Morgunblaðið - 06.12.2010, Page 2
Í tengslum við hvatningarátakið
hafa bankar boðið svokölluð
framkvæmdalán, sem hafa num-
ið allt að tveimur milljónum til
allt að fimm ára. Skv. upplýs-
ingum frá Íslandsbanka hafa ver-
ið veitt um 300 lán vegna fram-
kvæmda frá því að byrjað var að
veita þau í sumar. Hjá Lands-
bankanum hafa slík lán numið
100 milljónum króna á árinu. Í
fæstum tilvikum hafa menn sótt
um hámarksupphæð lánanna,
heldur hlaupa þau oftast á nokk-
ur hundruð þúsundum króna.
Nokkuð hagstæð kjör eru á
lánunum, ef marka má heimasíð-
ur bankanna (Íslandsbanka og
Arion). Um er að ræða óverð-
tryggða vexti sem eru töluvert
lægri en kjörvextir skv. vaxta-
töflu bankanna, gjarnan um 4%.
Þá eru engin lántökugjöld á lán-
unum.
omfr@mbl.is
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Gildir í desember
Seljavegi 2 101 Reykjavík Sími 511 3340 Fax 511 3341 www.reyap.is
FRÉTTASKÝRING
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Ákveðið hefur verið að framlengja
átaksverkefnið „Allir vinna“ út næsta
ár. Átakinu átti að ljúka um áramótin
en það miðar að því að hvetja fólk til
að ráðast í framkvæmdir heima við.
Mikil viðbrögð hafa verið við átakinu
og þurfti ríkisskattstjóri m.a. að
fjölga starfsmönnum við afgreiðslu
umsókna um endurgreiðslu á virðis-
aukaskatti, vegna þess hve mikið
þeim fjölgaði í kjölfar átaksins.
Átakið felur í sér 100% endur-
greiðslu á virðisaukaskatti vegna
vinnu við framkvæmdir heima við og í
bústaðnum auk allt að 300 þúsund
króna frádráttar á tekjuskatti fyrir
hjón og sambýlisfólk. Að sögn Skúla
Eggerts Þórðarsonar ríkisskatts-
stjóra hefur orðið gríðarleg aukning í
umsóknum um endurgreiðslu á virð-
isaukaskatti vegna átaksins.
„Við höfum þurft að taka mannafla
annars staðar frá til að tryggja að það
verði ekki mikil bið. Þetta virðist því
hafa lánast og komið hjólunum í
gang.“ Hann segir mikinn kost að
átakið dragi úr svartri vinnu. „Það er
mikið takmark í sjálfu sér því svört
vinna vill gjarnan fara saman með
undanskoti á bótum. Þetta er því tvö-
faldur ávinningur fyrir samfélagið.“
Fjöldi umsókna það sem af er ári
liggur ekki fyrir en samkvæmt frétt í
Samiðnarblaðinu voru þær orðnar
6.500 í lok október og má ætla að þær
séu komnar vel yfir 8.000 í dag.
Skúli segir upphæðirnar allt frá
nokkrum þúsundum og upp í hundr-
uð þúsunda en tekjuskattsfrádrátt-
ur sem leiðir af endurgreiðslu virð-
isaukaskattsins sé einnig mikill
hvati. Sá frádráttur kemur sjálfvirkt
á skattframtal næsta árs en starfs-
menn ríkisskattstjóra sjá um þá hlið
mála. „Það er skilyrði í lögunum að
allar umsóknir fyrir þetta ár berist
fyrir 1. febrúar. Umsóknir sem
koma eftir það verða ekki teknar til
greina.“
Erfitt að fá iðnaðarmenn
Orri Hauksson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, tekur
undir að átakið hafi heppnast vel.
