Morgunblaðið - 06.12.2010, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010
ber á meðan krakkarnir hans kepptu
á Íslandsmótinu í 25 metra laug. Þar
settu þeir 12 Íslandsmet og unnu
fjölda verðlauna. Þessir ungu sund-
kappar munu halda minningu Er-
lings á lofti um ókomin ár með afrek-
um sínum og í gegnum þá lifir hann
áfram.
Hrafnhildi, Jóhanni og Lise sendi
ég samúðarkveðjur og þakka um leið
fyrir örlæti þeirra á Erlingi í gegn-
um árin.
Adolf Erlingsson.
Bresturinn er ekki svo hár eða
þeirrar gerðar að það hrikti í skýja-
kljúfum og peningarnir klingja
áfram í Wallarstræti.
En fyrir okkur þeim sem þekktu
Erling er bresturinn bæði hár og
mikill er hann hverfur á braut og
sprekið, það var af bestu gerð.
Baráttunni er lokið og hvílík bar-
átta enda maðurinn og skapið þann-
ig að er hann hafði spurnir af and-
stæðingi þessum sem nú skyldi
kljást við og engu eirir né hlífir, þá
var tekin sú afstaða í mótspyrnu að
nú skyldi heimsmet slegið í vörn og
andófi.
Ekki hef ég talið dagana og veit
hvort það hefur tekist en minnsta
kosti nálægt því fór hann enda mað-
urinn slíkur bæði að andlegu og lík-
amlegu atgervi.
Hann var birtingarmynd þess
manns sem maður hugsar sér í stafni
víkingaskips, fremstur í flokki jafn-
ingja, hugdjarfur og hreinn, tilbúinn
til atlögu hvenær sem er og þótt það
þyrfti að synda á milli víka þá veit ég
að hann og lið hans hefðu létt með
farið.
En bíddu við er þetta rétt lýsing á
manninum og staðsetningin þar sem
ég set hann, í stafn víkingaskips
reiðubúinn til að höggva mann og
annan? Æi nei, ætli ég þurfi ekki að-
eins að hugsa betur og jafnvel færa
hann til í skipinu, úr stafni og það
aftur á öftustu þóftu.
Ekki vegna þess að hugdirfsku,
kapp eða atgervi vantaði nei, en til
þess að vera í stafni var hann hald-
inn eiginleika sem ekki gekk upp,
maðurinn mátti ekkert aumt sjá,
hann hefði verið vís til þess að
stökkva í land til þess að liðsinna
þeim veikasta í liði andstæðinganna,
hjálpa honum til að rísa á fætur og
rækta honum þá eiginleika sem hann
bjó yfir.
Þarna er maðurinn Erlingur Jó-
hannsson, þetta er lýsingin á honum,
þannig verður honum frekar lýst
manninum sem gerði það að ævi-
starfi og hugsjón að styðja þá sem
veikari eru fyrir, styrkja þá og
þjálfa, skapa þeim líf og hugsjón,
hugsjón um jafnrétti og bræðralag
allra manna.
Ekki ætla ég að skrifa um ævi-
störf Erlings, það verða örugglega
aðrir sem þar um fjalla, heldur vil ég
ásamt fjölskyldu minni allri þakka
fyrir vináttu sem staðið hefur í ára-
tugi milli fjölskyldna okkar, sam-
vinnuna fyrir vestan milli Sytru og
Minni-Brekku, gamla tíma á Kleif-
árvöllum, Svarfhól í jógastöðinni,
bras við hross og fleira, vináttu sem
aldrei hefur borið skugga á. Og við
biðjum góðan Guð að hughreysta
fjölskyldu hans alla, þá sérstaklega
Hrafnhildi, Jóhann og Lísu. En eitt
er víst eins og það er himinn yfir
okkur öllum og það er að Erlingur á
góða heimferð. Far þú vel okkar góði
gamli vinur.
Viggó, Benóný, Egill,
Sigurður, Arnar Þór og
fjölskyldur.
