Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 21
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Ástvinum Gyðu votta ég mína dýpstu samúð. Birna Róbertsdóttir. Kveðja frá Kvenfélaginu Heimaey Fimmtudaginn 13. janúar verður borin til hinstu hvílu Gyða Stein- grímsdóttir félagi okkar sem lést 4. janúar á líknardeild Landspítalans. Elsku Gyða okkar, nú er stórt skarð höggvið í okkar raðir, alltof fljótt. Þann 6. desember síðastliðinn varstu með á jólafundinum þrátt fyr- ir þín erfiðu veikindi, þú varst alltaf til staðar fyrir félagið hvernig sem á stóð. Gyða var formaður í fjögur ár og var búin að sitja í flestum nefndum hjá félaginu um árabil og nú síðast í líknarnefnd. Auk þess setti hún upp námskeið til þess að kenna okkur ræðumennsku og að tala í míkrófón sem er ekki öllum gefið. Þegar maður sest niður og lætur hugann reika þá er svo margs að minnast og má þar nefna öll ferðalög- in, basarana, lokakaffið og ætíð var hún reiðubúin. Nú að leiðarlokum viljum við þakka Gyðu samfylgdina og fórnfúst starf í þágu Kvenfélagsins Heima- eyjar og vottum ástvinum hennar innilega samúð okkar. F.h. Kvenfélagsins Heimaeyjar, Pálína Ármannsdóttir. Í dag kveð ég heiðurskonu, Gyðu Steingrímsdóttur. Ég kynntist henni fyrir tæpum fjörutíu árum, þegar Kristjana vinkona bauð mér að koma til Eyja. Það var skemmtilegt að kynnast fjölskyldunni, þar var mikil gleði, dugnaður og samheldni, allir í Eyjum þekktu Gyðu. Hún vann í kaupfélaginu á daginn og í Sam- komuhúsinu á kvöldin og eftir vakt- irnar þar gaf hún sér tíma til að spjalla við okkur táningana. Þetta voru miklar gæðastundir en ekki hef- ur lífið alltaf farið mjúkum höndum um Gyðu, hún missti eldri son sinn Albert í sjóslysi árið 1981 og var það stórt högg fyrir fjölskylduna. Þarna kom fram hversu sterk og heilsteypt Gyða var, hún lét ekki bugast. Gyða var félagslynd og hrókur alls fagn- aðar á mannamótum. Ekki munaði hana um það að fá saumaklúbbinn KS3B á Bryggjuhátíð, hvað þá held- ur þegar hún prjónaði hina svoköll- uðu „Gyðusokka“ á okkur allar. Handavinna átti hug hennar og var hún ávallt með eitthvað á prjónun- um. Börnin mín fengu einnig að njóta hennar velvildar og á mínu heimili er hún alltaf kölluð „amma Gyða“. Veikindin höfðu tekið sinn toll en fallega brosið og æðruleysið kom sterkt fram er við Siggi komum á annan dag jóla að heimsækja hana. Elsku Gyða, ég vil þakka þér fyrir ræktarsemi, vináttu og tryggð sem aldrei bar skugga á. Elsku Kristjana, Þórarinn og fjöl- skyldur, ykkar missir er mikill en minningin um góða móður lifir. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur sem og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Björg Lárusdóttir (Böggý). Í dag kveðjum við okkar kæru vin- konu til margra ára, Gyðu Stein- grímsdóttur. Við kynntumst Gyðu fyrst þegar við þrjár tókum að okkur stjórn kvenfélags Heimaeyjar árið 1996. Það var mikið gott að vera með henni í stjórn, hún var ráðagóð og mikil félagsvera. Þekkti öll félagslög út og inn, var búin að vera starfandi með ITC í mörg ár. Við höfum átt margar góðar stundir saman bæði með kvenfélaginu og utan þess. Við stofnuðum líka prjónaklúbb og nut- um þar leiðsagnar Gyðu, enda var hún síprjónandi og hafði svar við öll- um okkar prjónavandamálum. Á okkar síðasta prjónafundi sem við héldum, var hún að prjóna vettlinga upp úr gamalli prjónabók, var búin með nokkur pör, hvert öðru fallegra. Við þökkum Gyðu innilega fyrir samfylgdina þessi ár, vorum að vona að þau yrðu fleiri, en hún var orðin veikari en við gerðum okkur grein fyrir. Hennar verður sárt saknað og sendum við börnum hennar, Krist- jönu, Þórarni og þeirra fjölskyldum, einnig Bjarna sambýlismanni henn- ar, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (Vald. Briem) Sigríður Lárusdóttir og Sól- veig Guðjónsdóttir. Með söknuði og döprum huga sest ég til að