Morgunblaðið - 03.01.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.01.2011, Qupperneq 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ Í slendingar eiga í nokkurn arf að sækja þegar kemur að því að nýta jurtir í lækningaskyni og nægir þar að nefna fjalla- grösin sem safnað hefur verið í aldanna rás. Starfsheitið „grasa- læknir“ er þó fremur sjaldséð og ákvað Heilsublaðið því að heim- sækja Kolbrúnu Björnsdóttur, sem er einmitt í hópi brautryðj- enda í stéttinni hér á landi og spjalla við hana um starfið og jurtirnar. Brautryðjandi lærður í Bretlandi Þegar haft er í huga að hér fyrr á öldum lærðist sú kunnátta að nýta jurtir í lækningaskyni mann fram af manni er óneitanlega for- vitnilegt að spyrjast fyrir um hvaðan Kolbrún hefur sína þekk- ingu og menntun sem grasalæknir. „Ég lærði í háskóla í Bretlandi, nánar tiltekið í Sussex, en grasa- lækningar eru kenndar þar í nokkrum háskólum, meðal annars í Westminster, West London og svo í Edinborg í Skotlandi. Það er því óhætt að segja að þessi mennt- un og kunnátta sé talsvert betur á veg komin þar ytra en hér heima,“ segir Kolbrún. „Grasalækningar eru kenndar í erlendum háskólum með sama sniði og fyrirkomulagi og hvert annað fag, þar sem grunnment- unin gefur BSc-gráðu, framhalds- menntunin veitir meistarapróf og svo er hægt að ljúka doktorsprófi í faginu. Hér er starfsheitið grasa- læknir ekki einu sinni lögverndað, en það stendur sumpart upp á okkur sem höfum menntunina hér heima að sækja það fastar með þeim rökum sem felast í hinu við- urkennda námi og hinum viður- kenndu námsgráðum sem það veitir. Þetta er í sínum farvegi í ráðuneytinu og það fer alveg að koma tími á að mál skýrist, ekki síst með hliðsjón af því að ég hef starfrækt Jurtaapótekið í sex ár.“ Kolbrún nefnir ennfremur að innan grasalækninga sé hægt að sérhæfa sig á ýmsum sviðum, á borð við kvensjúkdóma, börn, magakvilla, breytingaskeið og lækningar með smyrsl, svo eitt- hvað sé nefnt. Grasalækningar – staðkvæmd eða stuðningur? Í framhaldinu berst talið að við- fangsefnum grasalækninga. Skar- ast viðfangsefni þeirra við lyf- lækningar eða vinna jurtirnar á öðru sviði? „Það er ótal margt sem má bæta með jurtum og nægir þar að nefna vægt þunglyndi, maga- kvilla og fleira. Það ber þó að taka fram að í slæmum tilfellum þarf lyf til. En að sumu leyti má skýra muninn á þessum tveimur aðferð- um við lækningar með þeim hætti að lyf hafa þá virkni helsta að hjálpa sjúklingi að finna ekki til. Óþægindin eða sársaukinn er deyfður en lyfin ráðast ekki að or- sökinni. Sem dæmi nefni ég maga- bólgur. Lyf við þeim slá á bólg- urnar og láta sjúklingnum líða betur, en ráðast ekki að orsök bólgunnar sjálfrar. Hér geta jurt- irnar komið að málum og hjálpað við að ráðast að rót vandans og ná niður sjálfri bólgunni.“ Íslenskar jurtir til lækninga Sem fyrr segir er það vel þekkt hérlendis að nýta jurtir til ým- islegra lækninga, alltént frá fyrri tíð. Hvaða hérlendu jurtir skyldi Kolbrún nota mest? „Ég nota hvönnina, vallhumal, mjaðjurt og svo fjallagrösin. Ís- lenskar jurtir skipa um 10% af þeim jurtum sem ég nota en ég myndi gjarnan vilja sjá það fara nær 30%. Af þeim tegundum sem ég nota mætti rækta skipulega mikið magn, bara til að anna minni eftirspurn til notkunar í smyrsl. Ég nefni vallhumalinn í þessu sambandi. Sem stendur þarf ég að tína hann hér og þar og það er dýrt. Gæti ég fengið hann keyptan í einhverju magni af hér- lendum aðila sem ræktaði hann gerði ég það. Það á reyndar við um allar framangreindar jurtir.“ Fyrirbyggjandi ferskleiki En jurtirnar eru ekki bara til að slá á kvilla og krankleika, heldur líka til að auka vellíðan, hressa upp á heilsuna og fyrirbyggja las- leika, eins og Kolbrún útskýrir. „Meðal þess sem við bjóðum upp á í Jurtaapótekinu er Berja- bomban, sem inniheldur meðal annars rifsber, ylliber og freys- pálma. Þá er Græna bomban einkar næringarrík, með bygg- grasi, steinselju og fleiru. Og vilji fólk hreinsandi áhrif er Sutt- ungamjöðurinn tilvalinn,“ segir Kolbrún. Suttungamjöður er hreinsiblanda en í honum er mjólkurþistill, króklappa, benni- netla, klóelting, cayenne-pipar, spírulína og fleira, og kemur í dufthylkjum. Kolbrún leggur um leið áherslu á mikilvægi mataræð- isins, og ábyrgð hvers og eins hvað það varðar. „Það er gríðarlega mikilvægt að borða hreinan mat. Fólk ætti í auknum mæli að venja sig á að elda frá grunni og minnka að sama skapi neyslu á unnum mat- vælum. Fjölbreyttur og ferskur matur er einfaldlega gríðarlega mikilvægur.“ Kolbrún, grasalæknirinn sjálfur, tekur í því sambandi fram að hún sé ekki grænmetisæta heldur borði líka kjöt. „En ferskt græn- meti er það sem er í aðalhlutverki á mínum diski.“ Jurtirnar virka Sem fyrr segir er Jurtaapótekið sex ára um þessar mundir og seg- ir Kolbrún mikið vatn hafa runnið til sjávar á þeim tíma sem liðinn er síðan hún lauk námi. „Jurtaapótekið gengur vel, af þeirri einföldu ástæðu að jurtirnar virka. Þú þarft ekki trúa að þær virki til að þær geri það. En til þess þarf ég vitaskuld að nota jurtir sem eru ferskar, lífrænar og líta vel út. Ég nota dýrari jurtir og fæ meiri gæði fyrir bragðið. Slíkt fer ekki á milli mála og fólk finnur það.“ jon.olason@gmail.com Jurtalyf og heilsa við Laugarveg Morgunblaðið/Árni Sæberg Hollusta „Fólk ætti í auknum mæli að venja sig á að elda frá grunni og minnka að sama skapi neyslu á unnum matvælum,“ segir Kolbrún. Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir opnaði Jurtaapótek við Lauga- veg fyrir sex árum og sel- ur þar jurtalyf og smyrsl af ýmsu tagi. ’Grasalækningar erukenndar í erlendumháskólum með samasniði og fyrirkomulagi oghvert annað fag og hægt er að ljúka doktorsprófi í faginu. Hér er starfs- heitið grasalæknir ekki einu sinni lögverndað. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jurtaapótek Ýmiskonar jurtalyf og smyrsl fást hjá apótekinu. (    * * +! ,   -       . /0              1  2                               !"#   !# $%  & ' ( % %) *+%   %     , -.  /% --   0     

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.