vel, en greiða illa.
Hins vegar lá við, að illa færi fyrir
vöskum íslenskum sjómanni, Stefáni
Pálssyni skipstjóra, í Grimsby á út-
mánuðum 1913. Þjóraði hann þar á
öldurhúsum kvöld eitt og gerðist
alldrukkinn, uns að því kom að vísa
átti honum á braut. Lét Stefán sér
það ekki lynda og var hann slíkur
maður að burðum að sex fíleflda lög-
regluþjóna þurfti loks til að yf-
irbuga hann. Skrifuðu blöð stað-
arins um hinn „íslenska Herkúles“.
Þegar Stefán kom fyrir rétt, mælti
dómarinn við hann hin fleygu orð:
„Þér eruð sterkir, Íslendingur. En
gleymið því aldrei, að skoska viskíið
er sterkara.“ Gerði hann Stefáni að
greiða nokkra sekt.
Eftir heimsstyrjöldina síðari
vöndu Íslendingar í Lundúnum
komur sínar á Harrington Pub þar í
borg. Þegar nálgaðist lokunartíma,
kallaði gestgjafinn jafnan upp hátt
og snjallt: „Frúr mínar og herrar,
og Íslendingar líka, við erum að
loka!“
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Á erlendum krám
Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum. Hann hafði verið að
horfa á sjónvarpið og heyrt
Hönnu Birnu gagnrýna Besta
flokkinn fyrir að hækka álögur á
fjögurra manna fjölskyldu um 100
þús. kr. á næsta ári. Og borg-
arstjórinn leit á hana með galopin
augun og hárgreiðsluna og spurði:
„Hver á þá að borga það?“ Þegar
illa liggur á karlinum sönglar
hann gjarna stemmu allsherj-
argoðans og kveður sterkt að inn-
ríminu:
Austan garrinn ýfir sæ
og það svarrar mikinn.
Margur er gnarr í mínum bæ,
mörg eru narra strikin.
Ég reyndi að róa karlinn, fór að
tala um Skólavörðuholtið og
spurði hvernig kerlingin hefði
það. Þá leit hann á mig snöggt og
sagði:
Litlar eru bölvabætur
borin von ég fái úr þessu
ef kerling ekki kemst á fætur
kæsta skötu á Þorláksmessu.
Og var þotinn upp Barónsstíg-
inn. Þurfti upp á Landspítala að
láta Þórð líta á hjartað í sér.
Ég fékk gott bréf frá Sigmari
Þór Sveinbjarnarsyni, sem ég
þakka. Þar rifjar hann upp sögu
úr safni Árna úr Eyjum. Sá lands-
kunni hagleiks- og listamaður
Baldvin Björnsson gullsmiður
hafði lengi stundað iðn sína í
Vestmannaeyjum en fluttist til
Reykjavíkur. Fáum árum síðar fór
hann snögga ferð til Eyja. Nokkr-
ir vina hans héldu honum hóf og
varð þar gleðskapur mikill. Þegar
veislan stóð sem hæst reis Sig-
urbjörn Sveinsson rithöfundur og
skáld á fætur og mælti af munni
fram:
Þegar fríðan flösku stút
faðma kátir bragnar,
Baldvin stingur alla út ---
Laut skáldið nú höfði og virtist
komið í þrot, settist og sagði um
leið: „Amen.“ Ráku menn þá upp
hlátur og þótti skáldinu illa aftur
farið að geta ekki lokið vísunni.
Reis þá Sigurbjörn þá á fætur og
segir: „Herrar mínir, mér er nær
að halda að þið hafið ekki skilið
mig, en síðasta hendingin er þann-
ig:
Amen. – Skáldið þagnar.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Margur er gnarr í mínum bæ