Morgunblaðið - 06.12.2010, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þrátt fyrir staðfestan grun um að
írönsk stjórnvöld hafi stutt hryðju-
verkamenn til árása í grannríkinu
Írak frá innrás bandamanna í mars
2003 lítur stjórnin í Bagdad svo á að
Sádi-Arabía sé stærsta hindrunin í
veginum fyrir uppbyggingu Íraks.
Þetta kemur fram í skeyti Christ-
opher Hill, sendiherra Bandaríkjanna
í Bagdad, til Bandaríkjastjórnar í
september í fyrra en það hefur nú ver-
ið birt á vef WikiLeaks.
Vilja veg sjíta sem minnstan
Hill bendir á að Sádi-Arabar, sem
langflestir eru súnnítar, óttist að sú
staðreynd að meirihluti Íraka séu sjít-
ar – þ.e. af hinni megingrein ísl-
amstrúar – muni „óhjákvæmilega
auka svæðisbundin áhrif Írana“.
Hann vísar svo til þess mats íraskra
tengiliða að markmið Sádi-Arabíu, og
flestra arabaríkja þar sem súnnítar
eru í meirihluta, sé að „þynna út yf-
irráð sjíta og stuðla að myndun veikr-
ar og sundraðrar ríkisstjórnar í Írak“.
Fjallað er um málið á vef Guardian
með þeim orðum að skeytið gangi
þvert á þá viðteknu skoðun að Íranar
séu stærsta hindrunin í veg uppbygg-
ingar Íraks. Þá renni það stoðum
undir fullyrðingar um að Sádi-Arabía
sé hinn „sanni óvinur“ vesturlanda í
hryðjuverkastríðinu svonefnda.
Þá kemur fram í skeytum Wiki-
Leaks að hátt settur fulltrúi í tyrk-
neska utanríkisráðuneytinu hafi full-
yrt að sádi-arabísk stjórnvöld hafi
ausið fé í stjórnmálaflokka í Írak til að
vinna gegn auknum áhrifum sjíta. Á
sama tíma reyni Íranar að gera Írak
að óstöðugu ríki sem sé háð þeim,
þvert á hagsmuni Bandaríkjanna.
Fjármagna hryðjuverkamenn
Sádi-Arabía kemur einnig við sögu
í umfjöllun New York Times um til-
raunir Bandaríkjastjórnar til að
skrúfa fyrir fjárflæði til vígahópa og
hryðjuverkasamtaka. Vísar blaðið til
skeytis sem Hillary Clinton, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi í
desember í fyrra þar sem hún full-
yrðir að fjárhagslegir bakhjarlar í
Sádi-Arabíu séu mikilvægasta upp-
spretta fjármagns fyrir hryðjuverka-
samtök úr röðum súnníta. Þar af sé
milljónum dala safnað árlega í
tengslum við Hajj og Ramadan, tvær
af helstu trúarhátíðum múslíma.
Sádi-Arabar kunna lítt að meta
uppljóstranir WikiLeaks og segir
Turki bin Faisal, prins og fv. yfirmað-
ur leyniþjónustunnar í Sádi-Arabíu, í
samtali við þýska vikuritið
Der Spiegel, sem birt er í
heild sinni í dag, að lek-
inn hafi skaðað sam-
skiptin við Bandarík-
in.
Vegna lekans muni
Sádi-Arabar héðan í
frá veigra sér við að tala
frjálslega þegar fulltrú-
ar Bandaríkjastjórnar
eru annars vegar. Traust-
ið hafi beðið hnekki.
Sádi-Arabía stærsta hindrunin
Írösk stjórnvöld telja olíuveldið meiri
ógn en Íransstjórn við endurreisn Íraks
Reuters
Höfuðborg Konungsturninn í Riyadh í Sádi-Arabíu gnæfir yfir umhverfið.
Katíu Zatulíveter, 25 ára gamalli
aðstoðarkonu breska þingmannsins
Mike Hancock, þingmanns Frjáls-
lyndra demókrata, verður vísað úr
Bretlandi vegna gruns um að hún
hafi miðlað upplýsingum til rúss-
nesku leyniþjónustunnar.
Málið er litið alvarlegum augum í
breska stjórnkerfinu, enda á Han-
cock sæti í varnarmálanefnd
breska þingsins og hefur því að-
gang að mikilvægum upplýsingum.
Mikið hefur verið fjallað um mál-
ið í breskum fjölmiðlum og kom
fram á vef Daily Telegraph að Han-
cock hefði nýverið lagt fram fyr-
irspurn um kjarnorkumál og fram-
tíðarsýn breskra stjórnvalda á
notkun kjarnavopna, þar sem fram-
tíð Trident-kafbáta kom við sögu.
Gagnrýndi NATO
Þá er horft til þess að Zatulíveter
hafi einnig starfað fyrir hugveitu
sem sérhæfir sig í varnarmálum og
skrifað gagnrýnar greinar um
framgöngu Atlantshafsbandalags-
ins, NATO. Um leið hafi hún varið
stefnu Rússa í varnarmálum, svo
sem í átökunum í Georgíu 2008.
