Morgunblaðið - 13.01.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Hólar 18, fastanr. 212-3916, Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Björn
Jónatan Ómarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn
17. janúar 2011 kl. 13:00.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
12. janúar 2011.
Úlfar Lúðvíksson.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Baldursgata 19, 200-7165, Reykjavík, þingl. eig. Sigmar Ingi Gíslason,
gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Reykjavíkurborg og Sparisjóður
Rvíkur og nágr., útib., mánudaginn 17. janúar 2011 kl. 10:30.
Stigahlíð 26, 203-1020, Reykjavík, þingl. eig. Margrét Helga Ólafs-
dóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verslunarmanna ogTollstjóri,
mánudaginn 17. janúar 2011 kl. 11:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
12. janúar 2011.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Aðalstræti
92, Patreksfirði, 2. h., sem hér segir, á eftirfarandi eignum:
Brunnar 18, fastanr. 212-3867, Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig.
Haukur Már Sigurðsson og Gunnhildur Agnes Þórisdóttir,
gerðarbeiðandi SpKef sparisjóður, Patreksfirði, mánudaginn
17. janúar 2011 kl. 14:00.
Hólar 15, fastanr. 212-3912, Patreksfirði, Vesturbyggð (50%), þingl.
eig. Skúli Hjartarson, gerðarbeiðandi Suðurhraun 3 ehf., mánudaginn
17. janúar 2011 kl. 14:00.
Urðargata 20, fastanr. 212-4112, Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig.
Robert Krzysztof Luczak, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Blönduósi,
mánudaginn 17. janúar 2011 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
12. janúar 2011,
Úlfar Lúðvíksson.
Vantar þig
starfskraft? atvinna
✝ Valur Emilssonfæddist í Reykja-
vík 26. október 1947.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjanesbæ 4.
janúar 2011.
Móðir Vals var
Kristín Guðmunds-
dóttir, f. 24. apríl
1920, d. 5. mars 2010.
Faðir Vals var Emil
Eðvarð Guðmunds-
son, f. 11. mars 1918,
d. 5. september 1978.
Hann var bifreið-
arstjóri. Systkini Vals eru: Val-
gerður Elsý, f. 1938, Emilía Sús-
anna, f. 1940, Edda, f. 1941,
Kolbrún, f. 1944, Guðmundur Óskar,
f. 1946, Sigrún, f. 1948, Ómar, f.
1951, d. 1996. Hálfsystkini Vals eru:
Helena, f. 1957, Smári, f. 1956.
Fyrri eiginkona Vals var Guðrún
Ragnheiður Valtýsdóttir, f. 31. mars
1948. Hún er bankastarfsmaður.
Þau skildu. Börn Vals og Guðrúnar:
a) Emil Valsson, f. 21. júní 1975. b)
Guðmundur Valtýr Valsson, f. 20.
september 1977, hann á einn son,
Aron Inga, f. 10. febrúar 2003, móð-
ir Guðrún Reyn-
isdóttir. Seinni eig-
inkona Vals var
Deborah K. Emilsson,
f. 1950. Þau skildu.
Valur vann við sjó-
mennsku og fisk-
verkun á yngri árum.
Tónlistin skipaði stór-
an sess í lífi hans á
þessum tíma, hann
spilaði bæði með Óð-
mönnum og Lumm-
unum. Nokkru síðar
starfaði hann hjá Esso
og hernum en upp úr þrítugu hóf
hann störf hjá Fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli og var þar í 15
ár. Eftir Fríhöfnina starfaði hann
sem húsvörður í Holtaskóla og var
þar þar til hann fluttist til Banda-
ríkjanna árið 1992. Þar starfaði
hann í granít- og flísageiranum þar
til hann hann flytur aftur heim til Ís-
lands árið 2006. Þá tóku við önnur
tvö ár í sama geira hjá Granítsmiðj-
unni í Hafnarfirði.
Útför Vals fer fram frá Keflavík-
urkirkju í dag, 13. janúar 2011, og
hefst athöfnin kl. 13.