„Menn hafa klárlega fundið fyrir því
að vinnan hafi glæðst hjá þeim,“
segir hann og játar því að borið hafi
á því að erfitt sé orðið að fá iðnaðar-
menn, þrátt fyrir atvinnuleysi meðal
þeirra. „Það eru svolitlir blettaskall-
ar í framboði af sérhæfðu vinnuafli
og t.d. vantar rennismiði, vélamenn
og fagmenn í ýmsum málmgrein-
um.“ Eins konar jafnvægi sé nú
komið í flestum greinanna sem átak-
ið beinist að, þó að það sé ekki algilt.
„Það er svolítið landshlutaskipt
en stærsti hluti atvinnulausra er
þeir sem ekki hafa menntun, þ.e.
ófaglærðir í byggingageiran-
um.“
Fjármálaráðherra hef-
ur lagt fram frumvarp um
framlengingu átaksins út
næsta ár sem er nú til
meðferðar hjá efnahags-
og skattanefnd Alþingis.
Aukin vinna hjá
iðnaðarmönnum
Fjöldi fær endurgreiðslu vsk. vegna framkvæmda heima við
Morgunblaðið/G. Rúnar
Málað Verkefnið Allir vinna hefur glætt framkvæmdagleði landsmanna og þannig aukið atvinnu iðnaðarmanna.
Flestar tölvureiknaðar spár gera
ráð fyrir því að í stórum dráttum
haldist einkenni veðurkaflans, sem
hófst 21. nóvember sl., næstu tvær
vikur hið skemmsta.
Þetta kemur fram í bloggi Einars
Sveinbjörnssonar veðurfræðings á
mbl.is. Hann bendir á að fyr-
irstöðuhæð hafi ríkt í grennd við
landið allt frá sunnudeginum 21.
nóvember. Þá hafi líka orðið straum-
hvörf í meginhringrás loftsins við N-
Atlantshaf, sem aftur hafi haft djúp-
stæð áhrif á veðrið í Evrópu.
Einar segir að erfitt sé að benda á
eitthvað eitt sem skýri þessa breyt-
ingu sem varð. „Í stuttu máli hefur
ríkt hér neikvæður fasi hinnar svo-
kölluðu Norður-Atlantshafssveiflu
(NAO)“, skrifar hann. Jákvæður fasi
NAO verður þegar lægðagangur er
frá austri til vesturs yfir Atlants-
hafið og braut lægðanna nærri Ís-
landi eða skammt sunnan við land.
Jafnframt er háþrýstisvæði staðsett
vestur af Portúgal, nærri Azoreyj-
um. Yfir meginland Evrópu berst þá
milt og úrkomusamt loft, en á sama
tíma er kalt á Vestur-Grænlandi.
Þegar þrýstimunur á milli Íslands og
Azoreyja er minni, jafnvel hærri
þrýstingur við Ísland, ríkir neikvæð-
ur fasi NAO. Lægðabrautin færist til
suðurs inn yfir Miðjarðarhaf og N-
Afríku. Milt verður við V-Grænland,
en heimskautaloft streymir úr
norðri og austri yfir Norður- og
Vestur-Evrópu. Einar segir jafn-
framt að þegar fasi NAO er áber-
andi neikvæður verði ríkjandi vind-
áttir frá SV til N, í stað hinnar
algengu austlægu átta, úrkomulítið
og stundum sérlega þurrt, loftþrýst-
ingur sé hærri en í meðallagi, hæg-
viðri tíð og lítið um storma. Þá sé
ýmist frekar kalt eða mjög milt.
Staðsetning fyrirstöðuhæðar sem
oftast er undirliggjandi fyrir langa
kafla með neikvæðum NAO stýri því
hvort loftið sé suðlægt eða norðlægt
að uppruna. Einar segir að gangi
spár eftir verði að fara suður til Afr-
íku til að finna svipað hitastig og hér
á landi, en áfram verði kalt á meg-
inlandi Evrópu.
Svipaður hiti
hér og í Afríku
Fyrirstöðuhæðir og áfram gott veður
Morgunblaðið/Ernir
Blíða Áfram er spáð góðu veðri í
Reykjavík og víðar næstu daga.
