Morgunblaðið - 06.12.2010, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010
Jól Jóladagskrá Þjóðminjasafnsins hófst í gær og héldu Grýla, Leppalúði og jólakötturinn börnunum við efnið, en jólasveinarnir koma daglega í safnið frá og með 12. desember.
Eggert
Maður að nafni
Matthew Elderfield yf-
irgaf þægilegt starfi og
hlýjuna á Bermúda til
að taka að sér írska
fjármálaeftirlitið síð-
astliðið haust. Síðan þá
hefur hann séð eitt og
annað.
Gífurlegur efna-
hagsvandi Írlands og
annarra Evrópuríkja
hefur ekki farið fram
hjá neinum þótt umfjöllun um málið
hafi ekki verið jafnmikil á Íslandi og
tilefni er til. Í viðtali við Wall Street
Journal lýsir Elderfield því hvernig
vandi Írlands kemur honum fyrir
sjónir. Hann bendir á að hið litla
land Írland hafi breyst ótrúlega
hratt og óvænt í fjármálamiðstöð
þar sem bankarnir uxu með ógn-
arhraða en að það hafi svo reynst
blekking. Hann telur að á Írlandi
kunni slæmir stjórnarhættir fyr-
irtækja að hafa ágerst vegna þess
hversu viðskiptaheimurinn var lítill
og samanþjappaður.
Frelsið
Írland nýtti sér rækilega það
frelsi sem Evrópureglur veittu í
fjármálum og alþjóðlegum banka-
rekstri rétt eins og fleiri. Þegar
írska fasteignabólan sprakk lentu
írsku bankarnir í verulegum vand-
ræðum en þá námu skuldbindingar
þeirra margfaldri landsframleiðslu.
Hafði þó enginn þeirra verið einka-
væddur, ekki frekar en Glitnir,
Kaupþing eða Straumur. Ekki að-
eins hafði erlent fjármagn streymt
til landsins heldur lögðu írsku bank-
arnir líka í útrás. Allt hvíldi þetta nú
á írska ríkinu að und-
anskildum einum af
stærstu bönkum lands-
ins, National Irish
Bank, en sá hafði sjálf-
ur verið gleyptur af
áköfum erlendum út-
rásarbanka árið 2004
og breytt í útibú. Kröf-
ur á hann hvíldu því á
þeim sem höfðu yf-
irtekið bankann. Það
voru Íslandsvinirnir í
Danske Bank (þessir
sem sáu allt fyrir).
Forstjóri Danske Bank
sagði nýverið að ef danska ríkið
hefði ekki dælt peningum inn í
danska banka og aðrar þarlendar
fjármálastofnanir, haustið 2008,
hefðu þær hrunið. Líka Danske
Bank.
Hvað er smáríki?
Írar hugleiða nú hvers vegna
hlutirnir hafi farið svona illilega úr-
skeiðis. Þeir velta því fyrir sér hvort
það sé vegna þess að þjóðin sé svo
lítil (ekki nema rúmlega 6 milljónir)
og kunningjasamfélagið hafi leitt af
sér samtryggingu og kross-
eignatengsl o.s.frv. Svo er það póli-
tíkin, jú og gjaldmiðillinn, evran.
Aðrir benda þó á að vandamálin
séu í eðli sínu þau sömu og í stærsta
efnahagsveldi heims, Bandaríkj-
unum. Stóru bankarnir þar í landi
voru til dæmis talsvert meira skuld-
settir (lántaka m.v. eignir) en ís-
lensku og írsku bankarnir. Kross-
eignatengslin voru slík í
Bandaríkjunum að þegar einum
stórum banka var leyft að fara í þrot
þurfti stjarnfræðilega há neyðarlán
frá ríkinu til þess að koma í veg fyr-
ir að hann tæki alla hina með sér í
fallinu. Tiltölulega lítill hópur fólks
við nokkrar stuttar götur syðst á
Manhattan-eyju myndar samfélag
klíkuskapar og samtryggingar sem
hefur áhrif á efnahagsstöðu stór-
veldis.
Staða Írlands
Írar hafa þegar dælt gríðarháum
upphæðum í að halda bönkunum
sínum á floti, atvinnuleysi var þegar
komið í 14% (hið mesta í 16 ár) áður
en nýjasta krísan hófst, eignaverð
hefur hrunið og laun hafa lækkað
mikið.
