Morgunblaðið - 04.12.2010, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 04.12.2010, Qupperneq 55
Kvikmyndin The Jonesesdregur nafn sitt af Jones-fjölskyldunni sem er mið-punktur myndarinnar en einnig af þeim frasa að halda í við Jones-ana (keeping up with the Jon- eses), þ.e. þá tilhneigingu að keppa við nágranna sína hvað lífsgæði varð- ar. Eiga jafnflottan bíl og nágrann- inn, jafnflott húsgögn og fara í jafn- glæsilegar utanlandsferðir, svo dæmi sé tekið. Jones-fjölskyldan í The Jon- eses er hins vegar ekki raunveruleg fjölskylda heldur starfsmenn mark- aðsfyrirtækis sem þykjast vera fjöl- skylda, flakka milli fínna hverfa og flytja þar inn í glæsihýsi. Gervi- fjölskyldan vingast í hvelli við fólkið í hverfinu, er á yfirborðinu fullkomin og til fyrirmyndar að öllu leyti, á allar nýjustu græjur, flottustu fötin, hús- gögnin, bílana o.s.frv. Allir í hverfinu vilja vera eins og Jones-fjölskyldan og fara að apa í einu og öllu eftir henni með miklum tilkostnaði. David Duchovny og Demi Moore leika þykj- ustuhjónin, Steve og Kate Jones, sól- brún, kynþokkafull og vellauðug. Steve og Kate er hins vegar meinilla hvoru við annað, Kate er yfirmaður Steve í hinu merkilega blekking- arstarfi og unglingarnir tveir sem þykjast vera afkvæmi þeirra eru heldur óstýrilátir og leiðir á blekking- unum. Steve vingast við nágranna sinn Larry sem er í óhamingjusömu hjónabandi og sannfærir hann um að ausa gjöfum yfir eiginkonuna, í því skyni að gera hana ástúðlegri. Larry fer að ráðum Steve en það hefði hann betur látið ógert. Steve reynist hins vegar fullheiðarlegur fyrir starfið og setur það verkefni Jones-fjölskyld- unnar í uppnám. Eins og sjá má af þessari hugmynd hentar hún betur sem efni í gam- anmynd en drama. The Joneses er sögð gamanmynd en stendur ekki undir því, það er lítið gaman hér á ferð, einstaka skondin atriði en svo ekki meir. Þess í stað er myndin ein- hvers konar samsull gamans og al- vöru, eins og handritshöfundur hafi ekki vitað hvernig ætti að taka á efn- inu. Vissulega hefur það alvarlegan undirtón, tilgangslausan eltingarleik mannfólksins sem stundum hefur verið nefndur lífsgæðakapphlaup, þó að erfitt sé að sjá hvernig 10 milljóna króna jeppi eða góð sólbrúnka auki lífsins gæði. Kannski er þetta háðs- ádeila á Hollywood-glansmyndir, þar sem allir eru ríkir og búa í risastórum húsum, hver veit? Aðalleikararnir tveir, David Duchovny og Demi Moore, eiga fáan leiksigurinn að baki og ekki lífga þau upp á ferilskrána með þessu moði, líða myndina út í gegn eins og svefngenglar. Aukaleik- ararnir standa sig mun betur og fer þar fremstur Gary Cole (leiðinlegi yf- irmaðurinn í Office Space) sem hinn óhamingjusami nágranni Jones- fjölskyldunnar sem ginntur er til þess að kaupa alls kyns fánýtt drasl í leit að hamingjunni. Myndin á sína góðu spretti en er frekar leiðinleg og lang- dregin á heildina litið. Langdregið lífsgæðakapphlaup Sambíóin The Joneses bbnnn Leikstjóri: Derrick Borte. Aðalhlutverk: Demi Moore, David Duchovny, Amber Heard, Ben Hollingsworth og Gary Cole. 96 mín. Bandaríkin, 2010. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYND Slakt Hugmyndin að The Joneses er ekki svo slæm en úrvinnslan er heldur lítilfjörleg, þó einstaka atriði fái áhorfanda til að brosa út í annað. MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 Sýnd kl. 1:50(650kr) og 4 Sýnd kl. 2(650kr), 4 og 6 Sýnd kl. 6, 8 og 10:10Sýnd kl. 8 og 10:10 EINN BESTI SPENNUTRYLLIR ÁRSINS... SEM GEFUR FYRRI MYNDINNI EKKERT EFTIR! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! HVERSU LANGTMYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞÁ SEM ÞÚ ELSKAR? ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND HHH -B.B. - Mbl Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:30 Sýnd kl. 2(650kr) og 4 Hann leitar Hefnda Þeirra sem sviku Hann frábær Hasarmynd! Forsýnd sunnud. kl. 3:45 FORSÝND SUNNUDAG -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.isTilboð í bíó GILDIR Á ALLARSÝNINGAR MERKTARMEÐ RAUÐU Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ FASTER kl. 8 - 10 PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 8 - 10 THE NEXT THREE DAYS KL. 5.45 16 16 12 NARNIA 3 3D FORSÝNING KL. 5.45 AÐEINS LAUGARDAG ARTHÚR 3 kl. 4 (600KR.) / JACKASS 3D KL. 5.45 AÐEINS SUN. NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA kl. 4 (600KR.) 7 L Nánar á Miði.is FASTER kl. 5.50 - 8 - 10.10 FASTER LÚXUS kl. 1.30 - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 5.50 - 8 - 10.10 THE NEXT THREE DAYS KL. 8 - 10.40 lau./kl. 10.30 sun. NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 1 (700KR.) - 3 - 6 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 ARTHÚR 3 KL. 1 (700kr.) - 3.10 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 KL. 1 (700kr.) - 3 NARNIA 3 3D FORSÝNING KL. 8 AÐEINS SUNNUDAG AULINN ÉG 3D ÍSL. TAL KL. 1* (950KR.) AÐEINS SUN. 16 16 16 12 L 12 L L 7 L FASTER kl. 8 - 10.10 AGORA KL. 6 - 9 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 2 (700KR.) - 4 - 6 DRAUMURINN UM VEGINN KL. 6 SKYLINE KL. 8 - 10.10 UNSTOPPABLE KL. 10.10 EASY A KL. 2 - 4 - 6 (aðeins lau.) YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 ARTHÚR 3 ÍSL. TAL KL. 2 (700KR.) - 4 (lau.) NARNIA 3 3D FORSÝNING KL. 5 AÐEINS SUNNUDAG BRIM KL. 2 - 4 16 14 L L 12 L 12 L L 7 12 HÁSKÓLABÍÓ*GLERAUGU SELD SÉR 5% ÍSL. TALÍSL. TAL Hann leitar hefnda þeirra sem sviku hann. Frábær hasarmynd! "MYND SEM HITTIR Í MARK!" -H.H, MBL FORSÝND UM HELGINA Í 3-D Þriðji og síðasti diskurinn með klassísku tékknesku brúðuþátt- unum um Klaufabárðana er kominn út. Alls inniheldur hann 15 þætti og er því heildarsafnið 35 þættir á tveimur diskum. Ekki þarf að fjöl- yrða um vinsældir þessara þátta, sem virðast höfða jafn sterkt til barna og fullorðinna. Heimatilbúið klandur félagana, saman með óbil- andi bjartsýni og jákvæðni hefur heillað fólk um allan heim allt frá því að þættirnir fóru fyrst í loftið árið 1979. Hananú! Klaufabárðarnir. Allir Klaufa- bárðarnir komnir út

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.