Morgunblaðið - 06.12.2010, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010
✝ Erlingur Þrá-inn Jóhannsson
fæddist í Reykjavík
10.10. 1944. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans
27.11. 2010.
Foreldrar hans
voru hjónin Hrefna
Jensen, f. 4.6. 1915
á Eskifirði, d. 5.1.
1994, og Jóhann
Kristján Líndal Sig-
urðsson, f. 20.6.
1914 í Reykjavík,
fórst með togar-
anum Júlí 8.2. 1959. Systkini Er-
lings eru Benedikt Ragnar, f.
27.3. 1943, Guðrún Margrét, f.
14.3. 1947, og Baldur Ingvi, f.
30.5. 1954. Hálfsystkini í föðurætt
eru Sigríður, f. 15.3. 1940, d. 4.4.
2007, og Haraldur, f. 22.11. 1942.
Erlingur ólst upp í Reykjavík,
fyrst á Laugavegi og síðan á Bú-
staðavegi. Hann lauk kenn-
araprófi frá Kennaraskóla Ís-
lands 1965. Kenndi við
Melaskólann veturinn 1965-1966.
Forstöðumaður Sundlaugar Vest-
urbæjar frá 1965 til 1981. Fór þá
að vinna á skrifstofu íþróttafull-
trúa Reykjavíkur, síðar Íþrótta-
og tómstundaráðs, sem íþrótta-
fulltrúi þar til hann lét af störfum
áramótin 2004-2005.
Erlingur æfði sund og keppti
sem unglingur fyrir KR og síðar í
sundknattleik. Formaður sund-
deildarinnar og þjálfari frá 1964
til 1978. Frá 1980 og þar til hann
lést þjálfaði hann sund hjá ÍFR,
þó með hléum. Landsliðsþjálfari
var hann til 1992. Sat í stjórn
Íþróttasambands fatlaðra frá
1996-2008. Einnig sat hann í ýms-
um ráðum og nefndum. Erlingur
hlaut fjölmargar viðurkenningar
og þakklæti fyrir störf sín í þágu
íþróttarinnar.
Útför Erlings fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 6. desember
2010, kl. 13.
Erlingur kvænt-
ist hinn 23.10. 1965
Hrafnhildi Há-
mundardóttur, f.
15.1. 1945. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Hinriks-
dóttir, f. 14.11.
1917 á Kálfs-
stöðum, Hjaltadal,
d. 13.10. 2009, og
Hámundur Jón-
asson, f. 18.10. 1904
á Sílalæk, Aðaldal,
d. 3.5. 1980. Systk-
ini hennar eru Kol-
brún, f. 20.6. 1946, og Gunnar, f.
28.7. 1952. Börn þeirra: 1) Jó-
hann, f. 8.7. 1962, kvæntur Lise
Tarkiainen, f. 19.11. 1964, eru
þau búsett í Danmörku. 2) Dreng-
ur, fæddur 27.3. 1967, dáinn 29.3.
1967.
Fyrir rúmum 50 árum kynntust
Hrafnhildur, systir okkar, og Er-
lingur, eða Elli eins og hann var
ávallt kallaður. Hann var fljótlega
kynntur fyrir fjölskyldunni og varð
það upphafið að áratuga traustri vin-
áttu sem aldrei féll blettur á.
Fjöldi minninga um ánægjulegar
samverustundir streymir fram. Oft
hefur verið hlegið að skemmtilegum
atvikum úr tjaldútilegum hér áður
fyrr. Bílar þeirra Höbbu biluðu oftar
en ekki og lá Elli þá ýmist undir
þeim eða á haus ofan í skottinu að
gera við. Einum þeirra varð t.d. að
leggja í brekku, svo hægt væri að
koma honum í gang í næsta skipti. Á
ýmsu gekk.
Margar minningar um ánægjuleg-
ar samverustundir á Snæfellsnesinu.
