Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Óvenjuleg samkoma var í dómsal
Hæstaréttar í gær þegar haldinn var
svokallaður „opinn fundur“ um kær-
ur sem Hæstarétti hafa borist vegna
framkvæmdar á kosningunum til
stjórnlagaþings. Í sókn voru tveir
kærendur en tíu manna vörn var
skipuð fulltrúum úr landskjörstjórn,
innanríkisráðuneyti og tveimur
kjörnum fulltrúum á stjórnlagaþingi.
Að loknum þessum munnlega mál-
flutningi lýsti formaður dómsins því
yfir að málið væri tekið til ákvörð-
unar. Reiknað er með niðurstöðu
fljótlega, þó væntanlega ekki fyrr en
í næstu viku.
Ávarpaður í kjörklefa
Eftir að þrjár kærur bárust
Hæstarétti vegna stjórnlagaþings-
kosninganna hefur stjórnvöldum og
kjörnum fulltrúum gefist kostur á að
tjá sig um efni þeirra og kærendum
síðan gefist kostur að segja álit sitt á
greinargerðum stjórnvalda. Þannig
hefur farið fram skriflegur málflutn-
ingur í nokkrum umferðum. Mál-
flutningi lauk með opna fundinum
sem fram fór að viðstöddum þeim
sex dómurum sem úrskurða um gildi
kosninganna.
Óðinn Sigþórsson og Skafti
Harðarson töluðu í byrjun fundarins
en þriðji kærandinn kom ekki til
fundarins. Óðinn lagði áherslu á að
kosningaleynd hefði ekki verið
tryggð við kosninguna. Nefndi hann í
því sambandi meðal annars að ekki
hefði verið kosið í kjörklefum eins og
hann taldi að lög kvæðu á um og
kjósendum ekki verið gefinn kostur
á að brjóta saman kjörseðla. Sem
dæmi þessu til stuðnings nefndi
hann að kjósandi hefði verið ávarp-
aður við kosningaathöfnina og kjós-
andi sem brotið hafði kjörseðil sinn
saman, eins og lög gerðu ráð fyrir,
hefði verið beðinn um að slétta úr
honum fyrir framan kjörstjórn og
leggja þannig í kassann.
Skafti sagði að kosning væri ekki
leynileg nema tryggt væri að enginn
gæti séð á atkvæðaseðil kjósandans.
Það væri viðurkennt allstaðar í
heiminum. Framkvæmd stjórnlaga-
þingskosninganna hefði verið ótrú-
lega losaraleg og það yrði að hafa af-
leiðingar. Auðvelt væri og tiltölulega
ódýrt úr þessu að endurtaka kosn-
inguna.
Þurftu að bregðast við
Fulltrúar landskjörstjórnar og
innanríkisráðuneytis komu meðal
annars þeim sjónarmiðum á fram-
færi að kosningin hefði verið ólík al-
þingiskosningum. Til dæmis tæki
mun lengri tíma að skrifa númer
frambjóðenda en að krossa við lista-
bókstaf. Stjórnvöld hefðu þurft að
grípa til ráðstafana. Annars hefði
verið hætta á að miklar biðraðir
mynduðust og kjósendur gætu ekki
nýtt kosningarétt sinn. Fulltrúarnir
sem töluðu fyrir ráðunneyti og
landskjörstjórn sögðu að við undir-
búninginn hefði ávallt verið lagt til
grundvallar að kosningaleynd væri
virt og töldu að ekki hefði verið sýnt
fram á nein tilvik um misbrest á því.
Kærendur og fulltrúar stjórnvalda
hafa mismunandi sýn á lögmæti
breytingar sem gerð var á fram-
kvæmd kosninganna, frá því sem
tíðkast hefur. Kærendur telja kveðið
á um að lög um kosningar til Alþingis
gildi um annað en það sem lögin um
stjórnlagaþing kveða beinlínis á um.
Dómendur spurðu Ástráð Har-
aldsson, formann landskjörstjórnar,
margra spurninga um ýmis fram-
kvæmdaratriði, ekki síst varðandi
öryggi hinnar rafrænu kosningar og
talningar.
Aðeins tveir af þeim 25 fulltrúum
sem kosnir voru á stjórnlagaþing í
hinni umdeildu kosningu nýttu sér
tækifærið til að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri. Það voru þeir Gísli
Tryggvason og Þorkell Helgason.
