Morgunblaðið - 06.12.2010, Page 4

Morgunblaðið - 06.12.2010, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010 Heimsferðir bjóða tvær helgarferðir til Búdapest í beinu flugi í vor, tíunda árið í röð. Vorið er einstakur tími til að heimsækja borgina, borgin einstaklega falleg og iðandi af lífi. Búdapest stendur á einstökum stað við Dóná og er vafalítið ein af helstu bor- garperlum Evrópu. Borgin skartar stórfenglegum byggingum, listaverkum og sögulegum minjum. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Búdapest Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Spennandi kynnisferðir í boði - Frábært verð Kr. 69.900 - Flugsæti báðar leiðir með sköttum, fargjald A. Netverð á mann. Kr. 89.980 - Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Mercure Duna eða Hotel Tulip Inn, 21. apríl í 4 nætur með morgunverði Beint flug 21. apríl - 4 nætur 28. apríl - 4 nætur uppseld Tryggðu þér sæti strax! Í vor Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Jólaverslun þetta árið tók víðast hvar við sér um helgina, fyrstu helgina í desember, að venju. Hjá Office 1 í Smáralind segir starfsfólk að jólaverslunin sé greinilega byrjuð því mun fleira fólk hafi verið í verslunarmiðstöðinni um helgina en fyrri helgar og mikið að gera í versl- uninni. „Helgin er búin að vera mjög fín, við vorum með tilboð á Löngum laugardegi og það var röð fyrir utan þegar við opnuðum. Svo var bara full búð allan daginn,“ segir Dögg Hjaltalín, versl- unarstjóri í bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum. Hún segir miklu fleira fólk hafa verið á ferli í góða veðrinu á laugardag en aðra laugardaga. Þó segir Erla Vilhjálmsdóttir, eigandi Tékk kristals í Kringlunni, að þótt fólki sé farið að fjölga í Kringlunni hafi hún ekki merkt stóran kipp í versluninni um helgina. „Íslendingar geyma jú hlutina oft fram á síðasta dag.“ Erla segist þó taka eftir því að fólk gæti þess aug- ljóslega að eyða ekki um efni fram og kaupi eitt- hvað sem það hefur örugglega ráð á. Kaupendur sýna skynsemi Sömu sögu hefur Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku, að segja. „Það var svo gott veður og góð stemning. Verslunin róast alltaf fyrir mánaðamót, þannig hefur það bara verið síðustu tvö árin. Nóvember var mjög góð- ur þar til allra síðustu dagana en svo er búið að vera vitlaust að gera frá 1. desember. Laug- ardagurinn var mjög góður hjá okkur, m.a.s. aðeins betri en sami laugardagur fyrir ári. Ég heyrði á fleiri verslunareigendum í kringum mig að það hafi verið fín verslun hjá þeim líka,“ segir Guðrún og segist ekki hafa yfir neinu að kvarta. „Auðvitað er ekki árið 2007 en vill einhver hafa 2007? Ég vil ekkert fá það aftur, ég vil bara hafa normal ástand og ekki bera verslunina saman við óeðlilegt ástand sem var hér í ein- hverri bólu. Ef við berum verslunina bara sam- an við meðalár, frá t.d. 2003 til 2005, þá er ástandið núna bara gott. Mér finnst öll þessi umræða svolítið á villigötum og kúrfan er bara nokkuð eðlileg. Ef við tökum út þessi tvö ár, 2006 og 2007 er verslunin bara í eðlilegri þróun. Við eigum að hætta að einblína á tvö afbrigðileg ár,“ segir Guðrún og bætir við að fólk sýni greinilega meiri skynsemi við innkaupin en í „bólunni“. „Fólk er að kaupa eitthvað sem nýtist vel, það þarf ekki að eignast tólf manna matarstell á einum degi, það á að njóta þess að eignast stell- ið smám saman, það er miklu skemmtilegra.“ Byrja á jólafötunum Gunnlaugur Bjarki Snædal, rekstrarstjóri hjá NTC, segist hafa tekið eftir auknum straumi fólks í verslunarmiðstöðvarnar um helgina, en NTC rekur verslanir í Kringlunni og Smáralind, auk Laugavegar. „Það er byrjuð mikil traffík í verslunarmið- stöðvunum en hún dreifist kannski misjafnt eft- ir verslunum því það eru ákveðin innkaup sem fólk gerir snemma í desember, eins og t.d. að kaupa jólafötin. Þetta eru þannig tímar að mað- ur veit ekki alveg á hverju maður á von en það var líf og fjör í Kringlunni um helgina og fólk er að versla svolítið. Fólk er mikið að skoða og vega og meta hvar það fær mest fyrir pening- inn,“ segir Gunnlaugur Bjarki. Jólaverslunin hafin fyrir alvöru Morgunblaðið/Eggert Kringlan Flestir eru byrjaðir að kaupa jólagjafirnar, sumir kannski búnir nú þegar en allmargir eru enn að skoða og velta fyrir sér úrvalinu.  