Fyrst á Kleifárvöllum og síðan í
sumarbústaðnum þeirra, Sytru. Þar
féll Ella aldrei verk úr hendi. Minn-
ingar um okkur sitjandi á veröndinni
í veðurblíðunni, Elli að bardúsa við
húsið eða landið. Stinga upp holur til
að setja niður græðlinga, kartöflur
eða græða upp mela og bera svo skít
á allt saman. Hann dyttaði að bú-
staðnum, stækkaði hann, naut þess
að fara í gönguferðir um landareign-
ina og í veiðiferðir. Útivera og áhugi
á gróðurrækt var þeirra beggja
hjartans mál. Plönturnar, sem fyrst
voru settar niður og enginn hafði trú
á að yxu, eru í dag hávaxin tré, sem
bera vott um þá þolinmæði, natni og
umhyggju sem bæði áttu nóg af.
Elli var einstaklega greiðvikinn.
Ef eitthvað þurfti að gera við heima
hjá okkur eða verið var að flytja í
nýja íbúð hafði Elli alltaf nægan
tíma til að leggja hönd á plóg, enda
lék allt í höndunum á honum. Ef upp
komu vandamál var það áskorun að
sigrast á þeim. Að gefast upp var
ekki til í hans orðabók. Það kom best
í ljós í veikindunum sl. tvö ár. Alltaf
var horft fram á við. Markmið sett
og þegar þeim var náð voru ný sett.
Slíkur var baráttuviljinn. Með þess-
um orðum viljum við kveðja yndis-
legan mág, svila og frábæran vin.
Flytjum honum okkar bestu þakkir
fyrir að hafa komið inn í líf okkar og
gert okkur ríkari á lífsleiðinni. Við
sendum fjölskyldunni, Höbbu, Jó-
hanni og Lise, systkinum Ella og
fjölskyldum þeirra, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Hvíl þú í friði,
kæri vinur.
Gunnar Örn Hámundarson,
Kolbrún Hámundardóttir
og Jón Guðnason.
Það var fagur dagur í Hafnarfirði
laugardaginn 27. nóvember síðast-
liðinn, frost, sól og stilla. Fólk var
byrjið að undirbúa komu jóla þegar
Gunni frændi hringdi þeirra erinda,
að láta mig vita að Erlingur Þráinn
Jóhannsson væri allur, en hann var
eiginmaður hennar Höbbu frænku
og hálfgerður fóstri minn til nokk-
urra ára, er þau hjón slógu yfir mig
skjólshúsi, þegar ég var við nám í
Stýrimannaskólanum í Reykjavík.
Fyrstu alvöru kynni mín af Erlingi,
Höbbu og Jóhanni syni þeirra voru
trúlega 1975 þegar ég heimsótti höf-
uðborgina og aðstoðaði þau að flytja
af Bústaðaveginum upp í Engjasel.
Seinna, eða árið 1979, flutti ég í kjall-
arann hjá þeim og var strax tekið
sem einum af fjölskyldunni.
Þessi ár sem ég dvaldi hjá þeim
voru skemmtileg og þroskandi á all-
an hátt, enda voru þau hjónin vel að
sér um flesta hluti og höfðu unun af
að spjalla um lífið, tilveruna en þó
sérstaklega náttúruna.
Það var einstaklega gaman að fara
með þeim vestur að Kleifárvöllum og
Svarfhóli, en í þeim jörðum eiga þau
hlut. Þar sást best hvað Erlingur var
vel að sér í öllu því sem laut að nátt-
úru landsins, þó ég sveitamaðurinn
gæti aðeins leiðrétt hann um litar-
hátt sauðkinda.
Í landi Svarfshóls byggði Erlingur
svo sumarhús sem nefnt var Sytra,
kennt við lækjarsytru er sytrar þar
skammt hjá. Þarna var Erlingur í
essinu sínu því hann hafði mikið
gaman af smíðum og sérstaklega að
finna lausn á erfiðum viðfangsefnum
því hann var óragur að fást við hina
erfiðustu og flóknustu hluti.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Um fáa veit ég sem þessi staðhæf-
ing úr Hávamálum passar betur við
því að vissulega var Erlingur farsæll
í einkalífi og starfi, en það sem í mín-
um huga skarar fram úr var hans
mikla brautryðjandastarf og elja í
sundþjálfun fatlaðra allt til síðustu
stundar, en þar náði Erlingur ein-
stökum árangri með sitt sundfólk,
sem vann meðal annars til ótal verð-
launa á heimsmeistara- og ólympíu-
leikum fatlaðra.
