Morgunblaðið - 06.12.2010, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.12.2010, Qupperneq 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HÉR ERU NOKKRAR REGLUR SEM ÉG VIL AÐ ÞÚ FYLGIR Í DAG ÞÉR ER BANNAÐ AÐ GELTA, SLEFA, HLAUPA EÐA MÁSA MEÐ ÖÐRUM ORÐUM, Í DAG ERTU KÖTTUR! MAURAR ERU ÁHUGA- VERÐIR ÞEIR ERU STANSLAUST Á FERÐINNI EN SÚ ORKA! ÉG VÆRI HRÆÐILEGUR MAUR STÖÐ- VAÐU! VINUR EÐA ÓVINUR?! HVER FER ÞAR? SAUÐUR GETURÐU VERIÐ! EF ÉG VÆRI ÓVINUR ÞINN HELDURÐU AÐ ÉG MYNDI SEGJA ÞÉR ÞAÐ? GÓÐUR PUNKTUR! HEYRÐU, VÉLKÖTTURINN VAR AÐ DRAGA EITTHVAÐ DAUTT INN TIL ÞÍN! EKKI HAFA ÁHYGGJUR, KETTIR ERU ALLTAF AÐ KOMA MEÐ EITTHVAÐ DAUTT HEIM. ER ÞAÐ MÚS EÐA LÍTILL FUGL? NEI, ÞAÐ ER RAF- MAGNSLAUS SMÁBÍLL!? ÉG ÆTLA AÐ SÝNA HONUM HVERNIG MÉR LÍÐUR ÞEGAR HANN GERIR LÍTIÐ ÚR VANDAMÁLUM MÍNUM EN SÁ DAGUR, LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VIÐ GÆTUM ÞURFT AÐ SEGJA UPP FÓLKI HVAÐ MEÐ ÞAÐ? ÞAÐ ER FREKAR SMÁVÆGI- LEGT Í SAMANBURÐI VIÐ GRÓÐURHÚSA- ÁHRIFIN! HMMM... ÞAÐ ER GÓÐUR PUNKTUR HVAÐ? JONAH JAMESON ER AÐ TALA ILLA UM MIG Í BLAÐINU, EINS OG VENJU- LEGA OG NÚNA ER HANN LÍKA KOMINN MEÐ SJÓNVARPSÞÁTT! ÞETTA VAR SKRÍTINN DRAUMUR. ÉG VAR EINHLEYPUR OG BJÓ ENN ÞÁ HJÁ MAY FRÆNKU EKKI HAFA ÁHYGGJUR. HVAÐ DREYMDI ÞIG ANNARS? VARSTU VONSVIKINN ÞEGAR ÞÚ VAKNAÐIR? KOMDU HINGAÐ, ÉG SKAL SÍNA ÞÉR HVERSU VONSVIKINN! Varðhundar kerfisins Langþráður draumur vinstrimanna rættist eftir síðustu kosn- ingar. Mynduð var hrein, tær vinstri- stjórn. Nú skyldi al- þýða þessa lands leidd til valda, kerfið skyldi skorið upp og kjör al- þýðunnar, öryrkja og aldraðra bætt, áhersla lögð á jöfn tækifæri allra til menntunar og staðinn yrði sérstakur vörður um heilsu- gæsluna. Fólk skyldi leitt til öndvegis, bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldu þurfa að bukta sig og beygja fyrir þegnum þessa lands. Ekki væri inni í mynd- inni að íslenskar fjölskyldur þyrftu að greiða skuldir óráðsíumanna, Ice- save yrði aldrei greitt af íslenskum fjölskyldum. Hvað fór úrskeiðis? Þessi draumur vinstrimannsins hef- ur breyst í mjög slæma martröð. Nú er svo komið að hrunið var barna- leikur á við það sem á eftir hefur komið. Steingrímur Joð berst fyrir hagsmunum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu, og ætlar að senda reikninginn á íslenskar fjölskyldur. Ég hélt að þær þyrftu á einhverju öðru að halda um þessar mundir en bakreikningi óráðsíumanna. Það er líka ljóst að fjármálastofnanir lands- ins eru þessum þreytta ráðherra hugstæðari en venjulegt heiðarlegt, fjölskyldufólk sem þarf að heyja sína baráttu við þessar stofnanir eitt síns liðs og hróp þess um hjálp er eins og að hrópa í miðri eyðimörkinni eftir vatni. Enginn skilningur, engin hjálp. Hinn stjórnarflokkurinn, Sam- fylkingin, er upptekinn af sínum innri hneykslismálum, eins og að enn sitja ráðherrar í ríkisstjórninni sem voru í hrunstjórninni, meira að segja forsætisráðherrann sjálfur. Þvílík hneisa. Enda eru vinnubrögðin eftir því, Samfylkingin er varðhundur Evrópu- sambandsins og gerir allt sem hún getur til að hneppa Íslendinga í fátæktargildru Evr- ópu. Og það á sama tíma og formaður Evr- ópusambandsins ótt- ast að sambandið sé að liðast í sundur sem það mun eflaust gera á endanum. Það er lífs- spursmál fyrir okkur Íslendinga að losna við þessa duglausu rík- isstjórn áður en við sökkvum dýpra. Ég vara við þeim hræðsluáróðri sem stjórnvöld hafa beitt að það sé ekki til neitt betra til að taka við. Það sem mun gerast er að það mun spretta upp fjöldahreyf- ing venjulegs fólks, námsmanna, aldraðra, öryrkja og hinna vinnandi manna. Það er fólkið sem verður að axla ábyrgð og taka völdin til sín. Það er svo komið að það er skamm- aryrði að vera vinstrimaður, svo maður tali nú ekki um ósköpin