Viðskiptavinir eyða góðum tíma í að skoða áður en þeir ákveða að kaupa  Verslunareigendur sáttir og finnst ástandið „eðlilegt“  Mikil stemning á Laugaveginum í blíðviðri um helgina Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Jólaverslun fór yfirleitt rólega af stað en kaupmenn reiknuðu með að verslunin tæki góðan kipp um þessa helgi og mikið yrði að gera. Það kom líka á daginn, annir voru víð- ast hvar og kaupmenn létu yfirleitt vel af versluninni. Enda ekki seinna vænna því aðeins eru átján dagar til jóla. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að tvær greinar hafi farið verst út úr hruninu; versl- un og byggingastarfsemi. Í flestum greinum hafi verslun minnkað frá hruninu haustið 2008 og haldist það í hendur við minnkandi kaupmátt. Dagvaran haldið sér ótrúlega vel Hann segir að besti mæli- kvarðinn á verslunina sé mán- aðarleg mæling sem Rann- sóknasetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst gerir í hverj- um mánuði. Helstu flokkarnir í þessari mælingu eru dagvara, skór, áfengi, fatnaður, húsgögn og raf- tæki. „Allir þessir flokkar hafa dal- að frá hruninu, en þó hefur dag- varan haldið sér ótrúlega vel,“ segir Andrés. „Sala á húsgögnum og raftækj- um hrapaði og var niður á við mán- uð eftir mánuð. Í raftækjunum átti þetta jafnt við um stór tæki og smá, flatskjái jafnt sem rafmagns- rakvélar. Síðasta mæling í raftækj- unum var hins vegar upp á við, sem er mjög jákvætt.“ Andrés segir ljóst að umsvif margra fyrirtækja hafi minnkað með fækkun starfsfólks. Fækkun þeirra megi lesa úr tölum Credit- info um gjaldþrot fyrirtækja. Þróunin snerist rækilega við árið 2008 Spá Rannsóknaseturs versl- unarinnar er sú að velta í smá- söluverslun í nóvember og desem- ber verði um 59,8 milljarðar kr. án virðisaukaskatts. Ætla má að versl- un vegna jólanna, þ.e. velta umfram meðaltal annarra mánaða ársins, verði tæplega 12,5 milljarðar kr. fyrir þessi jól. Þannig má ætla að hver Íslendingur verji að meðaltali 39.500 kr. til innkaupa sem rekja má til árstímans, segir í samantekt rannsóknasetursins um jólaversl- unina. Á fyrri hluta áratugarins var hvert metið slegið af öðru í aukinni jólaverslun. Þessi þróun snerist rækilega við árið 2008 þegar versl- un fyrir jólin dróst saman 18,3% að raunvirði og í fyrra hélt samdrátt- urinn áfram og minnkaði enn um 4% frá árinu áður. Nú er spá Rannsóknasetur verslunarinnar að jólaverslunin verði svipuð að raunvirði og hún var fyrir síðustu jól. Jafnframt að velta aukist um 4% að nafnvirði vegna hækkunar verðlags.Þessi spá byggist á þróun veltu í smá- söluverslun það sem af er þessa árs miðað við árið á undan og er í sam- ræmi við þróun greiðslukortaveltu, væntingar stjórnenda í verslun og fleiri þátta. Kippur í jólaversluninni um helgina eftir rólega byrjun  Áætlað að jólaverslun verði svipuð að raunvirði og í fyrra Árleg velta í milljónum króna á breytilegu verðlagi í nóv. og des. í smásölu frá árinu 2001 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010* *Spá um veltu. Heimild: Hagstofa Íslands. Spá fyrir 2010 er gerð af Rannsóknarsetri verslunarinnar Á Akureyri er jólaverslunin hafin líka en byrjar þó nokkuð rólega, enda lengja kaupmenn ekki af- greiðslutíma fyrr en síðar í mán- uðinum. „Það er búin að vera góð tíð hjá okkur og það hefur mikið að segja á þessum tíma, að fólk sem kemur lengra að komist til okkar, svo þessi fyrsta helgi fór bara vel af stað,“ segir Ragnar Sverrisson, formaður kaupmannafélagsins á Akureyri. „Það er snjór, frost og stilla en góð færð og það er stóra málið. Helgin lofaði mjög góðu og kaupmenn eru bara ánægðir með hvernig verslunin fer af stað. Þetta var dálítið eftir bókinni en fjörið byrjar ekki fyrir alvöru fyrr en um næstu helgi. Þá hefja verslanir sunnudagsopnun og frá og með 17. desember verða flestar verslanir opnar til klukkan 22 öll kvöld.“ Fjörið byrjar um næstu helgi KAUPMENN Á AKUREYRI BJARTSÝNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.