Morgunblaðið - 04.12.2010, Side 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010
www.laugarasbio.is − bara lúxus
Komdu í ferðalag og upplifðu ævintýri
Narníu eins og þú hefur aldrei séð
áður í stórkostlegri þrívídd!
Tilboð þurfa að berast til Þýska sendiráðsins, Laufásvegi 31, í lokuðu umslagi.
Uppl. í Þýska sendiráðinu í síma
530 1100 eða mail:
info@reykjavik.diplo.de
Ekinn 14 þ.km, sjálfskiptur, vetrardekk,
bluetooth, leðursæti o.s.frv.
ÓSKAÐ er tilboða sem er að lágmarki.
7.990.000 kr. st.gr.
Lokað verður fyrir tilboð
kl. 12.00 föstudaginn 10.12.10.
Sendiráðsbíll til sölu
BMW 525 D x-Drive árg. 2009
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Í tilefni af því að það eru 25 ár liðin síðan Reynir Pét-
ur gekk hringinn í kringum landið til styrktar Sól-
heimum tóku María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamað-
ur og Guðmundur Bergkvist (Beggi)
kvikmyndatökumaður upp heimild-
armynd um manninn. Í ár eiga Sól-
heimar 80 ára afmæli þannig að
Maríu fannst tækifærið komið til að
gera þessa mynd sem hana hafði
lengi langað til að gera. „Reynir á
brýnt erindi við þjóðina, hann er svo
glaður og með svo fallega sýn á lífið.
Mér fannst tilvalið að gera þetta
núna út af ástandinu,“ segir María.
Tímamótaganga
„Gangan markaði tímamót í sögu fatlaðra hér á Ís-
landi. Honum tókst að vinna hug og hjörtu allrar
þjóðarinnar. Á sínum tíma gekk hann 50 kílómetra á
dag í heilan mánuð. Hann varð svo vinsæll að það
voru 14.000 manns sem tóku á móti honum þegar
hann kom til Reykjavíkur í göngunni á sínum tíma.
Ég á greinilegar minningar frá þessum tíma og var ég
þó aðeins smástelpa þegar þetta var. Þegar ég talaði
við hann um að gera þessa mynd komu bara gullmolar
upp úr honum, hann talar í svo fallegu líkingamáli. Ég
spurði hann til dæmis hvaða þýðingu þetta hafði fyrir
fatlaða. Hann sagði að þeir hefðu verið eins og selir
sem hefðu verið undir ísnum og enginn séð. Svo komu
þau allt í einu upp úr vökinni. Hann er skarpgreindur
á mörgum sviðum, hann er með yfirburða þekkingu á
stærðfræði og margt þess háttar. Þetta er skemmti-
legasta verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur.
Hann er svo jákvæður og með svo mikla útgeislun
að maður hrífst með honum. Í dag vinnur hann í gróð-
urhúsinu á Sólheimum og vinnur á við tíu menn. Hann
er svo vel á sig kominn líkamlega að hann gæti auð-
veldlega gengið hringinn aftur,“ segir María.
Fallegt ástarsamband
Mikið af sjónvarpsefni er til á RÚV frá því að
Reynir gekk hringinn og notast María við það. Mynd-
in er byggð þannig upp að blandað er saman göng-
unni hans og síðan viðtölum við hann á Sólheimum í
dag. Öll tónlistin í myndinni er samin af Reyni Pétri
sjálfum. Hann samdi laglínurnar og raular þær en
María lét síðan útsetja lögin með píanói. Aðspurð
hvers vegna Maríu hafi þótt ástæða til að gera mynd-
ina núna, svarar hún: „Ég hef rekið mig á það að þeir
sem eru aðeins yngri en ég vita ekkert hver hann er.
Hann er mjög vel þekktur hjá þeim sem eldri eru. En
myndin þjónar þeim líka því fjallað er um Reyni og líf
hans í dag með Hanný Maríu en þau búa saman á Sól-
heimum og lifa í mjög fallegu sambandi. Ég held að
fólk geti lært af honum og tekið sér hann til fyr-
irmyndar. Ég held að hann geti virkað eins og víta-
mínsprauta á suma,“ segir María.
María hefur unnið sem fréttamaður á sjónvarpinu í
fimm og hálft ár. Þetta er ekki fyrsta heimild-
armyndin sem hún gerir því hún og Beggi gerðu sam-
an mynd um börn í Kambódíu sem vakti mikla athygli
fyrir nokkrum árum. „Mér finnst mjög gaman að vera
með hliðarverkefni meðfram fréttamennskunni. Það
er svo mikill hraði í fréttamennskunni að maður fær
mikið út úr nostrinu og dútlinu við heimildarmynda-
gerðina. Við Beggi vinnum vel saman, hann er eins og
bróðir minn. Við erum búin að eyða meiri tíma saman
heldur en með mökum okkar undanfarna mánuði. Nú
ætlum við að hvíla okkur en okkur verður farið að
klæja eftir smátíma. Ég er alveg viss um að þá rjúk-
um við í eitthvert annað verkefni,“ segir María.
