Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 5

Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 5
Þessi mynd er tekin uin borð í Goðctfossi, á heimleið frá ,,Jam- boree“ 1929. Myndina tók Kjartan Ólafsson, ísafirði. sér og fara sér þvx oftar að voða á þessum tímum. ÞaS er því afar nauösynlegt fyrir alla fuglavini, eða þá, sem vilja verða það, — að sýna fuglunum fyllstu nærgætni um varp- tímann og reyna að komast hjá þvi eftir mætti, að styggja þá og ónáða. En þrátt fyrir þetta, er þó vel hægt að veita sér þá ánægju að athuga þá og háttu þeirra, ef fyllstu variiðar er gætt. Þegar fugl- arnir eru búnir að verpa venjulegri eggja- tölu, fara þeir flestir, þá fyrst, „að liggja á“, eins og það er kallað; — að sitja dag og nótt, oftast fastandi, á eggjunum til þess að halda þeim sem jafnhlýjustum og verma þau með 'líkamshita sínum. Margir fuglar fella fiðrið á blettum á kviðnum, sem næst er eggjunum, meðan þeir „liggja á“. Eru það nefndir varpblettir. Þegar komið er að hreiðri, að óvörum fuglinum, flýgur hann oftast á brott i ofboði og er þá sjálfsagt að hafa i það sinn sem skemmsta viðdvöl við hreiðrið. Sé áliðið varptíma er eggjunum þá einna hættast við ofkælingu og geta ungarnir í þeim auðveld- lega dáið og eggin orðið að fúleggjum. End- ur o. fl. fuglar breiða dúninn yfir eggin, þegar þeir fara af þeim í fullu næði. Ver það eggin ofkælingu. Ef kalt er í veðri verður því að gefa þeim sem fyrst tækfæri til þess að hverfa aftur að hreiðrunum. En fuglinn leitar nær ætíð aftur að hreiðrinu, ef menn breyta þegar um stefnu, eða snúa við frá þeirn. Vilji maður vitja um fugl í hreiðri í öðru sinni, eða oftar, er bezt að koma nokkrum sinnum í nánd hreiðursins, en þó ekki nær en svo að fuglinn styggist ekki, og venst hann þá brátt við að sjá manninn í nágrenni við sig. Er þannig oft hægt að komast nokkru nær i hvert sinn, sem vitjað er um þá, án þess að styggja þá verulega. Þó að maður sitji upp vörðu eða merki í nánd við hreiðrin, fælir það sjaldnast fugl- inn. Það er eins og fuglarnir hirði ekki um neinar hreytingar í umhverfi hreiðursins, ef ekkert kvilct sést þar í nánd. Þannig er t. d. hægt að reisa tjöld eða skjólveggi áll- nærri hreiðrunum, á meðan fuglinn er fjar- verandi og fælir það hann ekki frá því að setjast aftur á eggin, en þó er oftast nær skilyrðislaust að hann liafi séð mann fara á brott. En fuglar fara sjaldan lengra frá hreiðrunum, en svo að þeir sjái hvað þar fer fram, þó að þeir feli sig á meðan. Þó er sjálfsagt að hafa slík athuganaskýli all- fjarri í fyrstu, en færa þau síðan smám sam- an nær, eftir því hve fljótt fuglinn fer að venjast því að sjá þau í nágrenni sínu. Verð- ur að strengja tjaldið vel, til þess að það blakti sem minnst i vindi. Úr slíkum athuganaskýlum er oft liægt að horfa á fuglana, i sjónauka eða með berunx aumum, á hreiði’unum eða við að mata ung- ana. Oft úr furðulega stuttri fjarlægð. Vanir menn ná þannig oft af þeim nærmyndum, sem alls eigi væri hægt á annan hátt. Það er ekki verulega undir því komið að hafa dýra myndavél. Það er allt meira undirorpið þolinmæði og nærgætni þess, sem við þetta fæst. Venjulegast eru höfð lítil göt á tjald- inu, þeim megin sem veit að hreiðrinu, ekki verulega stærri en að sjá megi út um með öðru auga, eða rétt aðeins fyrir Ijósop myndavélarinnar. Framh. á 15. síðu. SKÁTABLAÐI+)

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.