Morgunblaðið - 03.01.2011, Page 30
Sveigjanlegri
persóna með
sveigjanlegri
líkama
J
óga er ekki bara fyrir útpælda
gúrúa eða teygjanlegar græn-
metisætur. Auður Bjarnadótt-
ir bendir á að jóga er fyrir alls-
kyns fólk, á öllum aldri og af öllum
stigum þjóðfélagsins, en gengst jafn-
framt við því að ákveðnir fordómar
ríki í garð þessarar fornu heilsubót-
ar. „Algengasta ranghugmyndin sem
ég rekst á er að fólk verði að vera
kattliðugt til að fara í jóga. Liðleikinn
kemur með tímanum og umfram allt
snúast æfingarnar um að einstakling-
urinn mæti sjálfum sér þar sem hann
er staddur. Svo má ekki gleyma að
þeir sem eru með stirðan líkama eru
ekki endilega með stirðan huga,“ seg-
ir hún og bætir við að þegar við liðk-
um líkamann verður persónan sveigj-
anlegri.
Jóga líka fyrir karlmenn
Annar fordómur er sá að jóga sé
fyrst og fremst fyrir konur. „Stund-
um þarf að ýta aðeins meira við körl-
unum svo þeir byrji, en margir karl-
menn leggja stund á jóga. Ekki er
langt síðan ég efndi til sérstaks
karlanámskeiðs og viðtökurnar voru
ágætar. Reglulega skella hjón sér
saman í jógatíma og eins eiga feðgar
það til að stunda jóga saman,“ segir
Auður og nefnir dæmi af mönnum
eins og Jim Carrey, David Lynch og
svo auðvitað baráttumanninum
Ghandi, ef ske kynni að lesendum
þætti skorta á karlkyns fyrirmynd-
irnar í jóga. „Gaman er að minnast
þess þegar David Lynch var spurður
hvernig hann færi að því að fram-
kvæma allt það sem hann gerir ef
hann ver allt að tveimur tímum dag-
lega í hugleiðingu. Hann svaraði að
bragði að eina leiðin fyrir hann til að
skapa sé að hugleiða, því kyrrlátur
hugur er skapandi hugur.“
Andlegt eða líkamlegt
Þriðja á listanum yfir rang-
hugmyndir um jóga er að um sé að
ræða einhvers konar trúarbrögð.
„Eitt sinn stýrði ég jógaþætti fyrir
börn og bað mann í ákveðnu trúfélagi
að fá barnið hans lánað til að taka
þátt í upptökunum. Viðbrögðin voru
þau að barnið myndi aðeins fá að
koma með því skilyrði að ég kallaði
æfingarnar ekki „jóga“ í sjónvarp-
inu,“ nefnir Auður sem dæmi. „Hver
og einn á að geta ræktað sína trú,
hver svo sem hún er, og stundað jóga
að auki. Jóga er ekki trúarbrögð en
ástundunin getur hins vegar fært
fólk nær sínum trúarbrögðum ef sú
stefna er tekin. Aðrir velja að leggja
áherslu á líkamlega þáttinn og halda
andlegu hliðinni fyrir utan æfing-
arnar.“
Ekkert meinlætalíf
Loks nefnir Auður þá lífseigu hug-
mynd að jógaiðkendur fljóti á end-
anum um í transi og stundi meinlæta-
lifnað. „Jóga er mjög jarðtengjandi
og á að miða að því að koma fólki í
tengsl við núið og að ná góðu jafn-
vægi,“ útskýrir hún. „Vitaskuld eru
til afbrigði af jóga þar sem iðkendur
t.d. neita sér um kynlíf eða borða
mjög sérstakt mataræði. Venjulegt
jóga gerir hins vegar engar kröfur til
fólks um að breyta út af sínum hvers-
dagslega vana. Við leggjum samt
auðvitað áherslu á gott grænmet-
isfæði og heilbrigðan lífsstíl, enda
tengslin milli líkamlegrar og and-
legrar heilsu órjúfanleg.“
Ávinningur fyrir heilsuna
En hvað má græða á jóga? Hver er
ávinningurinn? Sjálf segist Auður
setja í fyrsta sæti að jóga veiti innra
jafnvægi og kyrrð, orku og gleði, og
hjálpi einstaklingnum um leið að líta
inn á við.
Hún bendir líka á að finna má
kynstrin öll af rannsóknum og ritum
um heilsufarsleg áhrif jógaiðkunar.
Sumar hafa m.a. sýnt fram á jákvæð
áhrif á streitu, blóðþrýsting og heilsu
liðamóta. „Nú síðast var birt rann-
sókn um góð áhrif jóga á einstaklinga
með síþreytu og vefjagigt,“ segir
Auður en bætir við að ávinningurinn
fari eftir ástundun. „Það er gott að
stunda jóga vikulega en enn betra að
gera það að daglegri ástundun.“
Hvernig jóga fólk velur að stunda
veltur síðan á því hverju sóst er eftir.
