Morgunblaðið - 04.12.2010, Side 53
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
Viðfangsefni þessarar nýjuskáldsögu Braga Ólafs-sonar eru mörg en ígrunninn er það þó sköp-
un listamanna sem fjallað er um.
Munurinn er bara sá að á meðan
sögupersónum Braga tekst varla
að ljúka nokkru
verki, þá eru tök
Braga sjálfs á
efninu meist-
araleg og enginn
laus þráður skil-
inn eftir.
Þessi maka-
lausa bók er í
mörgum lögum;
þau færast sí-
fellt sundur og saman en allar
tengingar eru vandlega úthugs-
aðar og snjallar, og brölt persón-
anna um síður bókarinnar er jafn
hlægilegt og þær eru aumk-
unarverðar.
Sagan hefst á frásögn um Dúks-
kotsmorðið árið 1913 en þeir at-
burðir vísa til atvika sem gerast
löngu síðar í Handritinu … Slíkar
vísanir liggja þvers og kruss um
þessa sögu.
Aðalpersónur bókarinnar eru
kvikmyndagerðarmennirnir Örn
Featherby og Jón Magnússon og
er þeim fylgt í ferð til Hull, þar
sem Erni hefur óvænt tæmst arf-
ur; nær 200 pör af mokkasíum.
Þeir félagar eru á sama tíma að
leggja drög að kvikmyndahandrit-
inu sem getið er um í titli bók-
arinnar – en handrit og bækur
komu líka við sögu í síðustu skáld-
sögu Braga, Sendiherranum; að-
alpersóna hennar er sonur Jóns
þessa Magnússonar og við fréttum
meira af honum hér.
Veitingastaðurinn Naustið leik-
ur lykilhlutverk í bókinni (hann
stóð nánast þar sem Dúkskot var
áður), bæði í skáldsögunni og
handriti kvikmyndagerðarmann-
anna; þar hittast menn og hverfa.
Félagarnir sigla til Hull með
flutningaskipi sem virðist staðsett
í sögunni til að flytja þá fram og
til baka. Þar ytra kynnast þeir
ættingjum Arnar og gerist margt
óvænt á því ferðalagi. Frásögnin
er öll hin farsakenndasta en um
leið er textinn grafalvarlegur í ír-
óníu sinni, það er misskilningur á
misskilning ofan, við kynnumst
klósettferðum og timburmönnum
– lesandinn glepst sífellt til að
trúa frásögninni, enda eru karakt-
erar hennar furðu trúverðugir,
þar til honum er kippt niður á
jörðinni og gert ljóst að þetta er
allt saman skáldskapur.
Aukapersónurnar eru hver ann-
arri eftirminnilegri, hlægilegar
vissulega, en gegna mikilvægu
hlutverki hvort sem það eru tón-
skáldið, unga ástkonan, drukkna
frænkan, fjárfestirinn eða keilu-
meistarinn.
Eitt frásagnarlagið er handrit
kvikmyndagerðarmannanna, sem
lesið er um leið og það verður til,
og tekur jafn óðum breytingum
með upplifunum höfundanna.
Og enn eitt lagið til er síðan
hins meinta frásagnarhöfundar,
Jennýjar Alexsonar, fyrrverandi
mágkonu annars kvikmyndagerð-
armannsins – og spennusagnahöf-
undar í leynum. Hvernig sú góða
kona, sem glímir við sín hjóna-
bandsvandamál, getur vitað það
sem hún greinir okkur frá, af sigl-
ingu suður til Englands og við-
burðum í kringum uppgjör dán-
arbús þar, er engin leið að útskýra
– en allt er þetta efni frábærlega
saumað saman og þess vegna
gengur fléttan upp. Sagan og við-
burðirnir eru nefnilega með svo
miklum ólíkindum að þetta gæti
allt hafa gerst – í sögu …
Þeir sem þekkja til fyrri skáld-
sagna Braga kannast við stíl-
brögðin, sérstakan frásagnarhátt-
inn og einkennandi tóninn sem
lifnar jafnt í ljóðum Braga sem
sögum. Þessi tónn nýtur sín hér
sem aldrei fyrr, hikið og óvissan,
núningurinn og misskilningurinn
sem sífellt kemur upp í samtölum,
augað fyrir smáatriðum í lýsingum
og sviðsetningum sem gera heim-
inn svo ljóslifandi.
Síðan bætist við að aldrei hefur
Braga tekist jafn vel upp við
byggingu sagna sinna og hér.
Hvernig skipt er milli sögusviða
og atburðir undirbyggðir með fín-
legu neti vísana, er afskaplega vel
gert.
Þessi bók með langa nafnið er
án efa hápunkturinn á ferli sagna-
skáldsins Braga Ólafssonar; meist-
aralega skrifuð og stórskemmtileg
skáldsaga.
