Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 7

Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 7
Verklegar æfingar á fyrstu æfingu. Hvar er næsti brunaboði. Björgun úr elds- voða. Hvað ber að gera, ef eldur kemur upp. Hver skáti teikni lauslega upp herbergja- skipan í húsi því, sem hann býr í. 2. æfing. 1. spurning: Hvað ber að gera, ef loftárás er i vændum? Svar: Allt fólk i húsinu skai tafarlaust fara í kjaliaraherbergi það, sem tryggast er álitið (eins og rætt var um á fyrstu æfingu). Loka skal aðalleiðslum gass, rafmagns og vatns. Slökkva öll ljós og allur opinn eldur drep- inn (t. d. kolaofnar og miðstöðvareldur, olíu- lampar o. s. frv.). Þetta atriði skiptir einnig miklu máli, ef jarðskjálftar ganga yfir. 2. spurning: Hvað skal gera, ef ikveikju- sprengja lendir á húsinu? Svar: Skátinn, sem í slíkum tilfellum tekur við stjórn, dvelur sjálfur á efstu hæð hússins, til þess að vera til taks og slökkva eld, ef íltveikjusprengja lendir á húsinu. Lendi slík sprengja á húsi, fer hún venjulega gegnum þakið og fellur á gólfið á lofthæðinni. — Sprengihætta af slikri sprengju er frekar lítil, en sprengjan rifnar og það kviknar í innihaldinú. Um leið myndast gígfurlegur hiti, allt að 3600 stig, og nú er um að gera í fljótu bragði, að taka þurran sand á skófhi og hrúga yfir sprengjuna. Forðast skal að nota vatn á sjálfa sprengjuna, en hafi hún kveikt út frá sér, skal reyna að slökkva eld- inn með vatni úr vatnsfötum þeim, er til taks eiga að vera. (Ennþá ákjósanlegra er að hafa til þess gerð slökkvitæki). Falli sprengja til dæmis i aflæsta geymslu, skal nota þau verkfæri, sem við hendi eru til þess að brjóta geymsluna upp. Þegar búið er að láta sand á íkveikjusprengjuna skal kasta henni út svo fljótt, sem föng eru á, með skóflu. 3. spurning: Hvaða sprengjur er helzt hægt að búast við, að notaðar séu í loft- árásum? Vasaljós. Verkfæri, t. d. klaufhamar. Kassi með þurrum sandi. Skófla. Sandkassi. Vatnsfötur. Takið rafmagnið úr sambandi. Opnið glugga og dyr. Lokið fyrir aðalvatnsæðina. Lokið fyrir gasæðina. Slökkvið allan opinn eld. Sandpoka fyrir glugga. Öryggisherbergi í horni hússins nálægt útgöngudyrum. SKÁTABLAÐH) 7

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.