Þó að gagnkvæmar heimsóknir
hafi orðið stopulli eftir því sem árin
liðu, þá var alltaf fyrir hendi djúp
vinátta fjölskyldna okkar í milli.
Elsku Habba, Jóhann og Líse, við
Ragnheiður erum ævinlega þakklát
fyrir þær góðu stundir sem við átt-
um saman með ykkur Erlingi.
Bjarni F. Sveinsson og
fjölskylda.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast Ella frænda sem lést eft-
ir hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Margar góðar minningar á ég um
Ella og tengjast þær flestar sveit-
inni. Margar ferðir fór ég með for-
eldrum mínum vestur á Snæfellsnes,
minningar um veiði í læknum, ferðir
á traktornum og göngutúrar upp að
Valafossi eru mér minnisstæðir.
Margoft var fjölskyldan saman í
Klettahlíð og veiðiferðin sem ég fór
með Ella upp á Búrfell er mér of-
arlega í huga.
Ég minnist Ella sem hörkudug-
legs og kraftmikils manns sem alltaf
var að og vildi allt fyrir alla gera.
Öll við færum, elsku vinur,
ástar þökk á kveðjustund.
Gleði veitir grátnu hjarta.
guðleg von um eftirfund.
Drottinn Jesú, sólin sanna,
sigrað hefur dauða og gröf.
Að hafa átt þig ætíð verður,
okkur dýrmæt lífsins gjöf.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Elli, hvíldu í friði.
Þinn guðsonur,
Ægir Hrafn.
Elli frændi er dáinn, þó vitað væri
að hverju stefndi þá er erfitt að
sætta sig við að hetjulegri baráttu
hans sé nú lokið. Hann sýndi það og
sannaði í veikindum sínum að hann
var mikill keppnismaður. Margar
skemmtilegar minningar eigum við
fjölskyldan um Ella í gegnum árin.
Allar ferðirnar á Snæfellsnesið þar
sem farið var á Kleifárvelli þar sem
margt skemmtilegt var brallað og
síðar í bústaðinn sem hann og Habba
byggðu sér. Þar naut Elli sín vel,
hann var handlaginn og þurfti ávallt
að hafa eitthvað fyrir stafni og ber
Sytra og umhverfi Sytru þess glöggt
merki, yndislegur staður til að vera
á.
Elli var mjög barngóður og minn-
ast börnin okkar hans fyrir það. Síð-
astliðið sumar heimsóttum við fjöl-
skyldan þau hjónin á Sytru. Ekki
leið á löngu þar til traktorinn var
ræstur og sáum við á eftir Ella og
Sveini Óla fara hring um svæðið á
traktornum og vakti það mikla lukku
hjá okkar syni. Okkur eru minnis-
stæð nokkur jólaboðin í fjölskyld-
unni þar sem það gerðist að Elli
mætti aðeins seinna en aðrir, og
ástæðan var ætíð sú að hann ákvað
að fá sér göngutúr frá Engjaselinu
út á Lynghaga.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Elsku Habba, Jóhann og Lise,
missir ykkar og okkar ættingjanna
er mikill, góður maður er fallinn frá.
Guðni, Anna Katrín og börn.
Í dag kveðjum við fjölskyldan
Ella, mann sem skilur eftir sig ótelj-
andi góðar minningar, minningar
um atorku, hjálpsemi og góð-
mennsku.
Það er erfitt að staðsetja fyrstu
minningar mínar um hann Ella, en
ég man þegar ég dvaldi hjá þeim á
Bústaðaveginum og þau voru að
byggja heimilið sitt í Engjaseli, Elli
alltaf með hamarinn á lofti að vinna
meðan við Jóhann þvældumst fyrir
og minnisstæðir voru tímarnir við
kvöldkaffið, eitthvað sem maður var
ekki vanur nema hjá Höbbu og Ella.
