Morgunblaðið - 06.12.2010, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010
Sýnd kl. 6
Sýnd kl. 6
Sýnd kl. 8 og 10:10Sýnd kl. 8 og 10:10
EINN BESTI
SPENNUTRYLLIR ÁRSINS...
SEM GEFUR FYRRI
MYNDINNI EKKERT EFTIR!
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
HVERSU LANGTMYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞÁ SEM ÞÚ ELSKAR?
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND
HHH
Sýnd kl. 8 og 10:30 Sýnd kl. 6
Hann leitar Hefnda
Þeirra sem sviku Hann
frábær Hasarmynd!
-bara lúxus
Sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is
5%
Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ
FASTER kl. 8 - 10
PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 8 - 10
THE NEXT THREE DAYS KL. 5.45
JACKASS 3D KL. 5.45
16
16
12
12
Nánar á Miði.is
FASTER kl. 5.50 - 8 - 10.10
FASTER LÚXUS kl. 5.50 - 8 - 10.10
PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 5.50 - 8 - 10.10
THE NEXT THREE DAYS KL. 8 - 10.40
NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 3.50 - 6
JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10
ARTHÚR 3 KL. 3.40
ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 KL. 3.50
AULINN ÉG 3D ÍSL. TAL KL. 3.50
16
16
16
12
L
12
L
L
L
FASTER kl. 8 - 10.10
AGORA KL. 9
NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6
DRAUMURINN UM VEGINN KL. 6
SKYLINE ÓTEXTAÐ KL. 8 - 10.10
UNSTOPPABLE KL. 10.10
EASY A KL. 6
YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8
16
14
L
L
12
L
12
L
HÁSKÓLABÍÓ
ÍSL. TALÍSL. TAL
EPÍSK STÓRMYND EFTIR
LEIKSTJÓRA THE OTHERS
FRÁBÆR TEIKNIMYND
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
MEÐ ÍSLENSKU TALI
Hann leitar
hefnda þeirra
sem sviku hann.
Frábær hasarmynd!
"MYND SEM HITTIR Í MARK!"
-H.H, MBL
Nýjasta kvikmynd Romans Polanski,
The Ghost Writer, hlaut sex verðlaun
á Evrópsku kvikmyndaverðlaunahá-
tíðinni sem veitt voru í Tallin í kvöld.
Myndin var valin besta kvikmyndin,
Polanski var valinn leikstjóri ársins,
Ewan McGregor leikari ársins.
Handrit Robert Harris og Roman
Polanski var valið besta handritið og
Alexandre Desplat fékk verðlaun fyr-
ir tónlistina í myndinni og Albrecht
Konrad fyrir leikmyndina.
Sylvie Testud var valin leikkona
ársins fyrir hlutverk sitt í kvikmynd-
inni Lourdes. En leikarinn Bruno
Ganz var heiðraður fyrir störf sín í
þágu evrópskrar kvikmyndagerðar á
hátíðinni í Tallin í Eistlandi í kvöld.
Að mati þeirra sem tóku þátt í að
velja mynd ársins, það er val fólksins,
var Mr. Nobody besta mynd ársins í
Evrópu en handrit myndarinnar er
eftir Jaco Van Dormael sem einnig
leikstýrði henni.
Polanski var ekki viðstaddur hátíð-
ina í kvöld en hálft ár er síðan honum
var sleppt úr stofufangelsi í Sviss eft-
ir að hann slapp naumlega frá fram-
sali til Bandaríkjanna vegna áratu-
gagamals máls tengds
kynferðisofbeldi.
Hann þakkaði hins vegar fyrir
heiðurinn í beinni útsendingu gegn-
um netið á hátíðinni og þakkaði um
leið félögum sínum sem komu að gerð
myndarinnar.
Stjórnvöld í Eistlandi höfði hins
vegar greint frá því fyrir hátíðina að
Polanski yrði ekki framseldur til
Bandaríkjanna ef hann myndi mæta
þar sem samkvæmt eistneskum lög-
um er kynferðisofbeldismálið fyrnt.
Reuters
Sæll Polanski gerir það gott í starfi þó að persónulega lífið sé í tómu rugli.
