Morgunblaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010
✝ Gógó Gróa Eng-ilbertsdóttir
fæddist í Reykjavík
21. október 1936. Hún
lést á Landspítala við
Hringbraut 3. desem-
ber 2010. Foreldrar
hennar voru Jóhanna
Guðrún Einarsdóttir
húsmóðir, f. 16. des-
ember 1907, d. 6. jan-
úar 1996, og eig-
inmaður hennar
Engilbert Jónsson,
byggingafulltrúi og
smiður í Grindavík, f.
25 júní 1906, d. 25. október 1981.
Systir Gógóar er Margrét Eng-
ilbertsdóttir, f. 23. desember 1938.
Margrét var gift Sigurði Gunnari
Ólafssyni trésmið, f. 25. september
1937, d. 20. mars 1988. Þeirra börn
eru fjögur, Rut Sigurðardóttir,
Engilbert Sigurðsson, Örn Sigurðs-
son og Gígja Sigurðardóttir.
Gógó giftist 28. desember 1955
ber 1989, og Svandís María, f. 20.
desember 1990.
Gógó ólst upp í Grindavík þar
sem faðir hennar, Engilbert starf-
aði sem smiður og rak sitt eigið
verkstæði um árabil þar til hann
gerðist byggingafulltri Grindavík-
ur. Engilbert ólst upp á bænum
Sunnuhvoli í Grindavík. Jóhanna
móðir Gógóar var frá Reykjadal í
Hrunamannahreppi og ólst þar upp
í stórum systkinahópi. Engilbert og
Jóhanna kynntust þegar hún réðist
til starfa að Hrauni í Grindavík,
næsta bæ við Sunnuhvol. Þau reistu
sér síðar glæsilegt heimili í Grinda-
vík, Arnarhvol. Gógó og Margrét
systir hennar dvöldu oft með móður
sinni langdvölum á uppvaxtarárum
sínum í sveitinni í Reykjadal. Gógó
tengdist sveitinni sterkum tryggða-
böndum og átti margar góðar
minningar frá þeim tíma.
Útför Gógóar fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 13. desember
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Oddi Ármanni Páls-
syni flugvirkja, sem
fæddist í Hjallanesi í
Landsveit 28. desem-
ber 1932. Foreldrar
hans voru Páll Þór-
arinn Jónsson, bóndi í
Hjallanesi, f. 1. sept-
ember 1893, d. 2.
febrúar 1952, og Hall-
dóra Oddsdóttir, hús-
móðir í Hjallanesi, f.
29. janúar 1891, d. 10.
júlí 1971. Gógó og
Oddur Ármann reistu
sér myndarlegt og
fallegt heimili í Kópavogi og
bjuggu þar alla sína hjúskapartíð.
Þau eignuðust soninn Smára Krist-
ján Oddsson, f. 2. júní 1956, sem dó
af slysförum 19. ágúst 1978, og
dótturina Jóhönnu Halldóru Odds-
dóttur, f. 27. febrúar 1961. Eig-
inmaður Jóhönnu er Ketill Arnar
Halldórsson, f. 2. júní 1961. Dætur
þeirra eru Guðrún Eydís, f. 4. októ-
Við fyrsta hret á hausti sefur þú
hjá hinstu sumarrósum, dána lilja.
Svo undurfríð þig grundin grætur nú
með grátröddu þig harmanætur hylja.
Þú áttir allt sem best og blíðast var,
í brjósti þínu gréru ástarrósir.
Þau gylla nú á akri eilífðar
þar uppi í hæðum morgungeislar ljósir.
(Guðmundur skólaskáld.)
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.“
(Kahlil Gibran.)