Tófu hefur talsvert orðið vart í efri
byggðum Kópavogs á síðustu mán-
uðum. Á föstudagsmorgun skaut
Hreimur Garðarsson meindýraeyðir
hvíta tófu skammt sunnan við Linda-
kirkju. Síðustu tólf mánuði hefur
hann skotið 15 dýr í landi Kópavogs
og mörg þeirra í byggðinni. Hann
segir tófu hafa fjölgað í Bláfjöllum
og Heiðmörk. Hún leiti síðan niður í
byggð þegar harðna fari ofar í land-
inu. Mest sé um hana á og við golf-
völl Kópavogs og Garðabæjar og í
Smalaholti, Hnoðraholti og Rjúpna-
hæð.
Hann segist ekki hafa fundið
greni í landi Kópavogs, en hafi séð
og frétt af mörgum dýrum síðustu
vikur sem séu í ætisleit á fyrr-
nefndum slóðum. Tófan sæki í mýs
og fugla og það annað sem býðst í
þessum bæjarferðum. Bæði sé um
hvíta og mórauða lágfótu að ræða.
Ein sé sérstaklega kræf og hún víli
ekki fyrir sér að fara á milli svæða í
dagsbirtu. Enn hafi hann ekki náð
að fella hana. Hreimur segist fara
með mikilli gát og reyni helst að fella
dýrin þegar svartamyrkur sé og
helst vont veður. Þá séu minnstar
líkur á að fólk sé á ferð.
Hjón sem búa í upphæðum Kópa-
vogs urðu vör við hvíta lágfótu sem
skokkaði yfir veginn inn í hverfið tvo
morgna í síðustu viku. Heilbrigð-
iseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópa-
vogssvæðis, sem sinnir Garðabæ og
Álftanesi að auki, hafa borist 5-10 til-
kynningar um tófur í byggð árlega
síðustu ár. aij@mbl.is
Hefur fellt 15 tófur í landi
Kópavogs á 12 mánuðum
Morgunblaðið/Jónas
Í ætisleit Við golfvöll GKG hefur
orðið vart við tófu undanfarið.
Skaut hvítan
ref á föstudag
Hagstæð
vaxtakjör
FRAMKVÆMDALÁN BANKA
Hálfur lítri af Kristal plús kom í góð-
ar þarfir úti á sjó í Látraröst við
Bjargtanga á laugardag þegar hann
var notaður til að slökkva eld sem
kom upp í línubátnum Lágey
ÞH-265.
Þorkell Magnússon, skipstjóri á
Lágey, segir eldinn hafa komið upp
eftir að dropi af sjó komst í ádrep-
ann á vélinni með þeim afleiðingum
að það leiddi saman. „Það kom
þarna reykur og svolítill eldur sem
við náðum strax að slökkva og not-
uðum til þess hálfan lítra af Kristal
plús. Þeir hlógu mikið að því karl-
arnir hérna að það hefði ekki þurft
meira til.“
Nokkur viðbúnaður var vegna at-
viksins og var björgunarskipið Vörð-
ur kallað út til móts við Lágey. „Við
höfðum samband við Landhelg-
isgæsluna því það drapst á vélinni og
við vildum ekki að okkur ræki upp í
Látrabjargið.“ Þorkell kom bátnum
þó strax aftur í gang og fór hann fyr-
ir eigin vélarafli inn á Patreksfjörð.
Skemmdirnar reyndust minni-
háttar að þessu sinni og var lokið við
viðgerð á honum í gær. Fór því bet-
ur nú en í mars sl. þegar Lágey
strandaði á Skjálfanda en hún var á
heimleið eftir allsherjar viðgerð í
Sandgerði vegna þess, þegar atvikið
varð á laugardag. ben@mbl.is
Slökktu eld á sjó með
½ lítra af Kristal plús