Morgunblaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010 ✝ Ólafur HafþórGuðjónsson fædd- ist í Reykjavík þann 24. desember 1932. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut þann 20. nóv- ember sl. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson bifreiðarstjóri, f . á Hafþórsstöðum í Norðurárdal 10. nóv. 1895 og Björg Ólafs- dóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 5. apríl 1902. Systur Ólafs eru Ásta Sigríð- ur, f. 1. október 1928, d. 19. maí 2009, Kristín Margrét, f. 14. maí 1930, Halldóra Katrín, f. 10. okt 1931. Hólmfríður, f. 29. maí 1937 og Ingibjörg, f. 31.maí 1940. Ólafur kvæntist þann 5. apríl 1953 Ólöfu Þórarinsdóttur, f. í Reykjavík 20. mars 1933, d. 1. febrúar 2008. Foreldrar hennar voru Þórarinn Kjartansson, kaupmaður og iðnrek- andi, f. í Núpskoti, Bessastaða- hreppi, 25. nóvember 1893 og Guð- rún Daníelsdóttir húsmóðir, f. í grét Bjarnadóttir, f. 2. janúar 1990, sambýlismaður hennar er David Geymonat, f. 18. mars 1982. Barn þeirra er Jón Leví. 4) Daníel verk- stjóri, f. 14. apríl 1960, börn hans eru Guðrún Gonnigan, f. 10. febrúar 1992, sambýlismaður hennar er Ronnarong Wongmahadthai, og Þorbjörn Monchai, fæddur 2. febr- úar 1994. 5) Guðjón Hafþór leik- stjóri, f. 17. júní 1968, kvæntur Þur- íði Eddu Skúladóttur, f. 2. ágúst 1972. Dætur þeirra eru Yazmin Lilja Rós, f. 7. apríl 2000 og Elsa Líf, f. 7. okt 2006. Ólafur ólst upp ásamt systrum sín- um fyrstu árin í vesturbænum en ár- ið 1942 flutti fjölskyldan að Jaðri við Sundlaugaveg. Ólafur byggði síðan ásamt systrum sínum og mágum húsið við Brúnaveg 3-5 og fluttu þau hjón í sína íbúð síðla árs 1959 og bjuggu þar alla tíð síðan. Ólafur var bifreiðarstjóri. Fyrstu starfsár sín rak hann sendibíl og vann hjá Sendi- bílastöðinni hf. og sá þá m.a. um flutninga á vörum fyrir O. Johnson og Kaaber. Árið 1964 skiptir hann yfir í vörubíl og hóf þá vörubílaakst- ur hjá vörubílstjórafélaginu Þrótti. Ólafur sat um árabil í stjórn Þóttar. Ólafur hætti akstri fyrir nokkrum árum þegar heilsan fór að gefa sig. Útför Ólafs Hafþórs fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins í Reykja- vík í dag, mánudaginn 6. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Reykjavík 26. apríl 1895. Börn Ólafs og Ólaf- ar eru: 1) Níels vél- tæknifræðingur, f. 31. júlí 1953, d. 1. des 2009. Synir hans eru Hafþór, f. 27.águst 1980 og Tryggvi, f. 14. maí 1983. 2) Drengur, f. 1958, d. 1958. 3) Björg kennari, f. 13. maí 1959, gift Magn- úsi Magnússyni, bónda og bifreiðarstjóra, f. 13. nóvember 1944. Dóttir þeirra er Sigurlaug Magn- úsdóttir, f. 12. febrúar 2003. Dætur Bjargar með fyrri eiginmanni sín- um, Bjarna Jónssyni, f. 29. júní 1958, eru Ólöf Bjarnadóttir, f. 10. júní 1982, sambýlismaður hennar er Sverrir Fannar Einarsson, f. 12. júlí 1983, börn þeirra eru Edda Björg, Margrét Valný og Arnór Steinn. Steinunn Þuríður Bjarnadóttir, f. 10 júlí 1986, sambýlismaður hennar er Guðmundur Hákon Halldórsson, f. 18. jan. 1981, börn eru Vildís Ásta, Hera Björg og Halldór Bjarni. Mar- Ég man alltaf þegar ég fékk að gista hjá þér og ömmu, þá var svo gaman. Þegar ég var yngri