Kveðja frá
Íþróttasambandi fatlaðra
Í dag kveðjum við öðlingsmanninn
Erling Þ. Jóhannsson, fyrrum
íþróttafulltrúa Reykjavíkur og
landsliðsþjálfara Íþróttasambands
fatlaðra í sundi til margra ára. Að-
komu hans að málefnum fatlaðra má
rekja allt aftur til ársins 1978 en
hann var einn af frumkvöðlum
íþrótta fatlaðra hér á landi. Það var
svo árið 1996 sem hann gekk til liðs
við stjórn ÍF og sat í stjórn sam-
bandsins allt til ársins 2009. Erling-
ur var mótsstjóri á Nýárssundmóti
fatlaðra barna og unglinga frá upp-
hafi árið 1984 til 2010. Hann þjálfaði
ótalda afreksmenn í sundi um árabil
og trúlega var árangur íslenskra
sundmanna á Ólympíumótunum í
Seoul 1988, Barcelona 1992 og Atl-
anta 1996 hápunktar hans farsæla
starfs fyrir Íþróttasamband fatl-
aðra. Hann var alla tíð vakinn og sof-
inn yfir velferð sinna skjólstæðinga,
jafnt í keppni sem utan, einstaklega
minnugur og ráðagóður og því næst-
um hægt að fletta upp í honum ef
vantaði upplýsingar. Erlingur var
framsýnn og réttsýnn og fólk hlust-
aði á það sem hann hafði fram að
færa. Það er mikill sjónarsviptir að
manni eins og Erlingi Þ. Jóhanns-
syni, hans verður sárt saknað.
Erlingur var gæfumaður í sínu
einkalífi og naut ómælds stuðnings
eiginkonu sinnar Hrafnhildar í öllum
sínum störfum fyrir íþróttir fatlaðra.
Þau hjónin áttu sinn sælureit vestur
í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi,
þar sem þau nutu þess að rækta og
byggja upp af útsjónarsemi og
smekkvísi en þar höfðu þau ráðlagt
að dvelja saman löngum stundum við
starfslok. Mennirnir áætla en guð
ræður.
Að leiðarlokum vil ég, fyrir hönd
Íþróttasambands fatlaðra, þakka
Erlingi Þ. Jóhannssyni áralanga
samfylgd og hans óeigingjarna og
fórnfúsa starf og sendi eiginkonu
hans Hrafnhildi Hámundardóttur,
einkasyninum Jóhanni og Lise konu
hans, hugheilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Erlings Þ. Jó-
hannssonar.
Sveinn Áki Lúðvíksson,
formaður.
Við Erlingur höfum átt samleið í
yfir 10 ár, því þegar ég byrjaði að
æfa sund var hann minn aðalþjálfari
í mörg ár. Fyrstu árin áttum við ekki
alltaf skap saman og hallaði þar
frekar á mig en hann. Vorum við
ekki alltaf með sömu áherslurnar á
sundæfingum og ég ekki alltaf mjög
samstarfsfús, en þegar á leið áttum
við mjög gott samband.
Með Erlingi fór ég í mína fyrstu
keppnisferð til útlanda og varð það
að árlegum viðburði að fara saman á
sundmót til Malmö, Jóhann, sonur
Erlings, kom oftast og var með okk-
ur og hjálpaði til við mótshaldið og
hélt uppi stemningunni hjá hópnum.
Ég er mjög þakklátur fyrir að
hafa átt Erling að sem þjálfara og fé-
laga, eftir að ég fór að æfa í öðru fé-
lagi hittumst við reglulega á bakk-
anum og ræddum um gang mála hjá
mér, stuðningur hans og hvatning í
minn garð hefur verið mér mikils
virði.
Það verður skrítið að sjá ekki Er-
ling á bakkanum í framtíðinni, en ég
er viss um að andi hans mun svífa yf-
ir klórvötnum.
Ég minnist Erlings með vinsemd
og virðingu. Ég vil votta nánum að-
standendum samúð mína.
Guðmundur Hákon
Hermannsson.
Ég vissi, að til þessa ræki, þurfa
að setjast niður og skrifa þessar lín-
ur. Það er engu betra, undirbúning-
ur að þessari kveðjustund var nokk-
uð langur en undirbúningurinn var
auðvitað til einskis.
Erlingur var sérstakur maður,
ljúfmenni, kurteis, fastur fyrir, heil-
steyptur og það sem Íslendingar
segja um þá sem eru til fyrirmyndar
í öllu dagfari, drengur góður. Er-
lingur tranaði sér ekki fram til við-
urkenninga, heldur benti hann á
aðra, sem honum fannst til frömunar
fallnir, þannig var hann einatt, vak-
inn og sofinn í að greiða allra götu
sem hann best kunni.
Erlingur var flottur á velli, snar í
hreyfingum þegar þess var þörf en
annars hæglátur og góðlátur. Er-
lingur naut virðingar og vináttu,
bæði í starfi sem áhugamálum.
