Morgunblaðið - 06.12.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.12.2010, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta kom nú þannig til aðég á svo gríðarlega mikiðefni á spólum sem hefursafnast upp í gegnum ár- in og mér fannst leiðinlegt að allt þetta efni væri í hillum hjá mér og enginn fengi að njóta þess,“ segir Magnús Hlynur Hreiðarsson sem nýlega gaf út mynddisk með 85 brotum úr sunnlenskum sjón- varpsfréttum hans. „Þetta eru ekki nákvæmlega kópíeraðar fréttir frá mér sem hafa birst, ég nota ekki endilega sama bút úr viðtalinu og ég notaði í fréttinni þegar hún kom í sjón- varpinu,“ segir Magnús Hlynur og bætir við að það sé sannarlega markaður fyrir svona mynddisk Taminn krummi, vindverkir, tvíhöfða lamb og margt fleira Sjónvarpsfréttamaðurinn Magnús Hlynur Hreiðarsson gaf nýlega út mynddisk með 85 brotum úr sunnlenskum sjónvarpsfréttum. Magnús Hlynur segir að ástæðan fyrir því að á mynddiskinum eru aðallega svokallaðar furðufréttir, sé sú að hann sé mest fyrir slíkt efni sjálfur. Í vinnunni Magnús Hlynur tekur viðtal við forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson. Kossaflens Björn bóndi í Úthlíð kyssir söngkonuna Þuríði Sigurðardóttur í Tungnaréttum en á diskinum er rétt- arsöngurinn mynd- aður. Hláturinn lengir lífið og góðir brand- arar létta lund. Við megum ekki gleyma að hlæja svolítið þó að mik- ið sé að gera hjá okkur og ætti heimsókn inn á vefsíðuna Brand- arar.is að geta glatt einhverja. Þar er að finna brandara af öllum gerð- um og eru þeir flokkaðir niður eftir viðfangsefni t.d. Um stjórna- málamenn, um konur, um ungdóm- inn og svo framvegis. Þarna eru margir góðir brandara, meðal ann- ars þessi: Kristján var aðframkominn í eyði- mörkinni þegar álfkona birtist og veitti honum þrjár óskir. Fyrst ósk- aði hann sér þess að vera kominn heim, og – púff – hann var kominn heim! Svo óskaði hann sér Ferrari- sportbíls og samstundis stóð bíllinn fyrir framan húsið! Loks óskaði hann sér að hann yrði ómót- stæðilegur í augum kvenna,… og þá breyttist hann í … súkkulaði. Þennan brandara má líka lesa á síðunni: Ljóskan hringdi í kærastann í miklu uppnámi. Þú verður að koma strax, ég var að kaupa púsl og ég kem ekki einu einasta púsli á sinn stað!“ „Nú“ svaraði kærastinn, „Hvaða mynd er á púslinu?“ „Þetta er bara mynd af venjulegum hana,“ svaraði ljóskan. Þegar kærastinn mætti á svæðið sagði hann: „Eigum við ekki bara að fá okkur smákaffi og svo getum við sett kornfleksið aftur í pakkann?“ Vefsíðan www.brandarar.is Reuters Hlátur og gleði Góður brandari getur fengið marga til að skella uppúr. Hláturinn lengir lífið Það er fátt skemmtilegra en að fá litla aðstoðarmenn í eldhúsið, hvort sem þeir gera meira gagn eða ógagn. Börnum finnst mjög gaman að fá að taka þátt í eldamennskunni og því er um að gera að gera eitthvað barn- vænt með þeim. Nýlega kom út bókin Þú getur eldað! sem er uppskriftabók fyrir börn og byrjendur. Í bókinni eru einfaldar uppskriftir að allskonar réttum og er öllum aðferðum lýst á skýran og einfaldan hátt í myndum og máli. Höfundur bókarinnar er Annabel Karmel sem hefur skrifað mikið um næringu og mataræði barna. Nanna Rögnvaldsdóttir þýddi bókina. Endilega … … eldið með börnunum Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Jólauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn 6. desember, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg KarlKvaran Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd í dag mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Boðið verður upp á léttar veitingar: Jólablanda frá Vífilfelli · Konfekt frá Góu-Lindu Morgunblaðið/Árni Sæberg Bræðralag Guinness bræður hittast á hverjum föstudegi og fá sér einn úr krana. Fyrsti sopinn Þeir sömu og fengu fyrsta Guinnesinn fyrir fimmtán árum fengu hann aftur núna, í sömu röð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.