Morgunblaðið - 11.12.2010, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.12.2010, Qupperneq 22
HVAMMSTANGI Karl Ásgeir Sigurgeirsson Haustið hefur verið kalt í Húna- þingi frá því síðla í október. Nokk- ur snjór kom á láglendi og er ekki farinn að fullu. Margir bændur eru ósáttir við hve lömb skiluðu sér illa eftir sumarið, á sumum bæjum vantar marga tugi. Einnig var nokkuð um lambadauða á haust- dögum á túnum bænda. Kenna menn mögulegri flensu um ástand- ið. Fé er flest komið á hús og rún- ingsmenn hafa að mestu lokið sinni vertíð. Þar er um að ræða snarpa kunnáttumenn, sem margir hverjir rýja þúsundir fjár á hverju hausti.    Nokkur umferðarslys hafa orð- ið hér á hringveginum á liðnum vikum. Flytja hefur þurft slasað fólk með þyrlu og sjúkrabílum til Reykjavíkur og Akureyrar og einnig á sjúkrahúsið hér. Það vill gleymast í útreikningum sérfræð- inga á þörf fyrir lækna og heil- brigðisstarfsfólk á einstökum svæðum, hve mikill fjöldi fólks er á ferð á þjóðvegum landsins, oftast er horft á íbúafjölda ákveðinna héraða. Á Hvammstanga eru tveir sjúkrabílar með sérhæfðum búnaði og ökumönnum og eru oft báðir í notkun. Þá er hér öflug björgunar- sveit og sérbúinn klippibúnaður frá slökkviliðinu. Þessir útverðir í umferðaröryggi eru afar mikil- vægir og vinna verk sín oft við erf- iðar aðstæður.    Aðventan er ávallt prýdd mikilli tónlist. Í kirkjum héraðsins voru aðventuhátíðir fyrsta sunnudag í aðventu. Tónlistarskólinn heldur nokkra jólatónleika nú í vikunni, þar eru 110 nemendur og 5-6 kennarar. Karlakórinn Lóuþrælar heldur tvenna jólatónleika, sem eru í boði Sparisjóðsins, þeir fyrri verða á Borðeyri og þeir síðari á Hvammstanga 16. des. Hópur tón- listarfólks efndi til tónleika í Fé- lagsheimilinu Ásbyrgi fyrr í að- ventu. Áform eru um endurflutning þeirra um áramótin og þá til styrktar líknarmálum í héraðinu. Hús og hýbýli í héraðinu eru óðum að taka á sig viðmót há- tíðarinnar sem í vændum er, sveit- arfélagið hefur sett upp hefð- bundna skreytingu á ljósastaura í þéttbýlinu og til sveita má sjá veg- legar skreytingar, jafnvel á úti- húsum. Þetta allt býr okkur undir komu hátíðarinnar og vekur gleði í hjarta. Bestu aðventukveðjur úr Húna- þingi. Lömbin skiluðu sér illa Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Jólin Í ár líkt og fyrri ár er von á miklum jólaskreytingum á Hvammstanga. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2010 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 13 dagar til jóla Um 150 sjálfboðaliðar Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands munu gefa gestum og gangandi í miðbæ Reykjavíkur um átta þúsund bolla af heitu súkkulaði á laug- ardögunum fram að jólum og á Þor- láksmessu. Sjálfboðaliðarnir verða staðsettir á 14 skömmtunarstöðvum víðs- vegar um miðbæinn að gefa súkku- laði. Söfnunarbaukar merktir Rauða krossinum verða á hverjum stað til að taka á móti frjálsu fram- lagi en tilgangur verkefnisins er að safna fé til styrktar fólki í vanda. Það eru verslunareigendur í miðbæ Reykjavíkur sem standa straum af kostnaði verkefnisins ásamt Mjólkursamsölunni sem gef- ur 750 lítra af mjólk og Nóa Síríus sem gefur 130 kg af súkkulaði. Rauði krossinn gefur heitt súkkulaði Ánægja Súkkulaðið hefur vakið lukku hjá þeim sem lagt hafa leið sína í miðbæinn. Lionsklúbburinn Ásbjörn stendur fyrir góð- gerðartónleikum í Víðistaðakirkju í dag, laugardag, kl. 17.00. Miðar eru til sölu í gler- augnaversluninni Augastaður í Firði. Miða- verð er 2.000 krónur. Tónleikarnir eru að þessu sinni haldnir til styrktar Félagi