Morgunblaðið - 03.01.2011, Side 2

Morgunblaðið - 03.01.2011, Side 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ 03.01.2011 Ekki á þessi pistill að vera í predikunartón, enda myndi slíkt kallast að grýta steinum úr glerhúsi þar sem undirrituð hefur meðal annars verið í gegnum tíðina dyggur styrktaraðili líkamsrækt- arstöðva um hver mánaðamót án þess þó að reka þar inn nefið. Það er hinsvegar morgunljóst að hreyfing er holl og góð öllum sem hana stunda, það er ekki ný uppgötvun. Einhverra hluta vegna vefst það þó fyrir okkur mörgum að koma reglulegri hreyfingu inn í dagsskipulagið. Best væri ef til væru skotheldar afsakanir fyrir hreyfingarleysinu en sú er ekki raunin. Hreyfing er nefnilega ekki bara skokk á hlaupa- bretti í sal líkamsræktarstöðva þó að vissulega hugnist það mörgum. Það er hægt að stunda herþjálfun, fara í dans og jóga og stunda klifur. Boðið er upp á þá þjónustu að auðvelda fólki líkams- rækt heima við fyrir þá sem ekki sjá sér fært að stunda hana að heiman. Um allt þetta og meira til er fjallað í blaðinu. Útgáfutíminn er ekki tilviljun, byrj- un árs markar upphaf að breytt- um lífsháttum hjá mörgum, áskorunin felst aðallega í því að þrauka lengur en út jan- úarmánuð! Áfram við! Útgefandi Árvakur Umsjón Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Blaðamenn Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Jón Agnar Ólason jon.olason@gmail.com Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Golli. Prentun Landsprent ehf. LifunHeilsa 26 Auður Ingibjörg Kon- ráðsdóttir er heilsu- kokkur og sælkeri. 4 Boot camp er fyrir alla, lofar fram- kvæmdastjóri og þjálfari hjá Boot Camp við Suðurlandsbraut. 25 D-vítamín er nauðsynlegt og það má meðal annars fá úr lýsi og feitum fiski. 18 Að klifra upp veggi er góð skemmtun. Það vita þeir sem stunda Klifurhúsið. 6 Kjartan Már Kjartansson setti sér markmið og hljóp maraþon síðastliðið sumar. 24 Hollur og næringarríkur matur er á boðstólum á veitingastaðnum HaPP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.