að vera bendlaður við jafnaðarmenn. Þessi hugtök eru ónýt með öllu og gjörbreyta þarf hugsunarhætti fólks í þessum efnum. Sú stjórn sem nú situr er mesta íhaldsstjórn sem hér hefur setið. Þessarar ríkisstjórnar verður seint saknað, hennar verður minnst sem stjórnar hafta, biðraða eftir mat, eignamissis heiðarlegs fjölskyldufólks, hruns heilsugæsl- unnar og menntakerfisins og lang- tíma atvinnuleysis. Nú þurfum við að sameinast um að reka óværuna út úr Alþingishúsinu, og sameinast um að byggja upp afl fólksins. Það eina sem þarf er fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Allir á Austurvöll. Ómar Sigurðsson skipstjóri. Ást er… … frábær leið til að byrja daginn. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, upp- lestur kl. 12.15, útskurður og myndlist kl. 13, samsöngur kl. 14. Árskógar 4 | Handav., smíði og útsk. kl. 9, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, bænastund og umræða kl. 9.30, söngur kl. 10.30, leikfimi kl. 11, upplestur kl. 14. Félag eldri borgara í Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 10.45, gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Jóka kl. 9.30, brids kl. 13. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9, bingó kl. 13.30, stafganga kl. 16. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía, gler- og postulín kl. 9.30, lomber kl. 13, ca- nasta kl. 13.15, kóræfing kl. 17, skapandi skrif kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- lín og ganga kl. 10, handavinna, fé- lagsvist og brids kl. 13. Afmælis og að- ventufagnaður 8. des kl. 14. Nemendur Snælandsskóla og leikskólanum Sól- hvörfum syngja. Níels Árni Lund les úr bók sinni. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30. Frá hádegi er spilasal- ur opinn, kóræfing kl. 15. Svavar Knútur trúbador skemmtir 8. des. kl. 11. Furugerði 1, félagsstarf | Möguleik- húsið sýnir „Aðventa“ eftir Gunnar Gunnarsson í nýja salnum kl. 14. Veit- ingar á vægu verði eftir sýninguna. Furugerði 1, félagsstarf | Söngfélagið Góðir grannar syngur kl. 20 í salnum. Háteigskirkja | Félagsvist kl. 13. Hraunsel | Rabb kl. 9, ganga frá Hauka- húsi kl. 10, kór kl. 10.30, glerbræðsla og trésk. kl. 13, félagsvist og botsía kl. 13.30, vatnsleikf. í Ásvallalaug kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30, vinnustofa kl. 9, brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Bútasaumssýning og myndlistarsýning Erlu Þorleifsdóttur. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 11.30. Uppl. í s. 554-2780. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga í Egils- höll kl. 10. Botsía Eirborgum kl. 13.30 og sjúkraleikfimi kl. 14.30. Sundleikfimi á morgun kl. 9.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band, morgunstund, botsía, upplestur, handa, stóladans. Karlinn á Laugaveginum sagðisthafa séð Vísnahornið á föstu- daginn og haft gaman af Par- ísarvísunum. Hann var rétt nýkom- inn ofan af Skólavörðuholtinu: Við planlögðum smáferð til Parísar en prímadonnan sitt svar ísar Ég sagði við kellu: „Enga kellingarvellu. Nú kemurðu með mér til Parísar!“ Í Hlymrek, limrubók Jóhanns Hannessonar, er einnig limra frá París: Það er auðmannaútborg við París þar sem ódæma nýstárleg spa rís: þar er sundlaug sem er eins og ólgandi hver og önnur með svellþykkum skarís. Og þar koma fyrir aðrar borgir: Það er furðulegt ástand í Ankara. Þar er allt fullt með vestfirska sankara. Þeir kaupa upp allt sem er yfirleitt falt jafnvel antíka gólfteppabankara. Það er vont að fá fréttir í Varsjá. Að vísu sést Moskva í fjarsjá, en þar hafa ekki enn fundist heilvita menn sem hægt er að leita sér svars hjá. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af borgum og limrum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.