Morgunblaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 22
HVAMMSTANGI Karl Ásgeir Sigurgeirsson Haustið hefur verið kalt í Húna- þingi frá því síðla í október. Nokk- ur snjór kom á láglendi og er ekki farinn að fullu. Margir bændur eru ósáttir við hve lömb skiluðu sér illa eftir sumarið, á sumum bæjum vantar marga tugi. Einnig var nokkuð um lambadauða á haust- dögum á túnum bænda. Kenna menn mögulegri flensu um ástand- ið. Fé er flest komið á hús og rún- ingsmenn hafa að mestu lokið sinni vertíð. Þar er um að ræða snarpa kunnáttumenn, sem margir hverjir rýja þúsundir fjár á hverju hausti.    Nokkur umferðarslys hafa orð- ið hér á hringveginum á liðnum vikum. Flytja hefur þurft slasað fólk með þyrlu og sjúkrabílum til Reykjavíkur og Akureyrar og einnig á sjúkrahúsið hér. Það vill gleymast í útreikningum sérfræð- inga á þörf fyrir lækna og heil- brigðisstarfsfólk á einstökum svæðum, hve mikill fjöldi fólks er á ferð á þjóðvegum landsins, oftast er horft á íbúafjölda ákveðinna héraða. Á Hvammstanga eru tveir sjúkrabílar með sérhæfðum búnaði og ökumönnum og eru oft báðir í notkun. Þá er hér öflug björgunar- sveit og sérbúinn klippibúnaður frá slökkviliðinu. Þessir útverðir í umferðaröryggi eru afar mikil- vægir og vinna verk sín oft við erf- iðar aðstæður.    Aðventan er ávallt prýdd mikilli tónlist. Í kirkjum héraðsins voru aðventuhátíðir fyrsta sunnudag í aðventu. Tónlistarskólinn heldur nokkra jólatónleika nú í vikunni, þar eru 110 nemendur og 5-6 kennarar. Karlakórinn Lóuþrælar heldur tvenna jólatónleika, sem eru í boði Sparisjóðsins, þeir fyrri verða á Borðeyri og þeir síðari á Hvammstanga 16. des. Hópur tón- listarfólks efndi til tónleika í Fé- lagsheimilinu Ásbyrgi fyrr í að- ventu. Áform eru um endurflutning þeirra um áramótin og þá til styrktar líknarmálum í héraðinu. Hús og hýbýli í héraðinu eru óðum að taka á sig viðmót há- tíðarinnar sem í vændum er, sveit- arfélagið hefur sett upp hefð- bundna skreytingu á ljósastaura í þéttbýlinu og til sveita má sjá veg- legar skreytingar, jafnvel á úti- húsum. Þetta allt býr okkur undir komu hátíðarinnar og vekur gleði í hjarta. Bestu aðventukveðjur úr Húna- þingi. Lömbin skiluðu sér illa Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Jólin Í ár líkt og fyrri ár er von á miklum jólaskreytingum á Hvammstanga. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 13 dagar til jóla Um 150 sjálfboðaliðar Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands munu gefa gestum og gangandi í miðbæ Reykjavíkur um átta þúsund bolla af heitu súkkulaði á laug- ardögunum fram að jólum og á Þor- láksmessu. Sjálfboðaliðarnir verða staðsettir á 14 skömmtunarstöðvum víðs- vegar um miðbæinn að gefa súkku- laði. Söfnunarbaukar merktir Rauða krossinum verða á hverjum stað til að taka á móti frjálsu fram- lagi en tilgangur verkefnisins er að safna fé til styrktar fólki í vanda. Það eru verslunareigendur í miðbæ Reykjavíkur sem standa straum af kostnaði verkefnisins ásamt Mjólkursamsölunni sem gef- ur 750 lítra af mjólk og Nóa Síríus sem gefur 130 kg af súkkulaði. Rauði krossinn gefur heitt súkkulaði Ánægja Súkkulaðið hefur vakið lukku hjá þeim sem lagt hafa leið sína í miðbæinn. Lionsklúbburinn Ásbjörn stendur fyrir góð- gerðartónleikum í Víðistaðakirkju í dag, laugardag, kl. 17.00. Miðar eru til sölu í gler- augnaversluninni Augastaður í Firði. Miða- verð er 2.000 krónur. Tónleikarnir eru að þessu sinni haldnir til styrktar Félagi nýrnasjúkra. Flytjendur á tónleikunum eru Kammerkór