Fráfall ástkærrar móður minnar,
Gógóar, sem var einstaklega góð og
gjafmild móðir og amma, jafnframt
mín besta vinkona og félagi, er mikið
reiðarslag. Ég sé hana fyrir mér
brosandi með opinn faðminn að taka
á móti mér og fjölskyldunni. „Sæl
elskurnar og velkomin.“ Mamma var
vakin og sofin yfir velferð okkar fjöl-
skyldunnar og föður míns. Vinátta,
ást og gagnkvæm virðing foreldra
minna var einstök. Ég held að 55 ára
saga þeirra sé fallegasta ástarsaga
allra tíma. Við systkinin vorum um-
vafin kærleika í æsku og einnig vinir
okkar og ættingjar. Mikil var sorg
fjölskyldu okkar þegar bróðir minn,
Smári Kristján, dó af slysförum árið
1978. Ekkert er erfiðara ungum for-
eldrum en að jarða barnið sitt. Lengi
skein haustsól í lífi okkar. En styrk-
ur og kraftur mömmu var mikill og
hún sá alltaf ástæðu til að leita birt-
unnar. „Verum nú bjartsýn og þakk-
lát,“ sagði hún. „Reynum að sjá alltaf
björtu hliðarnar“. Hún minnti mig
oft á þetta. Hún kvartaði aldrei, bar
aldrei tilfinningar sínar á torg en var
þakklát fyrir allt. Þegar dætur mín-
ar fæddust færðist sólin ofar á him-
ininn og sumarsólin tók að skína
skært. Þær urðu foreldrum mínum
einstakir gleðigjafar og það var
gagnkvæmt. Ég er þakklát mömmu
fyrir hverja stund og hvert símtal.
Hún taldi að skortur væri heima-
tilbúinn vandi. Enda vantaði hana
aldrei neitt. „Það væri slæmt hugar-
ástand að vanta alltaf eitthvað,“
sagði hún, en að maður skyldi heldur
þakka fyrir það sem maður hefði og
þá farnaðist manni betur. Rósemi,
glaðværð og kærleikur einkenndi fas
foreldra minna. Mamma kenndi okk-
ur systkinunum bænir og fórum við
með bænir í æsku og ég geri enn.
Hún taldi boðorðin 10 góðan leiðar-
vísi og einfaldan til að eiga gott líf.
Mamma var gríðarlega vel mennt-
uð í dýpsta skilningi þess orðs. Hún
var víðlesin í sagnfræði, ættfræði,
þjóðlegum fróðleik og landafræði
svo eitthvað sé nefnt. Hún ferðaðist
um lönd og álfur með föður mínum
en skemmtilegast þótti henni að
skreppa austur í sveitir Suðurlands.
Þjóðsögur og goðafræði voru í uppá-
haldi hjá henni og það var unun að
heyra hana segja frá. Hún hvatti mig
alla tíð til góðra verka. Mömmu
fannst sérstaklega ánægjulegt þegar
dætur mínar hlupu heim til hennar
eftir skóla og fengu sér hádegismat
og kíktu til ömmu. Það er aðeins feg-
urð, gleði og kærleikur sem einkenn-
ir minningar mínar um ástkæra
móður mína. Nú er skarð fyrir skildi,
skjaldborgin rofin. Sárastur er
harmur og sorg míns kæra föður,
mín og dætra minna. En til heiðurs
elskunni okkar, ömmu Gógó, munum
við saman sjá björtu hliðarnar á líf-
inu og hafa að leiðarljósi orð spá-
mannsins Kahil Gibran:
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess sem var gleði þín“.
Ég sendi föður mínum, dætrum og
ástvinum öllum einlægar samúðar-
kveðjur. Hafi ástkær móðir mín
hjartans þökk fyrir allt og allt.
Jóhanna Halldóra Oddsdóttir.
Ég kveð nú kæra tengdamóður
mína Gógó Engilbertsdóttur og er
mér ljúft að minnast hennar. Gógó
tók mér einstaklega vel og bauð mig
sannarlega velkominn í fjölskylduna
fyrir tuttugu og tveimur árum og
þau Ármann bæði. Sérkennileg var
sú tilviljun að ég á sama afmælisdag
og Smári Kristján heitinn sonur
þeirra sem dó af slysförum aðeins 23
ára gamall. Gógó taldi það ekki til-
viljun og vildi að afmælið mitt yrði
margfaldur gleðidagur þrátt fyrir
allt. Gógó kvartaði aldrei. Hún var
nægjusöm og taldi að þeir sem hefðu
ástvini sína og fengju þá heila heim
að kvöldi, hefðu nóg til hnífs og
skeiðar, hefðu allt sem þarf til að
vera hamingjusamir. Hún hallaði
aldrei á nokkurn mann og talaði
aldrei illa um neinn. Hún var gríð-
arlega vel lesin og vel að sér í ótrú-
legustu málefnum. Hún sýndi öllum
okkar áhugamálum áhuga og hvatti
alla til dáða. Helstu áhugamál henn-
ar voru ættfræði og þjóðlegur fróð-
leikur en þar kom enginn að tómum
kofunum. Hún hefur rakið ættir
margra og aðstoðað fólk sem leitar
vitneskju um ættir sínar og uppruna.
