Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 3

Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 3
Vor æ§ka „Vor og sólskin og' landið ljómar, og lífið spriklar í kviknm leik'.“ .4. S. Vorið er komið með birtn og yl. Ur lofti heyrisf fuglakliður. Landið klæðist nýju skrúði. Fannir og ísspangir bráðna og mynda tæki, er renna til sjávar. Hinn leysandi mátt- ur lætur til sín taka og leysir úr læðingi öfl þau, sem „vetur konungur" hefir lialdið i böndum. Nýtt líf skapast. Menn fytlast þrótti og lífsgleði. Þá langar út í vor og ver- öld, út í hina óbyggðu mörk, þar sem ennþá ríkir hin grafþögla helgi náttúrunnar, þar sem mannshöndin hefir ekki ennþá sett svip sinn á. Sérhvern æskumann dreymir um dáð og dyggðir framtíðarinnar. í honum býr þrótt- ur vorsins, bjartsýni og eldmóður. Hann þráir verkefni og vandamál, fyrir hug sinn og hönd. Þessi verkefni finnur hann, ef hann lifir í nánu samneyti við hina villtu náttúru landsins, inni á milli hinna íslenzku fjalla, við lækjanið og fuglasöng. Þar lærir hann að þekkja sjálfan sig'. Þar lærist hon- um bezt að meta kosti sína og ókosti. Líkam- inn styrkist og hugurinn bætist. Hvað heillar hugan meir en útilífið, fjall- göngur, fagurt útsýni, varðeldasöngur og vin- átta ferðafélaganna? Allt þetta gefur verk- efni, kraft og gleði. Hin íslenzka þjóð hefir um aldaraðir varðveitt þrek sitt og' lífsham- ingju í nánu samneyti við náttúru landsins. Látið nútíma borgarmenningu ekki glepja svo, að þið týnið þessari arfleifð. Gerist ekki áhorfendur að viltum eltingaleik eftir met- um á kappmótum, né dýrkendur „súkkulaði- sætra“ kvikmyndaleikara, sem malla „cok- tail“, með vindling' milli vara sér. Takið þátt í starfi sumarsins. Lifið í samneyti með nátt- úru landsins. Kynnist fugla- og gróðurlífi l>ess. Gefið gaum, hvernig fuglarnir kvaka, hvernig þeir eru litir, hvað eru einkenni þeirra í byggingu og lifnaðarháttum, safnið myndum af þeim. Safnið plöntum, lærið að þekkjá nöfn þeirra, og greina þær í sundur. Kynnið ykkur hraunið, sem þið gangið á. Hvaðan hefir það komið? Hvað heitir áin, sem rennur eftir dalnum? Hvar eru upptök hennar? Ekkert, sem þið sjáið í kring um ykkur, er ykkur óviðkomandi. Allt verðið þið að þekkja og vita. Þá opnast ykkur nýir heimar. Þá verðið þið „voldug og sterk“, eins og náttúra landsins. Þá hafið þið lifað skátalífi. Takið tjald og bakpoka. Farið út i sól og sumar. (itleðik^í siaiii:n ! SKÁTABl.Af) H) 3

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.