Morgunblaðið - 06.12.2010, Page 12

Morgunblaðið - 06.12.2010, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Í skýrslu umbótanefndar Samfylkingarinnar, sem kynnt var á flokksstjórnarfundi flokksins á laug- ardag, eru engir einstaklingar nefndir á nafn. Ás- geir Beinteinsson, einn höfunda skýrslunnar, segir í samtali við Morgunblaðið að sú leið hafi verið ákveðin snemma í ferlinu. „Við lítum svo á að flokk- urinn beri ábyrgð á því sem gert er og ekki gert og beri ábyrgð á einstaklingum innan hans. Verkefni okkar var að benda á galla í kerfinu, sem einstak- lingar starfa innan. Það er svo á ábyrgð stofnana innan flokksins að draga menn til ábyrgðar ef ástæða er talin til. Það gat ekki orðið verkefni okkar sem unnum skýrsluna,“ segir Ásgeir. Í skýrslunni eru tiltekin nokkur atriði, sem nefndarmönnum þykir rétt að Samfylkingin taki til skoðunar, en engin sérstök dæmi eru nefnd um mis- tök eða afglöp hjá flokknum eða einstökum flokks- mönnum, ef frá er skilið stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Hvað varðar ábyrgð einstakra stjórnmálamanna segir Ásgeir að fólk velti henni eðlilega fyrir sér. Nefndin beindi hinsvegar athygli sinni að flokknum sem heild og sameiginlegri ábyrgð hans. Þess vegna varða tillögur hennar starfshætti og reglur flokksins en ekki einstaka flokksmenn. Þegar Alþingi greiddi atkvæði um hvort draga ætti Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdóm greiddu níu þingmenn Samfylking- ar atkvæði með ákæru á Geir. Fjórir þeirra greiddu svo atkvæði gegn ákærum á hendur Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur. Styrkjum fylgja hagsmunatengsl Í skýrslunni er fjallað um fjárstyrki til stjórn- málamanna frá fyrirtækjum og segir Ásgeir að nefndin hafi verið sammála um að slíkum styrkjum fylgi óhjákvæmilega hagsmunatengsl, sem geti orð- ið óeðlileg. Hvað varðar einstaka styrki frá fyrir- tækjum eins og Baugi Group segir hann að ekki hafi verið fjallað um einstök tilvik í þessu efni, frekar en hvað varðar ábyrgð einstaklinga, af sömu ástæðu. Verkefni nefndarinnar hafi verið að skoða kerfið innan flokksins og utan, en ekki einstök tilvik. Það sé flokksforystunnar að taka á einstökum tilvikum ef þau koma upp. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem styrkir til fram- bjóðenda í prófkjörum Samfylkingarinnar eru gagnrýndir, en fyrr í haust flutti Mörður Árnason ræðu, þar sem hann sagði að koma þyrfti fram hvaðan „tugmilljónir“ komu, sem Össur Skarphéð- insson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vörðu í leið- togabaráttunni árið 2005. Í skýrslunni segir að Samfylkingin hafi gert al- varleg mistök með því að leyfa málum að þróast í það horf að kostnaðarsöm kosningabarátta sé for- senda þess að ná sæti ofarlega á framboðslista, seg- ir í skýrslu umbótanefndar flokksins. Setja þurfi þröngar reglur sem koma í veg fyrir að flokkurinn vinni gegn sjálfum sér. Í skýrslunni segir að styrkir fyrirtækja til flokksins, eða einstaklinga innan hans, dragi úr trúverðugleika flokksins vegna þeirra hagsmunatengsla „sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur slíkra styrkja“. „Af tillögunum tel ég líklega mikilvægast að fara fyrst í að styrkja tengsl milli flokksforystunnar og grasrótarinnar. Eins og við bendum á í skýrslunni er sú gagnrýni áberandi meðal almennra flokks- manna að forystan sé ekki í tengslum við þá. Starf aðildarfélaga hafi lítil áhrif á stefnumörkun og for- ystan fylgi samþykktum stofnana flokksins ekki eftir. Þetta þarf að laga og ef það á að gerast þurfa bæði almennir flokksmenn og forystufólk að taka höndum saman um það.