Það verður forvitnilegt að sjá
hvert Bragi tekur lesendur sína
næst; sagt er að vegferð okkar
með ljóðskáldinu Sturlu Jóni og
kvikmyndagerðarmönnunum Erni
og Jóni sé ekki lokið. Sem betur
fer.
Handritið að kvikmynd Arnar
Featherby og Jóns Magnússonar
um uppnámið á veitingahúsinu
eftir Jenný Alexson
bbbbb
Eftir Braga Ólafsson
Mál og menning 2010. 464 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
SKÁLDSAGA
Meistaralega skrifuð saga
Morgunblaðið/Einar Falur
Bragi Ólafsson Hér nýtur sérstakur tónn hans sín sem aldrei fyrr.
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson
(Söguloftið - sýningum lýkur í vor)
Lau 4/12 kl. 16:00 U
örfáar sýn.ar eftir áramót
Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið
HETJA eftir Kára Viðarsson (SÖGULOFTIÐ- fjögurra
stjörnu leiksýning)
Fim 27/1 kl. 17:00
kitlar hláturtaugarnar
MELCHIOR - TÓNLEIKAR (Hvíti salur)
Fös 10/12 kl. 20:30
fiskisúputilboð
Uppáhald jólasveinanna (Hvíta sal og skála)
Sun 5/12 kl. 12:00 Sun 12/12 kl. 12:00
Brúðuheimar í Borgarnesi
530 5000 | hildur@bruduheimar.is
GILITRUTT
Lau 4/12 kl. 14:00 U
Lau 11/12 aukas. kl. 17:00 Ö
Lau 18/12 aukas. kl. 17:00 Ö
Sun 9/1 kl. 14:00
næst síðasta sýn.arhelgi
Sun 16/1 kl. 14:00
síðasta sýn.arhelgi
Pönnukakan hennar Grýlu
Sun 5/12 kl. 14:00 Ö
Sun 12/12 kl. 14:00
Sun 19/12 kl. 14:00
Þetta er lífið
5629700 | opidut@gmail.com
Þetta er lífið...og om lidt er kaffen klar.
Sun 5/12 kl. 20:00 Ö
síðustu sýn.ar fyrir jól
Lau 22/1 kl. 20:00
Fös 28/1 kl. 20:00
Sun 30/1 kl. 20:00
FIMM STJÖRNU KABARETT með Charlotte Bøving.
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Gegnum holt og hæðir (Rýmið)
Lau 4/12 kl. 13:00 5. sýn. Lau 4/12 kl. 15:00 6. sýn Lau 11/12 kl. 13:00 7.sýn
Aðventusýning
Jesús litli (Hamraborg)
Lau 15/1 kl. 16:00 1,sýn Sun 16/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 19/1 kl. 21:00 6. sýn.
Lau 15/1 kl. 20:00 2.sýn Þri 18/1 kl. 21:00 5. sýn. Fim 20/1 kl. 19:00 7. sýn.
Sun 16/1 kl. 16:00 3. sýn Mið 19/1 kl. 19:00 Aukas Fim 20/1 kl. 21:00 8.sýn
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Ofviðrið (Stóra sviðið)
Mið 29/12 kl. 20:00 frums Fim 13/1 kl. 20:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00
Sun 2/1 kl. 20:00 2.k Þri 18/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k
Lau 8/1 kl. 20:00 3.k Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 9.k
Sun 9/1 kl. 20:00 4.k Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 10/2 kl. 20:00 10.k
Mið 12/1 kl. 20:00 5.k Þri 25/1 kl. 20:00
Ástir, átök og leiftrandi húmor
Fólkið í kjallaranum (Nýja svið)
Sun 5/12 kl. 20:00 24.k Fös 10/12 kl. 19:00 27.k Sun 12/12 kl. 20:00
Mið 8/12 kl. 20:00 25.k Fös 10/12 kl. 22:00 Fim 16/12 kl. 20:00 lokas
Fim 9/12 kl. 20:00 26.k Lau 11/12 kl. 19:00
Verðlaunasaga Auðar Jónsdóttur
Fjölskyldan (Stóra svið)
Lau 4/12 kl. 19:00 8.k Fim 30/12 kl. 19:00 Lau 15/1 kl. 19:00
Lau 18/12 kl. 19:00 9.k Fös 7/1 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00
"Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is
Jesús litli (Litla svið)
Lau 4/12 kl. 19:00 12.k Fös 10/12 kl. 19:00 aukas Lau 18/12 kl. 21:00
Lau 4/12 kl. 21:00 13.k Lau 11/12 kl. 19:00 aukas Mið 29/12 kl. 19:00 aukas
Þri 7/12 kl. 20:00 Sun 12/12 kl. 20:00 16.k Fim 30/12 kl. 19:00
Mið 8/12 kl. 20:00 14.k Fim 16/12 kl. 20:00
Fim 9/12 kl. 20:00 15.k Lau 18/12 kl. 19:00
Sýning 7/12 kl 20 verður túlkuð á táknmáli
Jesús litli - leikferð (Hof - Hamraborg)
Lau 15/1 kl. 16:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 21:00
Lau 15/1 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 19:00
Sun 16/1 kl. 16:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00
Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í samstarfi við LA
Faust (Stóra svið)
Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00
Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00
Aukasýningar á Íslandi vegna fjölda áskorana
Horn á höfði (Litla svið)
Sun 12/12 kl. 14:00 lokas
Gríman 2010: Barnasýning ársins - síðasta sýning!