Elsku pabbi minn, ég trúi ekki að
ég sé að skrifa þetta því þetta er allt-
of snemmt. Ég er enn að reyna að ná
áttum eftir þetta símtal frá Emil
bróður þegar hann sagði mér að þú
værir dáinn, ég fraus svo og trúði
því alls ekki og mér finnst ennþá
bara eins og þú hafir skroppið í frí
og komir fljótlega aftur, ég hvorki
meðtek né sætti mig við þetta því
mér finnst þetta of fljótt. Ég man
alltaf daginn sem þú hringdir í okk-
ur Emil frá Orlando 9́2, þú hafðir
farið til Sillu og ætlaðir að vera þar í
nokkra nokkra mánuði en sá tími
endaði þar í 15 ár. Þú hafðir kynnst
þessari flottu konu, Debbie, og ætl-
aðir að giftast henni og flytja til Or-
lando, það var eins og rothögg og
man að ég fór svo að gráta eftir sím-
talið, en sá verkur jafnast ekkert á
við þann sem við Emil erum að
glíma við núna. Þú bauðst okkur að
koma sama ár út til ykkar hjóna yfir
jólin og þegar ég kom út þá sá ég
gjörbreyttan og nýjan mann sem
var meira hamingjusamur en allt
annað og eftir það læknuðust öll sár,
því við Emil vissum að nú værir þú
kominn á betri stað sem gerði þig
hamingjusaman. Það er einmitt það
sem ég held líka í dag, að þú sért
kominn á betri stað þó ég hefði frek-
ar viljað hafa þig hérna hjá okkur.
Síðan þú fluttir heim fyrir 4 árum
varstu aldrei þessi maður aftur sem
þú varst úti, mér fannst þú aldrei
jafn ánægður eða hamingjusamur.
En það hefur sannað sig núna að
maður fær ekki alltaf allt sem maður
vill út úr lífinu en ég dáðist að orku
þinni og þolinmæði að harka af þér
þrátt fyrir allt mótlætið, t.d. barátt-
una við Bakkus, atvinnuleysið, móð-
urmissinn á síðasta ári, fráfall bestu
vinkonu þinnar, Gunnu, og fleira. Þú
varst algjör hetja og mér svíður það
að hafa aldrei sagt þér það. Hefði
viljað að Aron minn hefði fengið að
kynnast þér lengur og betur, honum
fannst alltaf gaman að koma til þín
og yfirleitt þurfti ég að stía ykkur í
sundur því þið fóruð yfirleitt að slást
eða stríða hvor öðrum, en ég segi
honum góðar sögur af þér í framtíð-
inni og kenni honum að vera svona
góðhjartaður og elskulegur per-
sónuleiki eins og þú varst, en það
var alveg magnað að sjá alltaf hvað
þú tókst öllum vel og varst fljótur að
kynnast fólki, t.d. vinum mínum.
Þegar við Tvinni og Siggi hittumst
og fengum okkur öl þá komst þú
stundum í heimsókn og þeim fannst
bara alltaf eins og þú værir einn af
hópnum. Mig langar líka að þakka
þér fyrir að koma mér í gegnum síð-
asta ár, sem var það erfiðasta í mörg
ár, það var alltaf allt sjálfsagt þegar
ég bað þið um aðstoð eða hjálp og ég
mun aldrei gleyma því og ég mun
gefa það af mér tilbaka í lífinu. Ég
veit að afi og amma í bæði móður- og
föðurætt taka vel á móti þér og
hugsa vel um þig, þú fékkst loksins
frelsið sem þú þurftir.
Að lokum vil ég þakka þér fyrir
okkar síðustu frábæru samveru þeg-
ar við hittumst á aðfangadagskvöldi
heima hjá mömmu, mun aldrei
gleyma hvað þú varst æðislegur þar.
Elskum þig út af lífinu, pabbi, og
farðu vel með þig og njóttu þess að
vera til aftur. Sjáumst síðar.
Guðmundur Valsson (Gummi).
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem)
Nú ert þú farinn, elsku bróðir.
Þetta bar snöggt að. Enginn aðdrag-
andi, engin viðvörun. Enginn tími né
tækifæri til að kveðja.
Ég vil þakka þér samveruna,
elsku Valur minn. Yndislegt viðmót
þitt, glaðværðina og þægilega nær-
veru.
Vertu kærastur kvaddur.
Þín systir,
Emilía Súsanna.