Seinna meir þegar maður varð eldri
þá var alltaf hægt að leita til hans
eftir hjálp, hvort sem það var til að
kenna manni að flísaleggja, dúk-
leggja eða til að fá nudd og teygjur
fyrir auma vöðva.
Ófáar helgarnar áttum við saman
að Kleifarvöllum, lengst af í gamla
bóndabýlinu þar sem kvöldin fóru
flest öll í spilamennsku fyrir okkur
börnin en á daginn þá fann hann Elli
sér alltaf eitthvað að gera úti við og
ekki þótti okkur krökkunum leiðin-
legt að hjálpa til þegar Elli var að
vinna á traktornum og sitja í kerr-
unni þegar hann sótti efni. Nýjasta
afrekið hans er sumarbústaðurinn
þeirra Höbbu, honum þótti ekki leið-
inlegt að hafa komið honum upp með
góðra manna hjálp og þar gat hann
líka endalaust fundið sér eitthvað að
gera. Það er ekki langt síðan þeim
hjónunum var boðið að koma í sum-
arbústað foreldra minna til að slappa
af og hvíla sig en þegar Elli kvaddi,
eftir helgardvöl, var búið að hefla
undan öllum hurðum og laga þær.
Jón Gunnar á eftir að sakna þín,
hann hefur oft talað um hversu gam-
an er að koma til ykkar að Sytru og
auðvitað besta minning hans var
þegar þú bauðst honum að keyra
traktorinn.
Okkur finnst svo sárt að þurfa að
kveðja mann sem maður hefur alltaf
horft upp til og getað leitað til, mann
sem okkur fannst hreystin uppmál-
uð en við huggum okkur við það að
nú ert þú kominn á stað þar sem við
vitum að þér líður vel.
Habba, Jóhann og Lise, megi guð
vera með ykkur og styrkja.
Guðmundur Arnar, Gerða,
Arna Rán, Jón Gunnar.
Mín fyrstu kynni af Erlingi voru
þegar ég fór að æfa sund hjá KR í
Vesturbæjarlauginni, þá 10 ára
gömul. Hann sá um þjálfun yngstu
krakkanna ásamt því að vera byrj-
aður að þjálfa fatlaða, en stundum
komu sundmenn frá Íþróttafélagi
fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) og syntu
með okkur í Vesturbænum.
Eftir að ég komst á unglingsár og
Erlingur ekki lengur hluti af þjálf-
arateymi KR lét hann sér samt annt
um okkur og var umhugað að okkur
liði vel.
Eitt af fjölmörgu sem hann gerði
og kemur upp í minningum mínum
er þegar hann skipulagði æfingaferð
til Hafnar í Hornafirði, þar sem við
gistum fyrstu nóttina í tjöldum í
Skaftafelli og um morguninn dró
hann alla í langa gönguferð, fyrst
upp að Svartfossi og svo inn í Bæj-
arstaðaskóg. Þegar kom að fyrsta
nýárssundmóti fatlaðra barna vant-
aði tímaverði á mótið og þá hóaði Er-
lingur í okkur í Sunddeild KR og enn
í dag er þetta mót árlegur viðburður
hjá mér, síðar sem dómari og þjálf-
ari. Undir leiðsögn Erlings hóf ég
minn þjálfaraferil í sundi, fyrst hjá
ÍFR og síðar með landsliði Íþrótta-
sambands fatlaðra (ÍF). Fyrst var
það afleysing meðan ólympíumót
fatlaðra fór fram í Seoul 1988 og ári
síðar fékk hann mig til að leysa sig af
hjá ÍFR. Ég samþykkti að prófa
fram að áramótum, þau áramót urðu
ansi mörg og er ég enn að.
Sundþjálfunin leiddi til þess að ég
hef lokið námi frá Íþróttakennara-
skólanum á Laugarvatni.
