Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 12

Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 12
Lyfja- ikrín skáta. í þetta sinn ætla ég að tala við ykkur um lyfjaskrín fyrir skáta. Ef vel ætti að vera, þyrfti hver skátaflokkur að eiga lyfjaskrín, svo og hver einstakur skáti. Flokkunum ber að nota lyfjaskrín sín tii þess að kenna eftir, á flokksæfingum, og auðvitað má slíkan útbúnað aldrei vanta á ferðalögum skáta. Á myndinni, sein hér birtist, sjáið þið hóflega stórt lyfjaskrín fyrir skátasveitir. Lyfjaskrin það, sem ætlað er flokkum, og' er með samskonar lagi, er að stærð sem hér segir: Iengd 21 cm., hreidd 17 cm. og hæð 8 cm. Það er búið til úr krossviði og ætti hver laginn skáti að geta smíðað sjálfur þetta einfalda skrin. Innihald þess ei' þetta: Grisjubindi 6 stk. 5 cm. breið. Grisjubindi 4 stk. 8 cm. breið. Sáragrisjur 3 stk. Bómull 1 pk. 30 gr. Brunabindi 1 stk. 1 mtr. að lengd. Gult vasilín 1 tb. Skyndiplástur og 1 rl. heftiplástur 2 cm. br. Rivanol (gult vatn) 30 gr. Joðbenzin 30 gr. Tanndropar 5 gr. Kamforudropar 30 gr. Verk og vindeyðandi dropar 20 gr. Asperin 1 gl. með 20 töflum. Lásnælur 1 tylft. Ein litil skæri og flísatöng. Þetta innihald kostar, miðað við núver- andi verð í lyfjabúðum, kr. 15.00 en skrínið sjálft mun kosta um 4,00 kr. fullsmíðað hjá trésmiðum. Nú skulum við athuga nánar hvernig nota á þessi lyf og umbúðir og ræða um þau í þeirri röð, sem að ofan greinir. Þið vitið auðvitað, að grisjubindi eru not- uð til þess að binda um sár. Farið þrifa- lega með þau, geymið þau t. d. alls ekki á rökum stað, og er þið ætlið að nota þau, þá takið þau upp með gætni og snertið ekki þann hluta þeirra, sem leggjast á næst sár- inu. Sáragrisjur (kompressur), sem venju- lega eru í sérstökum umbúðum, má alls ekki taka úr umbúðunum fyr en um leið og á að nota þær. Munið að sáragrisjur eru ætlaðar til þess eingöngu að leggja næst stórum, djúpum sárum, en slík sár megum við ekk.i eiga við að þvo eða hreinsa, þótt við höf- itm þau sótthreinsunarlyf, sem nefnd verða síðar. Heldur ber okkur að leggja strax sára- grisjur við hið djúpa sár, binda síðan yfir með grisjubindi og koma sjúklingnum i skyndi til læknis eða á sjúkrahús. Um stöðv- un blóðrásar úr slíkum sárum var rætt í síð- asta blaði, eins og þið munið. fíómull má nota t. d. til þess að þvo með í kringum sár, einnig til þess að setja í nös, sem blæðir úr, til þess að setja í hola tönn (vætta i tanndropm) o. fl. Skyndipláslur (Hansaplástrar) þ. e. plástr- t ar eða plástnrslengjur með grisju, eru lient- ugir til þess að láta við minni meiðsli, skein- ur og stungusár, sem hreins-a skal þó áður en skyndiplásturinn er lagður á þau. Heftiplástur er notaður til þess að festa með umbúðir, en aldrei lagður næst sárum. fírunabindi, sem hlaðin eru miklu dufti (wismuthdufti) eru lögð næst brunasárum á 2. og 3. stigi (sjá Hjálp í viðlögum, bls. 17 12 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.