Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 14

Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 14
Birkibeinar taka til starfa á ný. Úr bréfi frá Stokkseyri segir svo um ný- stofnun Birkibeina á Eyrarbakka: „Sunnu- daginn 7. apríl s.l. var stofnað skátafélag á Eyrarbakka. Stofnendur voru 5. Sveitarfor- ingi er Guðmundur Þorláksson skólastjóri. FélagiS hlaut nafnið Birkibeinar. Hlöðver Sigurðsson og jón Sigurjónsson úr félaginu Svanir prófuðu nýliðana og stofnuðu félagið. en Guðm. Þorláksson skólastjóri og Magnús Oddsson hreppstjóri undirbjuggu stofnun- ina.“ Happdrætti skátafélagsins Svanir. Eftirfarandi vinninga hefir ekki verið vitjað í happdrætti skátafél. Svanir, Stokks- eyri, siðastliðið ár: Sigurjónssyni úr Skátafél. Reykjavíkur. — Stjórn B.Í.S. gaf Halldóri ein pör úr silfri, sem viðurkenningu fyrir að hafa skorið mót- in út. Beltispörin, ásamt beltum, munu verða seld hjá merkjaumsjónarmanni B.T.S. Sumardagurinn fyrsti. Eins og skáta er siður bér á landi, var sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur með ýmsu móti. Hér i Reykjavík gengu skát- ar, piltar og stúlkur, fylktu liði um götur borgarinnar. Alls munu 'um 500 skátar hafa tekið þátt i göngunni, þar af voru einnig nokkrir skátar úr Hafnarfirði. Skátaguðs- þjónusta var, eins og vant er, haldin í dóm- kirkjunni. Séra Garðar Þorsteinsson prédik- aði. Ýms skátafélög út um land munu einnig hafa haldið daginn hátíðlegan, og vonast Skátablaðið eftir að vera búið að frétta nán- ar um það, áður en næsta blað kemur út. Beltisspennur. Stjórn B.Í.S. er að láta gera beltispör uieð islénzka skátamerkinu, skorin út af Halldóri Nr. 532 .... kr. 10.00 — 086 .... — 5.00 — 755 .... — 5.00 Vinninganna sé viljað til Hlöðvers Sigurðs- sonar, Stokkseyri. Hvað er miljarð? Einn miljarð gulls myndi t. d. fylla 45 járnbrautarvagna, er hver um sig bæru 10 smálestir, eða 750 jafnstóra vagna, ef gull- inu væri skift í silfur. Ef við hinsvegar ætt- um að telja peningana út i krónupeningum og okkur tækist að telja 100 krónupeninga á mínútu, tæki verkið okkur hvorki meira né minna en 10 miljónir mínútna, eða um það bil 18 ár og þá er ekki reiknaður með hvíld- artími, matarhlé né kaffitími. 14 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.