Morgunblaðið - 06.12.2010, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.12.2010, Qupperneq 14
Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Langmesti hlutinn, eða a.m.k. helmingurinn af fraktstarfsemi flugfélagsins er til Grænlands sem er mjög ört vaxandi markaður,“ segir Vigfús Vigfússon, deildarstjóri fraktdeildar Flugfélags Íslands. Auk Grænlandsflugsins sinnir fé- lagið flugfrakt til Færeyja í sam- starfi við Atlantic Airways og að sjálfsögðu sendingum á áfangastaði innanlands. „Flóran af því sem við flytjum er allt frá brauðum, sam- lokum og dagblöðum, yfir í blóm, grænmeti og varahluti. Í raun er þetta allt milli himins og jarðar.“ Stóla á flugið Blaðamaður spyr Vigfús hvort Grænlendingarnir fái ekki allt sitt frá Danmörku. „Auðvitað fá þeir mikið af sínum vörum eftir flutn- ingaleiðum þaðan, en stóran hluta verður að flytja flugleiðis. Við flytj- um vörur á áfangastaði eins og Ang- massalik, Kulusuk og Scoresbysund þar sem siglingaleiðir byrja oft að lokast strax í nóvember, og haldast lokaðar fram í júní,“ segir hann en að auki er flogið til Nuuk, Iluliisat og Narsarsuaq. Grænlenski markaðurinn verður æ mikilvægari í öllum rekstri flug- félagsins og til viðbótar við tölu- verða eftirspurn eftir fraktsending- um er t.d. nú svo komið að Flugfélag Íslands flýgur á fleiri áfangastaði á Grænlandi en á Ís- landi, þó flugtíðnin sé vitaskuld mun meiri innanlands. „Af þessum fimm áfangastöðum okkar á Grænlandi eru fjórir í heilsársflugi,“ bætir Vig- fús við. Vaxandi fraktflutningar til frænda okkar í vestri endurspegla m.a. það aukna fjör sem virðist vera að færast í grænlenskt atvinnulíf og býst Vigfús við að verkefni á sviðum námavinnslu og olíuleitar muni kalla á enn frekari flutninga á frakt og farþegum. Héldu litla kaupstefnu Til að undirbúa jarðveginn efndi flugfélagið, í samstarfi við Íslands- stofu, til kaupstefnu sem haldin var í Nuuk fyrir skömmu. „Það er alveg ljóst að tækifærin eru til staðar. Samtals fóru 21 fyrirtæki og 40 manns með okkur út til að kynna sína vöru og þjónustu. Þetta voru arkitektar og verkfræðistofur, tölvufyrirtæki, vélatæknifyrirtæki, seljendur sjávarútvegsvöru og mat- vælaframleiðendur,“ segir Vigfús og bætir við að íslensk framleiðslufyrirtæki njóti sannar- lega þegar góðs af fraktflutningun- um til Grænlands enda mikið af ís- lenskri vöru í sendingunum. „En það er eiginlega sláandi hvað við erum enn ókunnug þessum ná- grönnum okkar og úr því verður að bæta. Þankagangurinn hjá þeim er svolítið sérstakur og ólíkur okkar, en það er gaman að kynnast Græn- lendingum og þeir eru góðir heim að sækja.“ Morgunblaðið/Golli Björg í bú „Við flytjum vörur á áfangastaði eins og Angmassalik, Kulusuk og Scoresbysund þar sem siglingaleiðir byrja oft að lokast strax í nóvember,“ segir Vigfús um þörf Grænlandsmarkaðar fyrir vörusendingar frá Íslandi. Grænland orðið stór partur af veltunni  Helmingur flugfraktar hjá Flugfélagi Íslands er til Græn- lands  Flogið á fleiri áfangastaði á Grænlandi en á Íslandi Vaxandi umsvif á Grænlandi koma sér ekki síst vel fyrir Flugfélagið í ljósi áhrifa kreppunnar. Vigús nefnir t.d. að öll þjónusta við Grænland sé verð- lögð í dönskum krónum svo sveiflur á verði til neytenda hafa ekki verið þær sömu og innanlands þar sem gengið hefur veikst og rekstrarkostn- aður snarhækkað um leið. „Innanlandsmarkaðurinn hefur verið í miklum doða, a.m.k. hvað snýr að fragtflugi. Framkvæmdir eins og á Kára- hnjúkum og í Reyðarfirði kölluðu á mikla flutninga bæði á fólki og vörum en nú er ekkert að gerast,“ segir hann. Farþegaflugið innanlands segir Vigfús að standi ágætlega, þó vissu- lega hafi þurft að straumlínulaga reksturinn. Flug segir hann að sé í dag mjög góður kostur. „Í einu dagblaðinu var það reiknað út um daginn að ódýrara er fyrir einstakling að fljúga en aka innanlands. Flugið er nefni- lega alls ekki svo óhagstætt.“ Doði á innanlandsmarkaði UPPGANGUR Á GRÆNLANDI Liðin tíð Stórframkvæmdir kölluðu á tíðari og meiri flutninga á fólki og vörum. Flugfélag Íslands segir Vigfús vera að styrkja sig í sessi á hraðflutn- ingamarkaði. Hann segir að innan- lands standi félagið þegar vel að vígi og bjóði jafnvel í sumum tilvikum betra verð en landflutningafyr- irtækin. „Það er útbreiddur misskiln- ingur að flugfraktin sé dýr. Svo er alls ekki og verðið kemur oftast skemmtilega á óvart,“ segir hann en á öllum áfangastöðum hefur félagið samstarfsaðila sem geta tryggt að varan sé sótt til viðskiptavinarins og afhent upp að dyrum hjá viðtakanda. Á þessu ári hefur flugfélagið verið að styrkja sig enn betur í sessi á hraðflutningamarkaði með sam- starfi við Jetpak. „Um er að ræða fyrirtæki sem er skandinavískt að uppruna og leggur áherslu á Norð- urlandamarkaðinn og veitir svokall- aða „door-to-door“-þjónustu,“ segir hann. „Einn stærsti kosturinn við samstarfið er að Jetpak hefur byggt upp mjög aðgengilegt og skilvirkt bókunarkerfi sem virkar ekki ósvip- að og netsölukerfi flugleitarvélanna sem Íslendingar þekkja. Við- skiptavinurinn leitar að hagkvæm- ustu flutningaleiðinni og bókar sendinguna rétt eins og hann væri að kaupa sér flugmiða. Hver pakki er ein sending og ekki um það að ræða að flutningsaðilinn sé að safna í safnsendingar sem svo þarf að senda á stað B, stað C og eftir öðr- um krókaleiðum á áfangastað. Hver sending er rekjanleg og hagræðið mikið fyrir bæði seljanda og kaup- anda.“ Orðin hluti af alþjóðlegu hraðsendinganeti Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið höfuborgasvæðisins Eftir að kertalogi hefur verið slökktur getur ennþá leynst glóð í kveiknum.Góð regla er aðvæta kerta- kveikinn með vatni þegar slökkt er á kerti til að ekki leynist glóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.