Nú hafa Írar látið undan þrýst-
ingi um að taka risalán á háum vöxt-
um frá ESB og AGS til að bjarga
bönkunum aftur (stundum kallað
efnahagsaðstoð í íslenskum fjöl-
miðlum). Upphæðin nemur 85 millj-
örðum evra (13.500 ma.kr.) á 5,8%
vöxtum og getur farið í 120 millj-
arða. Reyndar kom á daginn þegar
gengið var frá samningum að Írar fá
ekki nema 67 milljarða hjá ESB og
AGS en eiga að taka 17 milljarða úr
eigin lífeyrissjóðum. Á sama tíma
eru þeir að hefja mikið og erfitt
þjóðarátak til að reyna að bjarga
fjárhag ríkisins. Átakið á að standa
til 2014 og verður reynt að ná inn 5
milljörðum evra með skattahækk-
unum og 10 milljörðum með gríðar
umfangsmiklum niðurskurði sem
felst m.a. í því að 25.000 opinberir
starfsmenn missa vinnuna. Almenn-
ingur mótmælir í örvæntingu og
margir hyggjast flytja til Ástralíu
og annarra landa í atvinnuleit.
15 milljarðar með blóðugum nið-
urskurði og skattahækkunum á 4
árum á sama tíma og menn taka 85
milljarða að láni á 5,8% ársvöxtum.
Það sér það hver maður að þetta
gengur ekki upp.
Ísland
Íslensk stjórnvöld, í hruninu og
aðdraganda þess, hafa sætt mikilli
gagnrýni og að mörgu leyti rétti-
lega. Hins vegar ber að lofa það sem
vel var gert við erfiðar aðstæður og
það var reyndar ekki lítið. Hér var
hætt við að nota peninga almenn-
ings til að viðhalda bönkunum þegar
menn gerðu sér grein fyrir umfangi
vandans. Stærsti bankinn, Kaup-
þing, fékk neyðarlán gegn því að
leggja fram traust veð en lífsvon
hans hvarf með aðgerðum breskra
stjórnvalda (þótt bankar sem sömu
stjórnvöld björguðu á sama tíma
hafi svo reynst enn veikari).
Með neyðarlögunum sem þáver-
andi ríkisstjórn og Framsókn af-
greiddu með hraði var gripið til rót-
tækra aðgerða til að verja íslenska
ríkið í neyð. Þær aðgerðir kölluðu á
heiftúðug viðbrögð kröfuhafa, en
hvernig hefði farið án þeirra? Það
má líka spyrja hvernig hefði farið ef
Íslendingar hefðu verið látnir taka
mörg hundruð, jafnvel þúsundir,
milljarða króna að láni til að dæla
inn í bankana eins og Írar nú? Loks
má spyrja hvernig núverandi stjórn-
völd, þau sem byggja tilveru sína á
gagnrýni á fyrri valdhafa, hefðu
brugðist við, við þessar aðstæður?
Hefðu stjórnvöld sem bugta sig
stöðugt og beygja fyrir kröfuhöfum
og alþjóðastofnunum þorað að setja
neyðarlögin? Með þeim voru eignir
varðar en hins vegar gleymdist að
huga að skuldunum. Raunar var til-
tölulega einfalt að draga úr skuld-
unum eftir að búið var að verja eign-
irnar.
Þannig var það verk að verja ís-
lenskan almenning fyrir áhrifunum
af falli einkabankanna ekki nema
hálfklárað.
Hvers vegna?
Í stað þess að klára verkið og
nýta hina miklu kosti sem Ísland
hafði í stöðunni hafa valdhafarnir
litið fyrst og fremst á hrunið sem
tækifæri til að innleiða öfgakennda
og órökrétta pólitíska stefnu. Á
sama tíma hefur fólk sem hefur
aldrei talið það nógu merkilegt að
vera Íslendingur reynt að upphefja
sjálft sig og afstöðu sína með því að
túlka hrunið sem skipbrot íslensks
samfélags og Íslendinga sem þjóðar.
Það telur sig hafa fengið sönnun
þess að Íslendingar séu spilltir aul-
ar; allir nema það sjálft, sjálfskipuðu
gáfumennirnir og utangarðsmenn-
irnir.
Þrot bankakerfisins hér og ann-
ars staðar var afleiðing af sama
falska fjármálakerfinu. Það varð
ekki vegna íslensku stjórnarskrár-
innar, umræðuhefðar þingsins,
smæðar samfélagsins eða sölu rík-
isfyrirtækja. En ef við viljum leysa
efnahagsvandann verðum við að
gera okkur grein fyrir raunveruleg-
um orsökum hans. Hætti menn að
líta á hrunið fyrst og fremst sem
réttlætingu fyrir pólitískum öfgum
blasir við að við Íslendingar höfum
meiri og betri tækifæri en flestar
aðrar þjóðir ef við þorum að nýta
þau.
»Hefðu stjórnvöld,
sem bugta sig stöð-
ugt og beygja fyrir
kröfuhöfum og al-
þjóðastofnunum, þorað
að setja neyðarlögin?
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er alþingismaður og for-
maður Framsóknarflokksins.
Þjóðin er ekki sek
Eftir Sigmund
Davíð Gunnlaugsson