og lá milli þín og hennar þá kenndir þú mér að fara með bænirnar og þegar ég kunni þær allar þá fórum við með þær saman alltaf fyrir svefn. Ég veit að þú hvílir á betri stað núna og ert loksins búinn að hitta ömmu aftur, og ég get rétt ímyndað mér hvað það er gott. Þótt þú verðir með okkur í anda hvern einasta dag, reyndar þið bæði, hjónin. Þú varst besti afi í heiminum og meira en það, satt að segja faðir minn fyrir mér. Ég man nú þegar ég fór með þér í búðir eða eitthvað út og þú hittir gamlan félaga sem spurði hver ég væri, þá svaraðir þú alltaf: „Þetta er yngsta barnið mitt.“ Það var svo margt sem við geng- um í gegnum saman og þessi átján, bráðum nítján ár sem ég hef alltaf verið þér við hlið og þú mér eru bú- in að vera yndisleg. Ég gæti skrifað hérna í marga klukkutíma um allt það sem ég man og hafði gerst í gegnum árin, t.d. þegar þú tókst mig að þér rétt eftir að ég fæddist, kenndir mér að lesa, reikna og skrifa, kenndir mér að synda í sundlauginni (ásamt ömmu), keyra bíl og margt, margt fleira en það er ekki tími né pláss fyrir það allt hér. Þú munt ávallt lifa í minningunni, ég mun sakna þín sárt hvern dag sem líður. En þessi tími sem þú varst búinn að vera hjá okkur verð- ur ógleymanlegur. Ég veit ekki hvar ég væri án þín. Þú hefur svo sannarlega gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag, hefur alltaf verið til staðar, bæði á erfiðum og góðum tímum. Ég elska þig af öllu mínu hjarta, hvíldu í friði, elsku afi. Þín Guðrún Gonnigan D. Elsku afi. Það var alltaf svo gott að koma í hlýjuna til þín á Brúnó. Okkur fannst nú ansi gott að seil- ast í nammiskápinn þinn og fá smá gott í kroppinn. En núna ertu farinn til ömmu Lóló og þið vakið saman yfir okkur. Eins og Elsa sagði „Núna er amma glöð, því hún elskaði afa svo mikið“. Við söknum þín, afi, en minning þín lifir í hjörtum okkar. Yazmín og Elsa Lív. Enn er höggvið skarð í fjölskyldu okkar frá Jaðri, þar sem bróðir okk- ar lést 20. nóvember síðastliðinn eftir erfið veikindi í langan tíma. Hann var fæddur á aðfangadag, lengi vel var það venja okkar systra og fjölskyldna okkar að líta inn hjá þeim eftir kvöldmatinn, svona eftir því sem aðstæður leyfðu og þiggja þar kaffiveitingar í tilefni afmæl- isins. Afmælisboðin voru jafnan fjöl- menn því fjölskyldur okkar voru stórar bæði frá Jaðri og af Lauga- vegi 76, þar sem Lóló mágkona hafði alist upp. Á sumrin fórum við systkinin og fjölskyldur okkar oft saman í úti- legur meðan börnin voru lítil og var þá legið í tjöldum, ekki voru tjald- stæði þá til staðar heldur leitaðar uppi góðar flatir til að tjalda á og helst við árbakka til að nálgast vatn. Foreldrar okkar bjuggu fyrstu árin í Vesturbænum þar sem við öll erum fædd, en fluttu árið 1942 með hópinn sinn inn fyrir sundlaugar þar sem við ólumst upp. Í þá daga var þetta sveit og sundlaugarnar og Laugardalurinn okkar aðalvett- vangur, mikil útivist, boltaleikir, sund, skíði og skautar. Með skóla og á yngri árum vann Hafþór við fiskvinnslu á Kletti, síð- an gerðist hann bílstjóri, sem var atvinna hans alla tíð, fyrst á sendi- bíl, síðan á vörubíl. Hann var snyrtimenni, hugsaði vel