Draugaritarinn
sigursæll
Polanski sópaði upp verðlaunum á
Evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni
Faster er hefndartryllir íanda Death Wish-myndaCharles Bronson og bæðiítalskra og bandarískra
vestra, sem voru margir hverjir á
svipuðum nótum áður en þá dagaði
uppi í kvikmyndalandslaginu. Hetj-
an er einnig kunnugleg úr áþekkum
myndum, hinn þögli hefndarengill
með dauðann einan meðreið-
arsveina. En Johnson er enginn
Eastwood, kemst ekki einu sinni
með tærnar þar sem Bronson hafði
hælana. Sem mörkuðu þó ekki djúp
spor í kvikmyndasöguna.
Að hætti Walters Hill í Driver,
bera persónurnar engin nöfn aðeins
starfsheiti. Johnson-karakterinn er
jafnvel kallaður Driver, þar sem
hann hafði gerst ökumaður und-
ankomubíls í bankaráni með bróður
sínum áratug áður en myndin hefst.
Bankaránið fór í vaskinn, einhver
hafði sagt til ræningjanna og leitt
þá í gildru og myrt. Kúla í gegnum
höfuðið hafði ekki drepið Driver,
hann náð sér að mestu og er að
sleppa úr fangelsi eftir 10 ára af-
plánun í upphafsatriðinu og er al-
mennt álitinn dauður utan múr-
anna. Hann hefur ráðið krimma til
að hafa uppi á öllum þeim sem
komu við sögu ránsins og eru hugs-
anlegir svikarar og hefur hefnd-
araðgerðir með því að fá listann og
verður skrásetjarinn fyrsta fórn-
arlambið.
Síðan er sagan í járnum tuga ef
ekki hundraða, einkum B-mynda;
fyrirsjáanleg, flöt og ófrumleg.
Thornton leikur Lögguna – Cop,
sem er ekki öll þar sem hún er séð
undir sínu tuskulega útliti. Cop
kemst á spor Drivers en það gerir
líka hálfóður leigumorðingi, Killer
(Jackson-Cohen). Þessi þrjú sudda-
menni þeysast síðan um vesturríkin,
hvert á hælum annars og hlaða upp
blóði drifnum fórnarlömbum.
Sagan tekur smávægilegt hlið-
arskref undir lokin þegar fer að
þrengjast um bölvald Drivers, en
það er þá þegar
farið að liggja í loftinu. Að öðru
leyti er atburðarásin eins einföld og
hugsast getur. Johnson (The Rock),
hefur fráhrindandi nærveru í burð-
arhlutverkinu, ræður engan veginn
við að tjá „The Man With No
Name“, Kletturinn er illskárri í
barna- og fjölskyldumyndum en
sem forhertur manndrápari. Það
gustar þó örlítið af þessu hrikalega
steratrölli, en ekki nóg til þess að
bera uppi myndina. Thornton er
heillum horfinn líkt og aðrir sem
koma við þessa kunnuglegu sögu,
helst að sjá tilþrif hjá Guginol í
hlutverki lögreglukonu og sam-
starfsmanns Thorntons og þá má
greina smávegis púls hjá Jackson-
Cohenm, sem fær eina forvitnilega
hlutverkið.
Faster er hröð, mikið um dráp og
hraðakstur og gleður sjálfsagt unga
drengi og fornbílaunnendur, sem fá
m.a. að sjá til burða upptjúnaðra
Chevya og Pontiaca. Því miður eru
þeir mun reffilegri en undarlega
samansettur leikhópurinn.
Smárabíó, Háskólabíó, Laug-
arásbíó, Borgarbíó Akureyri
Faster
bbmnn
Leikstjóri: George Tillman Jr . Aðalleik-
arar: Dwayne Johnson, Billy Bob Thorn-
ton, Oliver Jackson-Cohen, Carla Gug-
ino, Maggie Grace, Moon Bloodgood,
Tom Berenger. Bandarísk. 98 mín. 2010.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYNDIR
Kaldur kall? „Johnson (The Rock), hefur fráhrindandi nærveru...“
Steratröll í hefndarhug