Morgunblaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reikna má með að útboð vegna tveggja kafla á Suðurlandsvegi verði auglýst í febrúar og að framkvæmdir geti hafist snemma í vor. Einnig er hægt að hefjast handa við forval og útboð Vaðlaheiðarganga en það ferli tekur lengri tíma þannig að fram- kvæmdir hefjast varla fyrr en í sum- ar, í fyrsta lagi. Ríkisstjórnin ákvað að fjármagna sjálf vegagerð fyrir 38 milljarða króna á næstu fjórum árum eftir að slitnaði upp úr viðræðum við lífeyr- issjóðina í síðustu viku. Sex milljarð- ar verða lagðir í verkefnið á næsta ári, ef heimild fæst á fjárlögum árs- ins. Framkvæmdirnar verða í nafni tveggja félaga sem ríkið mun eiga meirihluta í. Annars vegar eru Vega- framkvæmdir ohf. um framkvæmdir við stofnbrautir út frá höfuðborgar- svæðinu. Hins vegar vegar Greið leið um Vaðlaheiðargöng. Fyrrnefnda fé- lagið verður alfarið í eigu Vegagerð- arinnar en Greið leið verður í 51% eigu ríkisins. Félag sveitarfélaganna á svæðinu, KEA og hugsanlega fleiri leggja 200 til 300 milljónir kr. í félag- ið, á móti Vegagerðinni. Fjárhagsleg ábyrgð hjá ríkinu Ríkið sér um að útvega lán með út- gáfu ríkisskuldabréfa og ábyrgist þannig lánin að fullu. Þau á að greiða til baka með innheimtum veggjöldum á tuttugu árum. Þann tíma er hægt að lengja ef hann dugar ekki til að greiða upp lánin, eða stytta ef betur gengur. Meðeigendur ríkisins hætta aðeins hlutafé sínu. Ekki verður farið að innheimta veggjöld fyrr en öllum framkvæmd- unum lýkur og endurgreiðsla lána hefst, á árunum 2015 eða 2016. Upp- hæð veggjalda ræðst af kostnaði við fjármögnun og framkvæmdir. Gjald fyrir notkun Vaðlaheiðarganga gæti orðið litlu lægra en í Hvalfjarðargöng, eða 700-800 kr. Rætt hefur verið um að gjaldið á vegunum verði jafnt á hvern kílómetra og leiðunum skipt upp. Þannig verði að minnsta kosti fjórar sjálfvirkar innheimtustöðvar á Suðurlandsvegi en tvær til fjórar á Reykjanesbraut. Upphæðin 310 krónur hefur verið nefnd sem dæmi fyrir leiðina milli Reykjavíkur og Selfoss, og þá 620 krónur fram og til baka. Ekki verður gerður greinarmunur á erindum eða búsetu ökumanna en stórnotendur eiga að geta fengið afslátt. Þannig þurfa íbú- ar Hveragerðis að greiða rúmlega hundrað króna gjald fyrir að sækja þjónustu til Selfoss og Kjalnesingar sem eru íbúar Reykjavíkur þurfa að greiða svipað gjald fyrir að aka í bæ- inn. Þá verður innheimt fyrir akstur alla leið til Reykjanesbæjar til að standa undir framkvæmdum við Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Undirbúningur ræður för Staða undirbúnings fram- kvæmdanna og skipulagsmál ráða mestu um það í hvaða röð farið er í framkvæmdir á Suðvesturlandi. Tveir kaflar á Suðurlandsvegi eru nánast tilbúnir í útboð, það er að segja kaflinn frá Vesturlandsvegi að Rauðavatni og Hellisheiðin. Ári síðar kemur að þriðja kaflanum, frá Rauða- vatni upp að Lögbergsbrekku. Reykjanesbrautin í gegnum Hafn- arfjörð kemst fljótlega á dagskrá en lengra er í veginn framhjá álverinu í Straumsvík. Sama er að segja um Vesturlandsveg frá Þingvallaafleggj- ara að Hvalfjarðargöngum og síðast verður farið í Suðurlandsveg frá Hveragerði að Selfossi og nýja brú á Ölfusá. Fyrst verða boðnir út kaflar á Suðurlandsvegi  Íbúar Hveragerðis og Kjalarness þurfa að greiða fyrir akstur til þjónustukjarna Morgunblaðið/Ómar Suðurlandsvegur Ögmundur Jónasson samgönguráðherra og hans fólk þarf að bretta upp ermarnar til að koma vegaframkvæmdum aftur af stað. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010 Heimsferðir bjóða nú sérstakt jólatilboð! Keyptu gjafabréf fyrir 5.000 kr. en andvirði þess verður 7.000 kr.! Eða keyptu gjafabréf fyrir 10.000 kr. og andvirði þess verður 14.000 kr.! Athugið að tilboðið gildir einungis fyrir upphæðirnar sem eru tilteknar hér að ofan og einungis er hægt að nota eitt gjafabréf á mann í bókun. Gjafabréfið gildir einungis á nýjar bókanir. