Morgunblaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010 ódýrt og gott 8 lítrar af Coca- Cola og 1 DVD mynd 1198kr. 8 lítrarCoca-Cola og 1 DVD Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, hefur tekið af öll tvímæli um að hann hafi í hyggju að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkj- anna í næstu forsetakosningum sem fram fara 2012. Fjölmargir stuðn- ingsmenn hans höfðu hvatt hann til þess og sögusagnir verið í gangi um að hann íhugaði jafnvel sjálfstætt framboð óháð stjórnmálaflokkum en hann hefur oft gagnrýnt ráðamenn í Washington. Bloomberg sagði í samtali við NBC sjónvarpsstöðina að hann væri nú þegar í besta starfi í heimi sem borgarstjóri New York og hann ætl- aði sér að einbeita sér að því starfi út yfirstandandi kjörtímabil sem lýkur 2014. Markmiðið væri að fá þau eft- irmæli að hafa verið „mjög góður borgarstjóri og ef til vill sá besti frá upphafi“. Óhagstætt kosningakerfi Bloomberg, sem er 68 ára að aldri, var í Demókrataflokknum banda- ríska allar götur þar til fyrir nokkr- um árum er hann gekk til liðs við repúblikana. Síðan 2008 hefur hann hins vegar verið utan flokka. Stjórn- málaskýrendur hafa sagt að hugsan- lega geri Bloomberg sér einfaldlega grein fyrir því að kosningakerfið á landsvísu sé ekki hagstætt sjálfstæð- um frambjóðendum. Bloomberg ekki í forsetaframboð  Segist vera í besta starfi í heiminum Bresk lögregluyfirvöld íhuga nú m.a. að grípa til þess að beita öflugum vatnsdælum gegn þeim sem mótmælt hafa hærri skólagjöldum í Lundúnum að undanförnu. Það er gert í kjölfar þess að ráðist var á bifreið Karls Bretaprins og eiginkonu hans Camillu fyrir helgi og að lögreglumenn hafa orðið fyrir líkamsmeiðingum. Reuters Áfram mótmælt í London Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Sænska öryggislögreglan Säpo hef- ur tekið við rannsókn sjálfsmorðs- árásar, sem átti sér stað um helgina við Drottningargötu í miðborg Stokkhólms á laugardag, af sænsku lögreglunni. Á blaðamannafundi sem fram fór í gær var staðfest að um sjálfsmorðsárás hefði verið að ræða og að málið væri rannsakað sem hryðjuverk. Um tvær sprengingar var að ræða, með stuttu millibili. Fyrri sprengingin varð, að sögn lögreglu, í kyrrstæðri bifreið sem kútum með fljótandi gasi hafði verið komið fyrir í, en sú seinni nokkrum mínútum síð- ar í um tvö hundruð metra fjarlægð. Í fyrri sprengingunni slösuðust tveir vegfarendur og hlutu minniháttar meiðsli. Í þeirri síðari lést maður sem talið er að hafi verið tilræðis- maðurinn en að sögn sjónarvotta sprakk sprengjan við kvið mannsins. Skömmu áður en sprengingarnar urðu var nafnlaus tölvupóstur send- ur til Säpo og TT fréttastofunnar. Þar komu fram grófar ofbeldishótanir í garð Svíþjóðar og sænsku þjóðar- innar og þá einkum vegna veru sænskra hermanna í Afganistan. Einnig var skírskotað til skopmyndar sem sænski skopteiknarinn Lars Vilks teiknaði á sínum tíma af Mú- hameð spámanni múslima. Hefði getað banað mörgum Sænsk yfirvöld hafa sagt að of snemmt sé að tengja tölvupóstinn við sprengingarnar og lagt áherslu á að málið sé í rannsókn. Fredrik Rein- feldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur fordæmt árásina en um leið hvatt fólk til þess að sýna stillingu vegna málsins og fara sér hægt í að draga ályktanir vegna þess. Ljóst þykir að ef sprengingarnar hefðu átt sér stað í margmenni hefðu þær getað orðið fjölda manns að bana. Hryðjuverkaárás í Stokkhólmi  Sjálfsmorðsárás gerð í miðborg Stokkhólms á laugardag  Tilræðismaðurinn lést og tveir slösuðust  Málið rannsakað sem hryðjuverk  Árásin tengist hugsanlega veru sænskra hermanna í Afganistan Reuters Árás Sænskir slökkviliðsmenn reyna að slökkva í brennandi bifreiðinni. Sjálfsmorðsárás » Talið er að tilræðismaðurinn hafi látið lífið í annarri spreng- ingunni en tveir vegfarendur slösuðust í hinni. » Málið er rannsakað sem hryðjuverkaárás. » Sænsk stjórnvöld hafa hvatt fólk til þess að sýna stillingu og fara sér hægt í að draga ályktanir. Hundruð mót- mæltu rúss- neskum stjórn- völdum í Moskvu í gær í tveimur aðskildum mót- mælaaðgerðum. Í annarri þeirra mótmæltu stjórn- arandstæðingar og heimtuðu af- sögn Vladimírs Pútíns, forsætisráð- herra Rússlands. Í hinni mótmæltu þjóðernissinnar aðgerðum lögregl- unnar gegn mótmælum þeirra og fótboltabullna á laugardag en þar lentu lögreglumenn í átökum við um fimm þúsund fótboltabullur og þjóð- ernissinna sem leiddu til þess að 34 slösuðust og 65 voru handteknir. Mótmæli þjóðernissinnanna og fótboltabullnanna á laugardaginn beindust gegn því að fólk frá ná- grannaríkjum Rússlands í Kákasus, sem væru flest múslímsk og byggð fólki sem væri dekkra á hörund, væri orðið of áberandi í landinu. Þá hafa komið upp mál undanfarið þar sem fólk frá þessum ríkjum er grun- að um að hafa orðið Rússum að bana, sem ekki hefur bætt sam- skiptin. Mótmælt í Moskvu Krafist afsagnar Vladimírs Pútíns Frá Moskvu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.