Það var ávallt hægt að leita ráða
hjá Erlingi og margar samræður átti
ég við hann á Fríkirkjuveginum þar
sem hann starfaði hjá ÍTR. Ávallt
fór maður út með fullt af nýjum hug-
myndum og jákvætt viðhorf. Sumir
hafa meiri áhrif á mann í lífinu en
aðrir. Erlingi get ég þakkað að hafa
áhugamál mitt að ævistarfi, án Er-
lings hefði ég ekki t.a.m. ferðast um
hálfan hnöttinn og séð ótal margar
sundlaugar og kynnst öllu því frá-
bæra fólki sem tengdist Erlingi og
sundíþróttinni.
Erlings verður sárt saknað á
sundlaugarbakkanum. Ég votta fjöl-
skyldu hans mína innilegustu samúð.
Megi guð blessa minningu Er-
lings.
Kristín Guðmundsdóttir.
Einn kosturinn við að eiga ein-
stakt barn er að maður kynnist ein-
stöku fólki eins og Erlingi Jóhanns-
syni, fólki sem fórnar öllu til að
starfa með og í þágu fatlaðra.
Snáðinn minn byrjaði að æfa sund
hjá ÍFR fimm ára gamall og þau níu
ár sem síðan eru liðin var Erlingur
stór þáttur í lífi hans. Eftir því sem
árin liðu og æfingunum fjölgaði jókst
tíminn sem þeir eyddu saman og
ekki er hægt að hugsa sér betri
áhrifavald á börnin manns en Er-
ling.
„Marinó! Teygðu úr handleggn-
um.“ Með djúpri, hljómmikilli rödd
sem barst alla leið niður á laugar-
botninn stjórnaði hann æfingum af
festu, en þó svo mikilli næmni og
blíðu. Með fullkominni virðingu fyrir
verkefninu og unga íþróttafólkinu
var Erlingur vakinn og sofinn yfir
skjólstæðingum sínum. Gleðin skein
út úr andliti hans þegar hann sá ung-
ana sína ná settum takmörkum,
enda átti hann stóran þátt í árangr-
inum.
Það var okkur öllum, krökkunum
jafnt sem foreldrum, mikið áfall þeg-
ar Erlingur veiktist fyrir um tveim-
ur árum og ljóst var hvert leiðin lá.
En hann hélt sínu striki ótrauður og
missti aðeins úr æfingar þegar veik-
indin komu í veg fyrir að hann væri
rólfær. Síðustu æfingu sinni stjórn-
aði Erlingur þriðjudaginn 16. nóv-
ember og tveimur dögum síðar var
hann kominn á líknardeildina. Hann
lést síðan laugardaginn 27. nóvem-
Erlingur Þráinn
Jóhannsson
HINSTA KVEÐJA
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Hrafnhildi, Jóhanni og Lise
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Sundhópur ÍFR Laugardal,
Alex, Anna, Benjamín,
Bjarndís, Björn, Emil, Eyþór,
Guðmundur, Halldór, Hjört-
ur, Hrafnkell, Jónatan, Kar-
en, Marinó, Matthildur, Mic-
hel, Sonja, Thelma og Vignir.
Jón Þorgeir, Tomás og for-
eldrar.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir,
mágur og tengdasonur.
MAGNÚS ÖRN RAGNARSSON
endurskoðandi,
lést að kvöldi 2. desember í Odense, Danmörku.
Minningarathöfn um hann verður 15. des. í Fella-
og Hólakirkju klukkan 15.00.
Pia Kousgaard,
Selma K. Magnúsdóttir, Alex K. Magnússon,
Ragnar Svafarsson, Stella Magnúsdóttir,
Svafar Ragnarsson, Svava M. B. Ásgeirsdóttir,
Gunnar Már Ragnarsson, Hrafnhildur H. K. Friðriksdóttir,
Stefán Ragnarsson, Árný Lára Karvelsdóttir,
Hans Erik Kousgaard, Magda Kousgaard.