Fólkið í Kjallaranum - síðustu sýningar
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 4/12 kl. 11:00 Lau 11/12 kl. 11:00 Lau 18/12 kl. 11:00
Lau 4/12 kl. 13:00 Lau 11/12 kl. 13:00 Lau 18/12 kl. 13:00
Lau 4/12 kl. 14:30 Lau 11/12 kl. 14:30 Lau 18/12 kl. 14:30
Sun 5/12 kl. 11:00 Sun 12/12 kl. 11:00 Sun 19/12 kl. 11:00
Sun 5/12 kl. 13:00 Sun 12/12 kl. 13:00 Sun 19/12 kl. 13:00
Sun 5/12 kl. 14:30 Sun 12/12 kl. 14:30 Sun 19/12 kl. 14:30
Allt uppselt - ósóttar pantanir seldar daginn fyrir sýningu!
Gerpla (Stóra sviðið)
Fim 6/1 kl. 20:00 Fim 20/1 kl. 20:00
Mið 12/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00
Missið ekki af þessari frábæru sýningu! Sýningar í janúar komnar í sölu
Fíasól (Kúlan)
Sun 5/12 kl. 13:00 Sun 19/12 kl. 13:00 Fim 30/12 kl. 16:00
Sun 5/12 kl. 15:00 Sun 19/12 kl. 15:00 Sun 2/1 kl. 13:00
Sun 12/12 kl. 13:00 Þri 28/12 kl. 16:00 Sun 2/1 kl. 15:00
Sun 12/12 kl. 15:00 Mið 29/12 kl. 16:00
Sýningar um jólin komnar í sölu!
Hænuungarnir (Kassinn)
Lau 4/12 kl. 20:00 Fös 10/12 kl. 20:00 Aukas.
5 stjörnur Fbl. 5 stjörnur Mbl.
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Fös 10/12 kl. 19:00 Aukas. Fim 30/12 kl. 19:00 Sun 16/1 kl. 19:00
Lau 11/12 kl. 19:00 Aukas. Fös 7/1 kl. 19:00 Lau 22/1 kl. 19:00
Sun 12/12 kl. 19:00 Aukas. Lau 15/1 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00
Nýjar sýningar komnar í sölu!Ath! Sýningarnar hefjast kl. 19:00
Finnski hesturinn (Stóra sviðið)
Lau 4/12 kl. 20:00 Sun 5/12 kl. 20:00 Síð.
sýn.
Bráðfyndið og snargeggjað verk! Síðustu sýningar!
Lér konungur (Stóra sviðið)
Sun 26/12 kl. 20:00
Frumsýn
Lau 8/1 kl. 20:00 4.sýn. Fös 14/1 kl. 20:00 7.sýn.
Þri 28/12 kl. 20:00 2.sýn. Sun 9/1 kl. 20:00 5.sýn. Fös 21/1 kl. 20:00 8.sýn.
Mið 29/12 kl. 20:00 3.sýn. Fim 13/1 kl. 20:00 6.sýn.
Leikstjóri Benedict Andrews, einn fremsti leikstjóri í heimi!
Kandíland (Kassinn)
Fim 30/12 kl. 20:00 Frums. Fim 6/1 kl. 20:00 Lau 8/1 kl. 20:00
Mið 5/1 kl. 20:00 Fös 7/1 kl. 20:00
Höfundar; Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan
Nýtt leikverk eftir Jón Atla
Miðasalan er opin
virka daga frákl.13-15
Sími: 527 2100
www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík
Tom Waits
Tribute
Mojito
3.DES
MIÐNÆTUR
SÝNING! 23:30
3.DES
4.DES
4.DES
Vesturport & Rás 2 kynna
The Bad Livers & The Broken heart Band
AUKATÓNLEIKAR KL. 23:30
kl. 20
kl. 22:30
Jónas Sig.
Jólarósir
Tónleikar
Snuðru
og Tuðru
5.DES
7.DES
Augastein –Á senunni
Ævintýrið um 12.DES
kl. 14 OG 16
NÆSTA VIKA:
MIÐNÆTURSÝNING
10.DES