Morgunblaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 36
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 340. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Vopnaður riffli á skemmtistað 2. Jólahúsið þykir orðið of vinsælt 3. Rýma þurfti unglingasamkvæmi 4. Tévez brjálaður út í Mancini »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ellen Kristjánsdóttir hefur nýlega lokið upptökum á geisladiski í sam- starfi við gítarleikarann góðkunna Pétur Hallgrímsson. Diskurinn heitir Let me be there og verður kynntur á Rósenberg á morgun. Útgáfutónleikar Ell- enar Kristjánsdóttur  Réttindastofa Forlagsins hefur gengið frá samn- ingum um útgáfu á skáldsögu Krist- ínar Steinsdóttur, Ljósu, við hið virta þýska út- gáfufyrirtæki C.H. Beck sem hyggst gefa bókina út í Þýskalandi, Sviss og Austurríki. Beck hefur starfað í Þýskalandi í næstum 250 ár, ætíð í eigu sömu fjölskyldu. Skáldsagan Ljósa seld til Þýskalands  Skákfélag Vinjar og Hrókurinn halda jólamót í Vin, Hverfisgötu 47, í dag. Mótið hefst klukkan 13.15. Borgarstjóri Reykvík- inga, Jón Gnarr, setur mótið og mun svo leika fyrsta leikinn. Efstu keppendur fá glænýjar, volgar og ilmandi jólabækur frá bókaútgáfunni Sögum að laun- um. Jólaskákmót Vinjar og Hróksins Á þriðjudag Norðan 5-10 með éljum eða snjókomu, en bjart að mestu sunnanlands. Lægir víðast hvar síðdegis. Frost 0 til 8 stig. Á miðvikudag Hæglætisveður, bjart með köflum og 0 til 10 stiga frost, en þykknar upp við vesturströndina og hlýnar þar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-10 m/s austanlands og svolítil él, en annars hægari norðlæg eða breytileg átt. Úrkomulaust að kalla og yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. VEÐUR Njarðvíkingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu ríkjandi bikarmeistara Snæfells í 16 liða úrslit- um bikarkeppni karla í körfuknattleik í gær- kvöld á heimavelli Snæ- fells í Stykkishólmi. KR- ingar unnu sannfærandi sigur á Hamarsmönnum á heimavelli og Tinda- stóll gerði góða ferð til Keflavíkur og lagði heimamenn. »3 Njarðvík sló út bikarmeistarana Franski miðjumaðurinn Samir Nasri sá til þess að Arsenal skaust í topp- sæti ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu. Hann skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum á Fulham á sama tíma og Chelsea gerði jafntefli við Ever- ton. »7 Arsenal skaust í topp- sætið á Englandi Það sáust glæsileg tilþrif í Egilshöll- inni í Grafarvogi í gær þegar Íslands- mótið í listdansi á skautum var hald- ið. Nadja Margrét Jamchi varð Íslandsmeistari í unglingaflokki og í stúlknaflokki varð Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir hlutskörpust en stúlkurnar sem kepptu á Íslands- mótinu hafa greinilega náð góðum tökum á íþróttinni. »2 Nadia og Heiðbjört Íslandsmeistarar ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Solveig Lára Kjærnested, lands- liðskona í handknattleik, mun hafa í nógu að snúast næstu dagana. Solveig er einn af sextán leik- mönnum íslenska kvennalandsliðs- ins í handknattleik sem er komið til Danmerkur en Ísland er á meðal þátttökuþjóða á Evrópumeist- aramótinu sem hefst í Noregi og Danmörku á morgun. Solveig ól dóttur í mars síðast- liðnum en hún og eiginmaður hennar, Jóhann Ingi Jóhannsson, fóru með til Danmerkur í fyrradag. Jóhann og dóttirin búa hjá vina- fólki þeirra Solveigar og Jóhanns Inga skammt frá hótelinu þar sem íslenska landsliðið heldur til meðan á mótinu stendur. „Ég hef rætt við Júlíus þjálfara um að ég fái rýmri tíma en aðrir leikmenn til að umgangast fjöl- skyldu mína á meðan mótið stend- ur yfir og hann hefur sýnt mér mikinn skilning. Við notuðum tæki- færið á dögunum þegar ég fór út með landsliðinu í æfingaferð til Noregs til að venja stúlkuna af brjósti. Það hefur gengið vel og ætti ekki að verða vandamál. En sú stutta virðist hafa eitthvað fyrst við móður sína fyrir að vera svona lengi að heiman en nú má hún ekki sjá af mér,“ sagði Solveig Lára við Morgunblaðið. Solveig Lára er 25 ára gömul og leikur í stöðu hornamanns. Hún lék sinn fyrsta landsleik gegn Fær- eyingum fyrir fimm árum. Hún hóf feril sinn með ÍR en í 3. flokki gekk hún í raðir Stjörnunnar og hefur leikið með Garðabæjarliðinu síðan utan eins tímabils þegar hún spilaði með Weibern í þýsku 2. deildinni. Solveig og stöllur hennar í ís- lenska landsliðinu hefja leik á Evr- ópumótinu á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 12 síðna aukablað um EM Í tilefni af þátttöku Íslands á Evrópumótinu fylgir Morgun- blaðinu í dag 12 síðna aukablað um Evrópumótið þar sem leikmenn Ís- lands eru kynntir. Viðtöl eru við landsliðsþjálfarann og ýmsa spek- inga og rifjað er upp þegar kvennalandsliðið hampaði Norðurlandameistaratitlinum árið 1964. Morgunblaðið/Ernir Klár í slaginn Solveig Lára Kjærnested landsliðskona, Jóhann Ingi Jóhannsson og dóttirin Katrín Ásta. Solveig með dótturina og manninn með sér á EM  Allri vinnunni verður dembt á karlinn, segir Solveig Lára „Það er sól og blíða hér í dag eins og flesta daga og ég viðurkenni að það er skrýtið að huga að jólaundirbún- ingi við þessar aðstæður. Hér er í rauninni ekkert sem minnir á þau jól sem við erum vön, en það verða jól hjá okkur líka, það er ábyggilegt,“ segir Brynjar Brjánsson, stað- arstjóri Ístaks í Falmouth á Ja- maíka. Þar er staddur tæplega 30 manna hópur á vegum fyrirtækisins og er verkefnið að reisa 19 byggingar fyrir Royal Caribbean-skipafélagið. Í dsember er hitinn flesta daga um og yfir 30 stig. »6 Ljósmynd/Axel Viðar Hilmarsson Þorsti Ketill Guðmundsson svalar þorstanum í hitanum á Jamaíka. Það verða líka jól hjá okkur Byggja fyrir Royal Caribbean á Jamaíka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.