Kærur teknar til ákvörðunar
Málflutningi lokið í kærumálum
vegna stjórnlagaþingskosninganna
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011
VIÐTAL
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Hér hafa engar sprengjur sprungið
síðan árið 2007 og að því leyti til höf-
um við vinninginn á Stokkhólm,“
segir Hörður Arilíusson, flugum-
ferðarstjóri í Bagdad í Írak, um stöð-
una á flugvellinum í borginni.
Tveir íslenskir flugumferðarstjór-
ar starfa í Bagdad, Hörður og Sig-
mar Ólafsson, og fleiri eru á leiðinni
þangað. Segullinn felst í um tveggja
milljóna króna launum á mánuði.
„Það voru gríðarleg viðbrigði að
koma hingað,“ segir Hörður, en
hann flaug til Bagdad á annan dag
jóla og mætti í vinnuna daginn eftir.
Sigmar fylgdi síðan í kjölfarið. Hon-
um bauðst vinnan 12. desember sl.,
tók boðinu 14. desember og fór út 26.
desember. „Þetta gerðist allt mjög
hratt. Ég skrifaði undir samning til
eins árs en hann er uppsegjanlegur
með tveggja mánaða fyrirvara.“
Hörður segir að launin hafi gert út-
slagið. „Eins og hjá öllum hafa laun-
in [í flugumferðarstjórn á Íslandi]
dregist saman og það eru forréttindi
að geta farið svona á vertíð.“ Hann
bætir við að fái hann ekki aftur vinnu
á Íslandi geti hann bjargað sér í
Írak. „Ég þyrfti ekki nema þrjú ár
hérna til að ná ævitekjunum.“
Smakkaði ekki á réttunum
Flugumferðarstjórarnir búa í tví-
skiptum hjólhýsum án hjóla á flug-
vellinum í Bagdad, vinnubúðum sem
Hörður líkir við búðirnar sem voru á
Kárahnjúkum. „Hver og einn hefur
hálfan skúr með salernisaðstöðu og
steypilaug,“ segir Hörður sem deilir
skúr með Sigmari. Hann segir að
völlurinn sé lokaður óviðkomandi
með víggirðingu og vopnuðum vörð-
um. Um 60 skúrar séu á svæðinu fyr-
ir utan mötuneyti, en ekkert annað.
Reyndar sé aðstaða til að hlaupa úti í
björtu og þeir geti spilað billjarð
inni. „Við erum lokaðir inni á svæð-
inu eins og í fangelsi en getum verið
á netinu í frítímanum. Á gamlárs-
kvöld „sat“ ég til borðs með fjöl-
skyldunni heima, fartölva var sett á
einn endann og þótt ég gæti ekki
bragðað á matnum gat ég séð hvað
allir voru að gera og tók þátt í sam-
ræðunum.“
Hörður segir að hann fái tveggja
vikna frí eftir níu vikna törn og hann
komi heim í mars til að ferma mið-
soninn. „Þetta er vertíð en mér
finnst ég vera mjög öruggur hérna.“
Bagdad Hörður Arilíusson framan við höfuðstöðvar flugmálastjórnar Íraks. Flugturninn lengst til vinstri.
Öruggir í Bagdad
„Hér hafa engar sprengjur sprungið síðan árið 2007,“ segir
Hörður Arilíusson, flugumferðarstjóri í höfuðborginni í Írak
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Míla hefur kært til Eftirlitsstofn-
unar EFTA (ESA) samning sem
gerður var við Vodafone fyrir tæpu
ári um leigu á ljósleiðara hér á landi
í eigu Atlantshafsbandalagsins,
NATO. Um er að ræða 1.800 km
langan ljósleiðara sem liggur hring-
inn í kringum landið og Vestfirði
meðtalda. Samið var um leigu upp á
19 milljónir króna á ári til næstu tíu
ára. Varnarmálastofnun gerði samn-
inginn en ljósleiðarinn kom í hlut
ríkisins við brotthvarf bandaríska
hersins frá Íslandi.
Míla telur að leigan sé langt
undir eðlilegu markaðsverði og með
samningnum sé ríkissjóður að færa
Vodafone verulega ríkisstyrkt sam-
keppnisforskot á fjarskiptamark-
aðnum. Verulegar líkur séu á að
samningurinn brjóti í bága við EES-
samninginn og muni leiða til skertr-
ar þjónustu við neytendur í fámenn-
ari jaðarbyggðum landsins, þrátt
fyrir gagnstæð markmið stjórn-
valda.