Myndin var forsýnd á fimmtudaginn í Bíó Paradís en
verður sýnd í sjónvarpinu annað kvöld, sunnudags-
kvöld.
Tímamótaganga í sögu fatlaðra
25 ár liðin síðan Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið
Heimildarmynd um Reyni Pétur á RÚV á sunnudagskvöldið
Morgunblaðið/Eggert
Fögnuður Lífsgleðin fór eðlilega upp úr öllu valdi er perluvinirnir Reynir Pétur og Ómar Ragnarsson mættust.
Gleði Edda Björgvins ásamt Ágústi og Bjarna Gabríel.
Kátína Göngugarpar allra kynslóða létu sig ekki vanta.
María Sigrún
Hilmarsdóttir
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjart-
ansson var staddur í Svíþjóð að
ganga frá leikmynd við gjörnings-
verk sitt „Chamber Play“, eða
„Stofudrama“, þegar blaðamaður sló
á þráðinn til hans í gær. Verkið verð-
ur flutt á stóra sviði þjóðleikhúss
Svía, Dramaten, í Stokkhólmi í kvöld
kl. 19.30. Gjörningurinn tekur fjórar
klukkustundir og verður textinn í
honum síendurtekinn í þann tíma.
„Þetta er í rauninni eins og portrett
af leikhúsi inni í leikhúsi,“ segir
Ragnar um verkið. „Það er rosaleg-
ur, dramatískur þungi í þessu leik-
húsi. Þetta hefur alltaf verið fyrir
mér, úr leikarafjölskyldu, svolítið
heillandi hús, talað um Dramaaaaten
(Ragnar ber nafnið fram með ýktum,
sænskum framburði), þetta er
drama-screenið bara,“ segir Ragnar
en meðal þeirra listamanna sem
starfað hafa í leikhúsinu eru Ingmar
Bergman og August Strindberg.
Sýningin á verki Ragnars er á veg-
um Bonniers-listasafnsins, hluti af
sýningaröðinni Scene Shifts en í
henni vinna myndlistarmenn víða að
úr heiminum að verkum sem hafa
tengingu við leikhús.
Nokkur góð rifrildi
Í verki Ragnars leika tveir leik-
arar, karl og kona, „þungir, flottir,
sænskir leikarar“, eins og hann lýsir
því. Rikard Lekander fer með karl-
hlutverkið en ónefnd leikkona mun
hlaupa í skarðið fyrir Thérèse
Brunnander sem forfallaðist. Ragn-
ar segir gjörninginn „hjartaskerandi
uppgjör“ karls og konu, textann hafi
eiginkona hans, Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir, samið upp úr „nokkrum
góðum rifrildum“ þeirra hjóna. Per-
sónuleg samskipti þeirra séu því
orðin að „ofboðslegri, dramatískri
klisju“ á stóra sviðinu í Dramaten.
Gullfallegri leikhúsklisju. „Þetta er
algjört myndlistarverk, mynd af
leikhúsi inni í leikhúsi.“
Leikhús listamanna
Að öðru leikhústengdu. Ragnar er
einn stofnenda Leikhúss lista-
manna, hóps sem myndlistarmenn-
irnir Snorri Ásmundsson, Ásdís Sif
Gunnarsdóttir, Ingibjörg Magna-
dóttir og kvikmyndagerðarmað-
urinn Ragnar Bragason skipa auk
Ragnars. Hópurinn ætlar að bjóða
upp á listrænar uppákomur einu
sinni í mánuði í Þjóðleikhúskjall-
aranum á næsta ári. „Við viljum
kalla þetta Leikhús listamanna því
við viljum brjóta upp hvað fyr-
irbærið gjörningur sé. Þetta er í
rauninni svona soirée-kvöld, kannski
flytur einhver leikrit eða fyrirlestur
um Wagner,“ segir Ragnar. Það
komi ekki í ljós fyrr en að viðburð-
inum komi.
Morgunblaðið/Golli
Leikhús Ragnar Kjartansson á sýningu sinni í Hafnarborg í upphafi árs. Nú
er hann staddur í Svíþjóð, gjörningur hans sýndur í Dramaten í kvöld.
Portrett af leikhúsi
Ragnar Kjartansson setur á svið
stofudrama í þjóðleikhúsi Svía