Ég kynntist honum í gegnum
starfið hjá Reykjavíkurborg og inn-
an Reglunnar, á báðum þeim stöðum
var hann til fyrirmyndar, líkt og í
óeigingjörnu starfi sínu fyrir fatlaða.
Það er sama við hvern maður tal-
ar, allir ljúka upp einum munni um
hans mannkosti.
Við sem störfum að íþróttamálum
á vegum ÍTR þekkjum hvað gott var
að leita til hans þegar hann var
íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar,
leysti úr öllu því sem leysanlegt var
og studdi allt sitt fólk til góðra
verka. Þetta þakka samferðamenn
honum nú á kveðjustund. Vinskapur
manna, sem kynnast á miðjum aldri,
verður öðruvísi en hjá þeim sem eru
æskuvinir, öðruvísi en ekkert síðri.
Slíkt er happ og ber að þakka. Við
áttum sameiginleg áhugamál, allt frá
Reglunni til ræktunar lands og lýðs,
umræður okkar um þau efni eru mér
afar ljúfar minningar.
Ræktunarstarfið uppi í bústað og
smíðin þar voru Erlingi kært um-
ræðuefni, áhuginn á handverki og
virðing fyrir vel unnu verki var enn
eitt kennimerki hans. Minning um
þolgæði og áhuga manns, sem gaf af
sér eftir langan vinnudag til að ung-
menni gætu náð framförum, þrátt
fyrir fötlun, hvort sem væri á líkama
eða sál, er björt og lýsir upp dimmu
sorgarinnar. Hann var þar sem besti
garðyrkjumaður, studdi það sem
stuðning þurfti og herti það sem
þess þurfti með.
Leiðsögn hans í sundíþróttinni
hefur lokið upp fyrir mörgum iðk-
andanum og aðstandendum þeirra
veröld, sem virtist algerlega lokuð.
Erlingur sagði mér það væri meira
um vert, að upplifa ánægju þeirra,
þegar þau hömpuðu viðurkenningu
eða náðu árangri, en viðurkenning-
arhjal umhverfisins í hans garð.
Aðrir munu segja frá ætt hans og
fjölskyldu. Það skein ætíð afar skært
frá honum, að fjölskyldan var honum
kærust og umhyggja um velferð
hennar var honum efst í huga.
Barátta manna við það sem virðist
vera óumflýjanlegt segir mikið um
manninn, sú barátta Erlings sýnir
hugrakkan, heilsteyptan mann, sem
óttaðist ekkert fyrir sína parta en
undirbjó í leyndum, það sem koma
varð.
Ég bið honum góðrar ferðar á
þeim brautum sem hann nú hefur
hafið göngu á. Megi hinn hæsti höf-
uðsmiður skipa honum til sætis á
verðskulduðum stað hvíldarinnar.
Bjarni Kjartansson.
Kveðja frá Íþróttafélagi
fatlaðra í Reykjavík.
Það voru mikil sorgartíðindi þegar
við fréttum að Erlingur Jóhannsson,
sundþjálfari hjá ÍFR, væri látinn.
Hann hafði barist við illvígan sjúk-
dóm undanfarin tvö ár sem sigraði
hann að lokum.
Erlingur hóf sundþjálfun hjá ÍFR
árið 1978 og hefur starfað sem sund-
þjálfari hjá félaginu nær óslitið síð-
an. Á sinni löngu starfsævi sem
þjálfari hjá ÍFR lagði hann grunninn
að frábærum árangri fatlaðra sund-
manna. Iðkendur undir hans stjórn
settu hundruð Íslandsmeta og settu
fjölmörg Evrópu-, heims- og ólymp-
íumet. Enginn íslenskur þjálfari hef-
ur stýrt og stjórnað jafn glæsilegum
og sterkum hópi einstaklinga og Er-
lingur gerði. Hann byggði upp sund-
starf fatlaðra á Íslandi og sá árangur
sem fatlaðir sundmenn náðu á mót-
um erlendis er undraverður.
Einn mikilvægasti þáttur í starf-
inu hans var að undirbúa sundfólkið
til að takast á við lífið eftir að sund-
þjálfun þeirra lauk. Sjálfsöryggi ein-
staklinganna jókst og hindrunum
var ýtt til hliðar.
Undanfarin ár hefur Erlingur ver-
ið að þjálfa upp nýja kynslóð sund-
manna sem eiga eftir að láta mikið
að sér kveða í framtíðinni.
Síðasta æfing Erlings með þess-
um hópi var 16. nóvember sl. Hann
lést þann 27. nóvember en þá stóð
yfir Íslandsmót fatlaðra í 25 m laug.