Hancock vísar því á bug að Zatu-
líveter sé njósnari sem sigli undir
fölsku flaggi og segir málið í hönd-
um lögfræðinga sem muni freista
þess að fá úrskurðinum hnekkt.
Málið er honum afar erfitt en
Zatulíveter var í starfsþjálfun hjá
honum áður en hún varð aðstoðar-
maður hans fyrir tveimur árum.
Grunuð um
njósnir
fyrir Rússa
Hægri hönd þing-
manns vísað úr landi
Mike Hancock Katía Zatulíveter
Hún rauf vetrarkyrrðina þessi gamla lest þar
sem hún fór á milli bæjanna Pickering og Gros-
mon á Norður-Englandi um helgina.
Pickering skipar merkan sess í lestarsögu
Bretlands en á milli bæjarins og nágrannabæj-
arins Whitby voru lagðir lestarteinar, í því skyni
að styrkja atvinnulíf á svæðinu. Kom sjálfur
George Stephenson, einn af frumkvöðlum gufu-
aflsins, að framkvæmdinni.
Áhugamenn um lestarsamgöngur í Bretlandi
hafa haldið þessa arfleið í heiðri með fjárhags-
legum stuðningi og sjálfboðavinnu.
Ferðamenn sækja í lestarferðirnar og fá þann-
ig tilfinningu fyrir því hvernig gufuaflið breytti
19. öldinni og tengdi saman bæi og borgir.
Reuters
Gufubólstrar í breskri sveit
Yfirmaður írönsku kjarnorku-
áætlunarinnar, Ali Akbar Sa-
lehi, skýrði frá því í gær að Ír-
anar hefðu í fyrsta sinn unnið
úranduft úr úrani sem fengið
var innan landamæranna.
Reynist það rétt hafa Íranar
náð mikilvægum áfanga í gerð
kjarnorkueldsneytis úr inn-
lendu úrani sem aftur kann að
nýtast við gerð kjarnavopna.
Tímasetningin er engin til-
viljun því að í dag hefjast viðræður í Genf á milli
Írana og fimm fastaríkja öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna, auk Þýskalands, um sáttaleið vegna
kjarnorkuáætlunar Íransstjórnar.
Salehi var kokhraustur og sagði áfangann þýða
að Íranar hefðu sterkari samningsstöðu en áður,
enda hefðu vesturveldin reynt að koma í veg fyrir
innflutning á úrandufti til landsins.
Leggjast gegn hugmyndum
um úranbanka
Í aðdraganda viðræðnanna í Genf lögðu
fulltrúar Bandaríkjastjórnar fram þá hugmynd
að komið yrði á fót einskonar banka fyrir auðgað
úran sem þjóðir heims gætu nýtt til orkuvinnslu
úr kjarnorku, án þess þó að ráða yfir nauðsyn-
legri tækni til að augða úran, að því er fram kom
á vef Los Angeles Times. Var þar haft eftir
írönskum kjarneðlisfræðingi, sem óskaði nafn-
leyndar, að Íransstjórn leitaði að fleiri úrannám-
um innan landamæranna. Úranhringnum væri nú
lokað.
Íransstjórn færist skrefi nær
því að geta smíðað kjarnavopn
Geta sótt úranduft í úran úr innlendum námum Viðræður að hefjast í Genf
Mahmoud
Ahmadinejad
Eldfimt
» Fram kemur á vef öryggisráðs SÞ að Yu-
kiya Amano, formaður Alþjóðakjarnorku-
stofnunarinnar (IAEA), hafi ítrekað nú fyrir
helgi að Írönum hefði ekki tekist að færa
sönnur á að kjarnorkuáætlun þeirra þjónaði
friðsamlegum tilgangi.
» Þá hefðu Íranar ekki sýnt samstarfsvilja
vegna eftirlits með áætluninni.
» Kjarnorkuáætlunin hafi verið áhyggjuefni
frá árinu 2003 þegar í ljós kom að unnið hafi
verið að henni með leynd í tvo áratugi.
Kína er orðið annað mesta efna-
hagsveldi heims, á undan Japan
og Þýskalandi, og er því eðlilega
horft til þess hver er líklegur til
að taka við af Hu Jintao forseta.
Sá sem líklegastur þykir til að
fara fyrir þessu fjölmennasta ríki
jarðar heitir Xi Jinping og er – ef
marka má upplýsingar á vef Wiki-
Leaks – langt frá því að vera mað-
ur mikilla persónutöfra.
Þannig kemur fram á vef Der
Spiegel að Xi sé maður aga og
formfestu. Flest bendi til að hann
sé lítt gefinn fyrir sopann og ást-
arævintýri framhjá hjónabandi,
líkt og margir hátt settir fulltrúar
kommúnistaflokksins.
Þá finnist konum hann leiðin-
legur og óspennandi.
Der Spiegel segir fátt benda
til að Xi verði umbótamaður
eins og Mikhaíl Gorbatsjov. Xi
sé ekki mikill lýðræðissinni
og líti svo á að völdin séu best
komin í höndum fámennrar
elítu í kínverska kommún-
istaflokknum.
Þykir lítill
kvennaljómi
NÆSTI FORSETI KÍNA?
Xi Jinping
Hillary
Clinton
Abdullah
konungur