Morgunblaðið - 03.01.2011, Qupperneq 21
Þ
egar við vorum að vinna að
lokaritgerðinni vorum við
báðar barnshafandi og áttum
erfitt með að finna líkams-
rækt við hæfi,“ segir Guðrún Lovísa
Ólafsdóttir hjá Fullfrísk.
„Okkur fannst mjög misvísandi
skilaboð um hvaða líkamsrækt mætti
stunda á meðgöngu og ákváðum að
kanna málið.“
Þær stöllur byrjuðu að kenna með-
gönguleikfimina í janúar 2007 í hús-
næði Hreyfingar en fluttu svo í hús-
næði Bootcamp í maí 2007. Í upphafi
var aðeins boðið upp á eitt námskeið í
meðgönguleikfimi en fljótlega kom í
ljós að eftirspurnin var mikil og var
þá bætt við öðru námskeiði. Einnig
kom í ljós að verðandi mæður höfðu
áhuga á að koma aftur eftir fæðingu
til þess að koma sér í form og þá með
börnin með sér.
„Til að byrja með mættu þær með
börnin áfram í meðgöngutímana en
fyrsta mömmunámskeið var svo sett
á fót í október 2007,“ segir Guðrún
Lovísa.
„Meðgöngunámskeiðin og
mömmunámskeiðin eru að mestu
leyti byggð upp eins því eftir að kon-
ur eru búnar að eiga gilda sömu atriði
og á meðan þær eru þungaðar, en á
mömmunámskeiðunum eru þó gerð-
ar meiri þolæfingar heldur en á með-
göngunámskeiðum. Það tekur líkam-
ann tíma að jafna sig eftir fæðinguna.
Mikil áhersla er líka lögð á að konan
fái sem mest út úr tímanum en hafi á
sama tíma svigrúm til þess að sinna
barninu, hvort sem er að gefa því að
drekka eða sinna því á annan hátt.“
Ávinningurinn mikill
En hversu mikilvæg er hreyfing á
meðgöngu?
„Rannsóknir hafa sýnt að barns-
hafandi konur sem eru heilsuhraust-
ar eiga að geta stundað líkamsrækt í
a.m.k. 30 mínútur á dag, flesta ef ekki
alla daga vikunnar, eins og ráðlagt er
fyrir konur sem ekki eru barnshaf-
andi,“ segir Guðrún Lovísa. Hún seg-
ir ávinninginn meðal annars geta ver-
ið aukið þol og styrk, minni
þyngdaraukningu, lægri tíðni stoð-
kerfisverkja og lægri tíðni þvagleka
svo fátt eitt sé nefnt.
Á heimasíðunni má finna nánari
upplýsingar um næstu námskeið.
birta@mbl.is
www.fullfrisk.is
Fullfrískar Dagmar Heiða og Guðrún Lovísa standa fyrir námskeiðum fyrir nýbakaðar og verðandi mæður.
Fullfrískar á
meðgöngu
Þær Dagmar Heiða Reynisdóttir og Guðrún
Lovísa Ólafsdóttir útskrifuðust úr hjúkr-
unarfræði við Háskóla Íslands árið 2004 og
skrifuðu lokaritgerð sína um líkamsrækt á
meðgöngu. Í kjölfarið stofnuðu þær Fullfrísk,
þar sem boðið er upp á hreyfingu fyrir ófrísk-
ar konur og nýbakaðar mæður.
MORGUNBLAÐIÐ | 21
Byrjaðu gott ár með
góðum bókum
Væntanleg
8. janúar
Betri lífstíll
bætt skipulag
Nýtt ár
nýir möguleikar
salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík
Salka
/
M
EL
Fyrirtækið Raven
Design selur
heilsukodda sem
stuðlar að réttri
svefnstöðu.
Koddinn veitir
alhliða stuðning
sín hvorum megin
og undir höfuðið
líka. Stuðningur er
færanlegur, hægt er að víkka og
þrengja að vild. Efnið í koddanum er
þrýstijöfnunarefni sem nefnist Me-
mory foam og var fyrst framleitt af
NASA í Bandaríkjunum. Koddinn er
einkar góður til ferðalaga og fylgir
hverjum kodda handhægur ferðapoki.
Heilsukoddinn
Keilir