Á því móti setti sundhópur Erlings
ellefu Íslandsmet.
Fyrir hönd ÍFR þakka ég Erlingi
samfylgdina í gegnum árin og votta
aðstandendum hans mína innileg-
ustu samúð.
Júlíus Arnarsson,
formaður ÍFR.
Kveðja frá sunddeild KR
Það var mörgum brugðið þegar
fréttist af andláti Erlings eftir erfið
veikindi um nokkurn tíma.
Erlingur ólst upp innan sund-
deildar KR og var tryggur KR-ingur
allan sinn starfsferil.
Eftir glæstan sundferil hjá KR
hóf Erlingur æfingar í sundknattleik
og keppti með KR um árabil. Hann
þótti harður og snöggur sundmaður
sem kom sér vel í greininni. Erling-
ur gegndi formennsku í sunddeild
KR 1964-1978.
Samhliða formennskustarfinu og
þátttöku í sundknattleik fékk Er-
lingur áhuga á þjálfun hjá sunddeild
KR, sem hann stundaði af miklum
áhuga um árabil.
Erlingur var forstöðumaður Vest-
urbæjarlaugar og yfirþjálfari sund-
deildar KR á tímabilinu 1964-1980
þar sem hann vann mikið og gott
starf.
Erlingi var umhugað um að gera
umhverfi ungra sundmanna sem
best, þannig að sem flestir gætu tek-
ið þátt í sundmótum og hefðu
ánægju af.
Erlingur bjó yfir yfirgripsmikilli
þekkingu og reynslu á sviði sund-
íþróttarinnar, var góður leiðbeinandi
fyrir unga sem eldri sundþjálfara.
Sem íþróttafulltrúi Reykjavíkur
bjó Erlingur yfir mikilli reynslu í
flestu því er sneri að uppbyggingu
og rekstri íþróttamannvirkja og
miðlaði reynslu sinni óspart til ann-
arra.
Við fráfall Erlings hefur íslenska
sundhreyfingin misst ötulan tals-
mann, mann sem var annt um stöðu
hreyfingarinnar og vildi framgang
hennar sem mestan. Erlingur hélt
ávallt góðum tengslum við KR og
var alla tíð óspar á að veita KR-ing-
um góð ráð. Hann var einn reynslu-
mesti yfirdómari landsins í sundi.
Sunddeild KR þakkar Erlingi
framlag hans til deildarinnar til
margra ára og sendir Hrafnhildi og
fjölskyldu þeirra hjóna innilegar
samúðarkveðjur á þessum erfiðu
tímum.
Jóhannes Benediktsson.
Vertu alltaf hress í huga
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga.
Baggi margra þungur er.
Treystu því, að þér á herðar
þyngri byrði’ ei varpað er
en þú hefir afl að bera.
Orka blundar næg í þér.
Þerrðu kinnar þess er grætur
þvoðu kaun hins særða manns
Sendu inn í sérhvert hjarta,
sólargeisla kærleikans.
Vertu sanngjarn, vertu mildur,
vægðu þeim sem mót þér braut.
Bið þinn Guð um hreinna hjarta
hjálp í lífsins vanda’ og þraut.
(Erla skáldkona.)
Innilegustu samúðarkveðjur
sendum við Hrafnhildi, Jóhanni og
Lise.
Margrét, Ingvar Geir,
Hafdís og Björn.
Það er erfitt að sætta sig við það
að illvígur sjúkdómur hafi haft betur
í keppni þeirri sem þú hefur háð
undanfarin ár. Þú sem varst manna
sterkastur og stæltastur meðal jafn-
ingja og við sundstubbarnir þínir í
sundlaug Vesturbæjar ætluðum allir
að verða eins og þú.
Það erfið stund að sitja hér og
reyna að flokka hvers ég ætti helst
að minnast og setja á blað, allar voru
stundirnar svo góðar. Þar má nefna
allar æfingarnar sem þú stóðst yfir
okkur og hvattir okkur áfram, ferða-
lögin í Þórsmörk með KR-liðinu eða
þær stundir sem við áttum saman
sem keppendur í póló og síðar báðir
sem þjálfarar, alltaf gafst þú góð ráð
sem taka mátti mark á því þú varst
ekki mikið fyrir að segja hlutina
öðruvísi en þeir voru.
Ég minnist þín sem frábærs vinar
sem í raun „ól mig að hluta til upp“
og skóp líf mitt til þeirrar áttar sem
það síðan tók, þ.e. að gera sund-
íþróttina að lífsstarfi.
