Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 11

Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 11
alþáttanna. Vi8 vindum ofan af kaðlinum og drögum möskvana i geg'n. Þræðum síð- an kaðalendanum í gegnum ytri hluta möskvans, á þann hátt, sem sýnt er á 5. mynd. Þannig förum við að við alla enda- inöskvana. Þegar við höfum lokið við stutt- hliðina, hnýtum við lykkju á hornið, eins og áður, Þegar við höfum þríltt kaðlinum í kring um allt netið og erum komin að kaðalendanum, þar sem við byrjuðum, tengj- um við kaðalendana saman með „lang- splæsÞ*. Og þá er hengiriimið tilbúið. Notkun. v Nú skulum við hengja rúmið upp. Við velj- um tvo staura, eða tré, sem eru í ca. 4 metra Ijarlægð hvor frá öðrum. Tökum björgun- arlínu og festum henni í hornlykkjurnar, en hnýtum línunni síðan utan um staurana. Ef við leggjumst hú upp í rúmið, myndi þannig fara, að það herptist saman yfir okkur, eða klemmdi okkur niður í einskonar „neta- poka“. Við verðum þvi að stinga stöngum eða stöfum i gegnum hornalykkjurnar, fyrir endana og mun netið þá halda sér opnu, þegar lagst er í það. í fyrstunni myndi að visu allt iáta undan, á meðan hnútarnir eru að herðast, en þegar frá líður lieldur netið og við munum fá fyrirhöfnina endurgoldna. Við getum einnig spennt tjald yfir netið, eins og sýnt er á A mynd, (tjaldið táknað ineð punktalínum). Netið getur einnig orðið okkur þægilegt sem stóll (B mynd). Ef legið er í fastatjaldbúðum, má vel út- búa rúm eins og mynd F sýnir. Eða nota netið við tennisleik( mynd D), og þá held ég nú að börurnar (E) væru bærilegar við hitt og' þetta, er bera þarf til og frá tjald- stað. Ef þið hugsið ykkur vel um, muimð þið fljótlega sjá,- að netið getur orðið ykkur reglulegt þarfaþing við starf sumarsins. Nýtekin próf. Skátablaðið mun nú taka upp þann sið að birta nöfn þeirra skáta er taka 1. fl. próf, auk þess nöfn þeirra, er fá skjald- sveina óg riddaramerki. Skátar úr Skátafélagi Reykjavíkur hafa nýlega tekið þessi próf: 1. fl. próf: Garðar Guðjónsson 1. deild. Páll H. Pálsson 2. — Eyjólfur Jónsson 2. R.S. Skjaldsveinar: Pétur Nikulásspn, 3 deild. Kristinn Einarsson, 3 Bjarni Ingvarsson, 2 — Friðjón Ástráðsson, 2 — Einar Jóhannesson, 2 — Sigurgeir Guðm.s. 2 — Agnar Kristinsson, 2 . 11 SKÁTABLAÐlí)

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.