skrifa kveðjuorð til þín, elsku Gyða mín. Þú sem alltaf varst svo full af lífi og gleði hefur nú kvatt þetta líf, eftir stutta en snarpa bar- áttu við krabbameinið. Ekki hvarfl- aði það að mér er við fórum saman út í Eyjar að fylgja henni Addý okkar Guðjóns í lok ágúst í sumar að þú værir á förum líka. Við spjölluðum margt á leiðinni austur í Landeyja- höfn og skutumst með Herjólfi til Eyja, þú hafðir á orði að það tæki því varla að setjast, við yrðum komnar heim áður en við vissum af. Þú sagð- ist reyndar vera í læknisrannsókn, en kveiðst engu í þeim málum. Okkar leiðir lágu saman í Kven- félaginu Heimaey, sem þú gekkst til liðs við eftir að þú fluttir aftur upp á land og þar höfum við átt margar góðar stundir í hinum ýmsu nefndum að ég tali nú ekki um allar skemmti- ferðirnar á vegum okkar kæra fé- lags, þar sem þú hefur verið hrókur alls fagnaðar, sagt sögur eins og þér einni var lagið og sungið fallegu Eyjalögin, sem auðvitað er fastur lið- ur í Heimaeyjarferðum. Þú komst ung til Eyja, giftir þig og eignaðist börnin þín. Þú sagðir að margt hefði komið þér spánskt fyrir sjónir í fyrstu, þú hefðir bara ekki skilið hvað fólkið var yfirleitt að fara. Það var ýmist að fara uppúr eða niðr- úr, austrúr eða vestrúr, það var verið að fara til eggja, þú hafðir nú bara vanist því að tína þau undan hæn- unum og svo sem ekkert verið að orð- lengja um það frekar. En útyfir gekk þegar voraði og annar hver maður ætlaði að fara að drífa sig til sölva. Hver skyldi hann vera þessi Sölvi? – Eitthvað hafðirðu heyrt talað um hann Sölva í Batavíu, en varla ætlaði allt þetta fólk að heimsækja hann? – Auðvitað fékkstu svör við þessu öllu og svo haustaði og þá var farið að huga að Þjóðhátíð og það fannst þér alveg stórkostleg upplifun; á laugar- deginum varðeldurinn með skátun- um, fyrsti varðeldurinn sem þú sást og tókst þátt í, fjöldasöngurinn og allt í kringum þessa fyrstu Þjóðhátíð fannst þér ógleymanlegt. Eitthvað segir mér að þú hafir ekki misst af mörgum Þjóðhátíðum eftir það. Elsku Gyða mín, ég sem var svo döpur þegar ég settist til að skrifa þessi kveðjuorð finn að á kveðju- stund er þakklæti efst í huga mér. Yfir minningu þinni er birta og gleði. Um leið og ég kveð þig, kæra vin- kona, með miklum söknuði og þakk- læti sendi ég ástvinum þínum inni- legar samúðarkveðjur. Þuríður Ólafsdóttir (Dússý í Suðurgarði).  Fleiri minningargreinar um Gyðu Steingrímsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011 minn fæddist í Lóninu, í þeirri fal- legu sveit og bjó þar við aðstæður sem í dag þættu frumstæðar. Ekkert rafmagn var, þvottur var þveginn úti í læk, ekkert sjónvarp, hvað þá tölv- ur og alheimsnet. Þá voru ár ekki brúaðar og ekki var skotist í kaup- stað nema með þess betri fararkosti. Pabbi var mikill bílakarl, lærði bíla- smíði og smíðaði sér m.a. vörubíl og vann lengi við akstur í brúar- og vegagerð og einnig ökukennslu. Hann fluttist til höfuðborgarinnar um 1960 og kynntist þar móður minni Guðrúnu Ingeborg Mogensen og fór svo vel á með þeim að þau gengu í hjónaband og eignuðust okk- ur dæturnar. Þau voru afar ólík og ég furða mig oft á hvað batt saklaus- an sveitadrenginn við langtum yngri veraldarvana og metnaðargjarna borgarstúlkuna. En ég er einstak- lega þakklát vegna þessa, betri for- eldra get ég ekki hugsað mér. Pabbi var alltaf mjög rólegur, ljúfur og blíður í fasi, ég man aldrei til þess að hann hafi reiðst mér, var þó oft ástæða til því ég gat verið baldin. Hann var jafnréttissinni langt á und- an sinni samtíð, tók virkan þátt í heimilisstörfum, þrifum og elda- mennsku, hann kenndi mér að prjóna, baka og elda. Mamma var líka mikill jafnréttissinni og var úti- vinnandi frá því við systur vorum litlar. Umönnun og uppeldið var því jafnt í höndum þeirra beggja. Þau buðu okkur systrum upp á yndislegt bernskuheimili þar sem við fundum