Morgunblaðið - 03.01.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.01.2011, Qupperneq 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ A f boot camp fer hálft í hvoru það orð að þar sé á ferðinni líkamsþjálfun sem hæfir hermönnum og því varla á færi Péturs og Páls að gangast undir þá eldraun ógrátandi. Slagorð á borð við „Engar afsakanir – engin upp- gjöf“ eru væntanlega ekki endilega til þess fallnar að róa taugarnar hjá óreyndum. En slíkar áhyggjur eru mestan part óþarfar, eins og blaða- maður komst að í spjalli við Arnald Birgi Konráðsson, sem iðulega er kallaður Birgir, en hann er fram- kvæmdastjóri og jafnframt þjálfari hjá Boot Camp við Suðurlandsbraut. Er boot camp fyrir alla? Í ljósi þess að boot camp hefur sumpart á sér ímynd strangrar og óvæginnar herþjálfunar liggur beint við að spyrja Birgi strax að því fyrir hverja þjálfunin sé – hermannaþjálf- un getur varla hentað þorra fólks, eða hvað? „Boot camp er svo sannarlega fyr- ir alla,“ segir Birgir og leggur áherslu á orð sín. „Vissulega er þjálfunin hjá okkur krefjandi en um leið og við reynum á þol líkamans er þess vitaskuld gætt að ganga ekki of langt. Þess vegna leggjum við áherslu á að kynnast fólki sem kemur til okkar í þjálfun. Hver og einn fer í þrekpróf og fitu- mælingu svo þjálfararnir átti sig á því hvað hentar viðkomandi, því eng- ir tveir eru eins. Fyrir þá sem eru alls óvanir líkamsþjálfun, þá sem eru orðnir 20 til 30 kílóum of þungir eða jafnvel þá sem eru að stíga upp úr veikindum, þá er svokallað Græn- jaxlanámskeið. Það byggist á sömu hugmyndafræði, sömu æfingum og sömu áhöldum, prógrammið er skal- að niður til að það hæfi hverjum og einum.“ Að taka af skarið og sigrast á hindrunum Birgir bendir á að það að byrja í boot camp sé eins og hvert annað til- felli þar sem taka þarf af skarið og taka ákvörðun um eitthvað – í því felist ákveðinn sigur. „Við gerum okkar besta til að styðja við fólkið í hópnum í fram- haldinu. Hjá okkur eru þrír til fjórir þjálfarar á hverri æfingu, þannig að það er einn þjálfari á hverja tíu til tólf eintaklinga á æfingunni. Þetta gefur kost á persónulegri nálgun við þjálfunina, næstum eins og að hafa einkaþjálfara.“ Það hljómar gott og blessað, en hvað með sögurnar sem ganga um heragann á æfingunum? „Vissulega er ákveðinn agi til staðar en þess er gætt að hann sé með jákvæðum formerkjum því agi sem brýtur niður er gagnslaus í lík- amsþjálfun. Með því að virkja sjálfs- aga hjá hverjum og einum nær þjálf- arinn að fara lengra með þátttakendur en annars því hver ein- asti þátttakandi getur meira en hann heldur. Í æfingunum felst áskorun, við getum kallað það hindrun, sem einfaldlega þarf að sigrast á. Þetta er ekki flóknara en svo.“ Birgir nefnir ennfremur að hin einfalda hugmyndafræði fylgi fólk- inu á námskeiðunum jafnan eftir æf- ingar og út fyrir veggi stöðvarinnar. „Fólk skilur hugsunina ekki eftir hjá okkur heldur heimfærir hana á verkefnin sem það stendur frammi fyrir í dagsins önn. Að takast á hendur áskorun sem felur í sér að yfirstíga einhverja skilgreinda hindrun. Við höfum heyrt mörg dæmi þessa frá fólki sem er að æfa hjá okkur. Eitt nærtækt er um konu sem lét af því verða að stofna fyr- irtæki sem hún hafði gengið með í maganum lengi. Hún hafði samband og þakkaði það einfaldlega þjálf- uninni að hún tók af skarið og lét hlutina gerast. Þegar þú sérð hvers þú ert megnugur á æfingu hjá okk- ur, sem oft er talsvert meira en þú hafðir trú á, þá eru þér oftar en ekki allir vegir færir í daglega lífinu.