Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011 Mikil ásókn hefur verið í nám í norsku síðan bankarnir féllu haustið 2008 og til dæmis hefur Mímir – sí- menntun ehf. bæði þurft að bæta við námskeiðum og kennurum til að anna eftirspurn. Sólborg Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Mími – símenntun, segir að venjulega hafi verið boðið upp á eitt námskeið á önn. Stundum hafi norskukennslan fallið niður en strax í ársbyrjun 2009 hafi orðið spreng- ing og síðan hafi verið boðið upp á allt að fjögur byrjendanámskeið og tvö framhaldsnámskeið á önn. Áður hafi um 10 manns sótt norsku- námskeið á önn en undanfarin tvö ár hafi þeir verið um 50 til 60 á hverri önn. Ný námskeið Næstu námskeið hefjast eftir helgi og eru byrjendanámskeiðin þegar full. Bæði er boðið upp á kennslu á daginn og kvöldin. Bætt verður við námskeiði í þjálfun í norsku talmáli og eins byrjendanámskeiði fyrir börn. Auk þess er nýtt námskeið, Noregur – fyrirheitna landið, þar sem á einu kvöldi er farið yfir hluti sem skipta máli, þegar fólk flytur til Noregs, daglega þætti og menningu. Um sjö vikna námskeið er að ræða og hefst vorönnin síðan í lok mars. Sólborg segir að flestir, sem læri norsku, ætli sér að flytja til Noregs. Þar á meðal séu útlendingar, sem hafi búið hér og kunni íslensku, en vilji reyna fyrir sér í Noregi. steinthor@mbl.is Norska Bókin Norska fyrir útlend- inga er kennd hjá Mími - símenntun. Norskan heillar æ fleiri  Um 200 manns hjá Mími 2009 og 2010 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde fyrir landsdómi, telur að umfangsmikil gagnaöflun sak- sóknara Alþingis nú vegna málshöfðunar gegn Geir sé óeðlileg og bendir á að Alþingi hafi tekið ákvörð- un um málshöfðun á grundvelli gagna sem þá lágu fyrir. Hann hefur andmælt þessu við forseta lands- dóms og krafist þess að málið verði þingfest fyrir landsdómi án tafar. Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak- sóknari Alþingis, telur að um eðlilegan þátt í und- irbúningi ákærunnar sé að ræða. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni um að ákæra Geir er m.a. tekið fram að þingmanna- nefndin, svokölluð Atla-nefnd, telji með vísan til laga um landsdóm óhjákvæmilegt að „taka ákvörð- un um málshöfðun á hendur ráðherra eða ráðherr- um á grundvelli þeirrar greinar [13. gr. laganna] og gagna sem þingmannanefndin hefur aflað og reka síðan sakamál“. Andri segir að af þingsályktunartillögunni megi ráða að þingmannanefndin hafi talið að búið væri að afla þeirra gagna sem nauðsynleg væru til að hefja meðferð málsins fyrir landsdómi. „Okkur finnst skjóta skökku við að nú sé verið að biðja um gögn til þess að unnt sé að hefja málsmeðferðina og höfum krafist þess að málið verði tekið fyrir í landsdómi, málið þingfest og rekið með eðli- legum hætti.“ „Afar óeðlileg“ gagnaöflun Svo virðist sem saksóknari Alþingis telji, ólíkt meirihluta Alþingis, að gögnin sem lágu fyrir hjá Alþingisnefndinni séu ekki nægjanleg til útgáfu ákæru. Úr því að saksóknari telji sig ekki hafa nægar upplýs- ingar til að gefa út ákæru, hljóti að leika vafi á hvort Alþingi hafi haft nægileg gögn til að taka ákvörðun um málshöfðun. „Maður hefði haldið að áður en þingið tók ákvörðun um ákæru hefði það aflað þeirra gagna sem saksóknari er núna að óska eftir. Þingmannanefndin hafði allar heimildir til þess. Þeir gátu falið sérfróðum aðilum að rannsaka málið frekar og gátu fengið öll þau gögn sem rannsóknarnefnd Alþingis var með. En nefndin virðist bara hafa haft örfá af þessum skjöl- um og sem nú virðast engan veginn duga. Má jafn- vel draga þá ályktun af greinargerð nefndarinnar til þingsins að hún hefði aflað meiri gagna en raun var á. Auðvitað er ekki óeðlilegt að einhver viðbót- argagnaöflun eigi sér stað eftir að ákvörðun hafi verið tekin um ákæru, en svo stórfelld gagnaöflun er afar óeðlileg“. Gögn sem Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, hefur óskað eftir, eru skjöl sem vísað er til í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún hefur sent tvær beiðnir um gögn til Þjóðskjalasafns, alls í 66 liðum, og fengið afhentar um 1.700 blaðsíður. Hún býst við að þurfa