Bendir Míla á að Vodafone þurfi
eingöngu að greiða hluta af rekstr-
arkostnaði og sé laust við kostnað af
lagningu, endurnýjun og afskriftir.
Fyrirtækið þurfi ekki að greiða það
gjald sem einkaaðili, sem fjárfest
hefði í slíku kerfi, yrði að krefjast.
Utanríkisráðuneytið ákvað í
apríl árið 2008 að bjóða út notkun á
tveimur ljósleiðaraþráðum af þrem-
ur í eigu NATO en Varnarmála-
stofnun, sem nú hefur verið lögð nið-
ur, fór með forræði þeirra hér á
landi. Var Rík-
iskaupum falið að
bjóða út rekst-
urinn. Bendir
Míla á að í út-
boðsgögnum sé
beinlínis tekið
fram að leiguverð
yrði eingöngu að
standa undir
kostnaðarverði.
Í útboðs-
gögnum segir m.a. að leigugjald
þurfti að lágmarki að standa undir
kostnaði við rekstur og viðhald á
ljósleiðurunum svo að grundvöllur
sé fyrir verkefninu. Sá kostnaður er
áætlaður um 38 milljónir á ári fyrir
tvo strengi eða um 19 milljónir fyrir
hvorn streng. „Tillögum, sem bjóða
lægra leigugjald en fyrrnefnda upp-
hæð, verður hafnað af rekstr-
arforsendum,“ segir í útboðs-
gögnum.
Milljarðafjárfesting
Páll Á. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Mílu, segir við Morg-
unblaðið að þessi samningur geti
dregið úr áhuga Mílu á fjárfest-
ingum í þessu kerfi en samkvæmt
samningi við utanríkisráðuneytið
annast Míla viðhald á ljósleið-
urunum sem eru í eigu NATO. Um
er að ræða átta ljósleiðara í einum
kapli eða streng, þar af eru fimm í
eigu Mílu. Heildarfjárfesting í
strengnum er metin á um 4,3 millj-
arða króna, eða um 540 milljónir við
hvern ljósleiðara og 1,6 milljarða
vegna þriggja ljósleiðara NATO.
Samningur við
Vodafone kærð-
ur til ESA
Ríkisstyrkt leiga á ljósleiðara NATO
Páll Á. Jónsson
Til að geta leigt ljósleiðara NATO á almennum fjarskiptamarkaði varð að skrá
Varnarmálastofnun sem fjarskiptafyrirtæki á almennum markaði. Varnar-
málastofnun var lögð niður um áramót og tók utanríkisráðuneytið við þess-
um skyldum frá þeim tíma. Var ráðuneytið þá skráð
á almennum fjarskiptamarkaði og heyrir því m.a.
undir lögsögu Póst- og fjarskiptastofnunar. Starf-
semi á almennum fjarskiptamarkaði er tilkynn-
ingaskyld samkvæmt fjarskiptalögum. Starfsemin
fellur m.a. undir ákvæði um greiðslur í jöfnunarsjóð
til að standa straum af alþjónustu. Samkvæmt
þessu mun utanríkisráðuneytið, með Össur Skarp-
héðinsson í broddi fylkingar, þurfa að greiða gjöld er
tengjast tekjum af leigu ljósleiðara NATO.
Skráð á fjarskiptamarkaði
RÁÐUNEYTIÐ TÓK VIÐ SKYLDUM VARNARMÁLASTOFNUNAR
Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra.
Hörður Ari-
líusson er 46
ára. Hann
varð stúdent
frá MS 1984
og hefur
starfað sem
flugum-
ferðarstjóri
síðan 1986.
Hann var
kennari í
flugumferðarstjórn hjá Bail-
brook College í Bath á Englandi
1999-2002, skipaður varamað-
ur Rannsóknarnefndar flugslysa
1. september 2004 og aðalvarð-
stjóri í Flugstjórnarmiðstöðinni
á Reykjavíkurflugvelli frá maí
2004. Hann á eiginkonu á Ís-
landi og eiga þau þrjá syni, 22
ára háskólanema, 13 ára og 5
ára.
Fjölskyldan
bíður heima
HÖRÐUR ARILÍUSSON
Hörður Arilíusson