Skátablaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 4
A náttúran nokkurn rétt á sér?
Eftir Magnús Björnsson, fuglafræðing.
„Sannleikurinn er sagna beztur“, en þó er
hann eigi ætíð það viðkunnanlegasta, seni
að eyrum berst. Ef ræða skal um umgengni
almennings yfirleitt úti’á víðavangi, — „úti
í guðsgrænni náttúrunni“, þegar menn eru
sér þar til skemmtunar, eða á lengri eða
skemmri ferðaiögum, er óhjákvæmilegt að
ýmissa óviðkunnanlega hluti beri á góma, —
ef satt skal sagt. Það eru hversdagslegir hlut-
ir, að sjá allskonar rusl á og meðfram alfara
vegum, t. d. tómar flöskur og flöskubrot,
ryðgaðar dósir undan ýmsum niðursuðu-
vörum, matvælum og sælgæti, allskonar papp-
írsrusl og aðrar umbúðir, sem fólk fleygir
frá sér, hvar sem það er statt — út um opnar
hurðir og glugga á bílunum, sem ekið er um
vegina, o. s. frv.Þetta er sóðaskapur, sem er
afar leiðinlegur, en því miður mjög algengur.
En verst er þó oftast umgengnin, eða réttara
sagt viðskilnaðurinn, á áningar- eða við-
komustöðum, þar sem fólk hefir dvalið um
hríð, sér til hvildar eða skemmtunar. Þannig
eru oft gömul tjaldstæði skilin eftir í svo
sóðalegu ástandi, að varla er nokkurt það
skammaryrði til í málinu, að eigi sé þar of
vægt að kveðið, — ef aðeins satt og rétt
skal sagt frá. Það er eigi óaigengt, að gróð-
uriausar skeliur standi þar eftir i algrónu
landi, þaktar allskonar rusli og sóðaskap,
þar sem menn hafa tjaldað aðeins örfáar
nætur. Ég hefi víða séð ársgömul og eldri
tjaldstæði þannig útiitandi og er ég ekki einn
til frásagnar um þetta. Er þetta t. d. ekki
óalgengt á afréttum, þar sem allur gróður
er viðkvæmari og á erfiðara uppdráttar, en
í byggðum. Þá er það algengt, að þar sem
fólk er á ferð að sumarlagi, að það slítur
upp og hefir á brott með sér allskonar gróð-
ur, einkum þó blómgresi og runna, t. d.
stórar birki og viðihríslur, og hefir það með
sér um stund, en fleygir því siðan, þegar
jurtirnar fara að þorna og verða óásjálegri;
— skreytir ýmist sjálft sig með blómunum,
eða bílana með skógviðarhríslum. Er þetta
leiður ósiður og getur viða haft skaðlegar
afleiðingar.
En hversvegna er ég að vekja máls á þessu
í Skátablaðinu? Það er af því að það verður
ekki ráðin bót á því, sem miður fer, með að-
finnslum einum. Það þarf að ala almenning
upp við annan hugsunarhátt, en þann, er
tíðkast hefir og verður það bezt gert og ör-
uggast með tilstyrk unglinga og æskulýðs.
Að þeir séu vaktir til vitundar um fegurðar-
auð náttúru landsins okkar og þeir fáist til
liðs við þá, sem vilja vernda hana og varð-
veita. „Hvað ungur nemur, gamall temur“.
En af öllum æskulýðsfélögum tel ég skáta-
félögin merkust og einna þýðingarmest og
þvi var mér ánægja að rita þessa hugvekju
fyrir þau. En það sem átti að vera aðalefni
þessa pistils, var viðhorf okkar gagnvart
fuglunum. Þeir eru sú hlið islenzkrar nátt-
úru, sem einna fyrst vekur athygli okkar og
gleymist siðast.
Nú er sumarið að byrja og fuglarnir fara
að hreiðra um sig og búa sig undir þýðingar-
mesta starf sitt, — að verpa og ala upp vænt-
anlega unga til viðhalds kynslóð sinni. Þá
er mikið um dýrðir i fuglaheiminum og
„syngur hver með sínu nefi“. Þá eru fugl-
arnir okkar einna mest aðlaðandi. Þeir eru
þá oftast gæfari og auðveldara er þá oft að
komast nærri þeim og athuga þá, og þó eru
þeir þá einna viðkvæmastir fyrir öllum trufl-
unum og ónæði, enda getur það oft oltið á
iífi afkvæma þeirra. En aftur virðast þeir
oft vera gæfari og ómannfælnari, einkum
framan af varptímanum. En þó eru þeir í
raun og veru, eftir getu sinni, jafnt á verði
um sig, þá sem endranær. Hjúskaparmálin
hafa þá tekið huga þeirra svo sterkum tök-
um, að þeim er þá oft hættara við að gleyma
4
SKÁTABLAÐIÐ