nýrnasjúkra. Flytjendur á tónleikunum eru Kammerkór Hafnar- fjarðar, Kvennakór Hafnarfjarðar, Karlakórinn Þrestir og Flensborg- arkórinn. Þá mun Ástríður Alda Sigurðardóttir leika á píanó, auk þess sem Jónas Þórir mun annast hljóðfæraleik með kórum. Kynnir verður Egill Friðleifsson. Lionsklúbburinn Ásbjörn hefur allt frá stofnun árið 1973 staðið að fjöl- mörgum verkefnum sem tengjast líknar- og velferðarmálum. Þar hefur sérstök áhersla verið lögð á verkefni tengd öldruðum, sjúkrastofnunum bæjarfélagsins og ungu fólki. Allt fé sem safnast á vegum klúbbsins vegna verkefna rennur óskipt til þeirra, segir í tilkynningu. Góðgerðartónleikar í Víðistaðakirkju í dag Helgin verður viðburðarík í Café Flóru í Grasagarðinum í Reykjavík. Jólabasarinn verður opinn kl. 13-18 báða dagana. Einnig býðst gestum tækifæri til að föndra origami skraut og skreyta tré til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. Á laugardaginn kl. 15.30 mun Guðrún Helgadóttir, einn helsti barnabókahöfundur landsins, lesa upp úr nýjustu bók sinni „Lítil saga um latan unga“. Helga Thorberg lítur svo inn á sunnudeginum kl. 16.00 og les upp úr sinni bók „Loks- ins sexbomba á sextugs aldri“. Með henni í för verður Enrique Canales Fuentes gítarleikari sem fyllir kaffihúsið af suðrænum gít- arleik. Auk þess spilar Skólahljómsveit Austurbæjar fyrir gesti og Nikulás Magnússon harmonikkuleikari þen- ur nikkuna. Skraut Hægt er að læra að gera skemmti- legt origami jólakskraut í Café Flóru. Aðventuhelgin í Grasagarðinum Sex milljónir króna söfnuðust á tón- leikahaldi Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík fyrir jólin. Fjórar af milljónunum runnu til Jólaað- stoðar-2010, en hinar tvær runnu til Samhjálpar. Elín Hirst talsmaður Jólaaðstoðar-2010 tók á móti pen- ingunum frá Ester Jacobsen og Verði Leví Traustasyni, forstöðu- manni safnaðarins á gospel- tónleikum sem haldnir voru nú í vikunni og sýndir verða í Sjónvarp- inu á aðfangadagskvöld. Gáfu sex milljónir Piparkökuhúsaleikur Kötlu er nú haldinn í fimmtánda sinn og er þátttaka í leiknum að verða að skemmtilegri jólahefð á mörgum heimilum. Að baka saman piparkökur eða búa til piparkökuhús er verðmæt stund hjá mörgum fjölskyldum og ómissandi þáttur í að koma fjölskyldumeðlimum í gott jóla- skap. Í dag, laugardag, kl. 15.00 verður kynnt hvaða hús fá verðlaun í ár. Keppt er í barna- og fullorðinsflokki og verðlaun veitt fyrir fallegustu og bestu húsin. Piparkökuhúsin eru nú til sýnis í Smáralind í Kópavogi og á Glerártorgi á Akureyri og verða þau þar frammi til 20. desember nk. en þá geta eigendur þeirra sótt þau og notið þeirra yfir hátíðirnar. Skorað er á alla að fara í Smáralind eða á Glerártorg til að skoða þetta frábæra íslenska handverk. Úrslit í piparkökuhúsaleik Kötlu Jólaskemmtun Skátakórsins fer fram í dag í skátaheimili Árbúa kl. 15. Skemmtun hefst með jóla- tónleikum þar sem kórinn syngur undir stjórn Skarphéðins Þórs Hjartarsonar. Að söng loknum verður boðið upp á léttar veitingar og í kjölfarið verður dansað í kring- um jólatréð við undirleik kórfélaga og líkur eru á að jólasveinninn kíki í heimsókn. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Jólaskemmtun Skátakórsins STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is DVB-T STEREÓ HLJÓÐKERFI 2 HDMI VERÐ 79.990 FRÁBÆRT VERÐ Dantax 32LCDVD92 32" HD LCD SJÓNVARP með WXGA 1366x768p upplausn, 10.000:1 skerpu, innbyggðum DVB-T móttakara, 40w stereó hljóði, 2x HDMI, 2x Scart, VGA tengi, ofl. ALLAR GERÐIR MINNISKORT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.