“ Ekki náðist í neitt af forystufólki Samfylking- arinnar við vinnslu þessarar fréttar. Ekki tekið á einstaklingum  Umbótanefnd Samfylkingar leggur til að settar verði harðari reglur um fjár- styrki  Ýmislegt sagt aðfinnsluvert í flokknum en engir einstaklingar nefndir Morgunblaðið/Eggert Mistök Samfylkingin bað íslensku þjóðina afsökunar á mistökum í aðdraganda hrunsins, m.a. á því að hafa ekki tekið nægilegt mark á viðvörunarorðum um veika stöðu bankakerfisins. Afsökunarbeiðni » Á fundinum á laugardag var samþykkt ályktun þar sem íslenska þjóðin er beðin af- sökunar á mistökum flokksins í aðdraganda hrunsins. » Meðal þess sem flokkurinn telur hafa misfarist er að hafa ekki tekið nægilegt mark á viðvörunarorðum um veika stöðu bankakerfisins. Karl Blöndal kbl@mbl.is Tilgangurinn með yfirlýsingum utan- ríkisráðuneytisins Íslands sumarið 2007 um að rannsaka hvort flugvélar með föngum bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, hefðu millilent á Ís- landi var fyrst og fremst að slá á gagnrýni á íslensk stjórnvöld og þá sérstaklega að afvopna Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs. Þetta kemur samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins fram í einu af leyniskjölum bandaríska sendiráðs- ins, sem lekið var til uppljóstrunar- vefsins WikiLeaks. „Æfing í gagnsæi“ Í skjalinu er vitnað til samtals við tvo starfsmenn utanríkisráðuneytis- ins. Segir að þeir hafi reynt að draga úr mikilvægi rannsóknarinnar og lýstu þeir henni sem „„æfingu í gagnsæi“ og tilraun til að taka málið frá stjórnarandstöðunni“. Annar íslensku embættismann- anna sagði að yfirlýsingin „hefði að mestu verið til innanlandsneyslu og tilraun til að „vængstífa“ Sigfusson, formann VG, áður en hann gæti bak- að ráðherranum frekari vandræði“. Í skjali bandaríska sendiráðsins, sem er merkt „trúnaður“ og dagsett 13. júlí 2007 er einnig rakið samtal sendiráðsstarfsmanns við þriðja emb- ættismann utanríkisráðuneytisins, sem vildi beina athygli Bandaríkja- manna sérstaklega að orðalagi í fréttatilkynningu um væntanlega rannsókn. Þar væri talað um „skoð- un“ en ekki „rannsókn“ og það undir- strikaði að utanríkisráðuneytið hefði hvorki áætlanir um né vald til að láta fram fara formlega rannsókn í laga- legum skilningi. Því var á sínum tíma haldið fram að Atlantshafsbandalagið hefði í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 heimilað fangaflug og starfsemi leynifangelsa, en banda- lagið neitaði að svo væri. Sumarið 2007 skilaði sérstakur skýrslugjafi Evrópuráðsins, Dick Marty, annarri skýrslu sinni um leynifangelsi og ólöglegt fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um lofthelgi Evrópuráðsríkja. Þar komu fram fullyrðingar um leynisam- komulag NATO. Flugvélar með flugnúmer, sem grunur lék á að hefðu verið notaðar til fangaflugs, lentu á Íslandi. Í lok júní var tilkynnt að með hliðsjón af skýrslu Martys ætti að fara fram „nánari skoðun“ á lendingum ákveð- inna flugvéla í Reykjavík og Keflavík. Haustið 2007 sagði Ingibjörg Sólrún að síðast hefði verið vitað til þess að slík vél hefði lent í Reykjavík þá í júlí. Engin niðurstaða Við sama tækifæri sagði Ingibjörg Sólrún: „Það er staðfastur vilji okkar að standa við skuldbindingar á sviði mannréttinda. Það er mjög alvarlegt ef flutningur hefur verið á föngum til pyntinga um íslensk lofthelgi því það samræmist ekki alþjóðalögum og skuldbindingum Íslands. Pyntingar eru mjög alvarlegur glæpur og eru skilyrðislaust bannaðar samkvæmt alþjóðalögum.