Morgunblaðið - 06.12.2010, Page 6

Morgunblaðið - 06.12.2010, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010 Minnum á teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins fyrir 4. bekkinga Hægt er að skila inn myndum fram að jólafríi til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.ms.is Mjólk er góð! Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hefðbundinn jólaundirbúningur fer fyrir ofan garð og neðan hjá tæplega 30 Íslendingum sem eru á vegum Ís- taks á Jamaíka. Sautján þeirra eru í stjórnunarstöðum við byggingu nítján húsa þjónustuklasa fyrir ferða- menn við höfnina í Falmouth á norð- urströnd landsins. Sumir eru með fjölskyldur sínar með sér og fjögur ís- lensk börn ganga í alþjóðlegan skóla á staðnum. Veðrið er ólíkt því sem gerist hér og hitinn um og yfir 30 stig hvern dag eins og venjulega í desember. Of mik- ið er að segja að jólin setji ekki svip á líf Íslendinganna því sumir þeirra eru á heimleið yfir hátíðirnar og aðrir eiga von á skyldmennum yfir jól og áramót. Um helgina buðu Ístak og Pihl & Søn upp á jólahlaðborð fyrir íslenska og danska starfsmenn fyrirtækjanna á Jamaíka. Öllum hópnum var boðið á hótel í Negril sem er vinsæll ferða- mannastaður á vesturströnd Jamaíka og státar af lengstu strönd eyj- arinnar. Þar er margvísleg afþreying í boði og m.a. hægt að horfa á sólina sökkva í sæinn. Þar átti að fara fram maraþonhlaup um helgina, sem ein- hverjir úr hópnum ætluðu að taka þátt í en flestir létu duga að hlaupa eða rölta 10 kílómetra. Betri helmingar starfsmanna Ís- taks hafa síðan skipulagt jólaboð fyrir hópinn milli jóla og nýárs. Það verður á útiveitingastað í nágrenninu og ekki líklegt að hangikjöt verði á borðum. Húsin minna á tíma bresku nýlenduherranna Brynjar Brjánsson, verkfræð- ingur, er staðarstjóri Ístaks í Falmo- uth en þar er fyrirtækið að byggja nítján byggingar í 19. aldar stíl fyrir skipafélagið Royal Caribbean, sem meðal annars rekur nokkur af stærstu skemmtiferðaskipum í heimi. Nokkur húsanna eru þó í raun aðeins skýli enda aðstæður ólíkar því sem gerist á Íslandi. „Húsin eiga að minna á þann tíma þegar Bretar voru hér nýlendu- herrar og fluttu út mikið af sykri og rommi sem þrælarnir unnu fyrir þá,“ segir Brynjar. „Húsin eru að klárast hvert af öðru og þau fyrstu verða tek- in í notkun þegar ný höfn í Falmouth verður tekin í notkun. Hún er byggð af Pihl & Søn fyrir yfirvöld hér á Ja- maíka. Fyrstu skipin leggjast að bryggju þar fljótlega á nýju ári, en við reiknum með að ljúka fram- kvæmdum í apríl eða maí í vor.“ Auk Íslendinganna sautján starfa nokkrir Danir hjá Ístaki á Ja- maíka og um 250 innfæddir. Mikið at- vinnuleysi er á Jamaíka og ganga heimamenn fyrir með störf. Ákveðinn tími fór í að þjálfa þessa starfsmenn, enda eru þau vinnubrögð og verkfæri sem notuð eru við framkvæmdirnar mörgum þeirra framandi. Falmouth er miðja vegu á milli stærstu ferð- mannabæjanna á norðurströndinni, Montego Bay og Ocho Rios, og búa flestir Íslendinganna í útjaðri Mon- tego Bay. Fyrstu starfsmenn Ístaks komu til Jamaíka haustið 2009 en framkvæmdir hófust síðan í mars á þessu ári. „Það er sól og blíða hér í dag eins og flesta daga og ég viðurkenni að það er skrýtið að huga að jólaund- irbúningi við þessar aðstæður. Hér er í rauninni ekkert sem minnir á þau jól sem við erum vön, en það verða jól hjá okkur líka, það er ábyggilegt,“ segir Brynjar. Undirbúa jól í 30 stiga hita  Tæplega 30 manns á vegum Ístaks á Jamaíka Ljósmynd/Axel Viðar Hilmarsson Ístak Framkvæmdir við byggingarnar eru mislangt komnar, en þær fyrstu verða fljótlega teknar í notkun. Þarna verður fjöldi verslana og veitingastaða og önnur þjónusta sem tengist farþegum skemmtiferðaskipa. Sumar og sól Nokkrir yfirmanna Ístaks á Jamaíka léttklæddir í hitanum, frá vinstri Kasper Braa