Ferðir um landið sitt fallega með Ár-
manni og áhugi þeirra á landinu og
þjóðlegum fróðleik var ótæmandi og
margar ferðirnar voru farnar sumar
eftir sumar um uppsveitir Árnes- og
Rangárvallasýslu og Skaftafellssýsl-
urnar. Hún las sér til ánægju goða-
fræði og kunni þær þjóðsögur Jóns
Árnasonar aftur á bak og áfram og
hafði stúderað margt í þeim og kom-
ið með kenningar sem sennilega hafa
aldrei litið dagsins ljós og sem há-
skólagengnum fræðimönnum hefði
þótt fengur að þekkja.
Frásagnarlist hennar var sérstak-
lega góð. Vandvirkni og natni voru
hennar aðalsmerki. Þau hjónin ferð-
uðust mikið til annarra landa á árum
áður. Það hefur verið dýrmætt okk-
ur hjónum og dætrum okkar að eiga
svona alvöruömmu og afa eins og ég
held gerist bara í ævintýrum nú orð-
ið. Dætur mínar, Guðrún Eydís og
Svandís María voru Gógó og Ár-
manni svo dýrmætar að þegar þær
fæddust ákvað Gógó að helga tíma
sinn aðstoð við okkur fjölskylduna
og fá að taka þátt í uppeldi barna-
barnanna. Hún skilaði fullri vinnu í
þágu okkar heimilis og einu launin
sem hún þáði var þakklæti og vinátta
okkar og ánægja hennar sjálfrar og
þeirra Ármanns af verkunum.
Gunna Dís og Svandís voru „engl-
arnir hennar ömmu og hans afa“ og
hún kenndi þeim margt fallegt og
hjálpaði þeim og leiðbeindi. Barna-
börnin voru hennar stolt og ham-
ingja. Hún var vinur þeirra og félagi.
Gógó var engin grátkona, hún var
æðrulaus, talaði kjarkinn í aðra og
hvatt fólk til bjartsýni. Hún hafði og
mikinn og góðan húmor. Gógó var
glaðlynd og kát og heilsaði alltaf og
kvaddi með bros á vör. Ég læt nú
staðar numið en góðu minningarnar
allar um Gógó munu lýsa okkur öll-
um um ókomna tíð. Ég kveð elsku-
lega tengdamóður mína með virð-
ingu og þökk. Henni hefur verið
fagnað á nýjum stað. Hún verður
örugglega þar til staðar þegar við
mætum og segir „Sæl elskurnar og
velkomin.“ Ég gæti englanna henn-
ar, Gunnu og Svandísar, Hönnu og
afa Ármanns í millitíðinni. Hafi Gógó
þökk fyrir allt og allt.
Ketill Arnar Halldórsson.
Í dag kveð ég elskaða ömmu mína,
ömmu Gógó, með sárum trega og
tárum. Minningarnar um hana leita
á hugann, minningar sem gleðja í
sorg og söknuði. Minningar sem ég
mun alltaf geyma. Hún fylgdi mér
alla ævi og elskaði. Í hvert skipti sem
ég hitti ömmu eða talaði við hana,
brosti hún allan hringinn og sagði
svo við mig með blíðum róm; „Gunna
Dísin mín, þú ert engillinn hennar
ömmu“ og strauk mér hlýlega um
kinnina. Afi minn Ármann og amma
voru eitt og ég bið guð að styrkja
elsku afann minn þegar ég fer með
bænina sem amma kenndi mér. Ég
ætla að gæta afa og fá að njóta sam-
vista við hann og heyra sögur frá lið-
inni tíð hans með ömmu og öðrum
ástvinum. Amma er fallegasti engill-
inn á himnum og stjarnan hennar
mun skína skært, takk, elsku amma
engill.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
Elsku amma mín, hvíl í friði.
Guðrún Eydís Ketilsdóttir,
(Gunna Dís) ömmustelpan þín.
Mig langar að minnast móðursyst-
ur minnar Gógóar í örfáum orðum.
Ég á margar góðar minningar af Álf-
hólsveginum í Kópavogi, þar var ég í
pössun um tíma í kringum fimm ára
aldurinn. Mér tókst að snúa allri fjöl-
skyldunni í kringum mig, þó sérstak-
lega frænku minni. Gógó var þolin-
móð og umburðarlynd við lítinn
orkubolta. Þegar ég tíndi fífla og
baldursbrár upp á hvern dag og vildi
fá vöndinn settan í vasa, gerði hún
það. Blómin mín fóru í súputeninga-
glös út í eldhúsglugga þar til vart
sást í gluggakistuna og elstu vend-
irnir orðnir brúnir og löngu fallnir.