um bílana sína og gerði við þá sjálfur eftir því sem hann gat, bæði smurði þá og málaði, nema stærri viðgerðir. Bróðir okkar, eða „drengurinn“ eins og við kölluðum hann oft, var fjórði í röðinni, yngstur af hinum eldri sem eru fædd með rúmlega eins árs millibili eða upp í eitt og hálft ár á milli þeirra, síðan komu tvær yngri systur nokkrum árum seinna. Þegar farið var að byggja í hverf- inu í kringum okkur fékk pabbi út- hlutaða lóð við hlið Jaðars, þar var byggt húsið Brúnavegur 3 og 5, þetta byggðu eldri systkinin fjögur saman og bjuggu þar lengst af. Hafþór og Ólöf kona hans voru samrýmd, höfðu gaman af að ferðast meðan heilsa leyfði en hann missti konu sína snemma árs 2008. Eftir það hrakaði honum mikið, svo kom annað áfall er hann missti elsta son sinn Níels um síðustu jól. Haddó var samt ótrúlega dugleg- ur og þrátt fyrir ítrekaðar ferðir á sjúkrahús á þessu ári gerði hann ýmislegt, eins og að fara í Borg- arfjörðinn og heimsækja dóttur sína og barnabörn og fara með þeim í útilegur. Nú er baráttunni lokið og hann lagður af stað í ferðina löngu þar sem hann hittir Lóló sína og aðra sem á undan fóru. Elsku bróðir, farðu í friði, friður guðs þig blessi. Þínar systur, Kristín, Halldóra, Hólm- fríður, Ingibjörg og þínir mágar, Ólafur og Valur. Haddó móðurbróðir minn var 10 ára þegar fjölskyldan, hann og fimm systur ásamt foreldrunum, flutti ár- ið 1942 úr lítilli íbúð í Vesturbænum að Jaðri við Sundlaugaveg sem á þeim tíma var lítil jörð uppi í sveit. Vesturbærinn var þá undirlagður af bröggum og erlendum hermönnum, þannig að viðbrigðin voru töluverð en systkinin voru þó ekki alveg ókunnug sveitinni því þau höfðu verið árlegir gestir á Árbæ þar sem pabbi þeirra hafði búið sem drengur með einstæðri móður sinni. Þangað höfðu þau komið frá Hafþórsstöðum í Borgarfirði, en þaðan er Hafþórs- nafnið komið. Fjölskyldan átti lítið sumarhús í landi Árbæjar og dvaldi þar sumarlangt, en þegar herinn kom var sumarhúsið tekið til nota fyrir herinn og fjölskyldan fékk það aldrei aftur. Reykjavík stækkaði ört og bær- inn tók jörðina Jaðar fljótlega eign- arnámi. Amma og afi héldu íbúðar- húsinu á Jaðri, sem nú er Brúnavegur 1, en í skaðabætur fengu þau eina byggingarlóð, sem í dag er Brúnavegur 3-5. Á þeirri lóð byggðu fjögur systkinin sambýlis- hús og þangað fluttum við 1959. Þegar ég var að alast þarna upp voru amma og afi ásamt tveimur fjölskyldum á Jaðri og allt að 20 frændsystkin til viðbótar á Jaðar- storfunni allri. Það var mannmargt í þá daga og því mikið um að vera eins og nærri má geta. Ég held að það sé fátítt að systkinahópur búi saman í sátt og samlyndi á sömu torfunni í tæp 70 ár, sérstaklega í þéttbýli. Haddó var fæddur á aðfangadag, svo eftir matinn og pakkana fórum við alltaf yfir í afmæliskaffi, en íbúð- in mömmu og pabba og þeirra Haddós og Lólóar voru á sömu hæð vegg í vegg. Okkar númer 3 og þeirra númer 5. Afi var vörubílstjóri hjá Þrótti og vann við alls konar flutninga. Haddó erfði bílaáhugann og gerðist líka vörubílstjóri hjá Þrótti. Þeir áttu báðir fína vörubíla og líka flottar drossíur. Það var nóg pláss í kring- um Jaðar og þar stóðu