“ Niðurstaða starfshópsins var sú að þessar vélar hefðu farið um íslenska lofthelgi og lent á Íslandi, en engin leið væri að sannreyna hvort um ólög- lega fangaflutninga hefði verið að ræða í þessum tilfellum. Vildu „vængstýfa“ Steingrím  Fullvissuðu Bandaríkjamenn um að yfirlýsing um athugun á fangaflugi væri fyrir innanlandsneyslu og ætlað að taka málið frá stjórnarandstöðunni  Talað um „skoðun“ en ekki „rannsókn“ á málinu Í Reykjavík Flugvél sem nefnd var í tengslum við fangaflugið. „Við höfum ekkert annað í höndunum, sem bendir til að Kínverjar hafi sýnt okkur áhuga en þessi WikiLeaks skjöl, en þau eru okkur nægileg ástæða til að fara þess á leit við viðeigandi yfirvöld að þau kanni hvort ástæða er til að rannska þetta betur,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Að því sögðu erum við alls ekki að saka kínversk yfirvöld um að njósna um okkur.“ Í hættumati Bandaríkjamanna frá því í desember fyrir ári er sérstaklega minnst á þrjár þjóðir, Kínverja, Rússa og Frakka. Í skýrslu vinnuhóps sendiráðsins um gagn- njósnir Kínverjar og Rússar einkunnina „alvarleg ógn“ (á ensku CRITICAL threat) og Frakkar „mikil ógn“ (á ensku HIGH threat). Ekki er útskýrt í hverju hættan af Frökkum sé fólgin. Í skýrslunni segir samkvæmt heimildum Morgunblaðsins að grunur leiki á að Kínverjar stundi iðnnjósnir á Íslandi og noti til þess bæði njósnara og tæknibúnað. Í öðru skjali frá því í febrúar 2009 segir að talið sé að Kínverjar stundi „iðnnjósnir á sviði erfðagreiningar og læknisrannsókna á Íslandi“. Skoðað verði hvort Kínverjar stundi njósnir á Íslandi BANDARÍKJAMENN MÁTU MESTA HÆTTU AF KÍNVERJUM OG RÚSSUM, NÆSTMESTA AF FRÖKKUM Kári Stefánsson Útlit er fyrir að einhverjar teg- undir af jólabjór muni fljótlega seljast upp, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurð- ardóttur, aðstoð- arforstjóra ÁTVR. Hún hafði ekki nákvæmar tölur á hraðbergi þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gær, en sagði að sumar teg- undir væru við það að klárast. „Við pöntum inn eins mikið af jólabjór og við getum, en fram- leiðslan er ekki í öllum tilvikum nægilega mikil,“ segir hún. Í fyrra seldist jólabjór fyrr en reiknað var með. Fyrstu þrjá daga desember- mánaðar í ár var sala á jólabjór um 130 prósentum meiri en á sama tímabili í fyrra. Þá seldust 32.776 flöskur og dósir af jólabjór, en á fyrstu þremur dögum desember í ár seldust 74.853 flöskur og dósir af jólabjór. bjarni@mbl.is Hætta á að bjórinn seljist upp  Mikil söluaukning á jólabjór hjá ÁTVR „Dreifing á fiski er í lamasessi, einkum á sjófrystum flökum sem eiga að fara t.d. á Fish’n Chips- staðina, en þetta er misjafnt eftir svæðum,“ segir Gústaf Baldvins- son, framkvæmdastjóri IceFresh Seafood í England. „Það festist fiskur frá okkur á Gatwick en við höfum annars slopp- ið tiltölulega vel. Þetta kemur þó mest niður á eftirspurninni. Á þess- um árstíma er venjulega góð sala á Fish’n Chips-stöðunum, þegar fólk er að gera jólainnkaupin, en nú kemst fólk lítið um og er fast heima hjá sér svo salan á fiskinum er ekki eins góð og vant er í desember.“ Veður truflar sölu á fiski Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.