Auður kennir einkum svokallað kun-
dalini-jóga sem hún segir bæði nýtast
til að styrkja andlegu og líkamlegu
hliðina. „Sumir tímarnir kalla á út-
hald og góðan miðjustyrk í líkama-
num. Í öðrum tímum eru rólegri
áherslur og val um fjölbreyttar hug-
leiðsluæfingar. Alltaf á það þó við að
jóga mætir okkur á okkar eigin for-
sendum.“
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í jafnvægi „Vitaskuld eru til afbrigði af jóga þar sem iðkendur t.d. neita sér um kynlíf eða borða mjög sér-
stakt mataræði. Venjulegt jóga gerir hins vegar engar kröfur til fólks um að breyta út af sínum hversdags-
lega vana,“ segir Auður Bjarnadóttir um eina af þeim ranghugmyndum sem fólk hefur um jóga.
Fólk þarf ekki að stunda meinlætalifnað eða vera af
ákveðnu kyni til að stunda jóga.
30 | MORGUNBLAÐIÐ
MFM MIÐSTÖÐIN
Meðferðar og fræðslumiðstöð
vegna matarfíknar og átraskana
Borgarúni 3, 105 Rvk, sími 568 3868
www.matarfikn.is
Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc.
Glímir þú við stjórnleysi í áti og þyngd!
Þá gætir þú átt við matar- eða sykurfíkn að stríða.
Velkomin á kynningarfund miðvikudagana
5. eða 12. janúar kl. 20.00 í Borgartúni 3.
Næstu meðferðahópar hefjast 14.-16. og 21.-23. janúar
Nýir framhaldshópar hefja göngu sína í byrjun janúar
Þeir sem hafa áhuga hafi samband í síma 568 3868
eða sendið póst á matarfikn@matarfikn.is
Einstaklingsmiðuð meðferð hjá MFM matarfíknarmiðstöðinni innifelur:
1. Fræðslu um offitu, matar/sykurfíkn og átraskanir; orsakir og afleiðingar.
2. Ráðgjöf og kynningu á leiðum til lausna, m.a. 12 spora bataleiðinni.
3. Einstaklingsmiðaða meðferð og stuðning í meðferðahópum og einstaklingsviðtölum.
4. Leiðbeiningu um breytt mataræði og stuðning við fráhald.
5. Matreiðslunámskeið; lært að elda fyrir nýjan lífstíl.
„Þegar við vitum í hverju vandamálið felst, er fyrst grundvöllur fyrir
að ná tökum á því".
www.matarfikn.is
Frá skjólstæðingum MFM miðstöðvarinnar:
„Mér finnst alveg frábært að það séu til fagaðilar sem taka á þessum kvilla og finnst mér þið vinna frábært
og mjög svo þarft verk. Áfram MFM“.
„Meðferðin hjá MFM hefur bjargað lífi mínu, hún er einstök og nálgast offituvandann og átraskanir út frá
sjónarhorni fíknar. Vonandi lifir og stækkar MFM módelið í réttu hlutfalli við vandann sem er við að etja í
samfélaginu“.
„Frábært starf og ánægður með þá elsku og umhyggju sem skín í gegn frá ykkur sem starfið þarna :-)“.
Auður heldur jógatíma sína hjá
Jógasetrinu í Lótus í Borgartúni.
Hún kennir þar ýmis jógaafbrigði
en hvað vinsælastir eru með-
göngujóga-tímarnir. „Ég held að
jóga komi sér sérstaklega vel
fyrir verðandi mæður og ég hef
safnað saman í gegnum tíðina
fæðingarsögum kvenna sem
varla trúa því hvað jógaæfingar
og -öndun hjálpa þeim þegar
barnið kemur loks í heiminn,“
segir hún.
Í meðgöngujóga er lögð
áhersla á öndunaræfingar, teygj-
ur, slökun og jákvætt hugarfar.
„En fyrir margar konur skiptir
ekki minna máli að hitta aðrar
verðandi og nýbakaðar mæður
og ræða um hlutina. Mömmu-
jóga með börnin er líka vinsælt
og konurnar eiga það oft til að
hittast utan æfingatíma, bregða
sér kannski á veitingastað eða
kaffihús og eiga saman góða
stund.“
Jóga til að
koma börn-
unum betur í
heiminn
Jóga er ólíkt öðrum íþróttum að
mörgu leyti. Auður segir þá sem
mæta í fyrsta skipti ekki þurfa
að taka með sér mottu eða
aukahluti því slíkt sé hægt að fá
á staðnum, en hún mælir með að
fólk vandi valið á æfingafatnaði
og reyni að velja flíkur sem hefta
ekki hreyfingu. „Mikilvægasta
heilræðið sem ég get gefið byrj-
endum er að skuldbinda sig til
að koma jóganu upp í vana.
Þetta þurfa ekki að vera stór
skref en hjálpa til við að breyta
lífsmynstrinu til betri vegar. Að
ákveða t.d., og standa við, að
stunda hugleiðslu daglega í 40
daga, þó ekki sé nema í stuttan
tíma í senn, skapar nýjan vana.“
Að skapa betra
lífsmynstur