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. Gefðu hlýju og samveru um jólin! E N N E M M / S IA • N M 3 0 87 7 Gjafabréf Heimsferða er tilvalin gjöf fyrir þá sem „eiga allt“ „Ég tel að stjórn- völd ættu að leggja vog á lóð- arskálarnar og fordæma þessar glórulausu árásir á fjölmiðlafrelsi og fjölmiðla,“ seg- ir Kristinn Hrafnsson, tals- maður Wikileaks. Hann hvatti í gær utanríkisráðherra Íslands til að fordæma þær árásir sem Wikileaks hefur orðið fyrir að undanförnu. Greiðslukortafyrirtæki sem Wiki- leaks er í viðskiptum við lokaði á dög- unum fyrir miðlun framlaga til Wiki- leaks. „Samstarfsfyrirtæki okkar er að leita lagalegra leiða til að fá skað- ann bættan og til að opna. Þetta beinist fyrst og fremst að þeim,“ seg- ir Kristinn um stöðuna í því máli. „Mér skilst að fljótlega eftir helgi muni danska fyrirtækið Teller sem sér um að ferla færslurnar gefa skýr- ingar á þessum atburði og taka af- stöðu til bótaábyrgðar,“ segir Krist- inn. Málið var rætt á fundi allsherjar- nefndar Alþingis fyrir helgi og kom fram hjá formanni nefndarinnar að leitað yrði eftir frekari upplýsingum frá umræddum fyrirtækjum. Glórulaust inngrip „Við höfum oft tekið djarfar ákvarðanir sem hafa ekki þótt líkleg- ar til vinsældaauka til skamms tíma,“ segir Kristinn þegar hann er spurður að því hvers vegna stjórnvöld á Ís- landi ættu að blanda sér í málið. Nefndi hann í því sambandi viður- kenningu á sjálfstæði Litháens, ríkisborgararétt Bobbys Fischers og hvalveiðar. Kristinn segir um að ræða ríka hagsmuni og vísar til ályktunar Al- þingis frá því fyrir jól sem marki stefnuna um frjálsa fjölmiðlun og tjáningarfrelsi. „Þetta er mjög gróft og glórulaust inngrip gagnvart sam- tökum sem eru að berjast fyrir gegnsæi og ábyrgum stjórnar- háttum.“ Kristinn segir að kalla megi það einkavæðingu ritskoðunar þegar fjármálafyrirtæki er með beinum eða óbeinum þrýstingi að bogna undan því að miðla frjálsum framlögum og meina almenningi að tjá hug sinn með því móti. Hann segist hafa fund- ið mikinn meðbyr síðustu daga. helgi@mbl.is Biður um stuðning stjórnvalda Segir Wikileaks nú hafa góðan meðbyr Kristinn Hrafnsson „Allt er þetta reiknað út frá gefn- um forsendum, um vexti, fram- kvæmdakostnað og umferð. Þeir sýna að verkið er hagkvæmt, eins og Suðurverkefnið,“ segir Kristján L. Möller, alþingismaður og fyrrverandi samgöngu- ráðherra, um hagkvæmni Vaðla- heiðarganga. Hann telur þessar forsendur raunhæfar. Þannig sé ekki gert ráð fyrir aukinni umferð vegna framkvæmda við nýtingu orkunnar á Norðaust- urlandi. Þá muni vext- ir væntanlega verða lægri en reiknað hefur verið með. Niður- staðan í við- ræðum við lífeyrissjóð- ina stað- festi það. Raunhæfar forsendur VAÐLAHEIÐARGÖNG Kristján L. Möller Friðrik H. Jónsson, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands, lést á heimili sínu aðfaranótt sl. sunnudags. Friðrik fæddist á Siglufirði 13. nóv- ember, 1951, sonur Steinunnar Friðriks- dóttur og Jóns Árna- sonar. Hann ólst upp í Hafnarfirði, lauk kenn- araprófi og stúdents- prófi frá Kennaraskóla Íslands, BA prófi í sál- fræði frá Háskóla Ís- lands 1976, meistara- prófi í félagssálfræði frá London School of Economics 1977 og dokt- orsprófi frá Háskólanum í Sheffield 1986. Hann vann næstum allan sinn fer- il í Háskóla Íslands. Hann var vin- sæll kennari, farsæll stjórnandi og ötull rannsóknamaður í sálfræði í nær þrjá áratugi, stundakennari frá 1983, lektor frá 1989, dósent fá 1992 og pró- fessor sl. þrjú ár. Auk starfa sinna í sálfræðideild gegndi hann trúnaðarstörfum fyrir HÍ og fyrir menntamálaráðuneyti. Hann var forstöðu- maður Félagsvís- indastofnunar 1999- 2009, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar uppeldismála 1986- 1987, formaður skóla- stjórnar Mennta- skólans í Hamrahlíð um skeið auk margvíslegra annarra stjórnunarstarfa. Friðrik lék knattspyrnu með yngri flokkum og meistaraflokki FH og tók nokkrum sinnum að sér þjálf- un. Hann var kvæntur Guðnýju Á. Steinsdóttur og þau eignuðust tvö börn; Hildi og Stein. Andlát Friðrik H. Jónsson Á fundi utanrík- ismálanefndar Alþingis á laug- ardag var kynnt fyrir nefndinni hvert til stendur að flytja þau verkefni sem Varnarmála- stofnun hefur sinnt en stofn- unin verður lögð niður um áramótin. Að sögn Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utan- ríkismálanefndar, er gert ráð fyrir því að verkefnunum verði skipt nið- ur á milli utanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra og Landhelg- isgæslunnar. Flutningur verkefna á sviði varn- armála til Gæslunnar er þó aðeins hugsaður tímabundið að sögn Árna en nýtt innanríkisráðuneyti muni, þegar það tekur til starfa um ára- mótin, semja um framtíðarfyr- irkomulag þeirra mála við utanrík- isráðuneytið. hjorturjg@mbl.is Hluti varnarmála tímabundið til Land- helgisgæslunnar Árni Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.