Kæri vinur.
Ég verð að viðurkenna að mér brá
mikið þegar mér barst sú tilkynning
að einn minn besti vinur til margra
ára væri látinn. Við Valur vorum
vinir síðan við vorum pollar og héld-
um þeim vinskap til loka hans til-
veru meðal okkar. Valur var góður
félagi og okkar vinskapur samfelld-
ur þó svo hann hafi flutt og búið í
Bandaríkjunum í ein 14 ár. Ég heim-
sótti Val til Bandaríkjanna og eins
kom hann reglulega í heimsókn
hingað heim.
Valur flutti alkominn hingað fyrir
nokkrum árum og bjó hann hjá aldr-
aðri og veikri móður sinni og hugs-
aði svo vel um hana hennar síðustu
ár að sómi var að.
Valur var mikið fyrir tónlist og
var hann í hljómsveitum fyrr á ár-
um, m.a. í Óðmönnum og Lumm-
unum. Þá var Valur mikið fyrir
íþróttir og áður en hann flutti til út-
landa spiluðum við m.a. innanhúss-
fótbolta með nokkrum öðrum vinum
í ein 10 ár samfellt. Ég mun sakna
vinar míns en vona að vistin verði
betri á næsta áfangastað fyrir Val
vin minn.
Ég votta sonunum, Emil og Guð-
mundi, ásamt systkinum Vals mína
samúð. Guð blessi vin minn, Val Em-
ilsson.
Kristján Ingi Helgason.
Mig langar að skrifa fáein orð til
að minnast vinar míns Vals Emils-
sonar, þar sem ég get ekki fylgt hon-
um síðasta spölinn hér á jörð og þyk-
ir mér það óskaplega erfitt. Þetta
verða ekki nein háfleyg minningar-
orð, enda vitum við það bæði ég og
hann að það passar okkur ekki.
Það var fyrir ca 45 árum að ég
kom til Keflavíkur og var kynnt fyrir
Val og Gauju og upp frá því hófst
vinskapur sem hefur staðið óslitið
síðan, þrátt fyrir alls konar breyt-
ingar á þeirra högum.
Það eru góðar minningar sem ég á
um Val. Hans heimili var ævinlega
mitt annað heimili og eftir að synir
hans fæddust hafa þeir verið mér
sérstaklega kærir og næstum sem
mínir eigin.
Eftir að Valur fluttist til Ameríku
urðu samverustundirnar auðvitað
færri, en alltaf vissum við samt
hvort af öðru, bæði í gegn um strák-
ana hans og svo heimsóttum við
Gauja, hann og Debbie á þeirra
heimili í Flórída og áttum góðar
stundir saman þar.
Þegar hann kom til Íslands í
heimsókn áður en hann fluttist alfar-
ið heim, voru ófá skiptin sem hann
var í matarboðum hjá Gauju og
strákunum og þá fylgdi ég alltaf
með.
Hann fluttist síðan alkominn heim
til Íslands, og bjó hjá aldraðri móður
sinni og hugsaði vel um hana meðan
hún gat verið heima.
Samverustundir okkar voru
kannski ekki nógu margar, en alltaf
hittumst við þó öðru hvoru og töl-
uðum saman í síma, vissum hvort af
öðru, mér þótti vænt um þennan
góða gamla vin minn.
Það eru fallegar minningar sem
synir hans Emil, Gummi og Aron
litli afastrákurinn hans eiga frá síð-
asta aðfangadagskvöldi, þar sem
hann eyddi kvöldinu með þeim
heima hjá Gauju, eins og reyndar
svo mörgum jólum eftir að hann
varð einn hér heima, en hann dvaldi
þar í góðu yfirlæti og vissi ég að
hann mat það mikils.
Hann var svo ánægður og fínn
þetta kvöld og það er mikils virði að
geyma minningarnar um ástvin sinn
þannig.
Ég vil biðja góðan Guð að blessa
Val og minningu hans og veita hon-
um frið og ró.
Sonum hans Emil og Gumma, litla
Aron og öðrum aðstandendum hans
votta ég mína innilegustu samúð.
Bænina fallegu bið ég fyrir hann.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Rakel Skarphéðinsdóttir.