Því alla tíð hef ég þakkað og glaðst
yfir því þegar þú Erlingur (eða Elli
eins og við kölluðum þig alla tíð)
kallaðir til mín þar sem ég var að
busla í Vesturbæjarlauginni sem 11
ára gutti og sagðir: „Þú stráksi, þú
syndir ágætlega, viltu ekki prófa að
koma á sundæfingu hjá okkur hér í
KR“? Þarna er Ella rétt lýst því
hann var ævinlega að byggja upp
sundliðið sitt og bjó til sterkasta
sundlið KR-inga fyrr og síðar.
Undir hans stjórn vorum við fjöl-
margir landsliðsmenn, karlar sem
konur auk ólympíufara.
Elli var einn af þessum þjálfurum
sem borin var mikil virðing fyrir því
hann var fastur fyrir en sanngjarn
og því mátti treysta öllum hans ráð-
um. Hann var ekki mikið fyrir að
vera í sviðsljósinu og berja sér á
brjóst, frekar vildi hann bara láta
verkin tala. Kemur í hug eftirfarandi
vísubrot:
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
(Sr. Sigurbjörn Einarsson)
Elli sneri sér að þjálfun fatlaðra
sundmanna seinni árin og að sjálf-
sögðu með sama krafti og hann hafði
þjálfað ófatlaða áður. Hann breytti
fötluðum einstaklingum í afreks-
menn á alþjóðamælikvarða, þekkt-
ust meðal jafninga er Kristín Rós
Hákonardóttir.
Allan þann tíma sem Elli háði bar-
áttu sína við krabbameinið varð
maður ekki mikið var við það því
hann bar það ekki á borð fyrir aðra
og kvartaði aldrei. Hann stóð vakt-
ina á bakkanum allt fram að því að
hann var lagður inn fyrir um tveim-
ur vikum.
Kæri Elli, ég veit að ég tala fyrir
munn allra okkar fjölmörgu KR-
inga sem þú þjálfaðir og eyddir tíma
með á árum áður þegar ég segi takk
fyrir allt og allt.
Við höfum mikið misst en við höf-
um mikils að minnast.
Elsku Hrafnhildur, Jóhann og
fjölskyldan öll, við sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Minning okkar um Erling verður
með okkur alltaf.
Hafþór og Sigríður.
Vinarkveðja.
Hve gæfan var hliðholl þeim börnum
sem bar á þinn veg
Hve blessað er líf þar sem gjöfin er
óendanleg
Hve hverfull er heimur sem missir
sinn mætasta son
Hve minning er dýrmæt sem skapað
fær vinunum von
/
Hve gleðin er rík, þá barn eykur þrek
sitt og þor
Hve þrautseig er trúin á framtíðar
meistaraspor
Hve sárt er að sakna þá ljósið er
logandi slökkt
Hve lýsir upp minningin skær, þegar
virðist allt dökkt
Hvíl í friði vinur, þitt lífsins starf
var stórkostlegt.
Innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldunnar.
Anna K. Vilhjálmsdóttir.
Látinn er langt um aldur fram Er-
lingur Jóhannsson. Við kynntumst
honum fyrst þegar Erlingur varð
forstöðumaður Sundlaugar Vestur-
bæjar, sem hann stýrði svo af rögg-
semi. Hann var harðskeyttur ef á
þurfti að halda við ólátabelgi. Síðar
sá hann um þrekþjálfun, en þá vor-
um við í mfl. KR í körfuknattleik.
Þjálfun hans var mjög markviss og
bjuggum við og félagar okkar að
hans þjálfun í mörg ár á eftir. Okkur
er minnisstætt hvernig hann fléttaði
inn jógaæfingar og góða slökun í lok
hverrar æfingar, þannig að við juk-
um þrekið mikið á stuttum tíma.
Erlingur var sannur KR-ingur og
vann mikið og fórnfúst starf fyrir fé-
lagið, sem er einstakt og þakkarvert.
Erlingur var frábær sundþjálfari
og starf hans og árangur með fatlaða
einstaklinga var eftirtektarverður.
Hans fólk vann m.a. til margra verð-
launa á alþjóðavettvangi, þökk sé
Erlingi.
Með þessum fáu orðum viljum við
þakka fyrir að hafa notið hans þjálf-
unar og kynnst slíkum afburða-
manni, sem Erlingur var, en minn-
ing um góðan dreng lifir.
Hilmar Viktorsson
og Sófus Guðjónsson.