Hún hlustaði þolinmóð á alla söngva
sem runnu upp úr mér og hún
kenndi mér bænir fyrir svefninn.
Þegar ég kom heim aftur þá vildi ég
fá „baunirnar mínar“ komin upp í
rúm. Fólkið mitt skildi ekki hvað
barnið vildi, enda átti ég þar við
bænirnar mínar sem Gógó fór með
fyrir svefninn og kenndi mér.
Ég man líka bílferðirnar í Bjöll-
unni, rauðum Volkswagen sem þau
hjónin áttu. Þá voru engin öryggis-
belti eða bílstólar, þá var hægt að
kúra sig í holunni fyrir aftan aftur-
sætið í rými sem ég átti alein. Ég
man líka sólskinsdaga þar sem Ár-
mann var að smíða hjólhýsi í inn-
keyrslunni og Gógó gaf mér amer-
ískt tyggigúmmí og ég ákvað að
tyggja allan pakkann í einu og komst
að því að það var ekki góð hugmynd.
Ég minnist líka gönguferða með fal-
lega rauða dúkkuvagninn og okkur
Denna bangsa að veltast um allt hús
en við vorum álíka stór við Denni.
Svo átti Gógó kóngasæti í stofunni,
antik-mun sem mér fannst mikið til
koma ásamt stóru standklukkunni
þar sem kallinn í tunglinu bjó. Ég
beið spennt eftir því þegar klukkan
sló, þá kíkti kallinn í tunglinu á mig.
Elsku Ármann, Hanna, Ketill,
Gunna Dís og Svandís, ég votta ykk-
ur mína dýpstu samúð, minningin
um góða konu lifir. Ég kveð kæra
frænku með bæninni sem hún
kenndi mér:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Gígja.
Ung og fríð, grannvaxin og nett
með fallegt dökkt liðað hár og hlý-
legt bros, svona man ég fyrst kær-
ustuna hans Odds frænda í heimsókn
í Hjallanesi. Ég var bara lítið stelpu-
skott sem þótti afskaplega vænt um
flotta frændann minn, yngsta bróður
mömmu og var auðvitað mjög for-
vitin um þessa fínu stelpu sem varð
svo konan hans. Ég var kannski svo-
lítið hissa á að hún var hrædd við
hundinn en annars leist mér bara af-
skaplega vel á hana og óhætt er að
segja að hún hafi staðið fyllilega und-
ir væntingum öll þau ár sem við höf-
um þekkst. Heimsóknir þeirra Gógó-
ar og Odds í Hjallanes hafa verið
ófáar og í minningunni var alltaf
glatt á hjalla þegar þau komu og sól-
in skein. Þau gleymdu heldur ekki
krökkunum í sveitinni þegar jólin
nálguðust og aldrei brást að eitthvað
Gógó Gróa Engilbertsdóttir
Langar að minnast
góðs vinar er lést síð-
astliðinn fimmtudag,
25. nóvember.
Óskar Magg kom mér fyrir sjónir
sem ungum dreng að alast upp á
Bíldudal sem ofurmenni sem maður
leit á með virðingu og þorði ekki að
nálgast svo glatt. Óskar var mikill
vexti, hávaxinn, sterklegur og féll
því vel að þeirri fyrirmynd minni af
ofurmenni, en Óskar var miklu
meira en þetta, einn besti listmálari
sem ég man eftir, listamaður mikill
að mörgu öðru leyti, veiðimaður,
íþróttamaður, svo fátt eitt sé nefnt.
Margir hafa séð og muna eftir Vest-
fjarðavíkingshjálminum sem prýtt
hefur höfuð allra þeirra ofumenna
sem unnið hafa titilinn Vestfjarða-
víkingurinn. Þar er á ferðinni ein af
listasmíðum Óskars. Þegar ég vex
úr grasi og verð að ungum manni á
Bíldudal tekst með okkur vinátta
sem haldist hefur alla tíð. Margar
góðar minningar á ég frá heimsókn-
um mínum til þeirra hjóna Óskars
og Báru þar sem taflmennska kom
mikið við sögu og umræður um alla
heimsins hluti. Óskar var ein af
karlmennskufyrirmyndum mínum,
sem og faðir minn sem lést 2004, en
Óskar Magnússon
✝ Óskar Magnússonfrá Bíldudal
fæddist 6. apríl 1933 í
Hergilsey á Breiða-
firði. Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Patreksfirði 25. nóv-
ember sl.