fleiri gögn af þessu tagi. Sig- ríði hefur verið synjað um aðgang að 61 skýrslu sem nefndin tók og tölvupóstsamskiptum Geirs en ann- að hefur hún fengið. Sigríður segir eðlilegt að hún óski eftir þessum gögnum, þótt fram komi í þingsályktunartillögunni að ákvörðun byggðist á fyrirliggjandi gögnum. Þingmannanefndinni hefði verið ætlað tiltekið hlut- verk, skv. lögum sem mæla fyrir um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin hefði getað aflað frekari gagna en í greinargerð í lögunum um viðbrögðin sé þó ekki gert ráð fyrir að nefndin framkvæmi viðamikla rannsókn áður en ákvörðun um málshöfðun yrði tekin enda byggist niðurstöður í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis á viðamikilli rann- sókn og gagnaöflun. Vinna þing- mannanefndarinnar hefði því verið í takt við lögin. Þá gerðu lög um lands- dóm sérstaklega ráð fyrir að rann- sókn færi fram eftir að ákvörðun um málshöfðun lægi fyrir. Krefst þess að málið verði þingfest  Verjandi Geirs H. Haarde fyrir landsdómi vill hefja málsmeðferð  Byggi á gögnum sem liggi fyrir  Saksóknari segir eðlilegt að hún afli frekari gagna í málinu  Lögin gera ráð fyrir frekari rannsókn Sigríður J. Friðjónsdóttir Í 16. grein landsdómslaga kemur fram að það sé skylda saksóknara Alþingis „að leita allra fáanlegra sannana fyrir kæruatriðum, hann undirbýr gagnasöfnun og rannsókn í málinu og gerir tillögur til landsdóms um viðeigandi ráðstafanir til að leiða hið sanna í ljós.“ Andri Árnason segir að greinin vísi til þess fyrirkomulags að rannsókn máli fari fram fyrir dómi. Þetta hefur verið af- lagt enda í and- stöðu við nútíma réttarfar og mann- réttindi. Leiði hið sanna í ljós HLUTVERK SAKSÓKNARA Andri Árnason Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Sinubruninn sem varð í Vatnsmýr- inni í Reykjavík á þriðjudagskvöldið hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Eld- urinn, sem kviknaði nærri Öskju, húsnæði Háskóla Íslands, barst um tvö hundruð metra undan vindi í átt að Eggertsgötu. Um fimm hektara svæði varð eldinum að bráð. Slökkviliðið hefur ekki enn komist að því hvað kveikti eldinn. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höf- uðborgarsvæðinu, segir að ekki þurfi mikið til að kveikja í sinu um þessar mundir. Margar skýringar komi til greina. „Það getur þess vegna hafa tengst flugeldi, einhver hent út síg- arettu eða eitthvað annað,“ segir slökkviliðsstjórinn. Hætta þegar kalt er og þurrt Sinubrunar hafa verið óvenjutíðir upp á síðkastið miðað við árstíma. Slökkviliðið hefur oft þurft að sinna nokkrum útköllum á dag vegna sinu- bruna síðustu vikuna. Jón Viðar seg- ir sinuna sérstaklega viðkvæma fyrir eldi upp á síðkastið. „Það er kalt úti og ekki blautt. Það er í rauninni það sem skapar hættuna. Sinan er veik fyrir, þannig að ef það kviknar í henni þá brennur hún ansi hratt. Vindurinn er sterkur og þeytir þessu áfram.“ Sú varð raunin á þriðjudagskvöld- ið. Bálið breiddist hratt út og reis hátt í vindinum. Íbúar voru ekki í hættu, en reykur barst þó inn í nokkrar íbúðir og hús í nágrenninu. „Það sem bjargaði okkur [á þriðju- dagskvöldið] var að þetta er einskon- ar hólf, girt af með götum og stígum, sem gerir það að verkum að eldurinn berst ekki yfir í hús.“ Fjölmennt slökkvilið barðist við eldinn í um tvo og hálfan tíma. Slökkvistarfi lauk um klukkan hálf tvö um nóttina. Þegar birta fór í Vatnsmýrinni í gær mátti sjá afleiðingarnar. Eftir stendur sótsvartur blettur í miðju skóla- og íbúðahverfi. Áminning til allra um að af litlum neista verður oft mikið bál. Svartur blettur í mýrinni  Flugeldur eða sígaretta hugsanlega að baki bálinu  Sinubrunar óvenju tíðir Morgunblaðið/Júlíus Svart Eins og sjá má hefur Vatnsmýrin breytt um lit. Eldurinn kviknaði við Öskju, sem er vinstra megin á myndinni og barst undan vindi yfir blettinn. Morgunblaðið/Gísli Baldur Eldur Slökkviliðsstjóri segir að því fylgi kostir og gallar að slökkva eld á svæði sem Vatnsmýrinni. Gallarnir eru augljósir – það er byggð í kring. Kostirnir eru þeir að aðgengi að eldinum og brunahönum er gott. MMeira á mbl.is/sjonvarp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.