Valur Emilsson
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls
elskulegs frænda míns, bróður okkar og frænda,
ÁRNA BJÖRNS JÓNSSONAR
frá Þorvaldsstöðum,
Fellsmúla 18,
Reykjavík.
Guðný Elín Jónsdóttir,
systkini hans og aðrir aðstandendur.
Að skrifa
minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu
minningagreina. Þær eru einnig birtar á
www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrir útfarardag, en á föstudegi
vegna greina til birtingar á mánu-
dag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfara-
rdag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að
birta allar greinar svo fljótt sem
auðið er. Hámarkslengd minn-
ingagreina er 3.000 tölvuslög
með bilum. Lengri greinar eru
vistaðar á vefnum, þar sem þær
eru öllum opnar.
Ólafsfirðingar efstir í Siglufirði
Góð aðsókn hefur verið að vetrar-
starfi Bridsfélags Siglufjarðar. 14
pör spila að meðaltali og spilað er öll
mánudagskvöld kl 19.30 í Shell-hús-
inu. Aukning hefur orðið hjá félaginu
með tilkomu Héðinsfjarðarganga og
koma spilarar nú reglulega frá
Ólafsfirði og Dalvík. Einnig sjáum
við framan í Akureyringa öðru
hverju.
Mánudaginn 10/1 var spilaður tví-
menningur. Þar urðu sigurvegarar
Ólafsfirðingarnir Sigurbjörn Þor-
geirsson og Þorsteinn Ásgeirsson. Í
öðru sæti Reynir Karlsson og Þor-
steinn Jóhannsson og í þriðja sæti
Karólína Sigurjónsdóttir og Margrét
Þórðardóttir.
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Fyrsta spilakvöld hjá okkur á nýju
ári var sunnudaginn 9/1. Hæsta skor
kvöldsins í Norður/Suður:
Oddur Hanness. - Árni Hannesson 280
Birgir Kristjánss. - Jón Jóhannsson 261
Kristín Óskarsd. - Lilja Kristjánsd. 258
Austur/Vestur
Björn Árnason - Örn Einarsson 263
Ólöf Ólafsd. - Sigrún Þorvarðard. 259
Þorl. Þórarinss. - Haraldur Sverriss. 252
Næsta sunnudag, 16.1., hefst fjög-
urra kvölda keppni í tvímenningi.
Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxa-
feni 14 á sunnudögum kl. 19.
Spilamennska hafin
á nýju ári í Gullsmára
Spilamennska í Gullsmára hófst á
nýju ári mánudaginn 10. janúar. Góð
mæting var, en spilað var á 15 borð-
um. Úrslit í N/S:
Díana Kristjánsd.-Ari Þórðarson 313
Björn Árnason-Auðunn R.Guðmss. 310
Örn Einarsson-Jens Karlsson 308
Ragnh. Gunnarsd.-Þorleifur Þórarinss. 298
A/V:
Haukur Guðmss.-Grímur Ormsson 329
Gunnar M. Hanss. - Einar Kristinss. 313
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 309
Ármann J. Láruss. - Sævar Magnúss. 295
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, mánud. 10. jan.
Spilað var á 13 borðum. Meðalskor
312 stig. Árangur N-S:
Bragi Björnsson - Albert Þorsteinss. 411
Magnús Oddss. - Oliver Kristóferss. 382
Ragnar Björnsson - Jón Lárusson 356
Ólafur Gíslason - Guðm. Sigurjónss. 324
Árangur A-V:
Björn Svavarss. - Jóhannes Guðmannss. 391
Óskar Ólafsson - Oddur Jónsson 376
Ægir Ferdinandss. - Helgi Hallgrímss. 350
Óli Gíslason - Oddur Halldórss. 339
Spilað á 20 borðum hjá eldri
borgurum í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 11. janúar var spilað
á 20 borðum. Meðalskor var 312. Úr-
slit urðu þessi í N/S:
Oddur Jónss. – Guðm. Sigurjónsson 375
Björn Karlsson – Jens Karlsson 374
Júlíus Guðmundss. – Óskar Karlss. 361
Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 354
A/V:
Ágúst Stefánsson – Helgi Einarsson 403
Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 375
Anna Garðarsd. – Hulda Mogensen 363
Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 349
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is