“ Til að tryggja að stemningin detti ekki niður milli æfinga sjá þjálfarar Boot Camp til þess að enginn „gleymi“ að mæta á æfingu. Ef vika líður án þess að þú mætir færðu tölvupóst til áminningar um að mál sé komið til að mæta. „Flestir halda sér þó vakandi því það er svolítið metnaðarmál hjá þátttakendum að mæta nógu reglu- lega til að sleppa við áminningu. Þá búum við til matarprógramm fyrir þá sem æfa hjá okkur svo árang- urinn sem næst á staðnum fari ekki í súginn þegar að matmálstíma kem- ur. Einnig getur fólk skilað inn mat- ardagbók þar sem það skráir allt sem það borðar, til að fá leiðbein- ingar og ráðleggingar um mataræði, en það er hverjum og einum í sjálfs- vald sett. Mest er um vert að temja þátttakendum okkar rétt hugarfar. Flest vitum við mætavel hvað er hollt og gott fyrir okkur að borða en það er ekki þar með sagt að við hlýð- um því. Með því að tendra áð- urnefndan sjálfsaga næst árangur á þessu sviði líka.“ Lykillinn felst í fjölbreytni Að sögn Birgis felst lykillinn að árangri þátttakenda í boot camp í fjölbreytileikanum sem æfingarnar bjóða upp á. Það virkar svolítið mót- sagnakennt þegar litið er inn í sal æfingahúsnæðisins við Suðurlands- braut þar sem einfaldleikinn ríkir. Hér er að finna ketilbjöllur en ekki stafræn æfingatæki með tölvuskjá. Birgir brosir við þessa ábendingu og bendir í framhaldinu á stóran, auðan gólfflöt í salnum. „Stundum förum við ekki einu sinni út af gólfinu. Það má gera ótal áhrifaríkar æfingar með líkamanum einum saman. En við leggjum höf- uðáherslu á fjölbreytni í æfingum því einsleitni í líkamsþjálfun skilar litlum árangri. Líkaminn lærir á endurtekninguna sem felst í þess háttar æfingaprógrammi og brennslan minnkar fyrir bragðið. Með því að breyta sífellt til og koma líkamsstarfseminni á óvart næst ekki bara hámarksárangur heldur eru æfingarnar miklu skemmtilegri til þátttöku. Þess vegna blöndum við saman æfingum hér inni, útiæf- ingum af ýmsu tagi, við hlaupum og förum jafnvel í sund.“ Fyrir einstaklinga og fyrirtæki um allt land Það er einmitt þessi fjölbreytni sem gerir þjálfurum Boot Camp meðal annars kleift að sníða þjálf- unina að allra hæfi, að sögn Birgis. „Eins og ég nefndi áðan er hug- myndafræðin alltaf sú sama og æf- ingarnar byggjast á sama grunn- inum gegnumsneitt. Þó markhópur okkar sé á bilinu 18-45 ára þá erum við líka með áðurnefndan Græn- jaxlahóp fyrir þá sem þurfa að fara sér hægar í upphafi, við erum með unglingahóp fyrir 12-15 ára og svo er sér prógramm fyrir þá sem eru komnir í toppform, svonefndur Elítuhópur. Við þá einstaklinga er stutt með meira krefjandi æfingum, nýjum áskorunum og nýjum mark- miðum. Við gætum þess að hafa nóg um að vera, hvar á leiðinni sem við- komandi er staddur í þjálfuninni.“ Einnig nefnir Birgir að Boot Camp bjóði upp á svokallaða fyr- irtækjaþjálfun. „Þá fara þjálfarar og stjórna æf- ingu hjá hópi fólks af tilteknum vinnustað. Sumir hafa til þess að- stöðu í eigin húsnæði, aðrir leigja einfaldlega aðstöðu til að hýsa æf- ingarnar. Margar af æfingunum okkar ganga út á samvinnu og sam- eiginlegt átak, og hér er komið kjör- ið tækifæri til að brjóta upp daginn án þess að hópurinn sundrist. Þetta þjappar starfsfólkinu saman og styrkir móralinn, auk þess sem kappið og krafturinn skilar sér í framhaldinu inn á vinnustaðinn þeg- ar kemur að því að fást við verkefnin á hverjum stað. Við finnum fyrir sí- auknum áhuga hvarvetna á landinu og nú er svo komið að Boot Camp rekur stöðvar undir eigin merki í Keflavík, Akranesi, Akureyri, Stykkishólmi, Hellu og Hvolsvelli, Selfossi og Hveragerði. Viðtökurnar sem við höfum fengið svo víða um land eru í raun staðfesting á því að boot camp býður upp á líkams- þjálfun við allra hæfi,“ segir Birgir að lokum. jon.olason@gmail.com Að geta meira en maður heldur Undanfarin ár hefur svonefnd boot camp-þjálfun notið vaxandi vinsælda hjá þeim sem vilja koma sér í form. En í hverju felst sérstaða Boot Camp? Morgunblaðið/Eggert Boot camp „Vissulega er ákveðinn agi til staðar en þess er gætt að hann sé með jákvæð- um formerkjum því agi sem brýt- ur niður er gagnslaus í lík- amsþjálfun.“ Þjálfun „Boot camp er svo sann- arlega fyrir alla,“ segir Birgir Kon- ráðsson. Skipulegðu nýtt ferðaár með Útivist Ferðaáætlun Útivistar er á utivist.is Laugavegi 178, sími 562 1000, www.utivist.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.