Hafnar- fjarðar, Kvennakór Hafnarfjarðar, Karlakórinn Þrestir og Flensborg- arkórinn. Þá mun Ástríður Alda Sigurðardóttir leika á píanó, auk þess sem Jónas Þórir mun annast hljóðfæraleik með kórum. Kynnir verður Egill Friðleifsson. Lionsklúbburinn Ásbjörn hefur allt frá stofnun árið 1973 staðið að fjöl- mörgum verkefnum sem tengjast líknar- og velferðarmálum. Þar hefur sérstök áhersla verið lögð á verkefni tengd öldruðum, sjúkrastofnunum bæjarfélagsins og ungu fólki. Allt fé sem safnast á vegum klúbbsins vegna verkefna rennur óskipt til þeirra, segir í tilkynningu. Góðgerðartónleikar í Víðistaðakirkju í dag Helgin verður viðburðarík í Café Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík. Jólabasarinn verður opinn kl. 13-18 báða dagana. Einnig býðst gestum tækifæri til að föndra origami skraut og skreyta tré til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. Á laugardaginn kl. 15.30 mun Guðrún Helgadóttir, einn helsti barnabókahöfundur landsins, lesa upp úr nýjustu bók sinni „Lítil saga um latan unga“. Helga Thorberg lítur svo inn á sunnudeginum kl. 16.00 og les upp úr sinni bók „Loks- ins sexbomba á sextugs aldri“. Með henni í för verður Enrique Canales Fuentes gítarleikari sem fyllir kaffihúsið af suðrænum gít- arleik. Auk þess spilar Skólahljómsveit Austurbæjar fyrir gesti og Nikulás Magnússon harmonikkuleikari þen- ur nikkuna. Skraut Hægt er að læra að gera skemmti- legt origami jólakskraut í Café Flóru. Aðventuhelgin í Grasagarðinum Sex milljónir króna söfnuðust á tón- leikahaldi Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík fyrir jólin. Fjórar af milljónunum runnu til Jólaað- stoðar-2010, en hinar tvær runnu til Samhjálpar. Elín Hirst talsmaður Jólaaðstoðar-2010 tók á móti pen- ingunum frá Ester Jacobsen og Verði Leví Traustasyni, forstöðu- manni safnaðarins á gospel- tónleikum sem haldnir voru nú í vikunni og sýndir verða í Sjónvarp- inu á aðfangadagskvöld. Gáfu sex milljónir Piparkökuhúsaleikur Kötlu er nú haldinn í fimmtánda sinn og er þátttaka í leiknum að verða að skemmtilegri jólahefð á mörgum heimilum. Að baka saman piparkökur eða búa til piparkökuhús er verðmæt stund hjá mörgum fjölskyldum og ómissandi þáttur í að koma fjölskyldumeðlimum í gott jóla- skap. Í dag, laugardag, kl. 15.00 verður kynnt hvaða hús fá verðlaun í ár. Keppt er í barna- og fullorðinsflokki og verðlaun veitt fyrir fallegustu og bestu húsin. Piparkökuhúsin eru nú til sýnis í Smáralind í Kópavogi og á Glerártorgi á Akureyri og verða þau þar frammi til 20. desember nk. en þá geta eigendur þeirra sótt þau og notið þeirra yfir hátíðirnar. Skorað er á alla að fara í Smáralind eða á Glerártorg til að skoða þetta frábæra íslenska handverk. Úrslit í piparkökuhúsaleik Kötlu Jólaskemmtun Skátakórsins fer fram í dag í skátaheimili Árbúa kl. 15. Skemmtun hefst með jóla- tónleikum þar sem kórinn syngur undir stjórn Skarphéðins Þórs Hjartarsonar. Að söng loknum verður boðið upp á léttar veitingar og í kjölfarið verður dansað í kring- um jólatréð við undirleik kórfélaga og líkur eru á að jólasveinninn kíki í heimsókn. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Jólaskemmtun Skátakórsins STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is DVB-T STEREÓ HLJÓÐKERFI 2 HDMI VERÐ 79.990 FRÁBÆRT VERÐ Dantax 32LCDVD92 32" HD LCD SJÓNVARP með WXGA 1366x768p upplausn, 10.000:1 skerpu, innbyggðum DVB-T móttakara, 40w stereó hljóði, 2x HDMI, 2x Scart, VGA tengi, ofl. ALLAR GERÐIR MINNISKORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.