Útför Óskars fór
fram frá Bíldudals-
kirkju 4. desember
2010.
Óskar og hann voru
einnig miklir vinir. Ég
votta þér, Bára mín,
og fjölskyldu mína
dýpstu samúð.
Guðmundur Otri
Sigurðsson.
Bróðir minn ástkær
lauk hérvistardögum í
lok nóvember á þessu
ári eftir langvarandi
veikindi og vil ég nú
kveðja hann með
nokkrum orðum. Við
vorum báðir fæddir í Hergilsey á
Breiðafirði. Hann var tveimur árum
eldri en ég og var því farinn að
njóta ævintýra þeirra er eyjan hafði
upp að bjóða fyrr en ég, en við vor-
um börn að aldri er fjölskylda okk-
ar flutti þaðan til Arnarfjarðar.
Þarna hlýtur ástríða hans að hafa
vaknað til veiðiferða og þrá hans til
nálægðar við náttúruna, sem fylgdi
honum síðan alla tíð.
Ég komst út í eyjuna á síðast-
liðnu sumri, ásamt Evu sambýlis-
konu minni, með hjálp eins fyrrver-
andi eyjarbúa, Guðbrands
Þórðarsonar. Nú er ekkert húsanna
þar uppistandandi lengur, en þríbýli
var í eyjunni um þetta leyti. Húsið
okkar, sem nefnt var Efstibær, stóð
lengst þeirra uppi, en hann fauk svo
í óveðri og timburhrúgan stóð nú
fúin upp úr kjallaratóftinni. Við sát-
um saman á rústinni um stund og
ég lét hugann reika um þær fátæk-
legu minningar, sem sex ára barn
hafði náð að safna í sarp sinn á
fáum árum veru sinnar á staðnum.
Við endurkomu mína til Bíldudals
eftir að hafa búið í Reykjavík í
nokkur ár bauðst mér að taka þátt í
refaveiði með Óskari þá um vorið.
Hans veiðiumdæmi voru þá bæði
Suðurfjarðahreppur og Tálkna-
fjörður. Ég var alls óvanur slíkum
veiðum og lítt þjálfaður við byssur.
Smávegis nám var tekið í skotfimi
og gekk það bærilega. Greni var í
Krossadal utarlega í Tálknafirði og
þar náðum við fljótlega læðunni. Ég
var svo látinn taka vakt til að fylgj-
ast með ef steggurinn kæmi, en
Óskar lagði sig í svefnpoka niðri á
bökkunum. Ég hafði nægan tíma til
að virða fyrir mér útsýnið og tók þá
eftir gati, sem var í gegnum klett
efst í fjallinu. Skyndilega kom ég
auga á stegginn þar sem hann var
að læðast á grjótskriðu alllangt frá
mér. Ég miðaði og skaut og sá dýr-
ið hendast í loft upp og falla svo
niður aftur. Óskar kom hlaupandi
til mín og við hófum leitina að
steggnum, en hann reyndist hvergi
finnanlegur. Óskar reiddist þá og
kvað fífl ein skjóta á dýr af slíku
færi. Ég kvað mig áreiðanlega hafa
banað steggnum, en þær fullyrð-
ingar fengu engan hljómgrunn. Eft-
ir mikla leit gengum við loks fram á
dýrið þar sem það lá dautt á steini í
miðri skriðunni, en var mjög samlitt
grjótinu. Þá kváðum við upp úr báð-
ir í einu: Finnst þér ekki fallegt
gatið í fjallinu? Segja má, að allt
verði fagurt þegar vel veiðist og
fyrr tekur því ekki að hafa orð á
því.
Við fórum stundum saman í leið-
angra og máluðum myndir með ol-
íulitum. Svo héldum við sýningar
saman. Óskar bjó einnig til ýmsar
styttur og skúlptúra í garði sínum,
enda var hann bæði listfengur og
hugmyndaríkur. Ég kveð svo bróð-
ur minn hinstu kveðju og óska Báru
mágkonu minni og fólki hennar alls
hins besta.
Hafliði Magnússon.