verkfræðingur, Ingimar Ragnarsson verkfræðingur, Árni Geir Sveinsson tæknifræðingur og Friðrik Friðriksson verkstjóri. Nemendur Háskóla Íslands þurfa nú að framvísa stúdentakorti í lestrarrýmum skólans til að halda lesplássi í rým- unum. Prófa- tíminn er nú í hámarki og þétt setinn bekkurinn við lesborðin af þeim sökum. „Lesrýmin eru núna yf- irfull og þetta er gert til að takmarka að- gang nemenda annarra skóla að þeim,“ segir Jens Fjalar Skaptason, for- maður Stúd- entaráðs. „Það hefur verið töluverð aðsókn menntaskólanema að okkar lesrýmum, sem margir hafa ekki les- aðstöðu í sínum eigin skólum.“ Í tölvupósti sem sendur var til stúdenta á föstudag kemur fram að frá og með þeim degi muni umsjón- armenn Háskólans ganga á milli les- rýma og óska eftir því að sjá stúd- entakort. Geti nemendur ekki framvísað korti HÍ verði þeir beðnir að víkja. Sýni náms- kort eða víki ella Mikil ásókn í lesrými Háskóla Íslands Lesið Prófum lýkur 17. desember. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Ragnar Victor Gunnarsson, yfir- læknir við Heilbrigðisstofnun Suð- urlands og stjórnarmeðlimur í Læknafélagi Íslands, ritar grein í nýjasta hefti Læknablaðsins, þar sem hann lýsir yfir miklum áhyggj- um af læknaskorti. Nefnir hann að ljóst sé að einhverjum fjölda lækna verði sagt upp á landsvísu og á ann- að hundrað lækna hafi þegar flust af landi brott í kjölfar efnahagshruns- ins. Þá skili ungir sérfræðingar sér ekki aftur til landsins að loknu námi erlendis og í áætlunum stjórnvalda sé ekki gert ráð fyrir að styrkja síminnkandi stétt heimilislækna með beinum hætti. Viðvarandi fækkun heimilislækna geti orðið grafalvarlegt mál og því sé þörf á að fjölga námslækn- um í heimilis- lækningum, en slíkt skili sér þó ekki nærri strax inn í þjónustuna. Ekki bjart framundan „Heimilislækn- um hefur farið fækkandi síðustu ár og fer hratt fækkandi. Þá er mjög hár meðaldur í þessari stétt og stefna nokkuð margir heimilislæknar að því að fara snemma á eftirlaun,“ segir Ragnar. „Svo hefur verið viðvarandi skortur á heimilislæknum á lands- byggðinni svo að nokkuð víða eru stöður mannaðar læknum sem eru menntaðir á öðrum sviðum en eru ekki sérfræðingar í heimilislækn- ingum. Þannig að það er ekki mjög bjart framundan, a.m.k. næstu tíu árin. Það er skortur í gangi fyrir og svo hefur t.d. verið þjarmað að sjálf- stætt starfandi heimilislæknum hér á höfuðborgarsvæðinu.“ Ragnar segir æskilegt að yfirvöld leiti sam- starfs við Félag íslenskra heimilis- lækna til að ráða bót á vandamálinu. „Ég hef áhyggjur af því að niður- skurðurinn muni með óbeinum hætti hafa slæm áhrif á heilsugæslu í landinu og vona að ráðamenn hugsi sinn gang og nú þegar samið verður um nýja kjarasamninga fari fram faglegar viðræður, en ekki verði ein- göngu rætt um prósentur og launa- flokka. Það myndi hjálpa læknum talsvert ef viðræðurnar færu fram á þeim nótum og hlustað yrði á raddir lækna.“ Fækkun heimilislækna grafalvarlegt vandamál  Þarf að hlusta á raddir lækna í komandi samningaviðræðum Ragnar Victor Gunnarsson. Á þriðja tímanum í fyrrinótt var til- kynnt til lögreglu að sést hefði til manns sem væri með byssu á skemmtistað í miðborginni. Þegar lögregla kom á vettvang var mað- urinn á bak og burt. Vitni gátu gefið góða lýsingu á manninum og um klukkustund síðar handtók lögregla hann inni á skemmtistað. Í ljós kom að hann var með hlað- inn riffil meðferðis sem og nokkurt magn skotfæra. Einnig fannst á manninum nokkurt magn fíkniefna sem ætla má að hann hafi ætlað að selja, segir í frétt frá lögreglunni. Að sögn lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu ógnaði maðurinn engum með vopninu. Búist var við að honum yrði sleppt að lokinni yf- irheyrslu í gærkvöldi. Með riffil og skotfæri á skemmtistað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.