Morgunblaðið - 03.01.2011, Page 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ
I
ðkendunum fjölgar jafnt og
þétt. Í dag æfa um fimm
hundruð manns klifur að stað-
aldri og fer fjölgandi, þá ekki
síst stelpunum sem leggja þetta
sport fyrir sig,“ segir Stefanía
Ragnheiður Ragnarsdóttir, rekstr-
arstjóri Klifurhússins við Skútu-
vog í Reykjavík. Þar hefur verið
komið upp fyrirtaksgóðri aðstöðu
fyrir þá sem vilja spreyta sig í
klifri við hinar ýmsu aðstæður.
Dæmigerður grjótglímuveggur
Sífellt fleiri stunda klettaklifur
utanhúss og ný klifursvæði finnast
á hverju sumri. Því er af nógu að
taka fyrir íslenska klifrara sem
hafa tekið nýrri og sífellt betri að-
stöðu fagnandi.
Klifurhúsið var opnað árið 2002
og er þar til að mynda dæmigerð-
ur grjótglímuveggur sem er mikið
notaður til æfinga. Klifurfélag
Reykjavíkur rekur Klifurhúsið og
koma iðkendur, að sögn Stefaníu,
ýmist sjálfir eða með hinum ýmsu
hópum. Þá hefur klifurveggjum
verið komið upp á nokkrum stöð-
um öðrum á landinu, til dæmis í
Skagafirði, á Patreksfirði og Þórs-
höfn.
„Þetta er íþrótt sem allir geta
stundað. Hver finnur sér vegg við
hæfi og getur hagað æfingum sín-
um eftir því,“ segir Stefanía og
bætir við að nokkuð sé um að til
æfinga komi til dæmis ungliðar úr
björgunarsveitunum sem vilji vera
í sem bestri þjálfun til að aðstoða
fólk úr prísund í þrítugum hamri.
Flestir stundi klifur þó sem
dægradvöl. Þar má til dæmis
nefna þau Bryndísi Muller og
Kjartan Jónsson sem nýlega tóku
þátt í Norðurlandamótinu í klifri
og náðu þau bronssætum í sínum
flokki.
Ögrun, þol og teygjur
„Sumir eru að koma hingað til
æfinga kannski þrisvar til fimm
sinnum í viku. þetta er annars
mjög góð alhliða líkamsrækt. Að
lesa sig upp kletta kallar á tals-
verða ögun; bæði er þetta spenn-
andi og einnig þarf fólk að æfa þol
og teygjur,“ segir Stefanía sem
hefur tekið þátt í starfi Klif-
urfélags Reykjavíkur sl. fimm ár.
Farið til æfinga meðal annars á
Spáni, í Sviss og eins hér heima –
þar sem besta og skemmtilegasta
aðstaðan er talin vera á Hnappa-
völlum í Öræfasveit. Einnig vann
hún Íslandsmeistaratitilinn í
klettaklifri sextán ára og eldri þar
sem keppendur príluðu upp hæstu
hamra og höfðu úr tuttugu mis-
munandi leiðum að velja.
sbs@mbl.is
www.klifurhusid. www.klifur.is
Morgunblaðið/Eggert
Príl Námskeiðin í klifurhúsinu eru vinsæl og sótt krökkum sem sýna frábæra tilburði, meira að segja svo Lilli klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi mætti vera fullsæmdur af.
Hver finnur sér vegg við hæfi
Um 500 manns stunda æfingar í Klifurhúsinu. Íþrótt fyrir
alla að lesa sig upp þrítugan hamarinn. Unnið til verðlauna.
Klifrari Iðkendum fjölgar, segir Stefanía Ragnarsdóttir í Klifurhúsinu.
Hópur Klifur æfir meðal annars fólk í nýliðaþjálfun björgunarsveita.
Fimi Klifur er góð alhliða líkamsrækt enda reynir á þol þegar fólk les sig upp veggi með handafli sínu einu.