alltaf tveir flottir vörubílar, fyrst International og síðar Scania Vabis, og drossíur af gerðinni Mercedes Benz. Afi átti bílnúmerin R-413 sem var á vöru- bílnum og R-4413 á Benzinum. Seinna fékk Haddó R-413 á vörubíl- inn sinn, og R-4413 á Benzinn. Að sjálfsögðu bað ég Haddó frænda að keyra brúðina í Benz númer 4413 þegar ég gifti mig fyrir rúmum 30 árum. Þegar Haddó kvaddi þessa jarð- vist var ég stödd upp á kletti í New Mexico, að skoða indíánaþorp þar sem sama ættin hafði búið í þúsund ár. Síminn hringdi en sambandið slitnaði, en ég vissi sem var. Haddó var farinn. Ég sá hrafn sveima yfir og rétt seinna voru þeir orðnir þrír, tveir stungu saman nefjum og kúrðu og flugu svo allir saman út í buskann. Leiðsögumaðurinn sagði „Great Spirit Talks“, en samkvæmt hefðum indíána flyja hrafnar skila- boð. Kannski var þetta engin til- viljun; Haddó, Lóló og Nikki höfðu hist og allt var í góðu lagi. Kæru Björg, Dani, Guðjón og fjölskyldur, megi minningin um góðan frænda minn lifa með ykkur um ókomna tíð. Ég vonast til að sjá ykkur á Jaðarstorfunni á gamlárs- kvöld, skjóta upp flugeldum og óska gleðilegs árs eins og við höfum gert síðan við vorum lítil. Björg Ólafsdóttir (stóra Björg). Móðurbróðir minn, Ólafur Haf- þór, kallaður Haddó, er látinn, hann kvaddi þetta jarðlíf laugardaginn 20. nóvember. Hann og móðir mín bjuggu undir sama þaki alla tíð, sem börn með systrum og foreldrum í Vesturbæn- um að Öldugötu og Brekkustíg, 1942 flytur fjölskyldan að Jaðri við Sundlaugaveg, í þá daga dreifbýli, húsin á stangli, Reykir, Úthlíð, Hringsjá og Breiðablik, svo einhver séu nefnd. Þessi húsanöfn og fleiri hefur maður heyrt þau tala um í gegnum áratugina, hverjir bjuggu hvar og hvað mikið hefur breyst síðan þá. Sem unglingar unnu þau í gúanó við að breiða úr fiskbeinum, helstu vinnusvæði voru Hálogaland nú Glæsibær og Árbær. Þau fóru á skauta í Vatnagarða og á Fúlutjörn þar sem nú er hótel við Borgartún. Hænsni voru á Jaðri og mjólkin sótt í brúsa niður á Flöt, þar sem nú er Laugalækjarskóli. Þau hafa búið sitt á hvorri hæð- inni á Brúnavegi 5 í rúm fimmtíu ár. Innangengt er á milli hæða og þeg- ar við krakkarnir vorum að vaxa úr grasi var mikill samgangur, oft bankað á millihurðirnar og opnað á milli. Jólin munu alltaf minna á Haddó, aðfangadagur var afmælisdagurinn hans, þannig að alltaf var farið í af- mæliskaffi til Haddó og Lóló síðla á aðfangadagskvöld og skoðaðar gjaf- ir, spilað og leikið. Hann var vörubílstjóri og manni þótti mikið til koma að fara með í vörubílnum um helgar þegar hann var að keyra fyrir vini og fjölskyldu, eða fara með honum í vinnuna, ég og Björg dóttir hans fengum að fara einhver skipti með honum í vinnuna, við vorum í stóra sætinu við hlið bíl- stjórans eða stóðum á gólfinu í bíln- um og fylgdumst með, hátt uppi með góða yfirsýn úr þessum stóra Scania-Vabis. Bílar voru hans atvinna og áhuga- mál, hann sá um viðgerðir, bónaði og hélt þeim fallegum. Hann var hrifinn af Bens, fyrsti Bensinn hans var svartur með hurðum sem opn- uðust í öfuga átt. Bílnúmer voru einkennandi fyrir eigandann, Haddó hafði R-4465 og síðar R-413. Hann keyrði bíl