Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 13
1. útg.) en síðan er venjulegu grisjubindi vafið utan yfir. Forðist að láta egg, hveiti, grænsápu eða þvílíkt næst brunasárum. Það er trú margra að slíkt sé gott, en er hið mesta hindurvitni. Gult vasilín er notað við litlum bruna á hörundi og einnig við kaun, hrufl og af- rifur. Gult vasilín er seit í tinbelgjum (túb- um), sem þrýst'a skal úr beint á umbúð- irnar eða holdið, en aldrei láta vasilínið fyrst á góm sér og síðan bera það á með gómnum. Með því móti getum við borið sýkla að sárinu. Joðbenzin er notað til þess að hreinsa í kringum sár. Minnist þess, að það getur verið eins nauðsynlegt að hreinsa vel i kringum sárið, eins og' að hreinsa sjálft sárið. Joð- benzín má einnig nota til þess að hreinsa grunnar skeinur og þvo stungur eftir vír • eða nagla. Rivanol (gult vatn) er mjög sótthreins- andi vökvi, sem nú er mikið notaður við sáraaðgerð. Ef þið sjáið óhreinindi í skurði eða sári, ekki mjög djúpu, þá vætið grisju- bút í Rivanol og veiðið óhreinindin upp með léttum og liprum handtökum. Hellið siðan litlu al' vökvanum í sárið, eða látið að því hreinar umbúðir, sem lagðar eru næst sárinu og vefjið síðan með grisjubindi. Minnist þess að gæta ávallt hins ítrasta hrein- lætis, þegar þið handleikið sár og sáraum- búðir. Þvoið ykkur rækilega um liendurn- ar. Þegar bæði Joðbenzín og Rivanol er við hendina er óþarfi að nota joðáburð, enda miklu vandfarnara með hann. Taniulropar eru notaðir við sárum verkj- um í holum tönnum. Er þá venjulega bóm- ull, vætt í dropunum, sett ofan í tannholuna með eldspýtu. Til eru ýmsar tegundir af lanndropum og má t. d. benda á Eugenolum Ph. D., sem fæst í lyfjabúðum. Kamforudropar er örvandi lyf, sein notað er við köldu, slappleika o. fl. Gefnir eru inn 20—30 í ögn af vatni eða í sykurmola. Verk- og vindeyðandi dropar eru notaðir við sárum magaverkjum; einnig 20—30 dropar. Asperin er notað við höfuðverk, hita, gigtarverkjum o. fl. Venjulega eru fullorðn- um mönnum gefnar tvær töflur, en börnum og unglingum 1 tafla. Lásnælitr eru notaðar til þess að festa með umbúðir. Skæri og flísatöng eru nauðsynleg tæki, sem þið kunnið að nota. Þetta, sem nú hefir verið talið og rætt um, af lyfjum og umbúðum, getur einnig átt við að hafa i lyfjaskrín íyrir heimili og er trúlegt að margir skátar, sem lokið hafa prófi í hjálp i viðlögum, hefðu löngun til þess að útbúa slikt, enda mundu flestir for- eldrar verða þeim þakklátir fyrir, þvi að oft þarf að grípa til algengra lyfja og um- búða i heimáhúsum, en eru sjaldnast til vegna þéss, að enginn úr fjölskyldunni hefir þekkingu eða áhuga til þess að útbúa lyfja- skrín fyrir heimilið. Lyfjaskrín, sem ætlað er einstökiiin skát- um og þeim ber að hafa með sér í ferðalög, eru talsvert minni en lyfjaskrín flokkanna. Þessi einstaklingsskrín eru búin til úr blikki og innihalda: Grisjubindi 4 stk. 5 cm. breið. Grisjubindi 2 stk. 5 cm. breið. Sáragrisjur 2 stk. Bómull 1 pk. 15 gr. Gult vasilin 1 tb. Kamforudropar 30 gr. Joðbenzin 30 gr. Heftiplástur 1 rl. 2 cm. breið. Skyndiplástur. Lyfjaskrín úr blikki með þessu innihaldi munu kosta nú um 8 krónur. Það er reynsla okkar eldri skátanna, að fólk leitar oft til skáta á ferðaiögum, ef meiðsli eða slys hafa borið að höndum. Það álítur nefnilega sjálfsagt, að skátar hafi ávallt með sér umbúðir og lyf í ferðalögum og geti hjálpað náungánum. Þetta traust almennings þykir okkur vænt um. Þess vegna er það áríðandi fyrir skáta að gleyma aldrei þess- um útbúnaði, svo að þeir þurfi ekki að segja: „Æ, fyrirgefið þér, ég get því miður ekki hjálpað yður, ég gleymdi nefnilega lyfja- skrininu heima.“ J. O. J. Ef þér fellur Skátablaðið, þá segðu það sem flestum. Ef ekki, þá segðu aðeins okkur frá því. SKÁTABLAÐIÐ 13

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.