fyrir öryggi, stuðningi og hvatningu jafnt í leik og starfi. Þau ferðuðust mikið með okkur bæði innanlands og utan, þau sendu okkur einar í sveit og sumarbúðir bæði hérlendis og er- lendis. Pabba var alltaf umhugað um fólk- ið sitt fyrir austan og fórum við oft þangað og dvöldum í lengri eða skemmri tíma. Eftir að við systurnar fluttum að heiman slitu pabbi og mamma samvistum, þó var alltaf kærleikur og vinátta á milli þeirra. Mamma lést 21. september 2007 eft- ir 10 mánaða erfiða sjúkralegu, að- eins 67 ára gömul. Pabbi fluttist í Básenda eftir skilnaðinn, bjó þar einn og undi hag sínum. Hann tók köttinn Krumma í fóstur og var sam- band þeirra ákaflega fallegt, þeir töl- uðu sama mál og skildu hvor annan. Árið 2006 var líkamlegt ástand hans orðið slæmt og fluttist hann þá á Hjúkrunarheimilið Skjól. Þrátt fyrir góða umönnun var líkaminn fanginn og hugurinn ósáttur. Haustið 2010 fór hann að undirbúa brottför sína héðan, systkini hans og foreldrar voru honum ofarlega í huga og sætt- ist hann við hvernig komið var. Þeg- ar jólahátíðin gekk í garð var einsýnt hvert stefndi, við systurnar áttum góðan tíma með honum þar sem hann undirbjó sitt hinsta ferðalag. Hann kvaddi fallega að morgni 4. janúar síðastliðins. Ég trúi því að hann sé farinn yfir í sólar- og sum- arlandið, þar sem foreldrar, systkini og litla dóttir hans hafi tekið höfð- inglega á móti honum. Ég veit að hann skilar kveðju til þeirra allra frá mér. Ég stend eftir og þakka auð- mjúk fyrir bestu foreldra sem ég hefði getað eignast. Guðrún (Rúna). ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÞORBJÖRNS HARALDSSONAR, Áshamri 33, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Jórunn Guðný Helgadóttir, Helgi Benóný Gunnarsson, Jarþrúður Kolbrún Guðmundsdóttir, Haraldur Þorsteinn Gunnarsson, Kristín Gunnarsdóttir, Matthildur Gunnarsdóttir, Jón Gunnar Hilmarsson, Nanna Björk Gunnarsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR frá Sveinskoti, Álftanesi, sem lést í Holtsbúð sunnudaginn 9. janúar, verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju föstudaginn 14. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Elín Jóhannsdóttir, Snorri Jóhannsson, Sturla Jóhannsson, Jónas Jóhannsson, Sigrún Jóhannsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og ómetanlegan stuðning við andlát okkar ástkæra GUÐMUNDAR ÞÓRS KRISTJÁNSSONAR vélfræðings og framhaldsskólakennara, Ísafirði. Elenborg Helgadóttir, Sara Guðmundsdóttir, Þór Pétursson, Rakel Guðmundsdóttir, Anders Schomacker, Helga Kristín Guðmundsdóttir, Elmar Jens Davíðsson, Þórir Guðmundsson, Guðrún Kristín Bjarnadóttir, Jóna Lára, Ásgeir Þór, Viktoría Ýr, Elenborg Ýr og Þórey. ✝ Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, PÁLDÍS EYJÓLFS, er lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum aðfaranótt miðvikudagsins 5. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. janúar kl. 13.00. Halldóra Konráðsdóttir, Þorvaldur Sigurbjörnsson, Elísabet Konráðsdóttir, Sigurður Halldórsson, Elín Konráðsdóttir, Guðni Bergsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur og afi, OTTÓ EINAR JÓNSSON múrarameistari, Gunnlaugsgötu 12, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardag- inn 15. janúar og hefst athöfnin kl. 11.00. Guðleif B. Andrésdóttir, Andrés Ari Ottósson, Ólöf Guðrún Viðarsdóttir, Ragnhildur Edda Ottósdóttir, Haraldur Hreggviðsson, Jón Guðmundur Ottósson, Sigríður Anna Harðardóttir, Sigfríður Georgsdóttir og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA BACHMANN leikkona, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 18. janúar kl. 15.00. Þórdís Bachmann, Hallgrímur Helgi Helgason, Sigríður Kristinsdóttir, Skúli Helgason, Anna-Lind Pétursdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Grímur Atlason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.