Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 3. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  10. tölublað  99. árgangur  HM 2011 32 SÍÐNA FYLGIBLAÐ UM HM FINNUR.IS FARSÍMINN ANGRAR ÖKUMENN VIÐSKIPTABLAÐ HVERS VIRÐI ER SNJÓRINN? Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ekki verður gengið frá kjarasamningum á al- mennum vinnumarkaði án þess að málefni sjávarútvegsins, hvað varðar nýtingu afla- heimilda, komist á hreint, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. Þetta atriði var meðal þeirra sem rædd voru á fundi forystumanna SA með Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í hádeginu í gær. „Það verður að ljúka því starfi sem hófst með starfi endurskoðunarnefndarinnar og lauk með þeirri sátt sem þar náðist um samn- Ekki samið án lausnar í útvegi  Ekki hægt að ganga frá kjarasamningum nema niðurstaða fáist samhliða í málefni sjávarútvegsins  Greinin þarf að geta horft fram á veginn svo menn geti byrjað að taka ákvarðanir um fjárfestingar Þessi afstaða til sjávarútvegsins hefur lengi legið fyrir af okkar hálfu og síðasta sumar komu samtök í sjávarútvegi inn í störf endur- skoðunarnefndarinnar á þeim forsendum að verið væri að ljúka málinu með sáttinni sem þar náðist. Nú þarf að vinna úr þeim nið- urstöðum og klára málið í þinginu,“ sagði Vil- hjálmur. „Númer eitt, tvö og þrjú er að koma fjár- festingum aftur af stað,“ sagði Vilmundur Jós- efsson, formaður SA, eftir fundinn í gær. „Við leggjum áherslu á afnám gjaldeyrishafta og trúverðugar væntingar um hækkandi gengi. Það er ljóst að það er verið að skattleggja lánastofnanir og það þýðir meiri fjármagns- kostnað fyrir fyrirtæki og almenning.“ ingaleið,“ segir Vilhjálmur. „Þetta þarf að ger- ast samhliða kjarasamningum þannig að sjáv- arútvegurinn geti horft fram á veginn og menn byrjað að taka ákvarðanir um fjárfestingar í greininni. Ekki er hægt að ganga frá kjara- samningum nema þetta sé komið á hreint. Eyða þarf margvíslegri óvissu Við miðum við að leiðin út úr kreppunni sé í gegnum fjárfestingar og til þess að koma þeim af stað þarf að eyða margvíslegri óvissu. Kjarasamningarnir sjálfir eru hluti af því að eyða óvissu en síðan er það mjög stórt atriði að niðurstaða fáist í málefni sjávarútvegsins. Allt atvinnulífið tekur á sig miklar skuldbindingar með kjarasamningum. Snjónum hefur kyngt niður á Norðurlandi und- anfarna daga og breytt ásýnd Akureyrarbæjar nokkuð. Snjómokstur hefur verið á fullu en þó er nóg eftir. Eflaust eru þeir til sem öfunda Norð- lendinga af snjónum sem lýsir upp rökkrið og færir þeim spennandi snjógöng til að fara um. Veðurguðirnir eru langt frá því að vera búnir með snjókvótann, áfram er spáð lítilsháttar snjó- komu út vikuna á Norðurlandi. »12 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í kafaldi og kulda á Akureyri Fram kemur í umsögn InDe- fence-hópsins til fjárlaganefndar um nýja Icesave- samninginn að áhættuþættirnir séu hinir sömu og í hinum samning- unum og að áhættan hvíli nánast öll hjá ís- lenska ríkinu. Hins vegar sé hægt að eyða mikilli áhættu með einni breyt- ingu sem kveði á um forgang ís- lenska innistæðutryggingasjóðsins til eigna úr þrotabúi LÍ. InDefence telur jafnframt enn að engin lögbundin greiðsluskylda sé að baki kröfum Breta og Hollend- inga. »Viðskipti Áhættan enn fyrir hendi Umsögn InDefence- hópsins um Icesave Mótmæli vegna Icesave-samninga. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Þeir sparisjóðir sem starfandi voru á Íslandi við árslok 2007 juku stofnfé um samtals 40 milljarða króna á ár- unum 2006 og 2007. Nánast allt það fé er tapað í dag, en í mörgum tilfellum skuldsettu gamalgrónir stofnfjáreig- endur sig vegna þátttöku í stofnfjár- aukningu síns heimasparisjóðs. Langstærsta einstaka stofnfjár- aukningin var hjá Byr í árslok 2007, en þá voru tæplega 24 milljarðar króna sóttir til stofnfjáreigenda. Íslenska ríkið hefur tekið yfir nán- ast allt stofnfé langflestra sparisjóða landsins, svo að margir sitja eftir með sárt ennið. Aðeins þrír sparisjóðir eru ennþá á lífi í sinni gömlu mynd. Það eru Sparisjóður Strandamanna, Sparisjóður Höfðhverfinga og Spari- sjóður Suður-Þingeyinga. Síðastnefndi sjóðurinn hefur líkleg- ast komið best íslenskra fjármálafyr- irtækja út úr hruninu haustið 2008. Guðmundur E. Lárusson sparisjóðs- stjóri segir að enginn 250 stofnfjár- eigenda sjóðsins muni tapa neinu af sinni eign: „En við vorum oft kallaðir afturhald og gamaldags vegna þess hvernig við störfuðum. Menn skildu hreinlega ekki hvernig við ætluðum að lifa af.“ Sparisjóður Bolungarvíkur er einn þeirra sparisjóða sem juku stofnfé um hundruð milljóna á þensluárunum. Einn stofnfjáreigenda segir að þar eins og víða annars staðar hafi aukn- ingin verið kynnt sem nánast áhættu- laus fjárfesting. Allir hafi tekið þátt í henni til að halda sínum sjóði í heima- byggð. MTugir milljarða »Viðskipti Stofnfjáraukningar árin fyrir hrun hlaupa á tugum milljarða króna Viðbrögð við atvinnuleysi eru efst á blaði í aðgerðaætlun ASÍ, sem kynnt var ráðherr- um í gær. Þar segir m.a. að stórum fram- kvæmdum í samgöngumálum verði hrint í framkvæmd og einnig umfangsmiklu við- haldi opinberra bygginga. Flýtt verði upp- byggingu þjónustuíbúða og greitt verði fyrir þegar áformuðum fjárfestingum í orkufrekum iðnaði. Framkvæmdir KYNNTU AÐGERÐAÁÆTLUN  Stefnt er að því að landsdómur komi saman í Þjóðmenningar- húsinu og aðeins er eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum til þess að af því geti orðið, að sögn Þorsteins A. Jónssonar, skrif- stofustofustjóra Hæstaréttar, sem verður jafnframt dómritari lands- dóms. Takmarka verður áhorf- endafjölda en lestrarsalurinn, þar sem þinghaldið færi fram, er 148 m². Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, gagnrýnir gagnaöflun saksóknara Alþingis og segir að hefja eigi málsmeðferð án tafar, á grundvelli fyrirliggjandi gagna. »6 Dæmt verður í Þjóð- menningarhúsinu –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.