Morgunblaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010 Jólatilboð fraktflugs Flugfélags Íslands gerir þér kleift að senda pakka frá 1–10 kg, hvert sem innihaldið er og til allra áfangastaða, fyrir aðeins 990 kr. Tilboðið gildir frá 10. til 18. desember. SENDU JÓLAPAKKANA HRATT OG ÖRUGGLEGA flugfelag.is Akureyri 460 7060 Egilsstaðir 471 1210 Grímsey 467 3148 Ísafjörður 456 3000 Reykjavík 570 3400 Vopnafjörður 473 1121 Þórshöfn 468 1420 ÍS LE N SK A SI A. IS FL U 52 24 9 12 /1 0 Gunnar Egilsson, jeppakarl frá Sel- fossi, og félagar hans í Moon Regan TransAntarctic leiðangrinum lögðu í gær af stað af Suðurheimskautinu. Þangað komu þeir í annað skiptið í ferð sinni í fyrradag en Gunnar kom þangað fyrst fyrir fimm árum í frægum leiðangri. „Búnir að safna saman öllu sem okkur tilheyrir og skiljum ekkert eftir nema eina flösku af ösku úr Eyjafjallajökli, einn Árborgarfána, góða vini og frábærar minningar,“ skrifar eiginkona Gunnars eftir honum á Fésbókarsíðu hans. Leiðangursmenn eiga flug frá Union Glacier undir lok þessarar viku. Vegna veðurs og bilana var í gær ekki fullljóst hvort þeir næðu á tilskildum tíma á flugbrautina. helgi@mbl.is Íslensk aska á Suð- urpólnum Pólfari Gunnar Egilsson á Suður- skautinu árið 2005. Fyrsta úthlutun úr Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar fór fram 8. desember sl. en þá voru félögum og verkefnum tengdum börnum veittir styrkir að upphæð 30 milljónir króna. Í fréttatilkynningu kemur fram að Umhyggja: Félag til stuðnings lang- veikum börnum, Neistinn: Styrktar- félag hjartveikra barna og Ás styrkt- arfélag: Sjálfseignarstofnun í þjónustu við fatlaða fengu hvert um sig sex milljóna styrk. Eftirtaldir aðilar hlutu fjögurra milljóna styrk. Barnageð: Félag for- eldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga og Umsjónarfélag einhverfra: Félag sem gætir réttar einhverfra í hvers kyns hagsmuna- málum. Foreldrar-meðganga-barn, verk- efni Geðdeildar og Kvenna- og barnasviðs Landsspítalans hlaut tveggja milljóna styrk og sömuleiðis Thorvaldsensjóðurinn, styrktar- sjóður fyrir sykursjúk börn. Halldór Jónsson fæddist 16. jan- úar 1916 á Kirkjubæ í Hróarstungu og lést þann 23. febrúar 1977. Agna Guðrún var fædd í Danmörku þann 29. nóvember 1915 og lést þann 24. ágúst 2009. Agna og Halldór stofn- uðu fyrirtækið Halldór Jónsson ehf þann 1. febrúar 1955 og fagnar fyr- irtækið því 55 ára afmæli á þessu ári. Agna stofnaði Líknarsjóð Ögnu og Halldórs Jónssonar árið 1982 og átti hann að taka til starfa að henni lát- inni. Hún ánafnaði sjóðnum allar eig- ur þeirra hjóna og er hlutverk hans að styrkja hvers konar líknarmál á Íslandi, að því er segir í tilkynning- unni. Styrkti börn um 30 milljónir Styrkt Fulltrúar styrkþega með stjórn Líknarsjóðs Ögnu og Halldórs.  Ánafnaði líknarsjóðnum allar eigur sínar  Fyrsta úthlutun Fjögur til fimm hundruð manns tóku þátt í svokallaðri Ljósafossgöngu nið- ur Esjuna síðdegis á laugardag en með henni rak Þorsteinn Jakobsson smiðshöggið á fjallgönguátak til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. „Þetta var ótrúlega flott ganga. Veðrið var æðislegt, hefði ekki getað verið betra,“ sagði Þorsteinn við mbl.is þegar hann var kominn niður í Esjustofu. Allur ágóði af sölu veitinga þar á laugardag rann til Ljóssins. Í tilefni af fimm ára afmæli félagsins ákvað Þorsteinn að ganga 365 fjalls- toppa á árinu. Esjan var síðasti topp- urinn. Voru allir göngumenn beðnir að hafa meðferðis vasa- eða ennisljós eða kyndla á leiðinni niður í rökkrinu. Ljósafossinn rann niður Esjuna alla Búið Góð stemning var í göngunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.