þar til fyrir stuttu, bílstjórinn sjálfur. Síðustu árin voru honum þung- bær, hann missti Lóló fyrir tæpum tveimur árum og Nikka, elsta son þeirra hjóna, fyrir ári, heilsunni hafði hrakað en þrátt fyrir allt var í honum mikil seigla, hann fór í út- réttingar, eldaði og hringdi í Björgu dóttur sína til að spyrjast fyrir um matreiðslu. Hann og móðir mín heyrðust allt- af á kvöldin, fóru yfir það sem á daginn hafði drifið. Ég kom við hjá honum á sjúkra- húsinu, hann vissi að hverju stefndi. Hann sagði: „Núna er karlinn orð- inn lélegur, nú er þetta búið.“ Svo liðu fáir dagar og hann var allur, sjálf vildi ég trúa því að hann kæmi aftur heim á Brúnaveginn eins og eftir hinar sjúkrahússferðirnar, hann var og verður stór hluti af Brúnaveginum, bíllinn hans og hann í glugganum eða á tröppunum. Mað- ur vissi alltaf þegar hann kom upp tröppurnar á Brúnaveginum, fóta- takið hans var sérstakt og svo ræskti hann sig, nú er það liðið og heyrist ei meir. Megi kær frændi hvíla í friði, með þökk fyrir samfylgdina. Innilegar samúðarkveðjur til barna og fjölskyldna. Svafa Harðardóttir. Ólafur Hafþór Guðjónsson Ármann J. og Sævar leiða minningarmótið Þriðja umferðin í minningar- mótinu um Guðmund Pálsson var spiluð fimmtudaginn 2. desember. Spilað var á 15 borðum.Úrslit í N/S: Gunnar Sigurbjss. - Sigurður Gunnlss. 302 Dóra Friðleifsd. - Jón Stefánsson 298 Sigtryggur Ellertss. - Haukur Guðmss. 287 Guðrún Gestsd. - Lilja Kristjánsd. 278 A/V Gunnar M.Hansson - Einar Kristinss. 318 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 308 Ármann J. Láruss. - Sævar Magnúss. 304 Elís Helgas. - Gunnar Alexanderss. 299 Og eftir 3 umferðir er staða efstu para: Ármann Láruss. - Sævar Magnúss. 994 Dóra Friðleifsd. - Jón Stefánsson 937 Sigurður Njálss. - Pétur Jónsson 936 Guðrún Gestsd. - Lilja Kristjánsd.883 Bridsfélag Kópavogs Þegar einni umferð er ólokið í Að- alsveitakeppni Bridsfélags Kópa- vogs er ljóst að sveit Eðvarðs Hall- grímssonar þarf einungis sjö stig í síðustu umferð til að tryggja sér efsta sætið þar sem Baldur Bjart- mars situr yfir í síðasta leik og fær 18 stig fyrir það. Sex sveitir eiga enn möguleika á þriðja sætinu en Vinir standa best að vígi en þurfa þó að glíma við sveit Eðvarðs í síðustu umferð. Öll úrslit má sjá á bridge.is/bk en staða efstu sveita er þessi: Eðvarð Hallgrímsson 192 Baldur Bjartmarsson 181 Vinir 167 Þórður Jóns 157 Hjálmar 151 Í Butlerútreikningi eru Eðvarð/ Júlíus og Gísli/Leifur með bestan ár- angur af þeim sem hafa spilað meira en 2/3 af mótinu. Tvímenningur hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Að loknum tveimur kvöldum af þremur í Cavendish-tvímenningnum eru Hallgrímur Hallgrímsson og Hjálmar S. Pálsson með þokkalega forystu. Staðan er þessi Hallgr. Hallgrímss. – Hjálmar S. Pálss. 1663 Ragnar Magnúss. – Páll Valdimarss. 1110 Hlynur Angantýss. – Hermann Friðrikss. 970 Guðjón Sigurjónss. – Helgi Bogason 970 Oddur Hjaltason – Hrólfur Hjaltason 924 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt- ingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsing- ar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.